30 desember 2005

..doktor.is

..inná doktor.is fann ég þetta....athyglisvert..

"þreyttir - þurfa hvíld"

29 desember 2005

..djöfullega æðislegt..

...jæja - haldiði að litla skonsið ég hafi ekki verið að uppgvöta lítið skrítið internetverkfæri sem kallast Skype...þvílíka snilldin sem það er - þá sérstaklega ef að einhver manneskja gerir ykkur hálf lömuð og vansköpuð með fjarrverunni einni, hvað er fólk að spá að fara/ferðast svona milli landa, ha?
...jáháts, ég get með sanni sagt að þetta er "hrein snilld" þetta fyrirbæri...sparar manni margar krónurnar og er engu síðri en venjulegur sími....en þetta er jafn djöfullegt og það er frábært þetta litla "skype"..þar sem að það er ókeypis þá kemur það fyrir að ungar skonsur (sem að btw HATA að tala í símann) sitja og spjalla langt fram undir morgun....úffff - helv...tímam.munur
En játs, þessi litla uppgvötun í kotinu mínu bjargaði alveg dögunum hjá mér..nú þarf maður ekki lengur að limita símtölin í 2-4 á ári til hennar suður-ameríku og þar sem mínútan kostar "greiðsludreifingu"...gleði gleði...vildi bara benda ykkur á þennan strókostlega litla hlut (ef að ég er ekki alveg öld og hálfri á eftir *bros*) og ég mæli með þessu..

28 desember 2005

..syngjandi...

...glöð!
jebbsí í dag er svona dagur þar sem að maður vaknar langt frá systrunum "ljótan" og "feitan" og ég einhvernveginn svíf um á bleiku skýji...áms - lífið er yndislegt og ég er ástfangin....mmmm...namm

27 desember 2005

stuttu jólin...

..vá hvað þetta voru stutt jól..liðu hjá einsog hamstur í hlaupahjóli barasta!!
Takk fyrir allar fallegu jólkveðjurnar, kortin, smsin o.fl...og "gleðilega hátíð" öllsömul...ég er búin að skella inn nokkrum nýjum myndum (fyrir ykkur sem vitið slóðann)...bara frá aðfangadag og svona...
En, já jólin voru yndisleg og gjafirnar frábærar í alla staði...alltaf gaman að sjá hverjir þekkja mann alveg 110% og veit nákvæmlega hvað gleður mans litla hjarta..auðvitað gleður allt mann og ég er sátt við allt sem ég fékk...mjög þakklát!!
Það sást varla í tréð fyrir gjöfum erfingjans...úffffa þvílíka geðveikin, og það er greinilega er búið að ráða í framtíð stúlkunnar þar sem flest allir "hörðu" pakkarnir voru snyrtidót (hmmm hún er nú bara rétt 2ja ára..) þar á meðal snyrtiborð, stóóór snyrtitaska full af málningardóti, "my litle hairdressing salon" og þar fram eftir götunum...úfff - við mæðgur verðum útlítandi einsog litlir skræbóttir skæruliðar næstu vikurnar er ég vissum...bara gaman að því *glott*
Við mæðgur tókum þann pólinn í hæðinni að slaufa öllum "föstum" venjum...fórum EKKI í þau boð sem við höfum (eða ég í það minnsta) farið í ár eftir ár eftir ár .... heldur fórum bara í ný boð með nýju fólki og borðuðum ekki týpíska jólamatinn heldur fengum okkur nýjan rétt....og ég er ekki frá því að þetta voru með bestu jól í lengri tíma...úff hvað það er leiðó að vera "fastur" í því sama ár eftir ár..jújú hefðir eru fallegar og góðar en dear lord, það er svo mikið skemmtilegra að breyta til...
En já jólin eru víst búin - stutt og laggóð...vika í nýtt ár - 2006...hmm alveg er ég viss um að nýja árið verði skrautlegt og fullt af óvæntum "uppákomum" .. mikið rosalega hlakka ég til..
Jæja, farin að vinna...vona að þið hafið haft það fallegt og gott yfir jólin litlu dýr...

23 desember 2005

..á morgun eru jólin...

...vá hvað tíminn flýgur frá manni þegar að maður hefur það gott og skemmtir sér...eruði ekki sammála...??
Lífið í litlu bókabúðinni er hrein geðveiki þessa dagnan, og ég elska það! Var að vinna með Tinnunni minni í gær og ég held ég geti sem sanni sagt að hún er einn af þessum "glötuðu snillingum"...frétti að hún væri að reyna að selja eitthvað af þessum "þjóðverjagenum" á alheimsvefnum - er ekki frá því að mig langi að festa kaup á nokkur *bros*...er samt ekki alveg viss hvað þessi "gen" fela í sér en ég veit þó um nokkur góð atriði...pakkar inn einsog þýskur hershöfðingi, er skipilagðari en andskotinn, hreinskilnari en "einlægi trúbatorinn", betri vinur en einn af "kærleiksbjörnunum" og skapgerðabresti einsog Gollum (úr Lord of the ring)....what´s there not to want??...jæja hún bjargaði allavegana deginum hjá mér og hefur gert í gegnum tíðina eða árin ef að svo má segja....*heh*
Jæja, ákvað að henda inn nokkrum vel völdum svona í morgunsárið...bara kasta á ykkur kveðju áður en að brjálæðin byrjar..vona að Þorlákur leggist nú vel í ykkur eða já undir ykkur...
jólaknús og kveðjur

18 desember 2005

ýmsar ástæður....

....jæja þá hefur maður tekið til þeirra ráða að breyta aðeins hérna á blogginu sínu - ekkert illa meint..en ég náttúrulega fattaði ekki að láta hina og þessa vita og fengu þeir víst bara þá meldingu að ekkert blogg væri lengur til....heheh...já svona er lífið!!
Annars er lífið búið að vera frekar öfugsnúið og í þvottavélastíl síðustu vikur, prófin kláruðust og föstudaginn og einnig hófst jólkaupbrjálæði landans...úfff, tók að með aukavaktir í vinnunni og ég held að ég sé orðin veranlega sködduð eftir fyrstu vaktina....en það er samt svo gaman - alltaf svo skemmtileg stemningin í strætinu á þessum dögum...maður lendir í alskyns fólki með alskyns sérþarfir og dillur...bara gaman að því....
jæja, ég lofa að vera duglegri að blogga á næstu dögum og segja ykkur frá skemmtilegum dillum í fólki og skemmtilegum jólabókum sem að ég er að fara að sökkva mér í :)

07 desember 2005

..netheimar eða ekki...

Fyrir lööööngu síðan var ég víst klukkuð af gíraffastelpunni og tók ekki einu sinni eftir því fyrr en mér var mjög svo pent bent á það og að sjálfsögðu gerir maður það sem manni er sagt….og svara því hérmeð því klukki….”ogskammastuðínsvourður”….. Ég hef einhvernveginn kúplað mig alveg út úr netheimum og kann ágætlega við mig í smá fjarlægð frá þeim…Hef bara verið allt of upptekin við það að svífa um á bleika skýinu mínu, sinna litla kotinu mínu og kotverjum, læra fyrir jólaprófin, vinna í lögfræðimáli, vera í túristaleik, vinna, skella mér í hjúkrunarleik (sem var sko enginn hægðarleikur….), stelast til að lesa jólabækurnar á milli lærdómstarna og í miklum, erfiðum og mjög snúnum ákvörðunartökum …. En sú ákvörðun var tekin að….
Já, einsog ég segi – lífið gengur bara sinn vana gang hjá okkur kotverjum..allir sáttir og sælir..

Jólin nálgast og miklar útskýringar og pælingar á öllu jólatengdu eiga sér stað þessa dagana…litla strympa skilur t.d. enganveginn af hverju jólasveinarnir sem eiga að koma í kringum jólin fylla ekki á súkkulaðidagatölin hjá börnunum, það er ekki til leið (búin að reyna allar, trúiði mér…) að útskýra það fyrir henni að þeir hafa ekkert með jóladagatölin að gera og að þeir eru ekkert komnir *bros*. Hausinn á henni snýst í marga hringi við allar þessar útskýringar og þeir heita allir sem einn “Skellur” – stutt og laggott.

Jams og jæja, bókabrjálæðin er svo sannarlega byrjuð og mikið af konfektmolum þessi jólin…get ekki beðið til aðfangadagskvölds þegar að ég er komin í jólanáttfötin, með heimabakaðar smákökur, í nýjum náttfötum, kertaljós og góða jólabók…ohhh namm – niðurtalningin er svo sannarlega hafin! Hvaða bók langar ykkur helst til að lesa (smá forvitni í minni) ??
Jæja, best að halda áfram að vinna…
Hasta pronto….


Fjórir hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.

1. Lifa
2. Vera eins dugleg og ég get við að leggja mitt af mörkum/hjálpa öðrum..jájá, ég veit ég get ekki bjargað heiminum...
3. Eignast fleiri yndisleg börn - og auðvitað gera mitt allra allra allra besta á þeim vígvelli :)
4. Ferðast um "allan" heiminn.


Fjórir hlutir sem ég get gert.

1. Elskað
2. Hlustað
3. Gert betur...alltaf hægt að gera betur...alveg sama við hvað er átt...
4. ..kallað fram einstaka bros og hlátur...


Fjórir hlutir sem ég get alls ekki gert/á mjög erfitt með.

1. Hugsað mér líf mitt án alls fólksins míns..
2. Sungið fyrir framan aðra...
3. Treyst...
4. Sleikt fýluna úr fólki...stend ekki í því - kann það ekki og hef ekki hugsað mér að læra það :)


Fjórir frægir sem heilla.

1,2,3,4 - Æiii, það eru allir heillandi á sinn háttinn...


Fjórir hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur.

1. Augun
2. Brosið (hláturinn)
3. Fasið (húmorinn)
4. Æi, mér finnst fólk bara svo heillandi fyrirbæri - fer svo eftir manneskjunni sjálfri hvað heillar mig við hana hverju sinni - skiluru

Fjórar setningar sem ég nota mikið (þessa dagana).

1. "Komdu músarass/engilfríður/ástin mín..."
2. "Te amo..."
3. "..nei ástin mín, jólasveinarnir komu ekki og settu meira né settu nýtt (fyltu á) súkkulaði í dagatalið þitt.."
4. "hnoff hnoff"


Fjórir hlutir sem ég sé.

1. Tölvan
2. Friðþjófurinn
3. Bækur, bækur, bækur...og aðeins meiri bækur
4. Mynd af erfingjanum...

Fjórir sem ég ætla að klukka.

1,2,3,4 – klukka bara þá fjóra sem að lesa þetta og langar að dreyfa huganum eitthvað pínu, oggu, smá frá því sem að þeir voru að gera…..

06 desember 2005

Stundum er ekki hægt að gera öllum til hæfis!!

..fékk þessu skutlað innum "netið" hjá mér og þótti þetta svo óheyrilega fyndið að ég varð að skella þessu hér inn...

Jólahlaðborðið í danska fyrirtækinu.

Það þarf að vera pláss fyrir alla.
2. desember
Til allra starfsmanna:
Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins, julefesten, verður haldin á Steikhúsi Argentína þann 20 desember. Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila vinalega og velþekkta jólasöngva. Aðstoðarforstjórinn kemur og leikur jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma með jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 200 krónur.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
3. desember
Til allra starfsmanna:
Það var ekki meiningin með tilkynningunni í gær að móðga tyrknesku vinnufélagana okkar. Við vitum að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og ekki jólasöngvar.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
7.desember
Til allra starfsmanna
Félagi í Anonyme Alkoholikere, AA, sem ekki vill láta nafns síns getið af eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt borð. Með gleði get ég sagt að það verður orðið við þessum óskum en vil um leið benda á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst. Þar að auki verða ekki gefnar jólagjafir því verkalýðsfélagið hefur mótmælt og telur 200 krónur allt of háa upphæð í jólagjafir.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi.
---
9. desember
Til allra starfsmanna
Mér heppnaðist að fá borð langt frá hlaðborðinu fyrir félaga okkar úr megrunarklúbbi fyrirtækisins. Svo fékk ég líka borð fyrir alla ólétta rétt hjá salernisdyrunum. Hommar sitja hlið við hlið. Lesbiur þurfa ekki að sitja við hliðina á hommunum, þær fá sér borð. Að sjálfsögðu fá hommar og lesbiur blómaskreytingu á borðin sín.
ERUÐ ÞIÐ NÚ ÁNÆGÐ...EÐA HVAÐ?
Tina Johansen
fulltrúi á geðveikradeildinni í starfsmannahaldi
---
10. desember
Til allra starfsmanna
Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi verður notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki á að hafa reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi fyrir undirokaða
---
14. desember
Til allra starfsmanna
Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki. Við förum á Steikhúsið. Mín vegna getið þið farið til Mánans 20.desember til að sitja sem lengs frá dauða-grillinu sem þið mögulega getið. Njótið, for helvede, saladbarsins og étið ykkar hráu tómata. Og munið að tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef sjálf heyrt það. Jæja svín, þarna fenguð þið á baukinn!
Ég óska öllum hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið farið í kóma!
Kveðja frá "Bitchen" á þriðju hæðinni.
---
Til allra starfsmanna
Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Tine Johansen góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni kort með góðum óskum á Geðdeildina. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að það verður ekki nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. Þið megið taka ykkur frí allan daginn þann 20. desember á fyrirtækisins kostnað.
Gleðileg jól!
Frederik Lindstrøm
starfsmannastjóri

17 nóvember 2005

Spámaðurinn segir

Stafariddari

Persónuleiki
Fyndinn, ljúfur og myndarlegur maður birtist hér. Hann er hlýr, gjafmildur, skemmtilegur og vinamargur en fólk dregst samstundis að persónuleika hans við fyrstu kynni. Hann leitar nánast uppi ævintýri hvar sem hann stígur niður fæti og tekst sífellt á við nýja reynslu. Oft á tíðum er hann villtur og óábyrgur.

Aðstæður
Spenna og hraði eiga vel við hérna. Ferðalag, flutningar og líkamleg hreyfing birtist þegar kemur að aðstæðum þar sem breytingar til batnaðar og ævintýri eru framundan hjá þér.

12 nóvember 2005

Myndir(14).jpg

Lífid í sveitinni er hundur....mjúkt og gott...
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

11 nóvember 2005

...perluvinir...

...við fundum litla perlu.. lítil perla sem við höfum verið að pússa upp smátt og smátt - mætti segja að ég hafi verið að uppgvöta hægt og rólega hvað hún er falleg.
Eigandi perlunnar er búin að "geyma" hana í skelinni sinni í mörg ár og ekki sinnt henni, ekki pússað hana, dáðst að henni, notið hennar og ekki sýnt öðrum hana og alls alls alls ekki gert sér grein fyrir hvers konar dýrgrip hann hefur/hafði í höndunum (því miður!!!)...perlan hefur verið að tærast upp hægt og rólega og þegar hún finnst er hún nánast ónýt, djúpar sprungur á yfirborðinu sem vonandi er hægt að laga, með smá vinnu, þrautsegju, þolinmæði og ást...
..á hverjum degi hef ég setið með perluna í fanginu, reynt að hreinsa þaran og þangið úr sprungunum sem hafa myndast yfir árin, reynt að fá hana til að glóa og ég er ekki frá því að það hafi tekist í smá stund, að ég hafi séð spegilmynd mína á milli sprungnanna...
Eigandi perlunnar gerir sér grein fyrir að í höndunum hafði hann dýrgrip sem er hægt og rólega að renna úr greipum hans.... perlan hættir að glóa...vitandi það að eigandinn kann ekki að hreinsa þarann og litla þolinmæði til að læra...


..mér finnst ég sjaldan eins vanmáttug einsog þegar að ég horfi uppá fólk sem skiftir mig máli sært eða óhamingjusamt og geta EKKERT gert nema að vera til staðar.....

02 nóvember 2005

..36 svör...

Rakst á þetta hjá henni Kollunni minni og ákvað að svara þessum spurningum einsog hún gerði og skella þessu bara hér inn...

1. Hvad er klukkan?
11:52

2. Hvada nafn er á fæðingarvottorðinu þín?
Urður Harðardóttir

3. Hvad ertu kölluð/kallaður?
Urður/Urðz/Eco

4. Hvad voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni?
...hmm, voru ekki sett kerti á kökuna - en hefðu átt að vera 26 :)

5. Afmælisdagur:?
1. Október

6. Húdflúr:?
áms - eitt

7. Hárlitur:?
Ljóst með strípum

8. Göt:?
Bara þessi venjulegu ..og í eyrnasneplunum :)

9. Fædingarstadur:?
Reykjavíkcity

10. Hvar býrdu?
í austurbænum

11. Uppáhalds matur:?
Lambalærið hennar múttu og meðí...og pique al macho..*namm*

12. Hefur þú komid til Afríku?
Neims, bara í draumum mínum...

13. Einhvern tíma elskad einhvern svo mikid ad þad fékk þig til að...?
....*ahhhh* jáms....

14. Hefur þú lent í bílslysi?
áms, einu alvarlegu.

15. Gulrót eda beikonbitar?
Gulrót

16. Uppáhaldsvikudagur:?
miðvikudagur og laugardagsmorgnar (þegar að borgin sefur...)

17. Uppáhaldsveitingastadur:
Engin sérstakur hér á landi....þessa stundina kanski Shalimar...

18. Uppáhaldsblóm:?
... ég elska öll blóm - er alveg veik fyrir hvítum blómum.

19. Uppáhalds íþróttir?
fótbolti

20. Uppáhalds drykkur?
vatn, vatn, vatn.....

21. Hvada ís finnst þér bestur?
jólaísinn hennar múttu minnar...

22. Disney eða Warner brothers?
sitt lítið af hvoru... :)

23. Uppáhalds skyndibitastadur:?
..hmm enginn

24. hvernig eru veggirnir í herb þínu á litinn?
Hvítir

25. Hvad féllstu oft á ökuprófinu?
Náði í fyrsta ..

26. Hver var sídastur til ad senda þér tölvupóst?
JPV, vinnutengdur póstur.....Antonio, persónulegur póstur... :)

27. Í hvada búð(um) mundir þú velja ad botna heimildina þína?
..æi er svo lítil búðakelling...hmm..Virgin Megastore eða e-h dótabúð f. erfingjann :)

28. Hvad gerir þú oftast þegar þér leidist?
Les eða mála...annars leiðist mér sárasjaldan - byrja oftast að gera eitthvað áður en mér fer að leiðast :)

29. Hvada spurning/ar fer mest í taugarnar á þér?
..."og hvað, ertu ekkert að slá þér upp...??"

30. Hvenær ferdu ad sofa?
hmmm...svona kringum miðnætti (helst)

31. Hver verdur fyrstur til ad svara þér þessum pósti?
...ætla ekkert að forwarda þessu svo að - enginn :)

32. Hver af þeim sem þú sendir þennan póst er líklegastur til ad svara þér ekki?
..sama svar og við síðustu spurn...


33. Uppáhaldssjónvarps þáttur/þættir:?
..allir fræðsluþættir...en annars svona gamanþættir einsog Will & Grace, King of queens, Seinf.....

34. Med hverjum fórstu sídast út ad borda:?
Antonio (Negro)

35. Ford eða Chevy:?
Chevy....annars bara báða takk og bland í poka fyrir afganginn :)

36. Hvad varstu lengi ad klára ad svara þessum pósti?
Það tók mig nákvæmlega 13 mínútur.

20 október 2005

..stutt og styttist...

..Uff, nu er aldeilis farid ad styttast i heimkomu og eg get ekki sagt ad mig hlakki mikid til..bara ad sja/fa/hafa/knusa/kyssa englarassinn minn og ju hlakka til ad sja framaní nokkur andlit og nokkur fa nokkur knus...en hmm..ekki mikid annad *bros*
En svona er thetta vist, oll fri taka vist enda...
Lifid er buid ad vera yndislegt, er nykomin fra litlu yndislegu fjallathorpi sem eg held ad hafi breytt lifshorfi minu eylitid meir og til hins betra, vorum hja 11 manna fjolskyldu sem bjo i hmmm 55 fermetrum, alltaf brosandi og lifsglod..i thessu thorpi eru ENGIN thaegindi what so ever...magnad!...thessi 11 manna fjolskylda held eg ad se samansafn af fallegustu manneskjum sem ad eg hef a lifsleidinni kynnst...og ef ad thetta folk er ekki med "prof" i "Pollyonuleikjum" tha heiti eg Alfred...eg aetla ad fara ad stunda "Pollyonuna" ad kappi...marg borgar sig held eg.....
En ja...hef fra miklu ad segja thegar ad eg kem heim, aetla ad lenda i rolegheitum og svo smella inn nokkrum ferdasogum...langadi bara ad heilsa uppa lidid...og segja GODA HELGI...

07 október 2005

...einn stuttur...

...Hola toditos...
Ufff, hvad eg hef thad gott - of gott til ad sitja vid tolvu og blogga, eg bara hreinlega timi thvi ekki, nenni ekki ad sitja fyrir framan tolvuna thegar ad eg gaeti verid ad gera svo margt annad mikid skemmtilegra...thid verdid bara ad afsaka...
Buin samt ad senda e-mail a "innsta hring" svo ad eg aetti alveg ad vera safe thar sko *bros*
Annars er lifid bara otrlulega ljuft, lidur bara einsog eg se loksins komin heim - yndi yndi yndisleg tilfinning....
Buin ad ferdast heilan helling og a fullt eftir...hef heldur ekki verid nogu dugleg vid ad taka myndir, samt nokkrar juju...en madur er bara ekki ad paela i thvi, aei eg veit ekki.....er bara ad NJOTA alls...lidur otrulega vel..lofa ad skrifa fina ferdasogu thegar ad eg kem heim....

.....bleiku skyin er svo mjuuuuuuuuuuuk....

30 september 2005

....London baby...

Saelt veri folkid heima a klaka...sit nuna a flugvellinum i London og er ordin ansi myglud af treytu...bara kasta a ykkur kvedju...
chauuuuu

Myndir(1).jpg

18 F er greinilega málid....sessunautar mínir eru einstaklega vel lyktandi ítalskt par....jæja best ad fljúga á vit ævintyranna....chau....
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

28 september 2005

..fjöður..

...sjáiði fallega fallega fallega veðrið úti !?!
...Leið einsog ég væri stödd í myndinni "Forest Gump" áðan, fór aðeins hérna útfyrir að viðra mig..sat á litlum, útskornum bekk bak við Hótel Borg, talandi í símann þegar að það lennti hvít fjöður á bekknum hjá mér...ég sit og horfi á hana á meðan ég tala í símann...húnn fýkur af stað, lendir á kerruvagni rétt hjá - barnið byrjar að hjala...fjöðurin heldur sína leið og þyrlast einhvernveginn upp og fýkur framhjá grein þar sem á sat veðurbarinn fugl (held hann hafi kanski misst af fluginu "suður")...ég held áfram að tala í símann, gleymi fjöðrinni í einhvern tíma...kisa kemur og nuddast svona utanímig...og að sjálfsögðu fer maður eitthvað að bögglast í henni, hún malar og það kurrar í henni einsog eldgömlum og slitnum traktor sem er búinn að fara einni fer of mikið yfir heimatúnið...ég og kisa erum í makindum okkar á bekknum þegar að blessaða fjöðurin lendir á milli okkar....
...lífið fer í hringi og hlutirnir með því *bros*

..jaháts - "life is like a box of....."

...eitthvað fallegt....

...Jæja - haldiði að maður hafi ekki verið "klukkaður" aftur - það var lítil blómarós sem klukkaði mig og að sjálfsögðu svarar maður um hæl... en þetta er nýja kynslóð klukksins...
Þar sem maður á að segja 5 FALLEGA hluti um sjálfan sig og klukkar síðan 1...hmmm...vá...djö hvað ég verð lengi að þessu....

1. Ég er góð mamma og uppalandi (held ég og vooona í það minnsta)

2. Ég á ótrúlega auðvelt með að samgleðjast öðrum...

3. Það þarf mjög lítið til að gleðja mitt litla hjarta...

4. Held ég sé með ágætis húmor og skap...

5. Ég er 113% vinur vina minna...og stoltust af þeim öllum....


....Hmmm...jebbs...nú þarf maður víst að klukka einhvern annan og ég held ég rúlli boltanum yfir til litla snillingsins míns og krúttusprengju með meiru - TINNA..."klukk on"

...chocolate factory - hvað er það?...

...var ég búin að segja ykkur söguna af því þegar að Urður litla gerði sig makindalega eitt föstudagskveldi eftir vinnuviku dauðans, var búin að hafa tölvuna í gangi yfir daginn til þess að "fá lánaða" myndina Kalli og súkkulaðigerðin....poppaði sér dýrindis örbylgjupopp, setti kræsingar á borðið, kom sér fyrir í sófusi, kúrði sér ofaní sængina, eins notarlegt og hægt var að hugsa sér..... og "play"...
..sér til mikillar skelfingar (og ekki skelfingar) byrjar "önnur" útgáfa af myndinni.....jújú - hommsuklám af bestu gerð...."charlie and the CHOCOLATE factory" fékk nýja meiningu þarna strax...úff - verður pínu bið í að lagt verði í að sjá "réttu" útgáfuna af myndinni sökum sálfræðilegs drama...fyrsta og eina senana sem náði að rúlla setti varanlegt ör á sálina skal ég segja ykkur...Hvernig útskýringar hefðu þurft að eiga sér stað ef að erfinginn hefði setið þarna við hliðiná....*heh* - hugsa um það seinna, þegar að þar að kemur....

..annars bara góðan daginn fallega fallega fólk...

23 september 2005

..að vera eða vera ekki "klukkaður"...

hmm jebbs, nú hefur maður víst verið "klukkaður" af Kollzinu og það er eins gott að standa sig..held að þetta gangi út á að það setja fram 5 staðreyndir um sig sem skifta engu máli..er það ekki rétt skilið??
1. Mér finnst gaman að vaska upp og ég er ALLTAF raulandi eitthvað lag á meðan...
2. Ég er með þann sið já eða ósið að snúa uppá lítinn lokk af hárinu þegar að ég les, eða þegar að fólk er að segja mér eitthvað...
3. ..ég veit fátt betra en flatkökur með smjeri og hangikjeti...namm
4. ..ég hræðist þrjá hluti meir en allt í þessu lífi.....síma, peninga og verslunarmiðstöðvar (sb. Kringlan, Smáralind...etc)..
5. Ég er haldin þeirri sjálfsblekkingu að ég geti "lært" uppí rúmi...aha - sure!!

...já og svona gæti maður haldið endalaust áfram *heh*...nú, mér skilst á öllum að maður eigi að "klukka" einhvern annan svo að maður slíti ekki keðjuna (ég hata keðjubréf...)..held barasta að allir þeir sem að ég veit um hér í netheimum hafi verið "klukkaðir" og fólkið sem mig langar einna helst að "klukka" er ekki með heimasíður svo að...hmmm...hvað gera bændur nú? Má "klukka" einhvern sem hefur verið "klukkaður" - en það er samt ekkert gaman, ætli ég "klukki" ekki Kúrbítinn, sóðabrækurnar (allar einsog þær leggja sig...) og kanski bara Bláu Dísina....

..klukk on....

smásaga í morgunsárið...

THE WORLD'S SHORTEST & HAPPIEST FAIRY TALE

Once upon a time, a guy asked a girl "Will you marry me?"

The girl said, "NO!"

And the guy lived happily ever after and went fishing, hunting and played golf a lot and drank beer and farted whenever he wanted.

THE END

21 september 2005

....hlaupa og tala í hringi...

...áms, maður fékk það sem að maður bað um í gær...kúr, kertaljós, leiðindaveður og notalegheit...ohh en að skafa í morgun var alls ekki gaman, erfingjanum þótti þetta alveg kempiskemmtilegt og varð svona sjálfskipaður verkstjóri á meðan að móðirin bölv. og ragnaði...."mamma, þú gleymdir þarna.."..."...mamma - þarna er blettur".."mamma, gera mína rúðu betur líka"...mamma mamma mamma.."mamma akkuru ertu svona lengi"....jebbs þau eru dásamleg þessi litlu dýr, og það sem að þau eiga stundum til að láta út úr sér...
Um daginn var ég eitthvað að fíflast með Mjallhvítinni - var að segja henni að ég væri svona "heimsforeldri" út af einhverri auglýsingu sem rúllaði í sjónvarpinu, sýndar myndir af mörgum illa förnum, hrjáðum, dökkum/lituðum börnum og ég segi svona í gríni Anna Þrúður þetta er bróðir þinn (segi þetta samt við Mjallhvítina) og við skellum uppúr (jájá illa gert og ljótt)..nema hvað við mæðgur erum í búðinni nokkrum dögum seinna og erum að týna í kerruna okkar þegar að hún hleypur að einhverjum kerruvagni þar sem í sat þessi gullfallegi "litaði" drengur og hún horfir á mig stórum augum og segir "Mamma, þetta er kanski bróðir minn"......og foreldrarnir urðu frekar hissa á svipinn en ég varð meira bara einsog kleina með kæfu og Önnu Þrúði þótti þetta nú bara svo eðlilegt *heh* ..
Annars já bara - fínn dagur - langur og þreyttur en fínn..sé fram á deit í kvöld við Sófus og skólabækurnar...ohh ætli maður kveiki nú ekki á kertum og skelli smá rómantík í þetta samband mitt og skólabókanna...
Ég er að reyna að gera allt sovna "ready" áður en ég fer í mitt síðbúna sumarfrí, ganga frá lausum endum og svona hérna í vinnunni, taka til...etc....af hverju er það að á meðan að maður tekur til og áður en allt verður "chiching" þá er svona einsog heil jarðsprengjusveit hafi lent allt í kringum mann....maður þarf að drasla öllu til, til að ganga frá því - æi skiljiði hvað ég meina....merkilegt *heh*
...jæja háfleyg setning frá SkaPtadóttur - "pikka minna, vinna meira...."

20 september 2005

...skammdegisþunglyndi, kertaljós og dvergar....

Ljúfasta helgi búin - hefði alveg viljað hafa svona "annarísunnudegi" í dag - það var alveg skuggalega erfitt að rífa sig á lappir í morgun...en finnst samt svo notó að það sé orðið svona dimmt og kósí, laufin orðin svona rauðgul og haust/vetrarilmurinn farinn að læðast að manni - namm
Ég er svo guðslifandi fegin að ég verð ekkert "þung/þyngri" á veturna þegar að það byrjar að dimma...þá byrjar "kertaljósavertíðin" fyrir alvöru...og hvaða vertíð er betra en kertaljósavertíðin??
Ég held ég kjósi frekar ískalt vetrarkvöld, brjálað veður, kolniðamyrkur, góð bók/góð tónlist, fullt fullt fullt fullt af kertum..í kúri ..kýs það pottþétt framyfir heitan dag á ströndinni t.d....en þú?
Síðan á ég vini sem verða einsog "einhverfir hellisbúar" þegar að það tekur að dimma - úff hvað það hlýtur að vera viðbjóðsleg tilfinning, skil hana ekki - og sumt á maður víst ekki einu sinni að reyna að skilja! Slydda og slabb er samt ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér...var ekki par hrifin í morgun þegar að slyddan réðist á okkur mæðgur, var svolítið svona einsog það væru 100 litlir dvergar að ráðast á andlitið með rennandi blautum, skítugum dvergþvottapokum...ekki málið !
Jebbsí , lífið er annars ljúft og nú er niðurtalningin hafin fyrir alvöru 10 dagar þangað til að ég fer út...veiveiveivei...
Held að ég sé að fara að flytja inn "kjöt" frá Bolivia þegar að ég kem heim, þar sem að 2 vinir mínir eru alveg ólmir í að koma og kynnast landi og þjóð áður en þeir fara á e-h ráðstefnur í Frakklandi - ekki leiðinlegt...nú er bara að vona að þeir fái flug sama dag og ég svo að ég þurfi ekki að hanga ein í London í 18 tíma...sjáum hvað setur....

16 september 2005

..mér finnst rigningin góóóóð dararararaaaaa..ó ó

...jáms, nú er orðið ansi langt milli blogga og þau mjög svo þunn eitthvað - kanski maður fari að hugsa sinn gang hérna í blogg/netheimum.
Annars bara allt ljúft að frétta úr koti okkar mæðgna á VeginumLanga.
Brjáhálæðis skólatörnin búin, ennþá verið að skafa upp eftir hana hérna niðrí strætinu og svo er mín eigin skólatörn byrjuð alveg á milljón - maður þarf víst að læra heil ósköp, skila verkefnum og prófum fram í tíman þar sem að ég er að fara út eftir ....hhhmmmm......14 daga - ohh get varla beðið mikið lengur. Ég er orðin svona nett "spenntstressuð" en það er bara gaman...heyrði frá vinum mínum úti í gær og sólin skín, hitinn var þá 27 stig og allir á stullum...namm namm namm...sumarið er að byrja þar núna...
Jæja - þarf að skjótast, sinna honum "Pierre" litla sem er bara yndislegri enn allt yndisleg.....og gaman að spjalla við. Hann skrifaði t.d. bókina Vernon G. Little..skemmtileg lesning það....jæja þarf að þjóta - allt að gerast hérna í litlu bókabúðinni einhvernvegin...og jújú út í heimi auðvitað líka Britney litla búin að unga út erfingja og Z. Jones hefur ekkert við alla peningana sína að gera - umhugsunarvert *heh*
Kanski maður sleppi bara vel þessi jólin, gefi öllum bara "loft í poka"...hugmynd :)
Allavegana....góða helgi öllsömul...vona að þið kúrið vel í rigningunni í kvöld..og eigið góða helgi

11 september 2005

Myndir(14).jpg


...lífid er sulta...
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

10 september 2005

...danski, enski, Atkins...

...melónu, sítrónu, hebalife, kolvetna, súpu......whateverkúrinn....held að "Photoshopkúrinn" sér algjörlega málið....*heh*

....Photoshopkúrinn..

04 september 2005

..jaháts...

...rakst á þetta - og....

"Jákvæða hliðin á lífinu"


Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um sólina á hverju ári.

Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu.

Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni að þú hefur opnað.

Hefurðu tekið eftir því að fólk sem kemur of seint er oft mikið glaðara en fólk sem hefur þurft að bíða eftir því?

Það getur verið að þú sért stundum eina manneskjan í heiminum, en þú ert líka ef til vill allur heimurinn fyrir eina manneskju.

Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni.

Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.

Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist þegar hann endurtekur ferðina.

Eða eins og einn maður sagði - það að vera hamingjusamur er ákvörðun .

Eigðu frábæran dag og vittu að einhver sem þykir þú skipta máli hefur hugsað til þín í dag!

28 ágúst 2005

..kim kim kim....

...jaháts - Kim Larsen var bara góður í gær á Nasa..úffa hvað mín skemmti sér konunglega!
Magnað hvað allir þurftu að panta á dönsku á barnum og tala dönsku allt kvöldið - svona í anda Kimma karlsins...það var heppni ef að maður sá einhvern undir 30 ára á staðnum sem var stappfullur af fólki á aldri við pabba minn (sem var þarna btw..heh)..allir virtust kunna alla texta og þá sérstaklega ein sem stóð við hliðiná mér allt kvöldið, giska á að hún hafi verið svona 70 ára - held að hún hafi verið í mesta stuðinu þarna inni - flott gamla gæsin!
Æi - það var eitthvað gaman við það að sjá fólk á aldri foreldra minna haga sér einsog "ástfangnir unglingar"...ó, well inná milli voru líka nokkrir einstaklingar sem höguðu sér einsog mjög óþroskaðir unglingar/einstaklingar...og einna helst þá rosknar konur *hóst* - konur á "besta aldri" ... jábbs en kvöldið og tónleikarnir voru frábærir og ég væri alveg til í að skella mér aftur í kvöld *bros*
Annars fór ég bara heim í kotið snemma - kíkti aðeins inná nokkra staði og skutlaði svo gamla settinu bara heim - þau voru nú samt ekkert á eitt sátt við það ..."hvað er þetta með fólk á okkar aldri - eru engin eftirparty í gangi núna" *heheh* ... jebbsí mikið stuðkvöld í gær...***** (5 stjörnu kvöld í mínum bókum)
...jæja best að grípa í pensilinn og halda áfram með "listaverkið"...vona að helgin hafi verið ljúf við ykkur og allir góðir hvern við annan...

rakst á þetta inná umræðuvef....hmmm...hvað finnst ykkur um þetta? *umhugsunarvert*

26 ágúst 2005

Örblogg

Bara ad prufa og sjà hvort thetta virki...

Örbloggfærslu sendi ég
Sent með Hexia.net

24 ágúst 2005

..bwaaaa...

(reyndar skrifaði ég þetta vruglumbull á mán. en hef ekki komist í að posta það) ....ef að litla baunin snýst ekki á skrilljón núna þá heiti ég Gvendur og amma mín er flóðhestur - brjálæði - brjálæði - brjálæði að gera...horfi í gegnum fólk sem kemur að heimsækja mig í vinnuna og afgreiði kúnnann einsog hann sé besti vinur minn til margra ára....magnað hvað maður getur dregið litla "afgreiðslugimpið, sparíbrosið og þjónustulundina" upp þegar á þarf að halda - úffa!
....annars yndisleg helgi að baki - menningadagur/nótt var frábær í alla staði. Við mæðgur nutum dagsins og kvöldsins í botn og einhverra hluta vegna áttum við í engu basli með að finna stæði hvar sem að okkur langaði/vantaði að leggja - heyrði mikið bölvað og ragnað út af plássleysi....get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir því , heppin ég *bros* - röltum líka inná 2 kaffihús og fengum sæti strax - aftur heppin ég *glott* ... já fanst þetta hinn fínasti dagur og skemmtileg dagskrá og uppákomur á hverju horni ... fékk svona "útlandatilfinningu" - yndipindi...Þegar við mæðgur renndum í gegnum bæinn snemma á sunnudeginum og váá hvað það var mikið af fólki að skríða heim - þetta líkti einna helst til "góðs föstudagskvölds" ... magnað og bærin var væhæææææægast sagt ógeðslegur..svo við hættum bara við að röltast um 101 og fórum heim að baka, renndum síðan bara með nýbökuð vínarbrauð til "ömmunar"... jebbsí - fínasta fínasta helgi..

19 ágúst 2005

..stjörnurnar í strætinu...

...langaði nú bara að óska ykkur góðrar helgar...vona að sem flestir láti nú sjá sig á morgun í "naflanum"..menninganótt og svona fínerí !!
..Strætið er bara að breytast í "míníhollívúdd" núna...skrítið...furðulegt hvernig fólk hættir að geta haldið andliti ef að e-h frægur eða bara fylgardýr þess fræga nálgast *heh* ... gaman að því!
....Brjálað eða eiginlega dýrvitlaust að gera..og sé ekki fram á rólega stund fyrr en í lok næstu viku - úff - en það er samt svo frábært því að þá líður tíminn svoooo hratt...og það styttist í að gimpið ég fer til útlanda....jöss !!
Jæja...hafiði það ljúft um helgina....chau

18 ágúst 2005

...makaskifti....heh

...trúlofunar og óléttubólan farin aftur af stað...alltaf gaman að því...þá eru allir svo glaðir og spenntir, það vottar líka pínu fyrir "ég er að flytja til útlanda" bólunni í kringum mig þessa dagana líka - held ég segi pass við þessu öllu ..í bili *glott*
Annars horfði ég á undarlegt fyrirbæri í sjónvarpinu í gær á stöð2. Einhvern þátt sem heitir Wifeswap - alveg er það mögnuð vitleysa! Það sem ég hristi ekki hausinn og þruglaði eitthvað yfir þessu öllu saman, samt gat ég ekki hætt að horfa, plantaði mér betur ofaní sófus og rökræddi við sjónvarpið....
Þátturinn gengur víst út á það að "eiginkonurnar" skifta um fjölskyldur og lífsstíl í 2 vikur. Fyrstu vikuna fara þær "alveg" í hlutverk konunnar á heimilinu...fá svona manual yfir það hvernig "venjulegur" dagur/gerðir/fæða/rútínan er hjá henni og eiga að gjöra svo vel að gera það sem að hún er vön að gera...síðan eftir vikuna vega þær og meta stöðurna og þá á fjölskyldan að að lúta reglum "nýju" eiginkonunnar...hmmm...pínu mis eitthvað!
Af þættinum í gær að dæma virðist sem þeir finni eins ólíkar fjölskyldur og hægt er til að framkvæma þetta wifswap...önnur fjölskyldan var svona "hamborgarafjölla" sem er öll svona 2-3 númerum of stór, þar með talinn heimilishundurinn...smjörsteiktur morgunmatur, mikið kjöt, sjónvarpsgláp, nammi-nammi-nammi, lítill agi og svona draslaralegt heima hjá þeim....síðan var það hin fjöllan þar sem allir voru flottir og fitt, svona semi-grænmetisætur, byggheilsudrykkur í morgunmat, mikill agi - sem felst í því að "hýða" börnin með "flengjara", heimakennsla - foreldrarnir voða óvissir með skólagöngu "you never know what they´ll be taught....", minnti helst á litla hersveit, allt voða fínt og lítil gleði og lítið brosað (sýndist mér...)....
Þegar að "stóra" eiginkonan yfirgaf heimilið hjá litlu kristilegu hersveitinni voru börnin yfir sig ánægð og brosandi út að eyrum...fengu að leika lausum hala í heila viku, glápa á sjónvarpið, borða nammi og kjöt, flengjarinn eyðilagður og fóru í skólann í 3 daga...ss hún veitt þeim smá "frelsi", sem ég held að hafi bara gert þeim pínu gott - þrátt fyrir að "eiginmaðurinn" hafi nú ekki verið á eitt sáttur við neitt sem að hún gerði....en þegar að "fína frúin" yfirgaf hamborgarafjölskylduna voru bara fagnaðarlæti yfir því að harðstjórinn skyldi vera að fara...Það sem að hún gerði var að gefa þeim holt að borða, sjá til þess að fólk skifti milli sín heimilisverkunum, lét krakkana læra og reyndi að koma smá aga á liðið - sem að ég held að þeim hafi bara veitt af.....
Það virtist einhvernveginn ekki vera neinn millivegur á neinu hjá hvorugri fjölskyldunni....
En ég sá samt ekki pointið með þessu öllu saman og mér sýndist sem hjónin sem tóku þátt í þessu hafi ekki lært neitt né mikið af þessum skiftum..nema kanski einsog þau sögðu sjálf "lærðu að meta hvert annað meir"..........halllllóóóóóóó - ef að maður þarf að fara í e-h amerískan rauveruleikaþátt til að komast að því hversu "ómissandi" maki mans er - úff þá hlýtur nú að vera eitthvað meir en lítið að held ég....kanski verðlaunin í þessum þætti ættu að vera tími hjá Doktor Phil, í beinni að sjálfsögðu..svona til að pörin geti nú rætt og krufið issjúin sín aðeins meir fyrir framan alla...þasso smart.....æi skiliggi og veidiggi með þetta....úff - nú er ég farin að hrista hausinn aftur yfir þessu...hugsa að ég horfi ekki aftur á þennan "hroðbjóð"...nema þá kanski til að sjá "hvernig ég ætla aldrei að verða og hvað ég ætla ekki að gera hvað varðar uppeldi....hmmm" ... Annars er ekkert að marka tuðið í mér frekar en vanalega - þoli ekki raunveruleikasjónvarp, er með andlegt ofnmæmi á mjög háu stigi...

15 ágúst 2005

..bloggedíblogg..

...bloggletin alveg að fara með mig...allt að gerast, aldrei verið frá jafn miklu að segja, lífið er yndislegt....en "bloggnennan" hefur barasta ekki verið til staðar...ætli það sé ekki sumarið og sólin bara.

Sumarfríið hjá okkur mæðgum og Mjallhvíti á Seyðis var yndiyndiyndiyndislegt í alla staði...mig langar alltaf jafn mikið til að flytja þangað þegar að ég bruna inní bæinn og hann Bjólfur tekur á móti mér...úfff - elska þennan litla stað!

Ég elska það að vakna, horfa út um gluggann og það er bara eitt stykki fjall í garðinum.....ekkert svona horfa á Esjuna úr fjarska kjaftæði...fjallið er bara í garðinum *bros* - eða garðurinn í fjallinu *heh*. Ég elska það að það er ekki ALLT til í litlu búðinni og maður þarf að hafa pínu fyrir hlutunum stundum...Ég elska það að labba inní bankann og hann er svo krúttaralega lítill að það liggur við að gjaldkerarnir 2 sitji í kjöltunni á þjónustufulltrúanum sem situr næstum því við sama borð og bankastjórinn....finnst það magnað að ÁTVR er inná Bensínstöðinni/sjopunni...Elska það að sofna í kyrrðinni og vakna í kyrrðinni....ohh, einsog ég segi ég dýrka þennan litla stað....kanski er það bara vegna þess að ég fæ hann í svona smáskömtum og hef ekki búið þar alla mína ævi eða þið skiljið, og grasið virðist alltaf grænna og fallegra hinumegin...æi ég veit það ekki...Allavegana var fríið frábært - fengum æðislegt veður og sveitamat - kanski einum of mikið af sveitamat *heh*. Skelli inn nokkrum myndum þegar að ég hef fundið einhverja myndasiðu með viti til að nota (mæliði með einhverri??)...

það er farið að styttast mjög í ferðina hjá mér og stresstilhlökkunin alveg farin að segja til sín í litlu bauninni minni....passamyndir og passamyndataka er alveg magnaður andsk....fór í svoleiðis í morgun - alltaf kemur maður út einsog einhver terroristi á þessum myndum úff...en þolinmóða myndatökudaman bjargaði þessu alveg, var alveg ótrúlega viljug að taka maaaargar myndir og leyfa mér að velja...en úr þessum skrilljón myndum valdi ég eina og hún er vægast sagt hryllileg.....ætli ég geti ekki eytt nokkrum árum í það að hlægja að henni einsog myndinnni í debetkortinu og ökuskírteininu - þar sem ég er 16 ára gömul rúmum 20kg þyngri og lít út einsog Gremslins sem hefur faðmað rafmagnsstaur..eitthvað pínu "mis"....ég elska myndir í persónuskilríkjum..hef ekki ennþá séð eina góða...held samt að "Mjallhvítin" mín hljóti 1. sætið í "LjótastaHryllilegastaHallærinslegasta FyndnastaPassamyndSemÉgHefÁÆviMinniSéðKeppnina", hún er einsog 14 ára gamall mjög góðlegur og einhverfur bóndastrákur á leið á fótboltaæfingu...*heh*...Mér finnst að við ættum að hafa svona "Ljótasta Passamyndin Samkeppni"...hehe - væri skemmtilegt og fróðlegt *bros*
En jáms...hæhó til ykkar..vona að helgin hafi verið falleg og góð við ykkur..

Lil: Takk takk takk fyrir okkur mæðgur - erum ekkert smá ánægðar með þetta og að sjálfsögðu þig ;)

Kollz: Takkedítakk fyrir fegurstu orðin....

Mjallhvít: Ég hopa í hringi af ánægju að dýrið á hvíta hestinum lét loksins sjá sig og kyssti þig....hamingja allan hringin til ykkar....2 mánuðir í paraleik...bara 2 - svo fer ég að böggast!!!

Ano: Ér bara hér... :)

27 júlí 2005

..hvar er (Valli) toothsmith...??

..ég er miður mín að bloggsnillinn hefur ekkert skrifað í langan tíma...en mæli með "húsakaupasögunni" ef að ykkur langar til að brosa pínu...kanski er ég bara með aulahúmor..en ég engist um í hvert skifti sem að ég les það sem þessi kona skrifar..

26 júlí 2005

...pósturinn Páll..

..kom með flugmiðann minn í gær...jebbs...þá loksins trúi ég því að ég sé að fara til útlanda og er orðin helmingi spenntari..úff - Brazil og Chile bættust svo inní ferðaplanið í gær...so it just gets better...sólin skín og ég geng um brosandi alla hringinn einsog það "gimp" sem ég er..
...þið megið "dangla" í mig ef ég verð orðin óþolandi eftir svona viku og tala bara um sama hlutinn aftur og aftur....ég er bara svo óheyrinlega glöð og spennt að það nær engri átt..Mjallhvít greyið er að fara með okkur mæðgum í ferðalag svo að ég mun að öllum líkindum taka þetta allt út á henni...*glott*
En ó wellí...ætla að halda áfram að vinna..chauuuuuuu

25 júlí 2005

...TrekEarth myndasíðan...

...mæli alveg pottþétt með TrekEarth myndasíðunni..síða sem ég get skoðað tímunum saman og látið hugan reika...ætli það sé hægt að vera "myndasíðufýkill" ??..."Halló - ég heiti Urður og er TrekEarthisti..."

...bleikt...

...ég svíf um á einhverju ótrúlegu bleiku skýi þessa dagana...lífið er yndislegt! Er farið að hlakka alveg svaðalega til að komast austur á Seyðisfjörðinn, hitta Bjólfinn og fallegu, fallegu, fallegu hjónakornin sem þar búa og ætla að "taka okkur mæðgur að sér" í fríinu...hlakka held ég mest til að kynna prinsessunni fyrir náttúrunni þarna í kring...hún er einsog kálfur á vorinn þegar að hún kemst út fyrir bæjarmörkin...ótrúlega skemmtilegt alltaf!! En jáms rúmir 3 dagar í sveitaferð og 67 dagar í utanlandsferð...það er svo gott þegar að hlutirnir "ganga upp" hjá manni sjálfum og fólkinu í kringum mann....jebbsí!!

..fiðrildin...

..það er svo fallegt þegar að fiðrildin fara úr "dvala" og fara að flögra...elska að horfa á fólkið mitt sem veit ekki hvernig það "á að vera" út af fiðrildunum"...elska það...

22 júlí 2005

..áms....

..sólin skín, það er föstudagur, 70 dagar þangað til ég fer út...og jáms - mín er bara spræk og glöð í dag..ljótan og feitan voru nú samt eitthvað að hrella mig í morgunsárið, en þær systur eru að yfirgefa svæðið... Annars er bara mest lítið að frétta úr kotinu annað en bara gleði..eignaðist litla frænku í gær - í útlandinu..svo að ég segi bara hér því að ég veit að þið lesið síðuna "til lukku með prinsessuna Kiddi og Mette"!!
Æi, það er of heitt til að hugsa og blogga...sitjum hér soðnar í vinnunni og Dirty Dancing ómar úr græjunum...algjört flashback .. en bara gaman að því.
Ég segji annars bara góða helgi allir.. vona að sólin verði svona ljúf yfir helgina og verði sem mest með okkur...

21 júlí 2005

...æi..

..þeir deyja víst ungir sem guðirnir elska.....

..ákvörðunin er...

....boð...hugsað...beðið um hjálp..atkvæðagreiðsla...hringt...bókað...banki...borgað/miði keyptur...léttir
...jebbsí - gimpið er að fara út....ekkert smá ánægð með lífið og tilveruna!!

...vangaveltur og ákvarðanatökur...

..jáms og jæja - held ég sé 99,8% búin að ákveða mig...
Málið er þannig að ég var að fá 2 boð í brúðkaup og eitt boð á nokkurskonar "reunion" á dögunum 4-20 okt. næstkomandi...sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þetta er allt að gerast í Santa Cruz, Sucre og Cochabamba í Bolevíu (suður-ameríku)...sem flækir málið eilítið (fyrir mér í það minnsta)...alls, alls, alls, alls ekki það að mig langi ekki að fara - ó svo langt frá því. Heldur kostar þetta svo marga peninga, alveg 150 kall, sem er svolitið mikið í mínu koti - nýbúin að tæma peningatankinn *bros*.... Samt er allt sem að segir mér að ég sjái ekki eftir krónu og að þetta "reddist"...ég hætti við að fara í sumarfrí í vinnunni út af mannekklu, svo að ég á það inni. Mútta gamla segir að erfinginn verði í súper góðum höndum, sem að ég efast ekki um...fæði, húsnæði og allt svoleiðis er frítt (eða þið vitið) á meðan ég er úti..ég er að fara að hitta og vera með frááááhááábæru fólki allan tímann...þetta er alveg greinilega svona "gæs" sem að maður á að grípa á meðan hún gefst og bara slá til, ekki smurning.....en einhvernveginn tekst vogarskálunum mínum að dingla frá hægri til vinstri hverja mínútu...hvað er það?? *bros*
...jams svo að litla Kreisí hér hefuru svar við spurningu þinni *heheh*...knúz

19 júlí 2005

...vogarskálarnar..

Nei, ekki séns..hmm,samt freystandi, gæti heppnast...ætti maður, hvað ætli ...en ef ég, hvað ef, hmmm, skyldi..ætli hún, en hann...pæling, hvernig gæti ég...jújú af hverju ekki...jebbs held það bara - áms, þá er það ákveðið....HELD ÉG...

...ég er ekki vog fyrir ekki neitt *glott*

11 júlí 2005

..ojbarasta..

...veik, veik, veik....eftir frábæra helgi...ligg heima með "kinnholubólgu"...og það er jafn viðbjóðslega leiðinlegt og nafnið gefur til kinna...úff

04 júlí 2005

Hlú hlú litlu dýr...

...jæja maður er skriðin inní nýja viku eftir "mjúka" og góða helgi - öll plön stóðust og það var bara súper...skellti mér í kvikmyndahúsið á föstudagskveldið með Mjallhvíti og Meðspilaranum, sáum myndina War of the wolds...and once again america safes the world..hmmm...jújú, mjög flott mynd, góður leikur "en"...aðeins of mikill svona "independence day" fílingur yfir henni...skiljiði mig...en svona mynd sem maður "verður" að sjá í bíó til að fá þetta beint í æð...sé ekkert eftir aurunum. Næst á dagskrá er það bara Batman myndin....
Jæja, síðan fórum við í næturkaffi til Meðspilarans og vorum þar fram undir morgun að horfa á Sin City sem mér fannst mjög flott.....þetta er mjög "spes" mynd en hún er mjööööög flott gerð að mínu mati...ég var alveg að fíla hana - betur en W.....worlds...fannst reyndar Clive Owens hörmulegur í henni en það er svo allt annar handleggur - hann hefur eða hafði bara ekki þetta "krimma" útlit fyrir myndina....en Mickey Rourke var alveg að gera sig í myndinni, einsog ég er með mikið andlegt ofnæmi fyrir þeim manni..úff..
jammogjæja - þessar myndir runnu bara ljúflega niður..horfði svo á Löggulíf í gær á stöð2 til að "loka" kvikmyndahelginni *bros*.
Já, ég fór líka á opnun á sýningu hjá Söndru, rosa gaman..fallegar myndir, féll strax fyrir einni sem að ég hefði keypt ef ég hefði ekki gleymt "búntinu" heima....okkur mæðgum var síðan boðið út að borða á Grillhúsinu - fengum þar dýrindis dýrindis mat og yndislega nærveru...og litla skottið fékk stjan og "allt" sem hún vildi - vakti mikla lukku... síðan var sunnudagurinn tekin í að sótthreinsa heimilið, vorum við mæðgur vopnaðar tuskum, Ajaxi og alskyns hreinlætistólum...skelltum okkur nú fyrst um morguninn á meðan að sólin skein og fuglarnir sungu í "grasó" skoðuðum ungana...jebbsí - grillaðar kótilettur hjá gömlu rörunum um kvöldið, sófalega, sjónvarpsgláp og 3 tíma suður amerískt símtal ... og svo lognaðist maður bara útaf undir morgun ótrúlega sátt og sæl með þessa helgi.....síðan var bara "ræs" klukkan 6 í morgun, vaknaði með undarlega tilfinningu í maganum/hjartanu/hausnum og sólheimaglott frá helv......sem er barasta ennþá fast á mér....
Vona barasta að helgin ykkar hafi verið góð og allir sáttir og sælir...og já að ferðalögin hafi nú verið "úber" skemmtileg....Hvert fóruði??.....óverendáút...

01 júlí 2005

..góða...

...helgi öllsömul !!
Klukkutími eftir af vinnunni, get ekki beðið eftir að stimpla mig inn í helgarfríið...er að spá í að skella mér barasta í bíó í kvöld á War of the worlds ef landið liggur þannig, hef heyrt svo ansi margt sniðugt og mis gott um þessa mynd og maður "verður" víst að sjá hana í bíó svo að hví ekki bara að slá til, ha?
..annars segi ég bara - góða helgi og hafið það úber gott...vona að ferðalögin verði sem fróðlegust og allt bara í blóma....óverendáút...

...gleðilegan föstudag...

Jammogjæja - vikan barasta að verða búin, djö leggst það vel í mig, frábær helgi framundan. Opnun á sýningu hjá fallegri snót á laugardaginn, tölvustúss með múttunni minni, stefnumót við Sigurð "bumbu", gullfiskar, kleina og kaffi í grasagarðinum, smá vinna, pool, matarboð.....jebbsí þetta verður ljúft.
Annars var ég að fá nýtt "dót" um daginn, geheeeeedveikan prenntara - þetta er bara fasteign, hann er svo fagur....er búin að vera að prennta út myndir í þúsundatali og föndra við að setja í falleg og fín albúm (í fleirtölu nota bené *glott*). Það er svo miklu skemmtilegra að vera komin með myndirnar á pappír....það er eitt sem á það til að gleymast (eða ég...) þegar að maður er með svona fína digital vél að maður bara hleður myndunum inná tölvuna sína og síðan festast þær þar bara....
* Muniði eftir eftirvæntingunni sem að fylgdi því að fara með "filmur" í framköllun - maður var svo óþolinmóður að maður fór alltaf með þær í svona klukkutímaframköllun... maður vissi aldrei hver útkoman yrði - alltaf svo spennó....ég sakna þess pínu...nú bara eyðir maður og tekur aftur einsog ekkert sé....ekki það að það sé ekki bara tærasta snilld að geta það...en æi þið skiljið *bros*..
..í gær fórum við Mjallhvít á kaffihús með mjög sérstökum einstaklingum - "litla þögla týpan" - "trúðurinn með athyglisbrestina" - "bróðirinn og meðspilarinn" .... já held ég hafi bara sjaldan hlegið jafn mikið og í gær...úff, er með hláturharðsperrurr í andlitinu og maganum í dag *bros*....skelltum okkur síðan í pool og sýndum snilldar takta þar, segi ég og skrifa...æ sjúd gó "pró"....annars, jams...klukkið bara rétt skriðið yfir 10 og bauninn er ennþá heima á kodda í draumalandinu....

...hvernig ætli það sé að vera gift Robin Williams...eins fyndinn og loðinn og hann er....??
...eru fiskar með eyru??

30 júní 2005

...íslenskt já takk...

..Það er svo ljúft að skella stundum gömlum og góðum ísl. diskum á fóninn...Villllllllhjálmur V. klikkar aldrei og svíkur ekki nokkurn mann....maður kemst í svona "spes" fíling/stemmingu..allt svo hugljúft og fagurt....sá tími er eimmitt núna hjá minni...
Eins finnst mér algjört möst að vera með íslenska tónlist ef að ég er að ferðast/keyra um landið - held ég syngi aldrei hærra og fíla mig í ræmur...já og svo er alltaf ahhhhhalgjör regla í ferðalögum að hafa kassagítarinn á bakinu og helst einhvern sem kann að glamra á hann....já stundum er svoooooo ljúft að velja íslenskt, ha? *bros*

.....lítill drengur ljós og fagur.........vildi geta verið hjá þér verslings barnið mitt, umlukt þig með örmum mínum.....einkum þegar húmar að ... átt þú mér í hjartastað....man ég munað slíkan.....lítið ferðalag til þess...að koma í holu hlýja....kúra sig í koti hálsa...kærleiksorðin.....lalarrralllaaa laaaaa...dabbadírí...

Hvað er ykkar uppáhalds íslenska lag??

..skál í samkynhneigða boðinu...

..jáhá fínasta grein hjá honum Össa kallinum....gæti ekki verið meira sammála...

28 júní 2005

MakePovertyHistory

...mikið asskoti hefur maður það gott - en vælir samt!
Maður vaknar í heitu rúminu á hverjum morgni, og vitir menn það er þak á húsinu mans, kveikir á krananum og úr honum rennur þetta "gull" (vatn), það er matur á borðum á hverjum degi...fólk er í átaki og jújú borðar 5 sinnum á dag, pælið í því...á flestum heimilum er bíll ef ekki tveir, hver fjölskyldumeðlimur með sinn gms síma, maður er ekki maður með mönnum nema að eiga Ipod og fartölvu....jújú, ég er ekki að segja að tímarnir geti ekki verið dr...erfiðir stundum og erfitt að ná endum saman..alls ekki...ég er ekki að reyna að kveikja á einhverju samviskubiti því það gagnast engum held ég......held samt að maður sé svo sálflægur stundum að maður fatti ekki hvað maður hefur það þrusu gott - þó það lýti ekki alltaf út þannig...ég hef verið dugleg einsog ég get að styrkja góð málefni, tók þá ákvörðun fyrir rúmu 1 1/2 ári að "forgangsraða" pínu öðruvísi lífinu...ef 2 bjórar á bar jafgilda skólagöngu einhvers, eða uppbyggingu einhvers...einhverstaðar í heiminum...kýs ég frekar að sleppa bjórnum af og til og hjálpa til...eitt "gott" íslenskt djamm getur verið mjög tæmandi fyrir budduna....fyndið samt hvernig maður getur/gat alltaf reddað djammi - skiljiði mig...?
Æi, annars er ég bara eitthvað að röfla...fór bara að pæla í þessu þegar að ég horfði í kringum mig og fattaði hvað maður á að vera þakkalátur fyrir það sem að maður hefur og á ...
Er búin að stúdera þessa síðu og komin með svona líka fínt armband....

...ömmur eru málið...

..jáms, þessa helgina var "ömmu/langömmurúnnturinn" tekinn..sýna smá lit og svona.
Af hverju ætli það sé, að maður miklar það svona fyrir sér að fara í heimsókn til ömmu sinnar og afa (eða ég geri það alltaf..)....þegar á hólminn er komið kemur maður glaður út, uppfullur af alskyns fróðleiksmolum og alllllltaf saddur *glott*...ömmur bjóða manni alltaf uppá einhver góðgæti!
Ætli maður verði þannig amma, sem er alltaf með eitthvað nýskriðið úr ofninum, heitt á könnunni og eitthvað á prjónunum!?!?
Ömmur eru stórmerkilegt fyrirbæri, laaaaahaaang bestu kokkarnir (tala nú ekki um "brúnu" sósuna..), umburðalyndið og þolinmæðin alveg að fara með þær, geta gert við allan andskotann, föndurtuttlur, hafa stórmerkileg svör við öllu, skipulagshæfileika frá helv.....æi þið vitið.
Ég held að ömmsurnar mínar hafi alltaf verið merkilegustu manneskjurnar í heiminum (í mínum augum) þegar að ég var lítil...þær gátu einhvernveginn ALLT...og geta ennþá ALLT...

24 júní 2005

..helgarhjúkka...

"alveg með eindæmum hvað rigningingetur verið blaut"
..þetta sagði kona við mig áðan...átti svo svo svo erfitt með að halda andliti...í staðin spilaði maður bara með, jánkaði og brosti sínu breiðasta...þetta er svona álíka og þegar að veðurmaðurinn/konan segir skýjað með köflum ... úff hvað sumir eiga bágt með sig þá....
En jams og jæja - ætlaði nú bara að heilsa uppá ykkur netverja og segja "góða helgi"...vona að eitthvað skemmtilegt sé planað og ef ekki þá vona ég að eitthvað skemmtó gerist...alltaf gaman að því óvænta *glott*
Sjálf ælta ég að erfingjast, fara í afmæli, hitta þjálfarann, brosa framaní heiminn.....og já fara í smá hjúkkuleik, færa sjúkkling súpu og "meðþví"...
Góða, góða, góða og fallega helgi allir sem einn...

22 júní 2005

..krókasauðir...

..jams og jæja - maður lætur undan með glöðu geði *glott*, er samt búin að sitja með puttana á lykklaborðinu núna í korter að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum ég eigi nú að skrifa...andinn er bara ekki hjá mér þessa dagana! Alls ekki það að ég hafi ekkert að segja, né hafi ekkert gert undanfarnar vikur...var tildæmis að skríða í bæinn eftir snilldar snilldar snilldar ferðalag norður yfir heiðar sem farið var með Sigfúsi Hrannarri (A.K.A Mjallhvítin), á lítinn stað sem kenndur er við ...."KrókaSauði" ... vorum þar og nutum alveg í botn, ekkert smá sætt "þorp" og yndislegt fólk upp til hópa...jújú það eru að sjálfsögðu nokkrir *svartir* inn á milli..en það er bara til að auka á gleðina held ég....Get mælt með góðu kaffi á Kaffi Krók og frábærum"lummum" á Ólafshúsi...og starfsfólkið á þessum stöðum fær 5 stjörnur af 3 mögulegum...úff, held ég hafi nú sjaldan eða aldrei kynnst jafn þjónustulunduðu fólki og þarna....bara plús í kladdan sko :)
...það var einhvernveginn allt að gerast þessa helgina á Króknum, bifhjólamenn voru með mót þarna...mikið af glöðum leðurmönnum *bros* - litlir lakkrísbitar , hljómsveitirnar Sixties, Úlfar og Von léku fyrir dansi á kvöldin, allar á sitthvorum staðnum, drulluspyrna og torfærur yfir daginn og svo yndisleg náttúran í ofanálagt.....jáms það vantaði ekki neitt uppá þessa helgi held ég... ég hefði viljað sleppa því að veifa "gula spjaldinu"..en það var víst óhjákvæmanlegt, maður lét það nú samt ekki skemmileggja fyrir mér/okkur ferðina...Síðan flugu nokkrar mjög lélegar pikköpplínur/aðferðir um helgina og mikið sem við hlógum af því...

"viltu koma heim með mér og ég sýni þér hvernig Landi er búinn til......?"
- "ömm, nei þakka þér - ómögulega..."
..... hugsa að maður hefði nú frekar fallið fyrir "viltu koma heim að skoða frímerkjasafnið mitt?"

"Ég er erfingi!"
-"Jahá, frábært - eða eitthvað"
"Ég er sko ríkasti maðurinn í Skagafirðinum!!!!"
-"Ömmm, já - en gaman fyrir þig"
"Vantar bara konu til að deila "ellinni" með (24 ára drengur n.b.)"
-"áms...höldum bara í vonina um að hún detti nú inní líf þitt bráðlega..."

"Ef þú kemur með MÉR á ball með hljómsveitinni Von og ert með MÉR á ballinu, skal ég redda þér baksviðs eftir tónleikana....!!"
-"takk, en nei takk - kanski næst"....

Jáms, sumir voru bara í stuði....og þetta var allt bara mjög skemmtó frá A-Ö..meira að segja þessi 1 og hálfa mínúta sem fór í að rífa tjaldið niður í mestu rigningu sem sögur fara af á síðasta degi.....en jams og jæja....læt hér við sitja. Hripa niður eitthvað meir þegar að eitthvað meir (sem ég get sagt frá) kemur upp í baunina mína...vona að þið hafið það bara gott í sólinni í dag...ef að það er ekki dagur fyrir ís í dag þá veit ég ekki hvað..
...óverendáút...

27 maí 2005

...sól og blíða...

...og bærinn ef fullur....æi maður verður svo kátur og glaður í svona veðri eitthvað, svo léttur í lund..reyndar búið að vera geeeeeðveiki að gera í litlu bókasjoppunni, allir á síðasta snúning að kaupa útskriftargjafir - Íslendingar á síðustu mínútu...ha, nei aldrei !!
....æi er syngjandi glöð í dag - ætla að fá mér ís eftir vinnu...eða kanski barasta bragðaref...*slurk*, njóta sólarinnar og skoða fólkið....jebbsí svona á lífið að vera!
Átti alveg yyyyyyyyyndislega kvöldstund í gær með Mjallhvíti-litla heimalingnum mínum, alveg allt of langt síðan að við áttum svona "spjall spjallanna"....sátum á kaffihúsi og rifjuðum upp gamlars stundir og syndir...alltaf gaman að því....!
...ó wellý, nenni ekki að skrifa né hugsa - bauninn soðin af sólinni.....vonandi eigiði barasta fína og góða helgi...

26 maí 2005

..spamadur.is..

4 Sverð

Þrátt fyrir miklar annir og oft á tíðum stress virðist þú ná endum saman með skipulagi, krafti og óbilandi dugnaði.

Hér er þér hinsvegar ráðlagt að hvíla þig. Þú ættir að hlusta betur á líkama þinn sem mun fyrr en síðar láta þig vita að komið er að því að þú gefir eftir og hugir betur að eigin áhugamálum og ekki síður heilsu þinni.

Líf þitt einkennist af hraða sem er af hinu góða ef þú gefur þér tíma fyrir eigin þarfir. Þú ættir að næra sál þína og líkama með því að hvíla öldurót hugans og finna hina djúpu kyrrð sem ríkir á orkusviði þínu.

Gefðu þér tíma með sjálfinu svo þú komist í snertingu við orkusvið hinnar djúpu þagnar og tæru vitundar.

..gmail...

...eitt sem að ég skil ekki, ég er með svona voða fínnt gmail og það er eitthvað á síðunnni sem að segir manni að maður geti gefið fólki gmail....er ss ekki hægt að fá gmail nema manni sé gefið það eða hvað.....ég er mikið búin að spá í þetta og ákvað bara að spyrja ykkur að því....kanski heimskuleg spurning, i know...en ó well....ég fékk nefnliega svona "invite" á sínum tíma en spáði ekkert meir í það þá.....æi bla...

..meistarageisp....

....góðan daginn litlu lömb - eru ekki allir sáttir við úrslitin í gær??
Sátum heima í gær mæðgur og heimalingurinn og horfðum á leikinn, hélt ég myndi fá blæðandi magasár úr spenningi....en allt er gott sem endar vel...úffa...vorum með leikin á, gúffuðum í okkur pizzu - það eina sem að vantaði var bara hlírabolurinn og bjórinn til að vera svona "ekta" bullur....gaman gaman...
En jábbs, kominn fimmtudagur - sólin skín og ég held barasta að í dag verði góður dagur...

25 maí 2005

..vildi óska..

..ég væri í Istanbul núna...djö öfunda ég fólkið sem er að fara á leikinn...úffa..

24 maí 2005

..el pájaro amarillo..

..djísus, get nú ekki sagt annað...var úti rétt í þessu þegar að lítill gulur fuglsungi reynir að ráðast á mig og rífa af mér annað eyrað...ég svona í einhverju brjálæði slæ í ungann og læt öllum illum látum á meðan að hann reynir að komast inní eyrað á mér, finn alveg hvernig hann reynir að narta í eyrnasnepilinn...jújú ég vinn þennan slag að lokum og rota fuglinn....nema hvað þetta var ekki fugl heldur genabreytt (held ég) hungangsfluga....þvílíku stærðina á flugu hef ég bara sjaldan séð...úffamei...

þetta eru ekki flugur lengur, þetta er eitthvað svona bíjond sko.. "genabreyttar hunangsflugur með míní þyrluspaða, bassaboxi og mikilmenskubrjálæði"...myndi ekki vilja mæta einni svona í dimmu húsasundi skal ég segja ykkur - nei takk...

...mótorhjólagulrótargúff.....

...gleðilegan þriðjudag litlu lömb...ohhh, mig dreymdi að ég hefði tekið mótorhjólapróf og hefði farið í svona ferðalag um evrópu á ógeðslega flottu rauðu hjóli með svona hliðarvagni...úúúú....ekkert smá girnilegur draumur (að mínu mati). Kanski maður láti bara drauminn rætast, skelli sér á eitt stykki hjólapróf og taki svo Norrænuna frá Seyðis næsta sumar, hvernig hljómar það?
Annars er Mjallhvítin mín komin í smá prógram núna og verður gestur á "Hótel Koti" hjá okkur mæðgum næstu daga....ætlum að passa að hún bíti ekki alltaf í helv. eplið...sjáum hvað setur..
En jæja, best að halda áfram að vinna og gúffa í sig nokkrum "baby carrots"....við erum að tala um að það hverfa ofaní mig heilu pokarnir og kílóin af gulrótum þessa dagana...ætli það sé hægt að óverdósa á gulrótum??

23 maí 2005

...baggalúturinn..

...fær mig alltaf til að glotta út í annað og brosa ...

..að gúggla...

...Ég prufaði að googla nafninu mínu "Urður" ... og ég fékk ekki upp bloggið mitt eða neitt tengt því heldur þetta...skondið

22 maí 2005

..un fin de semana buenísimo....

...jebb - gæti varla hafa beðið um betri helgi, skap, náttúru, veður, fólk, mat....bara allt svo fullkomið. Vantaði reyndar Mjallhvítina mína en held hún hafi bitið aftur í eplið sitt - því miður er ég ekki prinsinn sem kyssir hana svo að hún vakni...var það ekki annars Mjallhvít sem beit í eplið og féll í "dá" ??
Ég held að við mæðgur höfum óverdósað af súrefni um helgina, erum nær ekkert búnar að vera innandyra síðan á föstudaginn...ótrúlega ljúft.
Föstudagurinn fór í kúr heima hjá "Tígrisliljunni" okkar, þurfti reyndar að fara með vin minn á slysó þar sem hann braut á sér öklann...var þar í góða 3 tíma og held að maður geti varla fundið ómanneskjulegri og leiðinlegri biðstofu en uppá bráðamótöku...maður situr þarna inni þar sem öll húsgögnin eru úr einhverju ljótu járni, blöðin frá '86 og manni líður einna helst einsog sardínu í dós...nowhere to go, nothing to do...síðan rann laugardagurinn alveg úber ljúflega niður í takt við veðrið...og jújú hafði bara gaman að júró....Gísli Marteinn var einstaklega bitur og það var bara gaman *bros*..síðan sóluðum við mæðgur okkur á Þingvöllum í dag (sunnudag), borðuðum ís og brostum framaní túristana sem að þóttu við einstaklega skemmtilegar og áður en við vissum af vorum við orðnar gædar hjá hóp af mjög fjörugum spánverjum...síðan mættum við í bæinn galvaskar og fórum í grasagarðinn, enduðum svo þessa helgi með yndislegu matarboði þar sem ég eignaðist eitt stykki fósturbróður (held ég *bros*)..erum núna hálf afvelta mæðgurnar...tilbúnar að skríða undir "feld" og halda af stað inní draumalandið...jáms einsog ég sagði áðan þá var þessi helgi bara "nær" fullkomin...hlakka til að takast á við nýja viku - vá, það eru að koma jól bara, tíminn líður svo hratt...úffa

20 maí 2005

..mig langar í bragðaref....

..úffa mikið búið að vera að gera í dag, hef lítið sem ekkert geta sest niður, sem er svosem bara ljúft- þá líður vinnudagurinn hratt og ég kemst fyrr að sækja engilinn minn og fyrr út í sólina...
..Af hverju var júródiskurinn tekin af repeat?? *glott*...Er búin að vera að strá eða eiginlega sturta salti í sár júrófanatíkanna hérna í vinnunni og hef haft ægilega gaman að - jábbs...enginn er verri þó hann sé púki....
Annars er helgarplan okkar mæðgna rosalega mjúkt að mínu mati...við erum bara alltaf í rólegheitinum og reynum að eyða sem mestum tíma úti...og þá helst rennum við eitthvað út fyrir borgarmörkin, það kemst ekki að þessa helgina en það er líka bara allt í góðu því að það er svo margt annað skemmtó planað.......Slípóver, vídjó, tortillas, Árbæjarsafn, Húsdýra og fjölskyldugarður, Júróvísjon, grillmatur, ís, smá vinna, Nauthólsvíkin, matarboð (læri með öllu tilheyrandi...nammmmm)....og þar fram eftir götunum...jebbs þetta leggst bara allt saman voðalega vel í mig...syngjandi glaður dagur hjá mér og mínum...vona að helgin ykkar verði nú blúúúússsssandi góð við ykkur og þið við hana litlu dýr...
...hasta pronto...

..nammmi....

...stal þessu prófi á Kollusíðu



Like chocolate cake, you are friendly, dependable and make a great friend. You're the perfect person to turn to in times of need!

19 maí 2005

...skondið..

...jebbsí nú eru eflaust margir súrir út í júró og fara að reyna að kryfja það til mergjar "af hverju"...ó well mér er svosem sama - mitt lið komst áfram (Danmörk) svo að ég er bara sátt og sæl...held alltaf með Dönum alveg sama hvað...einhver árátta í mér...hlakkar í mér að tala við júrófanatíkurnar niðrí vinnu á morgun *glott*...Ætli margir horfi á júró næsta laugardag úr því að við erum ekki með? Það hlýtur eiginlega að verða að vera kveikt á því í bakrunni og svona svo hægt verði að kalla partýin sem skipulögð voru "júróvísionparty" ... úff...af hverju í ósköpunum er ég að spá í þetta.....ætla að fara að skríða í bólið, varð bara að hoppa inná netið í örskamma til að sjá hvað allir hefðu um málið að segja og tísta...Hvernig væri annars að senda Leoncie næst bara, með stóru Íslandssilgjuna sína og gullpilsið (svona í anda búningsins sem var í ár)- syngjandi "ást á pöbbnum"...nei bara smá pæling *glott*
jebbs..hlakka mikið til helgarinnar, mikið planað og allt svo skemmtó eitthvað...ég er ennþá með fast brosið síðan ég fékk niðurstöðurnar úr prófunum, vona að það verði bara út sumarið....jafnvel lengur....og jáms..takk öll þið sem að kommentuðu hjá mér....jebbs þannig er nefnilega mál með vexti að ég hefði ekki getað þetta án ykkar (væmið ég veit, en satt)...alltaf drifkraftur þegar að fólk trúir á mann, auðveldar manni að trúa á sjálfan sig...
...óver end áút...

..áms, nú er mín glöð....

Nú held ég að ég sé að springa úr gleði og stolti barasta líka...viljiði vita hvað útkoman úr prófunum var??

9,8
9
9
8
9

....jebbs þetta getur maður...langar núna að hoppa í hringi og kanski öskra einsog Ronja Ræningjadóttir...en hugsa að ég yrði litin hornauga það sem eftir er hérna í strætinu...læt mér bara nægja að brosa hringinn.....

13 maí 2005

..fersk föstudagsrigningin...

..og ég elska það...elska svona lyktina af blautu grasi - eitthvað svo ferskt!
Annars varð hann karl faðir minn fyrr til með Kim Larsen hugsunina því ég var ekki fyrr búin að hugsa að bjóða honum svona "surpries - miðar á Kim L." þegar að hann hringir í mig og segir "Urður, ég er með miða handa okkur á Kim Larsen 27 á Nasa..."...get ekki beðið! Síðan var verið að bjóða mér út að borða á Lækjarbrekku annaðkveld...og ég hlakka ekkert smá mikið til, hef aldrei farið þangað fyrr út að borða....er þetta ekki fínasti staður annars - með hverju mæliði??
Annars er pínu sorgardagur í dag hjá minni, er að fara í jarðaförina hjá henni langömmu Sibbu - ekki gott mál, kvíði pínu fyrir held ég bara...verður skrítið, var í 101 árs afmælinu hjá henni bara um daginn (29 apr.)- líður einsog það hafi verið í gær...og núna nokkrum dögum seinna verður erfidrykkjan í sama sal og afmælin hennar voru alltaf haldin...æi skiljiði, verður bara skrítið...en já lífið heldur áfram...blómin halda áfram að spretta, sólin kemur aftur upp á morgun, vinnan kallar aftur í mann á næsta virka degi....jebbs það heldur allt saman áfram...og það er yndislegt...

12 maí 2005

..komment...

...var eitthvað að synda um heimasíður landsmanna og jújú las svona hin og þessi komment við færslur sem að mér þótti fyndnar eða áhugaverðar og fór svo að sjá nafnið mitt á undarlegustu stöðum - eða þið vitið, einhver að kommenta undir mínu (Svetly - J. Fonda - Marsil) nafni með tengil á mína síðu...nú er ég ekki alveg að skilja upp né niður...*pirr*

..er ekki málið..

...að skirfa undir þetta ..??

..eitt morgunprófið..

I am 2% Asshole/Bitch.
Not an Asshole or a Bitch.
I am not an asshole or a bitch, more like an asshole and bitch target. I have no backbone, and fold at even a slightly insincere look.

11 maí 2005

...hmm...

..Hef alveg lúmskan grun um að nýja platan hennar Hildar Völu verði mikið í spilun hérna í vinnunni hjá mér..."æi nei"...ekki það að þetta sé ekki fín plata...hún er voða sæt og hugljúf...svona í takt við söngkonuna sem er eitthvað svo brosmild alltaf....en ekki alveg fyrir mig ... finnst hún eitthvað öll eins...síðan er líka einhver Júróvisjón safndiskur búinn að vera að rúlla í græjunum þess á milli...úff, eitt lag enn ómar í bauninni minni....ég verð orðin svaðaleg þegar að nær dregur júró ef þetta verður í "spilun" alveg þangað til......úfffamei

...ég er svo skotin...

..í fólki - jebbs og margbreytileika þess. Veit fátt skemmtilegra en að bara fylgjast með og spá í fólki. Elska það hvað við erum öll misjöfn á "alla" vegu og hvað það gerir lífið frábært...Ég er voða forvitin um fólk, ekki forvitin þannig að mér líði einsog ég sé að fá eitthvað voða "djúsí" beint í æð þegar að fólk (sem ég þekki nota bene) fer að segja mér frá sér...heldur finnst mér svo gaman/gott að heyra það sem aðrir hafa að segja, æi skiljiði...mér þykir bara voða gaman að hlusta....svo margt sem að maður getur lært.... Ég hef ekkert gaman að því að lesa blöð eða slúðurdálka um allt "misfræga" fólkið sem kemur mér ekkert við og ég þekki ekki, það finnst mér nær tilgangslaus lesning og tímaeyðsla - en svo eru aðrir sem alveg ganga á þessu og það er líka bara allt í læ...
Ég fór eitthvað að velta þessu öllu fyrir mér í gær eftir að góðvinkona mín sagði við mig að hún væri svo "sjálfselsk"....af því að hún er svo lítið fyrir að spyrja fólk úr...hún getur setið og þulið upp hluti um sjálfa sig, talað um daginn og veginn, hvað er í gangi í hennar lífi - en spyr einskis á móti.."ef að ég veit að fólki líður vel (og auðvitað spyr ég um það..) þá er það bara alveg nóg fyrir mig...ég þarf ekkert að vita neitt af hverju" ... sem meikar alveg sens, maður á ekki að þurfa að kryfja alltaf hlutina til mergjar...eða hvað? Mér þykir það eimmit svo voða gott að geta bara fengið að sitja og hlusta, skít inn svona einni og einni spurningu en vil svo segja sem minnst sjálf...þannig að t.d. við tvær vinkonurnar erum voða mikið Jing og Jang, ekki að ástæðulausu að við höfum verið vinkonur síðan ég man eftir mér...
...ég held að ég sé ekkert óhóflega forvitin - bara svona passlega, svo kanski finnst einhverjum öðrum ég vera roooooooohooosalega forvitin, ég veit það ekki. Mér finnst bara voða gott að vita ef einhverjum líður vel og af hverju, þá líður manni vel líka eða þið skiljið (er það sjálfselska þá??) - og að sama skapi ef einvherjum líður illa, af hverju - því þá gæti maður hugsanlega mögulega gert eitthvað til að létta þeim einstaklingi lundina......jájá, ég veit - ég get engum bjargað *glott*...en maður getur alltaf pínu hjálpað til held ég...bara með því að vera til staðar!
..Æi bla...lá alveg og taldi kindur í gærkveldi þegar að ég var að reyna að sofna, gat ekki sofnað því að litla baunin mín var á 120...gæti líka eflaust haldið endalaust áfram en mér líður alltaf einsog útkoman (hérna á blogginu) verði hebreska og engin skilji orð af því sem að ég er að segja....

..tónleikabarnið ég og Kim Larsen..

...jebb..nú hlakkar minni konu til, ætla alveg pottþétt að fara á Kim kallinn..á ekki ófáar minningarnar af tónleikum hjá kappanum með pabba gamla...held að tónleika og tónlistaráhugi minn sé alfarið karli föður mínum að þakka, hann var svo duglegur í den þegar að við bjuggum útí Köben að fara með mann á tónleika...ætli það sé ekki bara komin tími til að ég bjóði pabba á tónleika...hmmm - jú slæ til .... annars var ég að gæla við það að fara með sóðabrók á þessa tónleika...sjáum hvað setur - ég fer það er nokkuð ljóst...

annars ætla ég að copy/pasta smá klausu hérna inná bloggið sem að ég fékk í e-maili...bara ef að það er e-h annar þarna úti sem langar að fara...blaaaa

* * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *
Kim Larsen og Kjukken halda tvenna tónleika á Nasa 26. ágúst og 27. ágúst n.k.

Það er óhætt að fullyrða að sannkallaður hvalreki bíði tónleikaþystra Íslendinga í sumar. Kim Larsen mætir þá til leiks ásamt hljómsveit sinni Kjukken. Þeir félagar ætla að halda tvenna tónleika á Nasa við Austurvöll þann 26. og 27. ágúst n.k. Kim lýkur þar með sumartónleikaferð sinni um Danmörku og Færeyjar sem hófst reyndar í London þann 23. apríl sl. Miðasala hefst föstudaginn 13. maí n.k. kl. 10 í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg og á midi.is.

Kim Larsen hefur sl. 5 ár gefið út hverja metsöluplötuna á fætur annarri í Danmörku og Skandínavíu eftir nokkur mögur á þar á undan. Á síðasta ári átti kappinn tvær metsöluplötur í Danmörku sem báðar náðu margfaldri platínusölu. Þetta voru plöturnar 7-9-13 sem kom út fyrir jólin 2003 og Glemmebogen – Jul og nyt år sem kom út fyrir jólin 2004.

Ferill Kim Larsen er ótrúlega farsæll og það hallar ekki á neinn þegar hann er nefndur skærasta stjarna danskrar tónlistar fyrr og síðar. Hljómsveitin Gasolin sem Kim leiddi á 8. áratugnum náði gríðarlegum vinsældum og eru lög eins og Kvinde min og Rabalderstræde eru nánast þjóðlög í Danmörku. Eftir að Kim Larsen sagði skilið við Gasolin og hóf sólóferil sinn hefur hann notið fádæma vinsælda. Lög eins og Papirsklip, Blip-Båt, Midt om natten, Susanne Himmelblå, Den Allersidste dans og Jutlandia eru klassísk. Hljómplatan Midt om natten er enn þann dag í dag söluhæsta hljómplatan í Danmörku fyrr og síðar.

Kim Larsen flutti til Óðinsvéa 1994 og stofnaði ári síðar hljómsveitina Kjukken sem hann hefur spilað með síðan þá. Hljómsveitina skipa auk Kim þeir Karsten Skovgaard gítar, hljómborð og raddir, Jesper Rosenqvist á trommur og raddir og Jesper Haugaard á bassa.

Kim Larsen kom til Íslands fyrir 17 árum og troðfyllti Broadway nokkrum sinnum.


Það er Austur Þýskaland sem stendur að komu Kim Larsen til Íslands.

10 maí 2005

..hellú...

...jæja þá er maður komin í bæinn og mættur til vinnu...undarlega gaman bara..jebbs...helgin var fráááááhábær í alla staði (segi ykkur nú örugglega frá henni seinna)..manni tókst að hlaða "andlegu" batteríin en ég er ekki frá því að ég sé barasta að deyja úr þreytu...couldn´t care less samt..
Ætlaði nú bara að poppa við og heilsa uppa ykkur, vona að helgina hafi verið góð og falleg...og öllum gengið vel í prófum og prófundirbúningum...og bara blaaaaa...

06 maí 2005

...það rignir súkkulaðirúsínum...

....Við "langmæðgurnar" (ég, mútta mín og erfinginn) lentum í miðju "twilightzone" í gær..jújú - það rigndi yfir okkur súkkulaðirúsínum í hundruðatali.
Ja well það átti sér nú mjög auðséða skýringu - en var samt sem áður svo fyndið eitthvað....sáttum saman eldsnemma, drukkum okkar RGC morgunkaffi og snæddum nýbakaðar kleinur þegar að "stuttlingurinn" minn ákveður að jakkinn hennar sé nú ekki nógu beinn á stólnum, grípur í hann og hristir hann svona einsog maður hristir nýþvegin föt beint úr vélinni.....jújú og vitir menn það flaug örugglega heill pakki af súkkulaðirúsínum um alla höllina...maður vars stígandi ofaní súkkulaðir. allan daginn og finnandi þetta á ótrúlegustu stöðum...
...hvar hún hafði nælt sér í þessar rúsínur og þetta magn var mjög spúki því að hvorki ég né mútta mín höfðum átt þetta til...ekki er þetta plantað í vasana "í nesti" í leikskólum borgarinnar...eða ég vona ekki....við veltum okkur mikið uppúr þessu, hvar hún hefði nú nælt sér í þetta....mömmu datt meira að segja í hug að hún hefði kanski rænt þessu í búðinni fyrr um morguninn ..heheh..jájá strax farið að þjófkenna (eða segir maður það ekki annars - þjófkenna !?!?) greyið...
..Það var ekki fyrr en í nótt þegar að ég var að læra að það kveiknaði á perunni og ég mundi eftir súkkulaðirúsínupakkanum sem keyptur hafði verið til að taka með í "sumó" með bókinni..hann hafði reyndar verið falinn gaumgæfilega...en það skýrir hversu þögul og sæt sú stutta var og leyfði múttu sinni að fara í laaaaaaanga og góða sturtu án truflunar á 2 mínútna fresti ...heh - hún hefur ætlað að byrja upp, fyllt alla vasa til eiga þegar að hart er í ári kanski...
...ja ó well...vill einhver súkkulaðirúsínur...??

04 maí 2005

..2 dagar...

..í sumó...úff, get ekki beðið..það skal sko brunað beint eftir lokaprófið á föstudaginn...þarf að fara í búð eftir vinnu í dag, á háannatíma og mig hlakkar alveg til....hvað er það - manneskjan með búðarfóbíuna á hááááááááu stigi...jú ætli þetta sé ekki svona pínu einsog jólin - svona ákveðin stemming sem að fylgir því að versla inn fyrir svona "happenings" eða þið skiljið...
...Hlakka til að sökkva oní heitapottinn, lesa góða bók alveg innpökkuð í heitt teppi með ekkert nema kertaljós og fuglasögninn í bakrunni, smá góðgæti í skál, góð músík, grípa í spil/leggja kapal (ohh það er svo notó)...allt það ferska loft sem maður getur í sig látið...vakna snemma og fara út í náttúruna - vona að það verði smá úði svona...ohhh...jáms...ég held að ég sé að missa það af tilhlökkun. Er ljótt að segja - "ég hlakka til að komast burt frá öllu og öllum" ?!?!?! "Stórborgin" getur verið svo slítandi eitthvað, allt stressið og bara amstur hversdagsleikans..maður verður bara einhvernveginn svo andlega búinn að vera "fastur" í sömu rútínunni dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð - ekki það að rútínana sé neitt slæm, eða þið skiljið mig - er það ekki?....Stundum held ég að allir þurfi bara eitthvað svona til að hlaða batteríin...eða ég í það minnsta og flest allt það fólk sem í kringum mig er....jáms þetta er allavegana langþráð frí/ferðalag í kotinu mínu og ég hlakka endalaust mikið til....líður pínu einsog litlu barni í "sælgætislandi" þessa dagana....(heh, hafið kanski tekið eftir því á blogginu að það kemst fátt annað að en þessi ferð...og jú svo prófin auðvitað..)
Ef ég gæti myndi ég bara bjóða öllum með .... en ég geri það bara í huganum og sendi ykkur bara góða sveitastrauma - lofa því...

03 maí 2005

....jössss....

....já ekki hægt að segja annað en að ég hafi "unnið" prófið...jebbs, alveg einsog mitt lið vann Chelsea (1-0)...jebbsí, nú er ég svo blússandi glöð að það nær engri átt...nú ómar
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone.......
You'll never walk alone.

...aftur og aftur í litlu bauninni!!
Jæja, best að halda áfram að læra - varð bara að deila ánægju minni og gleði með ykkur hinum!!
Góða nóttina....

..7 tímar..

...í próf og ég held að ég sé komin með blæðandi magasár....úff
Annars yndislegur dagur, frískandi að þurfa að skafa á morgun og berjast við sólina á sama tíma...jebbs...leggst ekkert smá vel í mig þessi dagur....
Þegar ég kom heim til mín í gær beið mín þetta líka fííííiíííííí "nýja" sónvarp og maður fékk barasta tár í augun...djö á maður góða vini...og 10 mínútum seinna var bankað uppá hjá mér og þar stóð maður með barnarúm handa okkur mæðgum, rosalega flott...held að í gær hafi verið svona "gefum Urði dagurinn"...lá við að maður færi bara að skæla...
Æi ætla að halda áfram að vinna og hætta að röfla svona...

02 maí 2005

..krúsjal í sumó...

...jæja "gleðilegan mánudag", vona að helgin hafi nú verið buenisima hjá ykkur öllum...ég synti bara í skólabókum alllllla helgina og er ekki frá því að maður sé orðin svona pínuponsuoggusmá soðin í bauninni...
..Mig langar svo að forvitnast, þar sem að það eru 4 dagar í "sumó"....maður er byrjaður að skrifa innkaupalistann og svona í huganum, hugsa hvað maður eigi nú að taka með sér og svona....
Hvað er það sem ykkur finnst svona krúsjal að hafa/vera með í sumó...???????

e.s. orðið krúsjal skal mikið notað næstu daga fyrir Kollzið sem finnst mjöööööög krúsjal að það sé notað ... "bara fyrir þig mín kæra"

29 apríl 2005

..óargardýr...var orðin mjög hrædd held ég ...

...góða og sólríkan daginn allir sem einn....
...Í gær þegar að ég var að leggjast til rekkju byrjuði þvílíku lætin og óhljóðin að berast úr garðinum hjá mér..ég svona jájá þetta er nú bara einhver kisan að breima, hlýtur að vera það tímabilið hjá þeim núna..jújú lygni aftur augunum þegar eitthvað hleypur beint á svefnherbergisgluggann hjá mér með miklum látum og undarlegum öskurhljóðum....ég svona drattast á fætur og ríf gardínuna frá og kíki út....en ekki neitt...leggst aftur uppí...alveg að sofna þegar að ég heyri þrusk úr stofunni og svo dettur eitthvað...mér svona aðeins farið að hætta að vera sama, ríf mig aftur á lappir og kveiki svona hægt og rólega öll ljósin í íbúðini og tölti inní stofu og vitir menn 2 bækur úr nýju bókahillunni liggja á gólfinu....*arg*....týni þær upp set þær á sinn stað, geng svo hringin um íbúðina og loka öllum gluggun (sem btw eru allir með mjög þétt svona flugna/kattanet)..fer inní eldhús eitthvað að fá mér vatnsglas þegar að þessi hryllilegu öskur byrja aftur og ég heyri hvernig hlaupið er á útidyrahurðina...þá var ég viss um að Cujo kallinn væri mættur á staðinn og væri að gera sig tilbúinn til að éta mig og mína...var farin að verða pínu smeik viðurkenni það alveg...óargardýrið emjaði og gaf frá sér þessi vægast sagt ógeðslegu hljóð að því virtist allstaðar frá (garðinum, stofunni, útidyrahurðinni, baðherberginu...)...ég gafst upp, allir gluggar lokaðir, öll ljós slökt, lokaði svefnherbergishurðinni "just to feel safe" og gróf mig undir sængina....ég var alveeeeeeeg að sofna þegar "boink" - það var komið Á svefnherbergishurðina og gaf frá sér ógeðis ógeðishljóð frá helvíti...."jæja hingað og ekki lengra..."...mín rífur upp hurðina og orðin frekar mikið pirruð á þessu ógói sem hafði tekist að halda fyrir mér vöku og vekja upp "hræðslupúkann" hjá mér sem að btw hefur sofið í möööööörg ár....jújú mín rífur upp hurðina, vekur erfingjan og það sem blasti við mér var.....ÞETTA..

..Jújú, komst svo að því í morgun eftir að ég og "litli" vorum búin að ræða málin og sofnuðum í faðmlögum að nágranarnir fengu hann í gær og hann hafði horfið um 3 leytið og ekkert spurst til kauða síðan....skil samt ómögulega hvernig hann komst inn og hvernig svona lítill loðinn hlutur getur gefið frá sér þessi hryllllllilegu búkhljóð...."it´s a mistery"...nú er hann komin heim og allir sáttir....

..Jebbs...þetta var kvöldsagan mín til ykkar..."sagan af litla sæta Cujo"

28 apríl 2005

...jebbs nú má sólin fara að skína...

...sýnist vera að birta pínu til sem er bara gott mál..
..var að skoða myndir frá Færeyjum og er ekki frá því að ég sé að deyja mig langar svo að koma þangað, ekkert smá lítið og krúttaralegt allt saman...en svona talandi um Færeyjarnar þá er Dominos alveg að fara með það með þessum hrylllllllilega leiðinlegu auglýsingum og þessum gaur sem er orðin svo þreyttur að það hálfa væri alveg hellingur...jújú þetta var voðalega sniðugt og skemmtilegt svona fyrstu 1500 skiftin en nú er komið nóg...
bladibla....röfla bara núna....tók smá test..maður þarf nú að vita þetta víst að maður ætlar að skella sér til Japans...*bros*





Your Japanese Name Is...









Noriko Nakamura



..vill ekki "postas"...

..jæja nú er mig farið að langa að komast heim í kotið, ætla að elda dýrindis mat handa okkur mæðgum og Mjallhvíti...fiskirétt - namms...fiskurinn klikkar sko aldrei...
Fékk gleðifréttir í dag...jújú fékk 9,8 fyrir ritgerðina mína sem að ég sat sveitt yfir...svo að ég er vrosalega ánægð með það og auðvitað svona ákveðið búst fyrir mann svona rétt fyrir prófið...Síðan vorum við stöllur að vinna útstillingakeppnina góðu þar sem við höfðum Dimmalimm í fararbroddi...fengum út að borða og fínheit í verðlaun...namm...síðan fékk ég fallegasta fyrirgefningarsímtal rétt í þessu sem að á eftir að ylja mér um hjartarætur í laaaaaaaangan tíma...jújú svo fékk ég frá góðgóðgóðgóðvini mínum boð í brúðkaup sem haldið verður í Okinawa í Japan í febrúar 2006 .. honum fanst rétt að fólk einsog ég (við ríka fólkið *heh*) fengjum nú tíma til að safna fyrir ferðinni, því ég ætla sko bókað að fara....jams svo að ég hugsa að ég gangi með bros á vör úr vinnu í dag og út í daginn...er svo syngjandi glöð núna að það nær engri átt....
Úff....ekki nema örfáir dagara í bústaðarferð númer 1 þessa sumars...sem byggist mest megnis upp á heitum potti og mikilli slökun....tókst að plana brot af bústaðarferð nr 2 í gær með kollzinu og "æskuljómanum"...það verður svona orkuboltaferð, fullt af börnum og hávaða...en mig langar svo hryllilega að komast ´líka í svona "ekta" sveit í sumar..er alveg að deyja, þarf að kynnast bónda það er nokkuð ljóst, komast í sauðburð og svona ....

27 apríl 2005

..lausn og ekki lausn..

...Brilljant hugmynd en á sama tíma ekki...ef þú getur ekki gert þetta sjálfur skaltu bara sleppessu....finnst mér...
..æi áður en við vitum af verður ískápurinn okkar farin að éta matinn fyrir okkur, þvottavélin fer að vinsa út "ónýt" föt og sturtuhausinn sér um bókhaldið....
...Eitthvað mikið "mis" ...

26 apríl 2005

..Dalí kallinn....





You Are Best Described By...









Meditative Rose

By Salvadore Dali



..prófkvíði og júróvisjónmarkaðsetning....

...Gleðilegan þriðjudag góðir hálsar....Nú eru andvökunætur, verkefnaskil og prófkvíðinn alveg að spila fallegt lag í litla kotinu mínu...ætla ætla ætla nefnilega að standa mig svo ótrúlega vel í prófunum..jebbs, síðasta prófið á fimmtudaginn í næstu viku og það verður sko stungið af í sveitina beint að þeim loknum og tekin löng, feit og falleg helgi í leeeeeeeeti - gott plan finnst ykkur það ekki? Ég held að ég sé "útskrifuð" og örrugglega komin með einhverja gráðu í að "skipuleggja tímann" eftir að ég byrjaði í skólanum samhliða vinnunum tveim og erfingjanum ... djö væri samt ljúft ef að það væru svona einsog 34 tímar í sólarhringnum stundum...en ég ákvað um daginn að taka mér gott frí frá skólanum í sumar og hlakka ekkert smá mikið til ... En jæja - best að fara að gera eitthvað að viti, klukkan að slá inn nýjan vinnudag og ég held barasta að hann verði fallegur og góður við mig...og ykkur öll auðvitað líka...
....já heyriði, sáuði hrylllllllilega lagið sem að Rússland (eða var það ekki örugglega þaðan) verður með í júróvisjón...úff, langaði alveg til að ...reyndar finnst mér öll þessi hugmmynd um að "markaðsetja, selja, kynna" lögin svona alveg glötuð...Ætli Júróvisjón sé að "missa" sig núna??!!

25 apríl 2005

...toppurinnnnnnn...

...magnað svona fólk sem þarf alltaf að toppa mann og það sem að maður er að segja - getur alveg gert mig gráhærða...

* "...ohh, ég rak tánna í á föstudaginn og er ekki frá því að hún sé bara bólgin..."
* "..Ég hef nú tábrotnað 2var og býð þess aldrei bætur, hef haltrað í mörg ár..."

* "..Djö fer þessi fjörfiskur í taugarnar á mér...."
* "...Iss, ég er búin að vera með krónískan fjörfisk síðan ég man eftir mér..."

* "...Ég fékk 9 á sálfræðiprófinu.."
* "..Já þetta er náttúrulega ekkert svo erfiður áfangi, þegar að ég var í honum fékk ég 9,5.."

* "..ég er búin að vera hætt að reykja í 3 vikur..."
* "..ég hætti nú einu sinni í heilt ár...þetta er/var ekkert mál..."
...

..rósir...

...juuu - ég var að horfa uppá svo fagran hlut...heh
..Maður sem vandræðalega náði sér í deit í bókabúðinni, heillaði konu alveg uppúr skónum með "rósaklippitækni" og öðrum góðum garðráðum..voru bæði rjóð í vöngum, vandræðaleg, flissuðu og töltu yfir á París í kaffi....æi - júuuu þetta var sætast!!

...svona eiga dagarnir að byrja !!

..sól, hiti, ís, standup, MörkinHeiða...

..gleðilegan mánudag litlu dýr...Jæja helgin var bara hin ljúúúúúúfasta...Við mæðgur nutum návistar Mjallhvítar nær alla helgina, fórum í fyrstu klippingu Önnu Þrúðar - allt mjög spennadi...en hún var í góðum höndum og kom út einsog algjör drottning, loksins búið að klippa burt Prins Valíant handrbögðin mín *glott*...vorum úti nær alla helgina og böðum okkur í sólinni, hefði samt viljað hafa verið aðeins meir úti....æi jáms .. frábær helgi afstaðin og frábær vika að byrja...

21 apríl 2005

...

...Gleðilegt sumar öllsömul...

20 apríl 2005

..litlir lobsterar...

...sólsólsólsól og rjómablíða.....nammi namm!
Sumarið skríður til landsins á morgun..pælið í því - finst jólin bara hafa verið fyrir viku síðan...dagarnir rúlla bara framhjá...áður en maður veit af verður maður barasta orðin fertugur og ennþá undrandi sig á því hvað tíminn fljúgi nú hratt. Haldiði að maður hætti því nokkurntíman? Samt furðulegt hvað tímin líður hægt þegar að maður vill að hann líði hratt, eða skiljiði...
Það eru voðalega miklar "vorhreingerningar" í baunum/höfðum okkar vinkvennanna þessa dagana og flestallar syngjandi glaðar og ánægðar með það sem við sjáum og stefnum á að sjá...jaaa...well flestallar, en það kemur, það kemur - með sumrinu...
Á morgun ætlum við mæðgur að njóóóóóóta þess að vera í fríi og kíkja aðeins út fyrir einsog vanin er þegar að við erum í fríi - þá reynir maður nú að fara aðeins úr steypunni og komast burt ... í eitthvað aðeins fallegra...Ekki það að Reykjavíkin sé ekki falleg á björtum sumardegi...bara alltaf svo gott að læðast útfyrir, fuglarnir syngja tærar, sólin skín bjartar, léttara loftið....ef veður leyfir þá er það bara bastkarfa + rauðköflóttur dúkur = pikknikk ...
jæja...ætla að hætta þessu vrugli...fara út í kaffi...skoða fólkið sem að gleymdi sér á sundlaugarbökkunum í gær og skoppar í nafnlanum einsog hálfsteiktir lobsterar...úff hvernig ætli Nauthólsvíkin sé núna - full??

..hvað er normal..??





You Are 65% Normal

(Really Normal)









Otherwise known as the normal amount of normal

You're like most people most of the time

But you've got those quirks that make you endearing

You're unique, yes... but not frighteningly so!


...engin dama...

...Jæja held ég geti alveg bitið í það súra og reynt að lifa með því að ég verð aldrei þessi "dömustelpa"...eða þá kanski bara seinna!
Ekki það að mig langi til að vera "dama" heldur er einsog meiri hlutinn af stúlkunum sem að ég hef umgengist eða er minn árgangur (æi skiljiði) séu allar orðnar "dömur"...þær hljóta að hafa vaknað einn daginn og fengið köllunina...annaðhvort eru þær of fljótar eða ég of sein....dónt rílí ker - fór bara að spá í þetta í gær þegar að ég rakst á eina "dömu" sem ég þekki og hef ekki séð í dálítinn tíma og hún var manneskjan sem að ég hélt að yrði síðust til að verða "dama"...

Mín skilgreining á dömu (í þessu samhengi)er;
* Dragt - helst blá en stundum svört..
* Cosmopolitan undir hendinni..
* Hárið mjööög vel sleikt og greitt aftur..
* Mjög nett hliðartaska - sem helst er "merki"..
* Þegar gengið er hangir vinstri höndin í svona "Ragga Bjarna" stíl..
* Borðar alltaf Tapas eða Sushi í hádeginu (þrátt fyrir að finnast það ekki gott)..
* Heldur pent fyrir munninn þegar að hún hlær...
* Talar BARA um barnið/börnin sín og EKKERT annað..
* Er með öll fáanleg greiðslukort/kreditkort á markaðnum..og telur niður í næsta tímabil..

...jáms svona er hún að mínu mati - en það er bara í dag - gæti verið allt önnur á morgun... :)

19 apríl 2005

...baunin...

...Góðan dagin lömbin mín...jebbs - held að dagurinn í dag verði góður...Maður er bara mættur eiturhress til vinnu...og svo í dag er það Grindavíkin sem kallar - jújú maður á víst erindi þangað einu sinni í mánuði og ég satt best að segja er búin að vera að telja niður síðan síðast...úff þetta verður ljúft!
Tók stóra og góða ákvörðun í dag og hefur "baunin" verið endurræst - held það sé lítill feitur dvergur þarna uppi sem að snýr mótornum manually og þegar að hann verður of þreyttur þessi elska og sest niður þá er einsog "baunin" hafi barasta brætt úr sér....en hún er ss komin aftur í gang og vona að hún verði "virk" í lengri tíma í þetta skiftið...
Jæja - vinnan að byrja og ég ætla að fara að koma mér í vinnugírinn....enda vika bókarinnar að hefjast í dag og mikið um að vera....

..un poquito de amor y locura....

18 apríl 2005

...mánudagsgeisp...

..Gleðilegan mánudag litlu dýr..Hvernig var helgin við ykkur og þið við hana??
Mín var algjör "moli"...ótrúlega mörgu komið í verk og gert...enda held ég að ég sé svona 7 sinnum þreyttari núna heldur en ég var á föstudaginn ...Ákvað að vera rosalega kærulaus bara og læra ekki staf alla helgina - örugglega fyrsta helgin í ég veit ekki hvað langan tíma sem að ég "gæli" ekkert við skólabækur....ljúft!
..á laugardaginn var farið í afmælisteiti hjá Dögginni - fámenn og góðmenn veisla sem það var...skemmti mér bara konunglega - magnaðir molar sem að litu dagsins ljós þar *glott*...og að sjálfsögðu þurfti umræðan aðeins, ponsu, pínu, smá og oggu að snúast um tímaritaverðstríðið hjá Office og Pennanum - enda bæði Pennar & Officar á staðnum...var pínu brugðið sá allt í einu Kolluna mína breytast í múttuna sína og fara í svona "varnarham"- en það varði bara í svona 3 mínútur og svo breyttist hún aftur í Kollz...gekk til baka þessi elska...en já þetta var brilljant veisla..síðan stakk sú "gamla" af bara þegar að fólkið fór að tínast í bæinn og á dansiböll...Þegar að mín var að keyra heim úr fiestunni þá var ég á eftir svo ölvuðum einstakling að það nær engri átt..fór svo að spá í það þegar að heim var komið og "Mjallhvít" sem var sófagestur hjá mér benti mér á að maður ætti að ekki að hika við að hringja á löggukagglana...maður hefði kanski átt að gera það?!?!...jæja en hvað um það...frábært morgun-dagur-kvöld og nótt í alla staði....Takk æðislega fyrir mig Huldz...
Já svo í gær var "ættleidd" þvottavél og tókum við mæðgur mjög vel á móti henni og lofum henni góðri meðferð, heimili og umsjá....Ég er með símanúmer hjá góóóóóðum þvottavélakalli ef einhverjum vantar - notaða, nýja - láta gera við vill losna við ... æi þið vitið..kann nú ekki við að smella því hérna á netið en ef að ykkur vantar þá er ég með símanúmer...
...úff jæja - hætt að röfla og fara að vinna..