20 apríl 2005

...engin dama...

...Jæja held ég geti alveg bitið í það súra og reynt að lifa með því að ég verð aldrei þessi "dömustelpa"...eða þá kanski bara seinna!
Ekki það að mig langi til að vera "dama" heldur er einsog meiri hlutinn af stúlkunum sem að ég hef umgengist eða er minn árgangur (æi skiljiði) séu allar orðnar "dömur"...þær hljóta að hafa vaknað einn daginn og fengið köllunina...annaðhvort eru þær of fljótar eða ég of sein....dónt rílí ker - fór bara að spá í þetta í gær þegar að ég rakst á eina "dömu" sem ég þekki og hef ekki séð í dálítinn tíma og hún var manneskjan sem að ég hélt að yrði síðust til að verða "dama"...

Mín skilgreining á dömu (í þessu samhengi)er;
* Dragt - helst blá en stundum svört..
* Cosmopolitan undir hendinni..
* Hárið mjööög vel sleikt og greitt aftur..
* Mjög nett hliðartaska - sem helst er "merki"..
* Þegar gengið er hangir vinstri höndin í svona "Ragga Bjarna" stíl..
* Borðar alltaf Tapas eða Sushi í hádeginu (þrátt fyrir að finnast það ekki gott)..
* Heldur pent fyrir munninn þegar að hún hlær...
* Talar BARA um barnið/börnin sín og EKKERT annað..
* Er með öll fáanleg greiðslukort/kreditkort á markaðnum..og telur niður í næsta tímabil..

...jáms svona er hún að mínu mati - en það er bara í dag - gæti verið allt önnur á morgun... :)

5 ummæli:

Hugrun sagði...

ÚFF...oj...ég verð aldrei dama samkvæmt þessarri skilgreiningu...*borínef*

Svetly sagði...

..hehe - fjúkk !! Ég verð þá ekki ein :)

annars er þetta bara skilgreining dagsins sko... :)

Hulda Björg sagði...

Skjóttu mig ef ég verð einhvern daginn svona..

Yggla sagði...

elskan mín... nó vorrís lúkk att mí...get ekki vil ekki og mun aldrei kallast dama (né öðru verra skammaryrði;)) svo við getum bara verið að skottast saman í ellinn... í snúsnú með sleikjó og tíkarspena!

Svetly sagði...

Hulda - niii, hugsa að ég geymi haglarann bara og pikki frekar bara í þig sko :)
Kreisí - djö hlakka ég til...við verðum flottar :)