28 febrúar 2005

..grátið úr hlátri...

....já það eru sko UNDARLEGUSTU og furðulegustu hlutir sem að kitla hláturtaugarnar hjá manni....

2004.is

...ætli maður skelli ekki bara listanum hér inn líka - hún Kolla litla var með svona á síðunni sinni í dag og var að biðja fólk um segi sitt álit...eða þið vitið...og þar sem að ég man aaahaaaaldrei nöfn á leikurum, söngvurum, lögum eða bíómyndum - en tókst að grafa upp nöfnin á mínum uppáhaldssætustuflottustupíugæjum ákvað ég að skella þeim inn hér og deila því með ykkur ...

Karlpeningurinn

* Clark Gable
* Raúl G. Blanco
* George Clooney
* Benjamin Bratt
* Denzel Washington

Skvísurnar

* Audrey Hepburn
* Natalie Imbruglia
* Jennifer Anniston
* Angelina Jolie
* Marilyn Monroe

27 febrúar 2005

..

...ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þessi kona er algjör snillingur...heheh...myndi ekki vilja lenda í henni 1. apríl...get ekki hætt að hlægja út af lakkríssögunni hennar...úfff :)

24 febrúar 2005

...að lognast út af...

...hlú hlú litlu dýr...jæja nú er monzan mín búin að vera veik síðan á sunnudaginn sem hefur þýtt eitt í kotinu....enginn svefn..sem hefur verið allt i læ svosem af því að maður hefur verið heima og falið sig bara einsog tætt lukkutröll með taugakippi..en þegar að mætt var til vinnu i morgunn eftir ca 10 svefn á 4 dögum heheh þá var öldin önnur. Ef að ég stoð kyrr á sama staðnum of lengi eða settist niður þá átti ég alveg bágt með mig og hefði ahaaaalveg getað bara sofnað sitjandi/standandi...mjög smart...hafiði ekki fengið svona þar sem að þið bara ráðið ekkert við augnlokin, einsog þau séu bara að límast saman...úfff...gott dæmi um þreytu mína í dag var...ég rölti úr búðinni og ætla að fara á kaffihús og fá mér 1 eða kanski 2 rótsterka kaffi beinnt í æð...well, geng inn - finn borð, þjónustan kemur, ég panta minn skrilljónfaldan expressó...jújú...en hvað gerir mín, um leið og ég er búin að panta, stend ég upp og geng út.....fatta það ekki fyrr en ég stend fyrir framan annað kaffihús...geng þar inn og leik sama leikinn nema sit kjurr í þetta skiftið, fæ kaffið mitt...og það var svona súkkulaðimoli sem að kom með kaffinu, ég tek pappírinn utanaf honum og læt hann detta ofaní kaffið.....HVAÐ ER ÞAÐ?? ...
Annað sem að eg gerði í dag, það glumdi í símanum - "urður, mamma þín er á línu 2"....ég svona .. aha .... aftur glumdi "urðuuuur, líííína 2.."...og það var kallað inn til mín svona 2var í viðbót....já hvað er þetta...er voða hissa eitthvað á því að viðk. hefur hækkað röddina pinu....bíð eftir að ég sé að græna ljósið á línu 2 hættir að blikka, tek upp tólið og hringi í múttu....
....Á hverjum degi kemur sendill frá póstinum á bakvið til mín, og er með sína rútínu....búin að vera með hana fooooooooreeeeeeveeeeer....allltaf það sama - nákvæmlega það....ég horfði á hann í dag voða hugsi og spurði hvort að ég "gæti aðstoðað".......votttt?? eheheh
æji já...nú ætla ég að skríða undir sæng....finn hvernig að ég er að komast yfir þreytuna og ætla sko að reyna að ná í hann Óla Lokbrá á skikkanlegum tima svo að maður verði nú kanski húsum hæfur á morgun....
Hvernig var annars ykkar dagur ?

20 febrúar 2005

..akkuru..

..æi, ég skiliggi svona..en ó well, maður skilur ekki allt :)

18 febrúar 2005

..allt er nú til...og alltaf gott að vita þetta...eða ekki :)

Þú ert 25 ára . . .

eða 1324 vikna gamall/gömul
eða 303 mánaða gamall/gömul
eða 9271 daga gamall/gömul
eða 222504 klst. gamall/gömul
eða 13350254 mín. gamall/gömul
eða 801015269 sek. gamall/gömul

Og næsta afmæli þitt er eftir:
225 daga 8 klst. 46 mínútur og 31 sek.

var að skoða síðuna hennar Dagnýjar og rakst á þetta þar...

...hamingjusprengja...

..ohh, hvað veðrið er yndislegt - maður getur ekki annað en valhoppað og brosað í gegnum daginn...er alveg að springa úr hamingju þessa dagana, gengur eitthvað lífið svo vel hjá mér og mínum....og svo margt sem að spilar inní...fjölskyldan og vinirnir stærsti parturinn þar .... æi bara gleði gleði gleði....var með matarboð í gær þar sem að "kjulli a la Urðz" var eldaður og ég held ég geti alveg sagt að allir hafi borðað veeeel yfir sig af því og ekki voru eftirnartsmolarnir og kaffið neitt látið sitja á hakanum...heh...gestir voru afvelta í sófusi yfir Ídolinu og áttu í mesta baslii við að komast á lappir í lok kvölds...en komust heim að lokum.
Já, á meðan ég man - Marsil - hvenær er næsta Juliu Roberts kvöld planað hjá okkur??
Er komin með 3 kvöld í mánuði sem eru svona "fastir liðir"...ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri. Ég sem að hélt að ég væri ekki svona "saumaklúbbsstelpa"....kanski er hún að brjótast út í mér á síðar eða miðlungsárum...samt eru flestir saumóar með fleir en tveim, eða er það ekki......skiftir kanski engu máli.....kanski ég skrái alla 3 hópana í "Fólk með Sirrý" saumaklúbbaþáttinn.........eða EKKI..."Indverjinn" "Julia Roberts" "Gimpagúff" ...
..en jáms og jæja, best að halda áfram að tala við litla engilinn á "innra" netinu - flott að hafa svona eitt stykki "sála" á því ...Spurt og svarða með Marsil og Mary.....vona að þið hafið það sem allra allra best....deitið eða ekki deitið frestaðist þar til seinnipartinn í dag, en mér var færður Latte tú gó til að halda mér góðri þangað til *brosútaðeyrum*

17 febrúar 2005

....roðna einsog humar....

..ó mæ god....fallegi fallegi fallegi maðurinn talaði við mig áðan..úff - titra alveg í hnjánum....
...hann er búinn að vera að sniglast svona í kring í nokkra daga og ég svona líka voða lúmskt..eða ekki...búinn að njóta útsýnisins..hélt samt að ég myndi fríka út þegar að hann kom að tali við mig áðan, hætti allt í einu að finna fyrir fótunum á mér og varð alveg dofin í puttunum ...fann alveg hvernig ég varð eeeeeeldrauð í framan og tísti í mér ...
.... allavegana er ég að fara að hitta hann í hádeginu á morgun á kaffihúsi....er það ekki deit .. hmmm..??

...vá..

...hvað ég elska veðrið í dag..úff það var glampandi sól rétt í þessu og núna er brjááááálað hagglél og vindur...æði. Væri nú samt örugglega bölvandi þessu ef að ég þyrfti að labba einhverja vegalengd í þessu...það hellist alltaf yfir mig svona sumarbústaðarkertaljósakúrupúki þegar að veðrið er svona...namm. Er að vinna í því að komast uppí bústað um helgina, krosslegg fingur!
..en já...2 drengir eru fæddir vííí...með 40 mínútna millibili.....gleði gleði gleði. Fæddust báðir þegar að sólin skein og fólkið labbaði brosandi um götur borgarinnar, annað en núna - frekar súr andlitin í naflanum á göngu *heh* ...

...já - Til hamingju með fögru prinsana litlu sætu foreldrar...

..spenna...

...úff akkúrat núna eru tvær tutluvinkonur mínar uppá fæðingadeild að vinna í því að fjölga mannkyninu og ég er að fara yfirum af spenningi...vííí...

...beib...

...úff, litla saklausa systir mín er ekki lengur litla saklausa systir mín..heh...hún er orðin svo mikið beib að ég er að fara yfirum...og litli brósi minn er orðinn hönk...kominn með kæró og læti, reyndar búinn að vera með henni í einhvern smá tíma en ég er bara ekki að melta þetta. Að litlu dýrin mans séu barasta að verða fullorðin eða eru orðin fullorðin - hvað er það? Veit ekki alveg hvað ég geri daginn sem að maður er orðin of fullorðin til að skríða uppí til litla bror og kúrast yfir góðri ræmu...eða bara láta einsog algjört fífl...æi tíminn líður og hratt stundum og árin bara fljúga framhjá manni...

16 febrúar 2005

..nýjar hliðar...

...alltaf gaman að kynnast fólki meir og meir og sjá nýjar hliðar á þeim sem að maður var ekki alveg viss um að væri til en grunaði þó....já hún Tinna Strange er svaðalega góður penni og bara frábær lítil ljóðabjalla líka...heh - gaman að því

15 febrúar 2005

...





Your Seduction Style: The Natural





You don't really try to seduce people... it just seems to happen.
Fun loving and free spirited, you bring out the inner child in people.
You are spontaneous, sincere, and unpretentious - a hard combo to find!
People drop their guard around you, and find themselves falling fast.


...nákvæmlega...





You Are 25 Years Old



25





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.


..rauð augu...pínu af hér og pínu af þar...

..innum lúguna hjá okkur mæðgum hoppaði lítið bréf um daginn sem er svosem ekki frásögufærandi - alltaf gaman að fá bréf ! Með bréfinu sem að var rosalega skemmtilegt btw fylgdu myndir af viðkomandi, fjölskyldunni, heimilisdýrinu og eitthvað svona - alveg slatti af myndum...ótrúlega gaman...en hmmm....ég gat ekki betur séð en megnið af þeim hafi verið Photoshopaðar...að taka út rauð augu og eitthvað svona finnst mér nú bara allt í lagi en að fara að breyta og bæta fjölskyldumyndirnar finnst mér eitthvað "mis".....Finnst nú reyndar þetta photoshop æði alveg komið út í öfgar í tímaritum, plötuumslögum og bara allt...úff, það er einhvernveginn ekkert "ekta" lengur - er það málið?

...pirringur og gleði...

...vinna, vinna...í gær var svona la la dagur í vinnunni og ég hef sjaldan verið jafn dugleg held ég barasta en í dag þegar að það er svo brjálað að gera hjá mér er ég ekki að nenna neinu - eða, að byrja, alltaf erfiðast að byrja..
..þessi vika er öll eitthvað svo spennó hjá mér - bara gaman - allt að gerast allstaðar, hjá öllum *bros*
..smá pirringur í mér samt, en ekkert sem að maður lætur hafa nein svaðaleg áhrif á sig...veit samt fátt jafn pirrandi og þegar að fólk veldur manni vonbrigðum...er til eitthvað ljótara en óheiðarleiki og lítilmennska - eða er það kanski það sama...æi veitiggi ?!?!
...Verð að fara að hlusta á þessa nýju útvarpsstöð sem ALLIR eru að tala um, fólk er alveg að tapa sér..hvernig stöð er þetta samt og hvar er hana að finna *heh* ... er alveg að verða brjáluð að hafa enga stöð að hlusta á og held í þá litlu von að þessi sé nú kanski bara málið...

14 febrúar 2005

...

...Helvítis Gunnar í Krossinum...

...sumir...

Já, helgin var þrususkemmtileg barasta. Var í málningargallanum nær alla helgina, með Eminem, Tinu Turner og Gaulið í eyrunum..mikið látið ofaní sig af óhollustu milli mála en það er víst alltaf svoleis í svona vinnu *sjálfsblekkingarbros* ... já alsherjar matarsukkshelgi ....

Er alveg komin með nýja mynd af fólki heh eftir að hafa verið með þeim að puða í skrilljón tíma...

*Sumir ættu bara að sleppa því að mála
*Sumir gætu allt eins velt sér uppúr málingarfötu einsog að reyna að hlífa fötunum....sjæs
*Sumir lærðu svo svo svo mikið að nýjum og gefandi orðum um helgina
*Sumir eru/voru maaaaaaníííískir á ryksugunni...
*Sumir enduðu kvöldið - ekki heima hjá sér *heh*
*Sumir kunna nú ALLA Eminem textana utanað
*Sumir múnuðu fallegt par sem var stopp á ljósum ...
*Sumir eru Ædolstjörnur
*Sumir töpuðu hvorki gleðinni eða kálfinum
*Sumir eru að plögga deit fyrir suma víst, og giftingu bara líka - í apríl eða maí...
*Sumir enduðu buxnalausir, eða voru þeir buxnalausir allan tíman...hmmm
*Sumir eru "UngfrúRyksuga2004"
*Sumir eru "UngfrúSkafa2004"
*Sumir eru "UngfrúÆdol2004"
*Sumir eru "UngfrúHelgiBlettur2004"

.....já alveg magnað hvað sumir gerðu við suma meðan aðrir gerðu annað fyrir suma .... Takk fyrir helgina litlu gimp!!

...gleðilegan mánudag...

...jæja, þá er önnur brjálæðislega fullkomin helgi að baki...tek á móti nýrri viku með bros á vör .. Vona að helgin ykkar allra hafi verið falleg og góð við ykkur..

12 febrúar 2005

...







You Are Fun Sexy


You're funny, quirky, cute, and sassy.
Guys always have a great time with you, and that alone is sexy.
You've got an upbeat, optimistic spirit that totally shines through.
Any guy would be crazy to turn you down!



What Kind of Sexy Are You? Take This Quiz :-)



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



11 febrúar 2005

...perfect..

...frábær, yndislegur, fallegur, snilldar, gleðidagur...víííí...fékk besta komment sem að ég hef fengið bara um ævina áðan *glott* og ætla mér að ganga á því bara sem eftir er......ef að ég brosi ekki bara hringinn núna þá veit eg ekki hvað ... sendi ykkur smá bros líka...

...snilld...

...heheh...verðið að lesa ÞETTA....ég í það minnsta greeeenjaði úr hlátri...alveg bjargaði deginum sko *tíst*

....í vikulokin...

...ó svo þreytt eitthvað...lífið og tilveran ullu mér pínu vonbrigðum í gær...en var nú fljót að jafna mig á því - þegar að ég loksins náði að sofna, hausinn á mér snérist alveg í milljón hringi í gær en er sko stopp núna - í bili *bros*
Hlakka mikið til að komast heim í kotið og slaka á eftir vinnu, er nú samt búin að fá nokkur Idolheimboð, kúrutilboð, matarboð, vinnutilboð....og eitthvað - veit ekki ennþá í hvorn eða hvaða fótinn verður stigið í þeim málum, leyfum því bara að koma í ljós...þegar að nær dregur.
Ohh, það er að læðast yndislegt veður yfir strætið...alveg svona "mig langar uppí sveit" veður - kanski maður geri það bara, stingi af uppí bústað...hmm....góð hugmynd !
..æi maður hefur svosem ekkert að segja, ætlaði bara að heilsa uppá ykkur...

10 febrúar 2005

....þráðlaus...

...úff, hvernig gat maður farið að án adsl og þráðlauss internets...heh, ó well hvernig gat maður farið af án svo margs annars...bílprófss, gms.....og svo margs annars sem að að maður verður að eiga í dag til að "vera maður með mönnum" .... Held ég hafi farið hamförum þegar að ég varð þráðlaus í kotinu, lá við að ég leggðist á gólfið inná baði bara til að "nýta" þráðlausa netið *glott*...
Erfinginn komin í sína rútínu, vaknar klukkan 6 .... gaf mér alveg 3 góða daga og við sváfum bara út - eða til 7 .... æi samt voða ljúft. Hef alveg séð það að fólkið í húsinu er alveg í rútínu líka....fjölskyldan við hliðiná fer í sturtu í 3 hollum, rífst yfir blaðinu og rífst ef að það er ekki komið...hundurinn er sá eini sem að sefur af sér lætin í þeim....þau fá sér alltaf eitthvað framandi te á morgnanna eða eitthvað svona "soð" og ilmurinn af því er alveg brilljant - er að spá í að banka uppá einhvern morguninn og biðja um bolla, veit að ég verð að fá að smakka þetta ... þau eru frá Tíbet held ég og það eru mjög framandi matarilmar sem að leggjast yfir höllina á hverjum degi....
Svo er það 5 manna fjölskylda sem að býr fyrir ofan, úff....þau eru æði.....húsbóndinn vaknar alltaf á sama tíma og við...les blaðið sitt, fer í sturtu og fær sér bolla...fer síðan á línuna og vekur....Freyjan er svo öllu úrillari og þrammar um gólfin og rekur grísina á lappir svona endanlega þar sem að bóndinn er stungin af 7 á hverjum morgni....Freyjan er í því að sækja yngsta skæruliðann út á plan þar sem að hann nennir þessu ekki og vill helst fara í leikskólann bara á náttfötunum eða bleyjunni og er mikið fyrir það að standa í dyragættinni og garga "úúúúútttttttttttttttttt mammaaaaaaaa komaaaaaaaaa" og ég heyri bara elstu stelpuna segja "dísus, dísus, dísussssss" hehe....jáms - mætti stundum halda að við lifum í einhverju svona handriti því að hver dagur byrjar næstum eins þessa dagana ...
En ó well........góðan daginn...vona að þið verðið ljúf við hann...eða hann við ykkur!!
Ó, í gær var formlegt "skrifstofupartý" í vinnunni minni þar sem að nýja málningin, dparketið og mublurnar voru vígðar....jeij...loksins..

09 febrúar 2005

...pimp...

...jæja öskudagurinn komin....börnin alveg búin að vera að skríða hérna inn úr vonda veðrinu fyrir smá mola/pakka....æi þau eru svo sæt..er búin að sjá undarlegustu gervi alveg, Osama, englar, amma, turtles, prinsessur, töffarar, rokkarar, stubbar, strump, kanínu....og já...fjögurra ára "pimp"...hehe...pínu fyndið en ja well líka ekki alveg við hæfi held ég.....Samt eitt sem að ég var að spá, hvað varð um - að hengja öskupoka aftaná aðra...vera allan daginn að laumast og hengja á fólk, er það alveg dottið uppfyrir...ó well það var nú alltaf einhver skemmtun hérna niðrí bæ, hjá klukkunni ...... æi tímarnir breytast....en það var samt aðal sportið...öskupokarnir :)

08 febrúar 2005

..takk...eða ekki...

..úff..er voðalega vön að hoppa yfir á Kaffibrennsluna í hádeginu og fá mér einn stóran latte, lesa moggann og svona bara skoða fólkið - enda alltaf einhver sem að maður þekkir þar og aldrei hætta á að eyða hádegishléinu sínu einn og yfirgefin....er ekki frá því að lagið úr Staupasteini hljómi líka þegar að ég geng inn *glott*...en ó well, í dag brá ég út af vananum og skellti mér á annað ónefnt kaffihús, ætlaði nefnilega að nota hádegið til ýmissa skrifa og hringinga og svoleiðis stúss og vildi helst ekki vera trufluð mikið eða þið skiljið.....og á þetta kaffihús held ég að ég fari bara aldrei aftur, alveg með eindæmum lééééleg þjónusta, voooont kaffi og bara allt mjög svo "mis"...tók mig korter að fá þjónustu, samt bara 3 manneskjur þarna inni að meðtaldri þjónustupíunni sem var svo upptekin að segja vinkonu/vini sínum frá afdrifum helgarinnar í símann að hún mátti ekki vera að því að afgreiða..well hún kom og tók niður pöntunina, þessa líka flóknu kaffipöntun og mér leið einsog ég hefði verið að byðja hana um gefa mér nýra eða annan fótlegginn.....maður sat bara með hálfgert samviskubit að hafa beðið hana um eitthvað....well svo kom hún 10 mínútum síðar með kallt og brennt latte......"gjössovel".......úfffffff......á endanum skammaði einn maður stúlkukindina sem að stóð bara og ranghvolfdi augunum......held að hún ætti bara að fara út í stöðumælavarðabrannsann.....
...ég þakkaði henni pennt fyrir að hafa "gefið sér tíma" til að afgreiða mig og lét það fylgja með að kaffið hefði verið hræðilegt....
...vá ég sem hef aldrei kvartað á matsölustað, nema jú einu sinni þegar að það voru glerbrot í samlokunni minni.....well stúlkan kom út á eftir mér..."þú þarft ekkert að borga fyrir kaffið ef að það var svona vont".....
heh, já svona fór nú hádegið mitt....alltaf gaman að þessu, elska fólk held ég bara :)

...bónorð....

....dagurinn hálfnaður og já ég er skoooo farin að telja niður. Í kvöld er von á gesti í kotið og ég eiginlega get barasta varla beðið, þannig að ég er frekar að telja niður í að kvöldið komi, ekki í að vinnan sé búin..thíhí..eða þið skiljið....
...maður er búin að fá tvö bónorð í dag...eitt frá miður fögrum ógæfumanni sem að varð frekar brjálaður þegar að ég hafnaði honum, enda líka búin að fá sé einum og mikið af GamelDansk svona í morgunsárið...heh - get over it ... hitt frá ungum dreng sem að sagði við pabba sinn að ég gæti alveg verið mamma hans .... heh...æi börn eru yndisleg - alltaf svo einlæg og sæt!!

...geisp...

....úff, hvað maður er þreyttur eitthvað núna - það var einhver maður í hverfinu að gráta dána köttinn sinn "again" í nótt ...... "þú dóst fyrir 30 árum...af hverju, af hverju grófum við þig hér...." Langaði helst að fara út, grafa upp kvikindið og segja manninum og plís grafa líkið einhverstaðar annarstaðar...djö var ég tæp á tauginni....að lokum komu löggukagglarnir og sóttu greyið manninn...held að fólkið sem að búi í húsinu hafi verið orðið hálf smeykt við kauða - ættu samt að vera farin að kannast við hann þar sem að þetta er í 3ja sinn á hálfu ári sem að hann endar á trúnó við dauða köttinn í garðinum þeirra....æjæj
..en, ó well....góðan daginn litlu lömb...

..hvar grófuð þið köttinn ykkar??

07 febrúar 2005

..bolluknús...

....sjæs...yndi-yndi-yndisleg helgi búin, hefði alveg verið til í að hafa hana einum degi lengur, en samt ekki....öll plön stóðust og ég er bara ótrúlega sátt við það...fékk reyndar bara að kíkja í kortið við pakkann en það hlýtur að fara að koma að því að ég megi eða geti opnað hann....
Var vrosa myndarleg og bakaði bollur í gær fyrir daginn í dag - eiga mæður ekki að gera svoleiðis hmmm? Var nú samt alveg að spá í það að kaupa bara nokkrar í dag, en maður lét sig hafa það og gerði þetta bara sjálfur og það var bara svaðalega gaman ...sumar (fyrsta platan eheh) frekar afbakaðar og líta svolítið út einsog djúpsteiktur heili á disk...en með smá súkkó/glassúr, sultu og rjóma.....voilá...ljúffengt..
Annars er bara ný vika byrjuð sem að leggst alveg ótrúlega vel í mig...framkvæmdir á skrifstofunni ganga eitthvað aðeins of hægt fyrir sig að mínu mati...langar svolítið að fara að komast aftur inn úr búð....en ó well....hef bara gaman að þessu og set upp sparíbrosið..
..óska ykkur öllum gleðilegs mánudags...og vona að helgin hafi verið ljúf og góð...

04 febrúar 2005

...alveg að bresta á....

...jæja, bara nokkrir tímar í að helgins sé ofisíjalí komin .... get ekki beðið - ó svo margt spennó og skemmtilegt á dagskrá hjá mér og mínum. Held ég fái að opna loksins (á laugard...) nokkurskonar pakka sem að ég er búin að hafa í höndunum í svona 3 vikur, og þeir sem að mig þekkja vita að ég er mjööööög forvitin manneskja ... úff, búið að vera erfitt að gjæast ekki í hann....en bara gaman samt - ó svo spennó....íslenska Idolið í kvöld - kanski maður bjóði "missP" í popp og eitt rautt með því .... grasagarður (yndislega litla kaffihúsið þar), matarboð og pakkaopningar á morgun, heiðmörkin, bollubakstur og annað matarboð á sunnudaginn...góð helgi framundan held ég barasta...
Vona að ykkar verði bara ljúf við ykkur....hafið það rosa rosa gott.....

...morgunstund gefur....

.....úfff, erfinginn farin að vakna klukkan 6 á morgnanna - ekki alveg að ná að stilla mína lífsklukku inná það...en það er allt að koma....er annað hægt þegar að maður er farin að leira og kubba um hálf 7 á morgnanna, held ekki...
Idolið í gær var æði, úfff - fólk er að fara aftur og aftur og aftur...sama hversu mikið blessaðir dómararnir rakka þau niður eða einfaldlega segja að þau geti ekki sungið, vantar ekki viljann hjá Kananum að verða "frægur"...
...í spilun hjá mér þessa dagana eru þeir félagar Lemar og Daniel Bedingfield, veit ekki alveg hvað er að koma yfir mig í músíkinni...en það er bara ok, fínir og mjúkir kallar þeir Danni og Lemmi...hef séð hvorugan (myndbönd eða svoleiðis...) en samt dreymdi mig þessa mögnuðu tónleika með þeim í nótt og skemmti mér svona líka konunglega, var alveg þreytt í fótunum þegar að ég vaknaði því að ég hafði staðið á tónleikunum og er ekki frá því að þeir hafi verið margir klukkutímar...heh
Draumar eru frábært fyrirbæri, hefur ykkur ekki einhverntíman dreymt að þið séuð kanski stödd einhverstaðar t.d. Barcelona eða eitthvað en samt eru allar göturnar bara einsog hérna heima eða þið eruð í húsinu ykkar en samt er það kanski á Bahamas....æi skiljiði...Tónleikarnir sem að ég var á í nótt voru t.d. haldnir á brjáluðu steidíum einhverstaðar í útlöndum en samt var það bara gamla góða "höllin"...hvar væri maður án ævintýranna sem að maður lendir í á nóttunni....
Wellý, best að fá sér ábót á kaffið og fletta mogganum sínum....

03 febrúar 2005

..hraði...

....úff, dagurinn í dag er búin að vera svona sirka korter að líða...hrikalega gott !
Það er verið að fara að taka í gegn skrifstofuholuna mína og hef verið að pakka, bera þunga hluti, sortera, henda og eitthvað svona úber leiðinlegt í allan dag.....en juu hvað ég hlakka til þegar að nýtt parket, mublur og málning er komið.....allt nýtt og fínnt - það verður allt annað líf (þið sem hafið komið inní holuna skiljið eflaust hvað ég meina) svo er líka búið að vera að tala um þetta í held ég og heyrist mér á fólki í ein 6 ár eða eitthvað.......ó well, betra seinnt en aldrei...
Nú er ég sko farin að telja niður mínúturnar þar til að ég kemst heim, elda mér góðan mat og planta mér í Sófus, ætla mér að "stara" á Idolið....og lognast út af....
Hef aldrei lennt í jafn mörgum áhugaverðum viðskiftavinum á ævinni..úff, en verð að fá að segja ykkur frá því seinna ... bara fyndið og fallegt fólk í kringum mig í dag held ég ....
...potíenni

02 febrúar 2005

..ömmuhvað..

Einhverstaðar var ég að lesa og heyra að ömmunærbuxur og kvenboxerar væru "inn" og g-strengurinn "út" ... er það málið ?? Er Bridget nokkur Jones alveg búin að slá í gegn með þetta allt saman - æi finnst þetta svo fyndið eitthvað. Vissi reyndar ekki að nærföt ættu svona "tískubylgjur" einsog venjuleg föt en ó well það er bara gaman að þessu .... Sloggy eru bara að gera góða hluti þessa dagana og verði þeim að góðu, held ég þurfi að melta þetta aðeins lengur ....

..geisp..

..Jæja lömbin mín, vona að þið hafið nú haft það gott. Helgin mín var svona líka ljómandi fín, maður var bara á rólegu nótunum og greip í ömmugenin á sunnudaginn, bakaði vöfflur og gerði heitt "ekta" kakó..yndislegur ilmur í kotinu.
Síðustu 2 dagar eru nú bara búnir að vera hinir venjulegustu rútínudagar held ég, hef reyndar verið í talningum - gott að losna úr litlu skrifstofu kompunni sinni og gera eitthvað allt allt annað, aðeins svona að hrista uppí þessu öllu saman.
Nú er mín kona bara að tapa sér í útsölubókunum, er að verða komin með ágætissafn af ólesnum og spennandi bókum - ætti að vera vel sett til næstu jóla held ég.....já, alltaf bókajól hjá mér - allt árið bara *bros*
Annars þarf maður að passa sig, skilja smá tíma eftir fyrir skólann sem er kominn á fullt aftur, úff - erfitt að rífa sig upp eftir jólafrí, litla baunin mín er ennþá í jólafríi held ég .. ekkert að komast í gang....
ó, well...bið bara að heilsa ykkur í bili.....túddílú