13 júlí 2007

Jæja litlu lömb - enn einn föstudagurinn runninn upp og helgin leggst svona líka vel í mig, er með margt planað - svona "leyniplan" og það hlakkar alveg í mér!
Vikan er búin að fljúga, tíminn líður svo hratt - held ég sé að verða búin að vinna frá mér allt vit, eða í það minnsta ekki mikið vit eftir í litlu bauninni og daman mikið búin að vera með "rugluna" síðustu daga...gott að ég vinn með góðu fólki sem umber vitleysuna í mér og sem vellur uppúr mér á köflum - já það er gott að eiga góða að *glott*
Annars var "roadtripið" síðustu helgi alveg bjútífúl og ég held að ég hafi ekki hlegið jafn mikið á ævinni, eða ekki í laaangan tíma - maður var með harðsperrur í andlitinu og maganaum bara langt fram eftir viku....Það er nú bara rúm vika í næsta ferðalag og ég er farin að hlakka allverulega til, alveg farin að pakka og hlaða bílinn í huganum..
Ég verð nú samt að nefna það að ég er frekar ósátt við aksturslag meirihluta landans út á þjóveginum - stórhættulegt lið (auðvitað ekki allir...).... fólkið sem brunar um með þessa tjaldvagna/fellihýsi aftaní hjá sér - þarf ekki eitthvað spes leyfi til að keyra með þetta eða hvernig er það? Sá allt of marga á aaallt of miklum hraða bruna með þetta aftaní og vagnarnir rásuðu þvers og kruss yfir vegina, maður beið bara eftir að þeir ylltu...eða jú fólkið sem var með svona og í bílum sem voru kanski svona 2 nr. of litlir til að höndla vagninn....ég skil ekki....hvað þarf til að mega og geta keyrt með svona? Ég er ekki frá því að ég leigji mér bara reiðhjól næsta sumar, sjóði aftaní það kúlu og skelli mér hringinn um landið með svona vagn....svona miðað við það sem ég sá síðustu helgi þá er það bara ekkert svo fáránleg hugmynd *glott*..
En jæja, best að jobba aðeins - ætlaði bara að kasta á ykkur kveðju og óska ykkur góðrar helgar...
Langaði líka að nota tækifærið (betra er jú seinnt en aldei ekki satt?) að óska Æsunni minni og Sverri til hamingju með daginn "þeirra" um daginn....
..og síðan langaði mig að óska Lilju og Ómari til hamingju með prinsessuna...litlu krúttusprengjuna :)

06 júlí 2007

..dúddírú..ég fer í fríið, ég fer í fríið...


Jæja föstudagurinn runnin upp - við mæðgur tilbúnar til að halda af stað á þjóðveg 1 og hlakkar í okkur einsog börnum á aðfangadagskveldi að farast úr spenningi yfir að fá að opna pakkana :)
Nú óma ferðalögin/föstudagslögin..."ég fer í fríið...."....búnar að hlaða burrann og nú skundum við af stað ...
Vona að helgin verði falleg og góð við ykkur öll og þið góð á móti....

"öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir"

04 júlí 2007

Sól sól sól...og ís :)


Nú er aldeilis pressan á manni að skrifa - því jú ég er oficially orðinn lélegasti bloggari sem sögur fara af...
Það er allt í gangi í litla kotinu og lífi okkar mæðgna. Fullt af breytingum á þessu fallega lífi - sem ég held að
séu bara af hinu góða ... verður maður ekki að lýta á það þannig ?
Lífið hefur alltí einu snúist heilan hring, ekkert einsog það var eða einsog "það á að vera" og ég er bara nokkuð
sátt ef að ég á að segja einsog er *bros*
Litla dýrið fer norður yfir heiðar á föstudaginn og við Yolanda höfum ákveðið að skutlast með dýrið...ferðinni var flýtt um viku og voru
allt önnur plön áður borðlögð sem er jú pínu svekkjandi - en maður bara gerir hið besta úr hlutunum og heldur brosandi út í dagin og barasta
veltir sér ekkert uppúr því...
Ég er bara farin að hlakka mikið til þessa litla bíltúrs okkar - erum meira að segja að spá í að breyta þessu litla "roadtrip" í svona "mini sumarfrí" og gista einhverstaðar hinumegin við heiðina *jeij*..
Annars er farið að styttast ansi mikið í sumarfríið hjá "húsmóðurinni" og hefur verið ákveðið að fara í tjaldferðalag um litlu eyjuna fögru...fara bara hringinn með góðu stoppi hjá Bjólfi kærastanum mínum...ég hlakka svo til að ég held að ég sé að springa..get eiginlega ekki beðið - en maður verður víst :)
Sumarfrí með sem minnstum plönum, helst að fara bara þangað sem sólin skín og öll úr bönnuð....svona tímalaust ferðalag - hljómar vel...eða hvað finnst ykkur?
Hvað er með veðrið þessa dagana - það er æææði....við kotverjar eru samt farnar að líkjast Körfum heldur mikið .... en ég meina maður kvartar ekki yfir svona sælu....elska þetta veður! Síðan eru svo margir óléttir sem að bara eykur á gleðina á mínum bæ.....óléttar konur er svo fallegar, svo glóandi...er hægt annað en að verða hamingjusamar þegar að maður sér þær?
En já, nú er nóg af tuði í bili...ég ætla ekki að lofa að bæta mig...skrifa næst þegar að hugurinn leitar hingað :)

Sólarkveðjur til ykkar allra...