29 ágúst 2003

...

Góða kveldið gott fólk og gleðilegan föstudag.........vona að vinnuvikan hafi ekki verið of strembin hjá ykkur....ég er að reyna að njóta síðustu daganna minni í fæðingarorlofinu mínu, byrja í nýju vinnunni minná núna 8 sept. nk og ég hlakka alveg rosalega til. Finnst frekar leiðinlegt að yfirgefa stelpurnar mínar uppí DV en ég meina svona er þetta bara.....sú stutta útskrifaðist úr sundinu í dag, ekkert smá stolt....fyrsta útskriftin hihihih....
Nú er ég stödd í húsi föður míns með brósa, erum bara að fara að leggjast í fleti og horfa á video og slappa af eftir góðan mat...........svona eiga föstudagar að vera "LETI".....en ég ætla allaveganna að hætta núna, ekki vera leiðinlega konan sem að hangir bara í tölvunni...nota bara hvert tækifæri sem að bíðst til að koma aðeins hérna inn og láta vita af mér...
Ég kveð ykkur bara að sinni og vona að helgin verði góð....

21 ágúst 2003

Virus dauðans....:(

Hluhlu gott folk, og sorry endalaust að eg hef ekkert skrifað, tölvan min "ER" með virus og eg dett ut a 3 minutna fresti og get ekki gert neinar kommur yfir stafina einsog þið kanski sjaið :(....ekkert sma mikið bögg!! Það er annars bara allt mjög gott að fretta af mer og minum, við mæðgur erum bara að reyna að standa okkur þar sem að kallinn er farinn a sjoinn....skritið að vera svona aftur einn eftir svona langt og gott luxuslif með manninn og barnið heima, bara röltandi um bæinn otrulega happy með is....æi þið skiljið hvað eg er að reyna að fara er það ekki :)
Jæja nu er tölvan farin að telja niður og segja mer að hun muni slökkva a ser eftir 54.....52....49 sek....svo að eg kveð bara að sinni vildi bara lata vita að eg er a lifi (þott otrulegt se)......
kossar og knus til ykkar allra...
ja litla gellan min er komin með svona heimasiðu a barnaland.is.......þið sjaið það efst a siðunni minni undir "Prinsessan"......bara gaman....