31 desember 2003

...12 tímar og 47 mínútur...

...jæja börnin góð, nú er bara komin gamlársdagur....eftir örfáar klukkustundir verður komið árið 2004, vá pælið í því....
Úff fékk æðislegt boð í gær, er að fara á frumsýningu "Kaldaljóss" í Háskólabíó á nýársdag...guð hvað ég hlakka til !!! Jæja ég vildi bara svona hoppa inn óska ykkur alls hins besta á árinu sem er að koma og .... vona að kvöldið verði frábært hjá ykkur öllum....ég er sjálf að fara í hið árlega fjölskyludboð sem er haldið hjá ömmu og afa út á Nesi, síðan er stefnan tekin á smá stelputeiti á Bergstaðarstrætinu ef að pössunin gengur eftir , annars er ég nú ekki svo nojuð á að fara að djamma, ef ég fæ pössun þá fer ég en ef ekki ætla ég bara að skríða undir sæng með góða mynd í tækinu og vakna hress og sæt á morgun, gera mig fína og fara í nýársbíó.....þetta ár sem er að koma leggst bara vel í mig, byrjar kanski erfiðlega en svo er bara bjart framundan...ég finn það á mér....gleði gleði .....ég ætla ekki að strengja nein áramótaheit, kanski jú setja mér einhver markmið og stefna staðfast að einhverju....ég ætla t.d. að fara til sálfræðings...það er víst eitthvað sem að ég er búin að láta bíða í of mörg ár....ég er strax farin að kvíða fyrir *bros*....en það er víst bara gott mál......mæli með að allir fari til sála....er samt að spá hvernig svona gengur fyrir sig....legst maður á svona legustól einsog í bíómyndunum ...lokar augunum og fer svo bara að tala um lífið og tilveruna....leiðir sálinn mann áfram í umræðunum....hvernig er þetta?? Ég er svo lánsöm að pabbi er giftur æðislegri konu sem er sáli og ég hef alltaf bara átt mjög auðvelt með að opna mig við hana, en maður á víst að tala við einhvern sem er ekki svona náinn manni....eða fara í einhver samtök einsog Al-anon...þar liggur víst lausnin hjá þorra þjóðarinnar....þar finna margir sína sálarró.....við sjáum bara hvað setur....tek bara á móti nýju ári með stóru brosi á vör....hlakka til að takast á við allar þær þrautir sem það hefur að bjóða....
knús allann hringinn til ykkar...
Urðsi

30 desember 2003

...nýtt upphaf....

Góðan og blessaðann daginn öll sömul....úff erfiður dagur, mikið af erfiðum fréttum og dofnum tilfinningum allt í kringum mann.....það er einsog þegar að jólin liggja yfir landinu og allir eiga að vera með sparíbrosið líða vel þá læðist lítill púki aftan að manni og eyðileggji allt saman....úff....erfiður tími hjá minni konu núna!! Enn einsog lítill engill hvíslaði að mér í morgun "þegar englarnir loka hurð opna þeir glugga..."....maður verður bara að vera bjartsýnn og finna gluggann, finn alveg hvernig vindurinn læðist innum hann (gluggann)...ég bara finn hann ekki....kanski er bara dregið fyrir ??
Annars gengur lífið bara sinn vana gang, heldur áfram....ekkert breytist, fólk heldur áfram að líða framhjá manni einsog draugar eftir allt jólastressið og átið....klukkan tifar....það snjóar í dag og sólin heldur áfram að fara hringi í kringum jörðina....maður verður bara að taka
Pollýönu sjá það góða í öllu........úff...er eitthvað of tóm og dofin til að vera að skrifa, vill ekki vera að draga niður með mér fólk á þessum gleði og hamingjudögum....
Vildi líka bara óska ykkur gleðilegs árs...(á morgun)...takk fyrir öll gömlu og góðu....njótiði tímans, samverunnar, ástarinnar, brosanna, hamingjunnar, táranna og bara alls....njótiði þess að lifa lífinu og vera þið sjálf.....
*jóla og nýjársknús*
Urðsi

27 desember 2003

...dagarnir allir í rugl....

Vá liður einsog að það sé þriðjudagur dulbúinn sem laugardagur eða eitthvað, er ekki að ná því hvað tíminn flýgur né hvaða dagur sé eða hvaða dagur var.....úffff.....hausinn alveg í rugl...
Er stödd hjá pabba og co....búin að eiga góðan og rólegan dag bara....bara kertaljós og klæðin rauð....Hef svosem ekkert að segja vildi bara svona heilsa uppá ykkur....bjóða ykkur góðan daginn (betra er víst seinnt en aldrei)....og óska ykkur gleðilegs laugardags...
Úffff...litlan mín var að vakna, ætla að fara að sækja hana út í vagn....bið bara að heilsa ykkur að sinni...
kossar og jólaknús
Urðsi

25 desember 2003

..komin...liðin...södd..

Úffff hvað maður er búin að vera duglegur að borða yfir sig, tvo daga í röð....úfffffff...vá "gleðileg jól" elsku englar....vona svo innilega að jólin hafi nú verið falleg og góð við ykkur....eg er búin að eiga alveg yndislegar stundir með fjöllunni...og borða meira en allt of mikið!! Fékk alveg ótrúlega mikið af fallegum gjöfum..."takk fyrir mig"....hélt uppá fyrstu jólin með dóttur minni sem að út af fyrir sig var fallegasta jólagjöf sem að ég hef fengið...er núna í hinu árlega jólaboði heima hjá pabba og co, held alltaf uppá jólin með þeim á jóladag, hefð síðan í gamladaga....fékk ótrúlega gott hangikjöt, kartöflur, uppstúf....*slef*....bara gott..
Í gær borðaði maður svo massa mikið yfir sig að maður lofaði að maður skildi nú aldrei sprengja sig aftur svona en vitir menn hvað gerist....maður leikur sama leikinn daginn eftir...hihhiihi.....græðgin alveg að fara með mann....á jólnum kann maður sig ekki, kann ekki að stoppa....maður borðar helst einsog maður haldi að þetta sé í síðasta skipti sem að maður fái að borða í marga mánuði hihihihih....æi það má...
Svo er þorri þjóðarinnar örugglega farinn að plana átakið sem að það ætlar að byrja í 1 janúar 2004...hvað er það...skil ekki....af hverju ætti fólk eitthvað frekar að standa sig af því að nú er nýtt ár hafið "bla"...æi hef aldrei skilið þetta.....vitiði um einhvern sem að hefur staðið við áramótaheit!?!? Ég heiti á ykkur að strengja áramótaheit en strengja það þannig að það byrji ekki á mánudegi og ekki 1 einhvers mánaðar...hihhih...
En jæja ætla að fara og borða smá konfekt svo að ég æli nú örugglega á einhvern....eða horfa á mjög fyndið Idol....
Bara gleðileg jól....borðiði nú yfir ykkur...og verið þakklát fyrir allt gott sem að þið hafið...og fólkið í kringum ykkur...!!!
kossar og jólaknús
Urðsi

23 desember 2003

...Þorlákur mætti of snemma...

Góðan daginn litlu dýr og gleðilegan Þorlák...úff...já nú eru sko jólin að renna í hlað....vá eru bara á morgun, auðvitað þurfti að byrja að rigna hérna á suðvesturhorninu....veðurguðirnir að skola burt jólastemninguna...ekki alveg nógu sátt við það...vill ekki svona slabbjól...en maður fær víst ekkert um það ráðið er það!! Það var geðsýki að gera í vinnunni í gær og býst við því að það verði annað eins í dag, ef ekki bara meiri .... var samt ótrúlega dugleg þrátt fyrir ómælda þreytu og jólaþreytu fór ég og var hjá múttunni minni til rúmlega 11 að pakka inn jólagjöfum handa famelíunni....samt ekki búin, maður á svo stóra fjölskyldu ... úff....var rosalega bjartsýn í byrjun nóvember....ætlaði sko aldeilis að skera á pakkakaupin en nei nei, maður er svo hræddur um að særa einhvern og svo ef að maður fær pakka frá viðkomandi og er ekki með pakka handa þeim líka hvað þá.....þá verður maður alltaf einsog fífl....held samt að ég hafi náð að kovera svona næstum alla, það er alltaf einhver 1 sem að verður útundan hjá mér....þetta er algjört syndrome hjá mér að "gleyma" alltaf einum.....ótrúlega leiðinlegt....ég hef alltaf bara bætt honum/henni upp með nýjársgjöf...hver verður það í ár???? Jæja vildi bara svona rétt kíkja hérna innog heilsa uppá ykkur...vona að þið látið ekki jólastressið naga ykkur í eyrun...gangi ykkur bara vel að gera það sem gera þarf...njótiði dagsins og jólanna.....
jólaknús fram og til baka...og allan hringinn...
Urðsi

22 desember 2003

..úff...2 dagar til jóla...

Loksins varð jólalegt, himininn varð bleikur og feit og sælleg snjókorn svona lögðust yfir bæinn í nótt....veiiii....vill samt ekki hafa snjóinn of lengi sko, bara svona rétt yfir jólin og svo má fara að hlína aftur!!
Annars var helgin bara ljúf, Hrefna sys átti 15 ára afmæli í gær....TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ SYS...var í fjölskylduboði og kræsingum hjá þeim í allan gærdag, ótrúlega fínnt....aðeins að hugsa um eitthvað annað en jólastressið, gleyma sér bara í kökuáti og fjölskyldusmalltalks....fínnt svona við og við....
Pælið í því, maður stendur á haus í mánuð af stressi, hvað á maður að gefa þessum, hverjum á maður að senda jólakort, á maður að baka, á að elda eitthvað nýtt um jólin, hvar á maður að vera og hvenær....svo líður aðfangadagur og brjálæðin er búin .. horfin...mætti halda að hún hafi bara aldrei átt sér stað....fólk verður eðlilegt á ný....undarlegt fyrirbæri....hátíðargeðklofastress.....

21 desember 2003

....gleðilegan sunnudag...

Er að bjaxast í tölvunni fyrir lilla bror...aðeins að prufa bara...

19 desember 2003

mig langar í titil....

Af hverju í ósköpunum koma þessir blessuðu titlar mínir ekki inná bloggið, hvað er það...úfff...reynir sko mjög á þolrifin núna...

..Að panta það sama...aftur og aftur...

Góðan dagin englar....úfff...bara kominn föstudagur...5 dagar til jóla...já já maður telur niður börnin góð *bros*
Hvað er það að fara út að borða, eða bara að fara í hádegismat, þar sem staðurinn hefur skrilljón rétti á matseðlinum og maður pantar sér aftur og aftur það sama?? Ég hugsa alltaf með mér, já nú ætla ég sko að panta eitthvað sem að ég hef aldrei prufað áður en enda alltaf með sama réttinn á disknum...why?? Ætli maður sé að tryggja það að maður fái alltaf gott að borða eða er maður svona bældur að maður þorir innst inni ekki að prufa eitthvað nýtt?? Já börnin góð einsog þið sjáið eru pælingarnar ekki mjög djúpar á þessum bæ svona snemma dags...*glott*
Dagný: Handa gamla stellinu, erfitt að segja þar sem að ég veit ekki hvernig týpa hann faðir þinn er!?!? En ég myndi mæla með "Öxin og jörðin" handa næstum hvaða stelli sem er...eða þú veist fólk á aldri við pabba okkar og mömmu...!! Hef ekki heyrt eitt slæmt orð um þessa bók, fólk lofsyngur hana í hægri og vinstri, vel skrifuð - skemmtileg saga!! Síðan ef að hann er meiri svona ævi/minningartýpa þá myndi ég kaupa "Frægð og fyrnindi" eða "Einhvers konar ég"....samt frekar "F & F", það er svona séð og heyrt í gamla daga hihihiih....ef að ekkert af þessu hentar mín sæta...þá er ég með svona 20 titla í viðbót sem að ég get mælt með....
Knús allan hringinn
Urðsi

18 desember 2003

...bara kominn fimmtudagur...

Góðan daginn litlu dýr....vá hvað það er stutt til jóla, frekar svona skerí sko....alveg 6 dagar eða eitthvað...úfff..en maður er nú svosem búin að flestu, jólakortin komin í póst (vantar bara smá þar..), búin að kaupa ALLAR jólagjafirnar, búin að baka einu sinni (ætla að gera það aftur), á eftir að pakka inn nokkrum gjöfum en það er gert á svona heilögum degi hjá mér og mömsu þannig að það er næstum bara allt komið sem að þarf að gera....úfff....hvaða stress er þetta þá í manni...ætli þetta sé ekki bara eitthvað sem að fylgi, þó svo að nær allt sé komið þá læt ég samt einsog ég sé ekki búin að gera nokkurn skapaðann hlut og eigi ekki eftir að komast í það fyrr en á þorlák.....ég verð á fá mér svona chill pill dæmi eitthvað....
En úff verð samt að fara að vinna því að það er ekki nær allt tilbúið hér í búðinni...mikið fusion í gangi þessa dagana til að draga fólk á tálar...láta landann kaupa bók.....
Ef að þið ætlið að gefa einhverjum bók og ykkur vantar að vita hvaða bækur eru góðar, vá endilega spyrjið mig ...ætti að vera komin men svona smá sens á þetta allt saman...hihhihih....jæja ég bið að heilsa ykkur í bili...er að fara í hádegismat að boði Hrönslunnar þar sem að hún er að flýja austur á Seyðisfjörð yfir jólin...
hasta pronto

17 desember 2003

....endurskinsmerkin....

Úffa úffa......ég var næstum búin að keyra yfir 2 manneskjur í morgun....hjartað er enn á hundraði.....það er svo dimmt....eitt var svona skokkari sem að ákvað að skokka bara í veg fyrir bílinn og ég er viss um að ég hafi bömpað rassinn á honum og hitt var ung kona með barnavagn....hvorugt þeirra (og vagninn) voru með endurskinsmerki...ég hef alltaf staðið íþeirri trú að endurskinsmerki "ERU" hallærinsleg en ekki í dag...í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að endurskinsmerki eru cool....allaveganna svona rétt á meðan að ég var nær búin að drepa, konu, barn og mann....
En jæja vildi bara svona deila þessu með ykkur og miðla því til fólksins þarna úti í felubúningunum að passa sig pínu....við á bílunum eigum náttúrulega líka að passa okkur massa ennn......

svarið við gátunni í síðustu súru færstlu....

Hann hennti honum.......ekta aumingjahúmor sem að ég ELSKA...

16 desember 2003

...fólk og jólagjafir...ótrúlegt...

Úfff mar......mynduð þið nokkurntíman fara í búð með lista (fullan af nöfnum á ættingjum og aldri), rétta afgreiðsludömunni/manninum miðann og segja "jæja, mig vantar jólagjafir á línuna, þarna hefurðu nafn/kyn og aldur...koma svo"....úff lennti í einum svoleiðis fyrr í dag...hvað er að....ég spurði hann hvort að hann hefði svona einhverja hugmynd um eitthvað...bað hann um að segja mér svona hvernig týpa þessi væri og hinn en nei allt kom fyrir ekki, hann hafði ekki heila og enga skoðunn á neinu..."HJÁLP"...þetta er einsog þegar að ég var að vinna hérna í Eymundsson fyrir nokkrum árum, þá var ég að vinna á "Pallinum" klukkan var korter í tólf á hádegi á aðfangadag, gengur inn skraufaþunnur og sjúskaður maður og biður mig um að finna jólagjafir handa fjölskyldunni sinni því að það hafði óvart orðið útundan í allri jólabrjálæðinni og vinnunni...........úff hvað mig langaði að löðrunga gæja og ...... "wake up and smell the coffee"....
Annars bara fínnt að frétta af mér og mínum....farin bara að hlakka til jólanna, alveg að drukkna í bókum hérna í vinnunni en það er bara gaman....ég veit ekkert betra en að selja góða bók...því að ég veit fátt fallegra en góð bók í jólagjöf.....finnst það vera skylda að ALLIR fái í það minnsta eina bók í jólagjöf....well þannig er ég allaveganna alin upp.......
Wellý verð að halda áfram...bið að heilsa ykkur að sinni...

Það var einu sinni maður að byggja hús úr múrsteinum, þegar hann var búinn var einn múrsteinn eftir....hvað gerði hann við múrsteininn?????

12 desember 2003

Góðan daginn börnin góð....
Jæja bara 12 dagar til jóla, díííí hvað tíminn líður hratt mar....úffff...
mamsan mín átti afmæli í gær, 47 ára gæsin....fórum saman út að borða - bara 2 saman einsog í gamla daga, á stað sem að heitir Maddonna og er á Rauðarástíg, mæli með honum, fengum alveg ótrúlega góðann mat og þjónustu og svo er þetta svona pínu gleymdur staður held ég þannig að það voru alls ekki margir þarna sem að gerði stemmarann bara betri....æi áttu allaveganna bara alveg yndislega kvöldstund við mæðgurnar!
Ég ætla að vera duglega húsmóðirin og baka smákökur í kvöld, klára að skrifa á jólakortin og setja myndir af lillunni minni inní þau....úff....þetta fylgir víst þegar að maður eignast barn, jólakortastúss með myndum í.....æi samt bara gaman sko....
Já síðasta sunnudag fór ég á upplestur í "Kaffileikhúsinu", það var alveg æðislegt.....það voru bara kvennrithöfundar að lesa uppúr verkum sínum sem að gerði svona vissa stemningu í salnum, Vigdís Grímsdóttir, Hlín Agnarsdóttir, Elín Pálmadóttir, Linda Vilhjálms og Elísabet Jökuls svo einhverjar séu nefndar...þetta var algört æði þetta kvöld...þær lásu líka svo skemmtilega upp....Elísabet var með miklar búkhreyfingar og tjáningar í gangi þegar að hún las uppúr ljóðabókinni sinni "Vængjahurðin" og jeminn einni hvað maður engdist um af hlátri....Vigdís Gríms breytti röddinni svona skemmtilega fra kvennmans yfir í dýpstu karlmannsrödd sem að ég hef heyrt eftir persónum...æi þetta var bara alveg ótrúlega vel heppnað, vissi bara af þessu svo seinnt, ekki alveg nógu ánægð með hvað svona upplestrar eru ILLA auglýstir því að ég er viss um það að ég myndi fara á þá flesta ef að maður bara vissi af þeim!!!!!! Mér fannst samt mjög súrt og leiðinlegt að Hlín labbaði inn þegar að 35 mín voru búnar af prógramminu alveg einsog hún ætti staðinn, held að henni hafi liðið pínu svoleiðis þar sem að hún er sú eina af þeim sem að var tilnefnd núna um daginn...........HVAÐ ER ÞAÐ.........skil ekki og skammast mín mikið fyrir hönd þeirra sem að var í nefndinni!!!!!!!!!!!!!!!
En jæja nú þarf ég víst að halda áfram að vinna...
kossar og knús

11 desember 2003

jolahvad....

Dásamlega jólasaga

Þessi jólasaga er ritgerð eftir barn í grunnskóla og er um Jesús frá
sjónarhóli barna.

Sá sem hefur orðið frægastur úr Biblíunni er Jesús. Hann var frá
Nazaret í Egyptalandi. Hann fæddist á jólanótt í fjósi, vegna þess að öll
hótel voru full. Mamma hans hét María og stjúppabbi hans Jósef. Hann var
ekki raunverulegur pabbi Jesú, því María var áður gift einhverjum Gabríel,
en hann var floginn í burtu. Þegar Jesús var nýfæddur áttu þrír jólaveinar
leið fram hjá fjósinu og þegar þeir sáu litla barnið, náðu þeir í nokkrar
jólagjafir og reykelsi handa hjónunum, en það veitti sannarlega ekki af
sem þau höfðu ferðast allan daginn á asna, af því að það átti að telja þau.
Jesús var ekki skírður fyrr en seinna, því í þá daga voru börnin
ekki skírð fyrr en þau voru orðin fullorðin og höfðu lært að synda, því þau
voru nefnilega alveg færð í kaf. Þegar Jesús varð átta ára gaf pabbi hans
honum Biblíu, og þegar hann var tólf ára kunni hann hana utan að, og það var
vel af sér vikið, því í þá daga var Biblían svo stór að það varð að vefja
þegar hann var bara smá strákur. Hann var reyndar mesti galdramaður sem
uppi hefur verið.
Jesú gekk um og lagði gátur fyrir fólk
sem það átti að reyna að leysa, en það tókst sjaldan. Hann gat líka gengið
í gegnum vatn og eld, án þess að það kæmi við hann. Hann gat líka gengið á
vatninu. Það var á Genezaretvatni, þar sem hann gekk út að fiskibáti til
kaupa fisk. Pabbi minn segir að það hafi verið ís á vatninu, en hann trúir
heldur ekki á Guð og Jesú.
Jesús gerði líka mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var á
gangi í Jerúsalem, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á miðri
götu, Jesús sagði ; Tak sæng þína og gakk. Maðurinn gerði það og þá gátu
bílarnir aftur komist leiðar sinnar. Svo var það ekkja sem átti son, en ég
bara skil ekki hvernig hún gat átt hann fyrst hún var ekkja. Jesús tók son
ekkjunnar í kraftaverkameðferð og við það varð hann mjög vitur, sagði fólk.
Eitt af því merkilegasta sem Jesús gerði var að stjórna borðhaldinu
í eyðimörkinni. Það var þegar þessar 5 þúsund manneskjur stóðu aleinar úti
í eyðimörkinni án þess að eiga vott né þurrt. Þá gerði Jesús kraftaverk og
allir fóru saddir í rúmið. Jesús gat ekki allaf komið fram í eigin persónu.
Stundum var hann dulbúinn sem hirðir, og einu sinni kom hann fram undir
fölsku nafni.

06 desember 2003

...stutt har..

Hlú hlú gott fólk, jæja nú erum við mæðgur komnar í stutt kvöldkaffi til Hrönslunnar okkar....ákvað að stelast aðeins til að skrifa ykkur þar sem að litla systir mín hún Hrefna var að segja mer að hún væri komin með blogg....júms mikið rétt hún er í 10 bekk þessi elska og það sést svona pínu á skrifunum....en þetta er bara sætt og gaman að fylgjast með þeim vinunum...það var ýmislegt sem að flaug í gegnum hausinn á manni þegar að maður var á þessum aldri *glott*.......
Vá já ég gleymdi að segja ykkur mar....ég litla konan fór í klippingu til Jóhönnu sætu um daginn, já konan sem er búin að vera með sömu greiðsluna og síða hárið í 12 ára nota bene....úff komin með stutt (well að mínu mati og miða við..) og frekar dökkt hár....úff og ég er sko alveg að fíla það í ræmur.....fínnst ég bara voða fín og hef bara fengið góð komment út á þetta.....welly það er ein eldri kona í vinnunni minni sem að meinnti vel .... hún alveg "já þú ert ótrúlega sæt svona, já svona svolítið einsog þú sért 16 aftur.."............ekki alveg orðin nógu gömul til að taka þessu sem komplimennti .... hihihi....
En jæja ætla að hætta að vera leiðindargesturinn og fara að sinna englunum mínum tveimur........
góða nott og dreymi ykkur fallega......
....úff... allt og stutt til jóla, allir farnir að raula jólalög og maður getur ekki annað en að raula með þar til að maður fær þetta á heilann...er búin að vera að syngja jólahjól síðan á föstudaginn...úff úff úff....þreytt á þessu lagi...
En vildi bara poppa inn og heilsa uppá liðið...er hjá pa og co í góðu yfirlæti með lillunni minni, þarf að fara að drullast í búðina.....innan um allt stressaða og yfirþreytta fólkið sem að þar er.....nenni ekki ....
Skrifa ykkur aftur sem allra allra fyrst.....mikið að gera þessa dagan svo að ég hef nú ekki hugmynd um hvenær næstu skrif verða...
kossar og knús og allt í kring...