27 júlí 2005

..hvar er (Valli) toothsmith...??

..ég er miður mín að bloggsnillinn hefur ekkert skrifað í langan tíma...en mæli með "húsakaupasögunni" ef að ykkur langar til að brosa pínu...kanski er ég bara með aulahúmor..en ég engist um í hvert skifti sem að ég les það sem þessi kona skrifar..

26 júlí 2005

...pósturinn Páll..

..kom með flugmiðann minn í gær...jebbs...þá loksins trúi ég því að ég sé að fara til útlanda og er orðin helmingi spenntari..úff - Brazil og Chile bættust svo inní ferðaplanið í gær...so it just gets better...sólin skín og ég geng um brosandi alla hringinn einsog það "gimp" sem ég er..
...þið megið "dangla" í mig ef ég verð orðin óþolandi eftir svona viku og tala bara um sama hlutinn aftur og aftur....ég er bara svo óheyrinlega glöð og spennt að það nær engri átt..Mjallhvít greyið er að fara með okkur mæðgum í ferðalag svo að ég mun að öllum líkindum taka þetta allt út á henni...*glott*
En ó wellí...ætla að halda áfram að vinna..chauuuuuuu

25 júlí 2005

...TrekEarth myndasíðan...

...mæli alveg pottþétt með TrekEarth myndasíðunni..síða sem ég get skoðað tímunum saman og látið hugan reika...ætli það sé hægt að vera "myndasíðufýkill" ??..."Halló - ég heiti Urður og er TrekEarthisti..."

...bleikt...

...ég svíf um á einhverju ótrúlegu bleiku skýi þessa dagana...lífið er yndislegt! Er farið að hlakka alveg svaðalega til að komast austur á Seyðisfjörðinn, hitta Bjólfinn og fallegu, fallegu, fallegu hjónakornin sem þar búa og ætla að "taka okkur mæðgur að sér" í fríinu...hlakka held ég mest til að kynna prinsessunni fyrir náttúrunni þarna í kring...hún er einsog kálfur á vorinn þegar að hún kemst út fyrir bæjarmörkin...ótrúlega skemmtilegt alltaf!! En jáms rúmir 3 dagar í sveitaferð og 67 dagar í utanlandsferð...það er svo gott þegar að hlutirnir "ganga upp" hjá manni sjálfum og fólkinu í kringum mann....jebbsí!!

..fiðrildin...

..það er svo fallegt þegar að fiðrildin fara úr "dvala" og fara að flögra...elska að horfa á fólkið mitt sem veit ekki hvernig það "á að vera" út af fiðrildunum"...elska það...

22 júlí 2005

..áms....

..sólin skín, það er föstudagur, 70 dagar þangað til ég fer út...og jáms - mín er bara spræk og glöð í dag..ljótan og feitan voru nú samt eitthvað að hrella mig í morgunsárið, en þær systur eru að yfirgefa svæðið... Annars er bara mest lítið að frétta úr kotinu annað en bara gleði..eignaðist litla frænku í gær - í útlandinu..svo að ég segi bara hér því að ég veit að þið lesið síðuna "til lukku með prinsessuna Kiddi og Mette"!!
Æi, það er of heitt til að hugsa og blogga...sitjum hér soðnar í vinnunni og Dirty Dancing ómar úr græjunum...algjört flashback .. en bara gaman að því.
Ég segji annars bara góða helgi allir.. vona að sólin verði svona ljúf yfir helgina og verði sem mest með okkur...

21 júlí 2005

...æi..

..þeir deyja víst ungir sem guðirnir elska.....

..ákvörðunin er...

....boð...hugsað...beðið um hjálp..atkvæðagreiðsla...hringt...bókað...banki...borgað/miði keyptur...léttir
...jebbsí - gimpið er að fara út....ekkert smá ánægð með lífið og tilveruna!!

...vangaveltur og ákvarðanatökur...

..jáms og jæja - held ég sé 99,8% búin að ákveða mig...
Málið er þannig að ég var að fá 2 boð í brúðkaup og eitt boð á nokkurskonar "reunion" á dögunum 4-20 okt. næstkomandi...sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þetta er allt að gerast í Santa Cruz, Sucre og Cochabamba í Bolevíu (suður-ameríku)...sem flækir málið eilítið (fyrir mér í það minnsta)...alls, alls, alls, alls ekki það að mig langi ekki að fara - ó svo langt frá því. Heldur kostar þetta svo marga peninga, alveg 150 kall, sem er svolitið mikið í mínu koti - nýbúin að tæma peningatankinn *bros*.... Samt er allt sem að segir mér að ég sjái ekki eftir krónu og að þetta "reddist"...ég hætti við að fara í sumarfrí í vinnunni út af mannekklu, svo að ég á það inni. Mútta gamla segir að erfinginn verði í súper góðum höndum, sem að ég efast ekki um...fæði, húsnæði og allt svoleiðis er frítt (eða þið vitið) á meðan ég er úti..ég er að fara að hitta og vera með frááááhááábæru fólki allan tímann...þetta er alveg greinilega svona "gæs" sem að maður á að grípa á meðan hún gefst og bara slá til, ekki smurning.....en einhvernveginn tekst vogarskálunum mínum að dingla frá hægri til vinstri hverja mínútu...hvað er það?? *bros*
...jams svo að litla Kreisí hér hefuru svar við spurningu þinni *heheh*...knúz

19 júlí 2005

...vogarskálarnar..

Nei, ekki séns..hmm,samt freystandi, gæti heppnast...ætti maður, hvað ætli ...en ef ég, hvað ef, hmmm, skyldi..ætli hún, en hann...pæling, hvernig gæti ég...jújú af hverju ekki...jebbs held það bara - áms, þá er það ákveðið....HELD ÉG...

...ég er ekki vog fyrir ekki neitt *glott*

11 júlí 2005

..ojbarasta..

...veik, veik, veik....eftir frábæra helgi...ligg heima með "kinnholubólgu"...og það er jafn viðbjóðslega leiðinlegt og nafnið gefur til kinna...úff

04 júlí 2005

Hlú hlú litlu dýr...

...jæja maður er skriðin inní nýja viku eftir "mjúka" og góða helgi - öll plön stóðust og það var bara súper...skellti mér í kvikmyndahúsið á föstudagskveldið með Mjallhvíti og Meðspilaranum, sáum myndina War of the wolds...and once again america safes the world..hmmm...jújú, mjög flott mynd, góður leikur "en"...aðeins of mikill svona "independence day" fílingur yfir henni...skiljiði mig...en svona mynd sem maður "verður" að sjá í bíó til að fá þetta beint í æð...sé ekkert eftir aurunum. Næst á dagskrá er það bara Batman myndin....
Jæja, síðan fórum við í næturkaffi til Meðspilarans og vorum þar fram undir morgun að horfa á Sin City sem mér fannst mjög flott.....þetta er mjög "spes" mynd en hún er mjööööög flott gerð að mínu mati...ég var alveg að fíla hana - betur en W.....worlds...fannst reyndar Clive Owens hörmulegur í henni en það er svo allt annar handleggur - hann hefur eða hafði bara ekki þetta "krimma" útlit fyrir myndina....en Mickey Rourke var alveg að gera sig í myndinni, einsog ég er með mikið andlegt ofnæmi fyrir þeim manni..úff..
jammogjæja - þessar myndir runnu bara ljúflega niður..horfði svo á Löggulíf í gær á stöð2 til að "loka" kvikmyndahelginni *bros*.
Já, ég fór líka á opnun á sýningu hjá Söndru, rosa gaman..fallegar myndir, féll strax fyrir einni sem að ég hefði keypt ef ég hefði ekki gleymt "búntinu" heima....okkur mæðgum var síðan boðið út að borða á Grillhúsinu - fengum þar dýrindis dýrindis mat og yndislega nærveru...og litla skottið fékk stjan og "allt" sem hún vildi - vakti mikla lukku... síðan var sunnudagurinn tekin í að sótthreinsa heimilið, vorum við mæðgur vopnaðar tuskum, Ajaxi og alskyns hreinlætistólum...skelltum okkur nú fyrst um morguninn á meðan að sólin skein og fuglarnir sungu í "grasó" skoðuðum ungana...jebbsí - grillaðar kótilettur hjá gömlu rörunum um kvöldið, sófalega, sjónvarpsgláp og 3 tíma suður amerískt símtal ... og svo lognaðist maður bara útaf undir morgun ótrúlega sátt og sæl með þessa helgi.....síðan var bara "ræs" klukkan 6 í morgun, vaknaði með undarlega tilfinningu í maganum/hjartanu/hausnum og sólheimaglott frá helv......sem er barasta ennþá fast á mér....
Vona barasta að helgin ykkar hafi verið góð og allir sáttir og sælir...og já að ferðalögin hafi nú verið "úber" skemmtileg....Hvert fóruði??.....óverendáút...

01 júlí 2005

..góða...

...helgi öllsömul !!
Klukkutími eftir af vinnunni, get ekki beðið eftir að stimpla mig inn í helgarfríið...er að spá í að skella mér barasta í bíó í kvöld á War of the worlds ef landið liggur þannig, hef heyrt svo ansi margt sniðugt og mis gott um þessa mynd og maður "verður" víst að sjá hana í bíó svo að hví ekki bara að slá til, ha?
..annars segi ég bara - góða helgi og hafið það úber gott...vona að ferðalögin verði sem fróðlegust og allt bara í blóma....óverendáút...

...gleðilegan föstudag...

Jammogjæja - vikan barasta að verða búin, djö leggst það vel í mig, frábær helgi framundan. Opnun á sýningu hjá fallegri snót á laugardaginn, tölvustúss með múttunni minni, stefnumót við Sigurð "bumbu", gullfiskar, kleina og kaffi í grasagarðinum, smá vinna, pool, matarboð.....jebbsí þetta verður ljúft.
Annars var ég að fá nýtt "dót" um daginn, geheeeeedveikan prenntara - þetta er bara fasteign, hann er svo fagur....er búin að vera að prennta út myndir í þúsundatali og föndra við að setja í falleg og fín albúm (í fleirtölu nota bené *glott*). Það er svo miklu skemmtilegra að vera komin með myndirnar á pappír....það er eitt sem á það til að gleymast (eða ég...) þegar að maður er með svona fína digital vél að maður bara hleður myndunum inná tölvuna sína og síðan festast þær þar bara....
* Muniði eftir eftirvæntingunni sem að fylgdi því að fara með "filmur" í framköllun - maður var svo óþolinmóður að maður fór alltaf með þær í svona klukkutímaframköllun... maður vissi aldrei hver útkoman yrði - alltaf svo spennó....ég sakna þess pínu...nú bara eyðir maður og tekur aftur einsog ekkert sé....ekki það að það sé ekki bara tærasta snilld að geta það...en æi þið skiljið *bros*..
..í gær fórum við Mjallhvít á kaffihús með mjög sérstökum einstaklingum - "litla þögla týpan" - "trúðurinn með athyglisbrestina" - "bróðirinn og meðspilarinn" .... já held ég hafi bara sjaldan hlegið jafn mikið og í gær...úff, er með hláturharðsperrurr í andlitinu og maganum í dag *bros*....skelltum okkur síðan í pool og sýndum snilldar takta þar, segi ég og skrifa...æ sjúd gó "pró"....annars, jams...klukkið bara rétt skriðið yfir 10 og bauninn er ennþá heima á kodda í draumalandinu....

...hvernig ætli það sé að vera gift Robin Williams...eins fyndinn og loðinn og hann er....??
...eru fiskar með eyru??