27 maí 2005

...sól og blíða...

...og bærinn ef fullur....æi maður verður svo kátur og glaður í svona veðri eitthvað, svo léttur í lund..reyndar búið að vera geeeeeðveiki að gera í litlu bókasjoppunni, allir á síðasta snúning að kaupa útskriftargjafir - Íslendingar á síðustu mínútu...ha, nei aldrei !!
....æi er syngjandi glöð í dag - ætla að fá mér ís eftir vinnu...eða kanski barasta bragðaref...*slurk*, njóta sólarinnar og skoða fólkið....jebbsí svona á lífið að vera!
Átti alveg yyyyyyyyyndislega kvöldstund í gær með Mjallhvíti-litla heimalingnum mínum, alveg allt of langt síðan að við áttum svona "spjall spjallanna"....sátum á kaffihúsi og rifjuðum upp gamlars stundir og syndir...alltaf gaman að því....!
...ó wellý, nenni ekki að skrifa né hugsa - bauninn soðin af sólinni.....vonandi eigiði barasta fína og góða helgi...

26 maí 2005

..spamadur.is..

4 Sverð

Þrátt fyrir miklar annir og oft á tíðum stress virðist þú ná endum saman með skipulagi, krafti og óbilandi dugnaði.

Hér er þér hinsvegar ráðlagt að hvíla þig. Þú ættir að hlusta betur á líkama þinn sem mun fyrr en síðar láta þig vita að komið er að því að þú gefir eftir og hugir betur að eigin áhugamálum og ekki síður heilsu þinni.

Líf þitt einkennist af hraða sem er af hinu góða ef þú gefur þér tíma fyrir eigin þarfir. Þú ættir að næra sál þína og líkama með því að hvíla öldurót hugans og finna hina djúpu kyrrð sem ríkir á orkusviði þínu.

Gefðu þér tíma með sjálfinu svo þú komist í snertingu við orkusvið hinnar djúpu þagnar og tæru vitundar.

..gmail...

...eitt sem að ég skil ekki, ég er með svona voða fínnt gmail og það er eitthvað á síðunnni sem að segir manni að maður geti gefið fólki gmail....er ss ekki hægt að fá gmail nema manni sé gefið það eða hvað.....ég er mikið búin að spá í þetta og ákvað bara að spyrja ykkur að því....kanski heimskuleg spurning, i know...en ó well....ég fékk nefnliega svona "invite" á sínum tíma en spáði ekkert meir í það þá.....æi bla...

..meistarageisp....

....góðan daginn litlu lömb - eru ekki allir sáttir við úrslitin í gær??
Sátum heima í gær mæðgur og heimalingurinn og horfðum á leikinn, hélt ég myndi fá blæðandi magasár úr spenningi....en allt er gott sem endar vel...úffa...vorum með leikin á, gúffuðum í okkur pizzu - það eina sem að vantaði var bara hlírabolurinn og bjórinn til að vera svona "ekta" bullur....gaman gaman...
En jábbs, kominn fimmtudagur - sólin skín og ég held barasta að í dag verði góður dagur...

25 maí 2005

..vildi óska..

..ég væri í Istanbul núna...djö öfunda ég fólkið sem er að fara á leikinn...úffa..

24 maí 2005

..el pájaro amarillo..

..djísus, get nú ekki sagt annað...var úti rétt í þessu þegar að lítill gulur fuglsungi reynir að ráðast á mig og rífa af mér annað eyrað...ég svona í einhverju brjálæði slæ í ungann og læt öllum illum látum á meðan að hann reynir að komast inní eyrað á mér, finn alveg hvernig hann reynir að narta í eyrnasnepilinn...jújú ég vinn þennan slag að lokum og rota fuglinn....nema hvað þetta var ekki fugl heldur genabreytt (held ég) hungangsfluga....þvílíku stærðina á flugu hef ég bara sjaldan séð...úffamei...

þetta eru ekki flugur lengur, þetta er eitthvað svona bíjond sko.. "genabreyttar hunangsflugur með míní þyrluspaða, bassaboxi og mikilmenskubrjálæði"...myndi ekki vilja mæta einni svona í dimmu húsasundi skal ég segja ykkur - nei takk...

...mótorhjólagulrótargúff.....

...gleðilegan þriðjudag litlu lömb...ohhh, mig dreymdi að ég hefði tekið mótorhjólapróf og hefði farið í svona ferðalag um evrópu á ógeðslega flottu rauðu hjóli með svona hliðarvagni...úúúú....ekkert smá girnilegur draumur (að mínu mati). Kanski maður láti bara drauminn rætast, skelli sér á eitt stykki hjólapróf og taki svo Norrænuna frá Seyðis næsta sumar, hvernig hljómar það?
Annars er Mjallhvítin mín komin í smá prógram núna og verður gestur á "Hótel Koti" hjá okkur mæðgum næstu daga....ætlum að passa að hún bíti ekki alltaf í helv. eplið...sjáum hvað setur..
En jæja, best að halda áfram að vinna og gúffa í sig nokkrum "baby carrots"....við erum að tala um að það hverfa ofaní mig heilu pokarnir og kílóin af gulrótum þessa dagana...ætli það sé hægt að óverdósa á gulrótum??

23 maí 2005

...baggalúturinn..

...fær mig alltaf til að glotta út í annað og brosa ...

..að gúggla...

...Ég prufaði að googla nafninu mínu "Urður" ... og ég fékk ekki upp bloggið mitt eða neitt tengt því heldur þetta...skondið

22 maí 2005

..un fin de semana buenísimo....

...jebb - gæti varla hafa beðið um betri helgi, skap, náttúru, veður, fólk, mat....bara allt svo fullkomið. Vantaði reyndar Mjallhvítina mína en held hún hafi bitið aftur í eplið sitt - því miður er ég ekki prinsinn sem kyssir hana svo að hún vakni...var það ekki annars Mjallhvít sem beit í eplið og féll í "dá" ??
Ég held að við mæðgur höfum óverdósað af súrefni um helgina, erum nær ekkert búnar að vera innandyra síðan á föstudaginn...ótrúlega ljúft.
Föstudagurinn fór í kúr heima hjá "Tígrisliljunni" okkar, þurfti reyndar að fara með vin minn á slysó þar sem hann braut á sér öklann...var þar í góða 3 tíma og held að maður geti varla fundið ómanneskjulegri og leiðinlegri biðstofu en uppá bráðamótöku...maður situr þarna inni þar sem öll húsgögnin eru úr einhverju ljótu járni, blöðin frá '86 og manni líður einna helst einsog sardínu í dós...nowhere to go, nothing to do...síðan rann laugardagurinn alveg úber ljúflega niður í takt við veðrið...og jújú hafði bara gaman að júró....Gísli Marteinn var einstaklega bitur og það var bara gaman *bros*..síðan sóluðum við mæðgur okkur á Þingvöllum í dag (sunnudag), borðuðum ís og brostum framaní túristana sem að þóttu við einstaklega skemmtilegar og áður en við vissum af vorum við orðnar gædar hjá hóp af mjög fjörugum spánverjum...síðan mættum við í bæinn galvaskar og fórum í grasagarðinn, enduðum svo þessa helgi með yndislegu matarboði þar sem ég eignaðist eitt stykki fósturbróður (held ég *bros*)..erum núna hálf afvelta mæðgurnar...tilbúnar að skríða undir "feld" og halda af stað inní draumalandið...jáms einsog ég sagði áðan þá var þessi helgi bara "nær" fullkomin...hlakka til að takast á við nýja viku - vá, það eru að koma jól bara, tíminn líður svo hratt...úffa

20 maí 2005

..mig langar í bragðaref....

..úffa mikið búið að vera að gera í dag, hef lítið sem ekkert geta sest niður, sem er svosem bara ljúft- þá líður vinnudagurinn hratt og ég kemst fyrr að sækja engilinn minn og fyrr út í sólina...
..Af hverju var júródiskurinn tekin af repeat?? *glott*...Er búin að vera að strá eða eiginlega sturta salti í sár júrófanatíkanna hérna í vinnunni og hef haft ægilega gaman að - jábbs...enginn er verri þó hann sé púki....
Annars er helgarplan okkar mæðgna rosalega mjúkt að mínu mati...við erum bara alltaf í rólegheitinum og reynum að eyða sem mestum tíma úti...og þá helst rennum við eitthvað út fyrir borgarmörkin, það kemst ekki að þessa helgina en það er líka bara allt í góðu því að það er svo margt annað skemmtó planað.......Slípóver, vídjó, tortillas, Árbæjarsafn, Húsdýra og fjölskyldugarður, Júróvísjon, grillmatur, ís, smá vinna, Nauthólsvíkin, matarboð (læri með öllu tilheyrandi...nammmmm)....og þar fram eftir götunum...jebbs þetta leggst bara allt saman voðalega vel í mig...syngjandi glaður dagur hjá mér og mínum...vona að helgin ykkar verði nú blúúúússsssandi góð við ykkur og þið við hana litlu dýr...
...hasta pronto...

..nammmi....

...stal þessu prófi á Kollusíðu



Like chocolate cake, you are friendly, dependable and make a great friend. You're the perfect person to turn to in times of need!

19 maí 2005

...skondið..

...jebbsí nú eru eflaust margir súrir út í júró og fara að reyna að kryfja það til mergjar "af hverju"...ó well mér er svosem sama - mitt lið komst áfram (Danmörk) svo að ég er bara sátt og sæl...held alltaf með Dönum alveg sama hvað...einhver árátta í mér...hlakkar í mér að tala við júrófanatíkurnar niðrí vinnu á morgun *glott*...Ætli margir horfi á júró næsta laugardag úr því að við erum ekki með? Það hlýtur eiginlega að verða að vera kveikt á því í bakrunni og svona svo hægt verði að kalla partýin sem skipulögð voru "júróvísionparty" ... úff...af hverju í ósköpunum er ég að spá í þetta.....ætla að fara að skríða í bólið, varð bara að hoppa inná netið í örskamma til að sjá hvað allir hefðu um málið að segja og tísta...Hvernig væri annars að senda Leoncie næst bara, með stóru Íslandssilgjuna sína og gullpilsið (svona í anda búningsins sem var í ár)- syngjandi "ást á pöbbnum"...nei bara smá pæling *glott*
jebbs..hlakka mikið til helgarinnar, mikið planað og allt svo skemmtó eitthvað...ég er ennþá með fast brosið síðan ég fékk niðurstöðurnar úr prófunum, vona að það verði bara út sumarið....jafnvel lengur....og jáms..takk öll þið sem að kommentuðu hjá mér....jebbs þannig er nefnilega mál með vexti að ég hefði ekki getað þetta án ykkar (væmið ég veit, en satt)...alltaf drifkraftur þegar að fólk trúir á mann, auðveldar manni að trúa á sjálfan sig...
...óver end áút...

..áms, nú er mín glöð....

Nú held ég að ég sé að springa úr gleði og stolti barasta líka...viljiði vita hvað útkoman úr prófunum var??

9,8
9
9
8
9

....jebbs þetta getur maður...langar núna að hoppa í hringi og kanski öskra einsog Ronja Ræningjadóttir...en hugsa að ég yrði litin hornauga það sem eftir er hérna í strætinu...læt mér bara nægja að brosa hringinn.....

13 maí 2005

..fersk föstudagsrigningin...

..og ég elska það...elska svona lyktina af blautu grasi - eitthvað svo ferskt!
Annars varð hann karl faðir minn fyrr til með Kim Larsen hugsunina því ég var ekki fyrr búin að hugsa að bjóða honum svona "surpries - miðar á Kim L." þegar að hann hringir í mig og segir "Urður, ég er með miða handa okkur á Kim Larsen 27 á Nasa..."...get ekki beðið! Síðan var verið að bjóða mér út að borða á Lækjarbrekku annaðkveld...og ég hlakka ekkert smá mikið til, hef aldrei farið þangað fyrr út að borða....er þetta ekki fínasti staður annars - með hverju mæliði??
Annars er pínu sorgardagur í dag hjá minni, er að fara í jarðaförina hjá henni langömmu Sibbu - ekki gott mál, kvíði pínu fyrir held ég bara...verður skrítið, var í 101 árs afmælinu hjá henni bara um daginn (29 apr.)- líður einsog það hafi verið í gær...og núna nokkrum dögum seinna verður erfidrykkjan í sama sal og afmælin hennar voru alltaf haldin...æi skiljiði, verður bara skrítið...en já lífið heldur áfram...blómin halda áfram að spretta, sólin kemur aftur upp á morgun, vinnan kallar aftur í mann á næsta virka degi....jebbs það heldur allt saman áfram...og það er yndislegt...

12 maí 2005

..komment...

...var eitthvað að synda um heimasíður landsmanna og jújú las svona hin og þessi komment við færslur sem að mér þótti fyndnar eða áhugaverðar og fór svo að sjá nafnið mitt á undarlegustu stöðum - eða þið vitið, einhver að kommenta undir mínu (Svetly - J. Fonda - Marsil) nafni með tengil á mína síðu...nú er ég ekki alveg að skilja upp né niður...*pirr*

..er ekki málið..

...að skirfa undir þetta ..??

..eitt morgunprófið..

I am 2% Asshole/Bitch.
Not an Asshole or a Bitch.
I am not an asshole or a bitch, more like an asshole and bitch target. I have no backbone, and fold at even a slightly insincere look.

11 maí 2005

...hmm...

..Hef alveg lúmskan grun um að nýja platan hennar Hildar Völu verði mikið í spilun hérna í vinnunni hjá mér..."æi nei"...ekki það að þetta sé ekki fín plata...hún er voða sæt og hugljúf...svona í takt við söngkonuna sem er eitthvað svo brosmild alltaf....en ekki alveg fyrir mig ... finnst hún eitthvað öll eins...síðan er líka einhver Júróvisjón safndiskur búinn að vera að rúlla í græjunum þess á milli...úff, eitt lag enn ómar í bauninni minni....ég verð orðin svaðaleg þegar að nær dregur júró ef þetta verður í "spilun" alveg þangað til......úfffamei

...ég er svo skotin...

..í fólki - jebbs og margbreytileika þess. Veit fátt skemmtilegra en að bara fylgjast með og spá í fólki. Elska það hvað við erum öll misjöfn á "alla" vegu og hvað það gerir lífið frábært...Ég er voða forvitin um fólk, ekki forvitin þannig að mér líði einsog ég sé að fá eitthvað voða "djúsí" beint í æð þegar að fólk (sem ég þekki nota bene) fer að segja mér frá sér...heldur finnst mér svo gaman/gott að heyra það sem aðrir hafa að segja, æi skiljiði...mér þykir bara voða gaman að hlusta....svo margt sem að maður getur lært.... Ég hef ekkert gaman að því að lesa blöð eða slúðurdálka um allt "misfræga" fólkið sem kemur mér ekkert við og ég þekki ekki, það finnst mér nær tilgangslaus lesning og tímaeyðsla - en svo eru aðrir sem alveg ganga á þessu og það er líka bara allt í læ...
Ég fór eitthvað að velta þessu öllu fyrir mér í gær eftir að góðvinkona mín sagði við mig að hún væri svo "sjálfselsk"....af því að hún er svo lítið fyrir að spyrja fólk úr...hún getur setið og þulið upp hluti um sjálfa sig, talað um daginn og veginn, hvað er í gangi í hennar lífi - en spyr einskis á móti.."ef að ég veit að fólki líður vel (og auðvitað spyr ég um það..) þá er það bara alveg nóg fyrir mig...ég þarf ekkert að vita neitt af hverju" ... sem meikar alveg sens, maður á ekki að þurfa að kryfja alltaf hlutina til mergjar...eða hvað? Mér þykir það eimmit svo voða gott að geta bara fengið að sitja og hlusta, skít inn svona einni og einni spurningu en vil svo segja sem minnst sjálf...þannig að t.d. við tvær vinkonurnar erum voða mikið Jing og Jang, ekki að ástæðulausu að við höfum verið vinkonur síðan ég man eftir mér...
...ég held að ég sé ekkert óhóflega forvitin - bara svona passlega, svo kanski finnst einhverjum öðrum ég vera roooooooohooosalega forvitin, ég veit það ekki. Mér finnst bara voða gott að vita ef einhverjum líður vel og af hverju, þá líður manni vel líka eða þið skiljið (er það sjálfselska þá??) - og að sama skapi ef einvherjum líður illa, af hverju - því þá gæti maður hugsanlega mögulega gert eitthvað til að létta þeim einstaklingi lundina......jájá, ég veit - ég get engum bjargað *glott*...en maður getur alltaf pínu hjálpað til held ég...bara með því að vera til staðar!
..Æi bla...lá alveg og taldi kindur í gærkveldi þegar að ég var að reyna að sofna, gat ekki sofnað því að litla baunin mín var á 120...gæti líka eflaust haldið endalaust áfram en mér líður alltaf einsog útkoman (hérna á blogginu) verði hebreska og engin skilji orð af því sem að ég er að segja....

..tónleikabarnið ég og Kim Larsen..

...jebb..nú hlakkar minni konu til, ætla alveg pottþétt að fara á Kim kallinn..á ekki ófáar minningarnar af tónleikum hjá kappanum með pabba gamla...held að tónleika og tónlistaráhugi minn sé alfarið karli föður mínum að þakka, hann var svo duglegur í den þegar að við bjuggum útí Köben að fara með mann á tónleika...ætli það sé ekki bara komin tími til að ég bjóði pabba á tónleika...hmmm - jú slæ til .... annars var ég að gæla við það að fara með sóðabrók á þessa tónleika...sjáum hvað setur - ég fer það er nokkuð ljóst...

annars ætla ég að copy/pasta smá klausu hérna inná bloggið sem að ég fékk í e-maili...bara ef að það er e-h annar þarna úti sem langar að fara...blaaaa

* * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *
Kim Larsen og Kjukken halda tvenna tónleika á Nasa 26. ágúst og 27. ágúst n.k.

Það er óhætt að fullyrða að sannkallaður hvalreki bíði tónleikaþystra Íslendinga í sumar. Kim Larsen mætir þá til leiks ásamt hljómsveit sinni Kjukken. Þeir félagar ætla að halda tvenna tónleika á Nasa við Austurvöll þann 26. og 27. ágúst n.k. Kim lýkur þar með sumartónleikaferð sinni um Danmörku og Færeyjar sem hófst reyndar í London þann 23. apríl sl. Miðasala hefst föstudaginn 13. maí n.k. kl. 10 í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg og á midi.is.

Kim Larsen hefur sl. 5 ár gefið út hverja metsöluplötuna á fætur annarri í Danmörku og Skandínavíu eftir nokkur mögur á þar á undan. Á síðasta ári átti kappinn tvær metsöluplötur í Danmörku sem báðar náðu margfaldri platínusölu. Þetta voru plöturnar 7-9-13 sem kom út fyrir jólin 2003 og Glemmebogen – Jul og nyt år sem kom út fyrir jólin 2004.

Ferill Kim Larsen er ótrúlega farsæll og það hallar ekki á neinn þegar hann er nefndur skærasta stjarna danskrar tónlistar fyrr og síðar. Hljómsveitin Gasolin sem Kim leiddi á 8. áratugnum náði gríðarlegum vinsældum og eru lög eins og Kvinde min og Rabalderstræde eru nánast þjóðlög í Danmörku. Eftir að Kim Larsen sagði skilið við Gasolin og hóf sólóferil sinn hefur hann notið fádæma vinsælda. Lög eins og Papirsklip, Blip-Båt, Midt om natten, Susanne Himmelblå, Den Allersidste dans og Jutlandia eru klassísk. Hljómplatan Midt om natten er enn þann dag í dag söluhæsta hljómplatan í Danmörku fyrr og síðar.

Kim Larsen flutti til Óðinsvéa 1994 og stofnaði ári síðar hljómsveitina Kjukken sem hann hefur spilað með síðan þá. Hljómsveitina skipa auk Kim þeir Karsten Skovgaard gítar, hljómborð og raddir, Jesper Rosenqvist á trommur og raddir og Jesper Haugaard á bassa.

Kim Larsen kom til Íslands fyrir 17 árum og troðfyllti Broadway nokkrum sinnum.


Það er Austur Þýskaland sem stendur að komu Kim Larsen til Íslands.

10 maí 2005

..hellú...

...jæja þá er maður komin í bæinn og mættur til vinnu...undarlega gaman bara..jebbs...helgin var fráááááhábær í alla staði (segi ykkur nú örugglega frá henni seinna)..manni tókst að hlaða "andlegu" batteríin en ég er ekki frá því að ég sé barasta að deyja úr þreytu...couldn´t care less samt..
Ætlaði nú bara að poppa við og heilsa uppa ykkur, vona að helgina hafi verið góð og falleg...og öllum gengið vel í prófum og prófundirbúningum...og bara blaaaaa...

06 maí 2005

...það rignir súkkulaðirúsínum...

....Við "langmæðgurnar" (ég, mútta mín og erfinginn) lentum í miðju "twilightzone" í gær..jújú - það rigndi yfir okkur súkkulaðirúsínum í hundruðatali.
Ja well það átti sér nú mjög auðséða skýringu - en var samt sem áður svo fyndið eitthvað....sáttum saman eldsnemma, drukkum okkar RGC morgunkaffi og snæddum nýbakaðar kleinur þegar að "stuttlingurinn" minn ákveður að jakkinn hennar sé nú ekki nógu beinn á stólnum, grípur í hann og hristir hann svona einsog maður hristir nýþvegin föt beint úr vélinni.....jújú og vitir menn það flaug örugglega heill pakki af súkkulaðirúsínum um alla höllina...maður vars stígandi ofaní súkkulaðir. allan daginn og finnandi þetta á ótrúlegustu stöðum...
...hvar hún hafði nælt sér í þessar rúsínur og þetta magn var mjög spúki því að hvorki ég né mútta mín höfðum átt þetta til...ekki er þetta plantað í vasana "í nesti" í leikskólum borgarinnar...eða ég vona ekki....við veltum okkur mikið uppúr þessu, hvar hún hefði nú nælt sér í þetta....mömmu datt meira að segja í hug að hún hefði kanski rænt þessu í búðinni fyrr um morguninn ..heheh..jájá strax farið að þjófkenna (eða segir maður það ekki annars - þjófkenna !?!?) greyið...
..Það var ekki fyrr en í nótt þegar að ég var að læra að það kveiknaði á perunni og ég mundi eftir súkkulaðirúsínupakkanum sem keyptur hafði verið til að taka með í "sumó" með bókinni..hann hafði reyndar verið falinn gaumgæfilega...en það skýrir hversu þögul og sæt sú stutta var og leyfði múttu sinni að fara í laaaaaaanga og góða sturtu án truflunar á 2 mínútna fresti ...heh - hún hefur ætlað að byrja upp, fyllt alla vasa til eiga þegar að hart er í ári kanski...
...ja ó well...vill einhver súkkulaðirúsínur...??

04 maí 2005

..2 dagar...

..í sumó...úff, get ekki beðið..það skal sko brunað beint eftir lokaprófið á föstudaginn...þarf að fara í búð eftir vinnu í dag, á háannatíma og mig hlakkar alveg til....hvað er það - manneskjan með búðarfóbíuna á hááááááááu stigi...jú ætli þetta sé ekki svona pínu einsog jólin - svona ákveðin stemming sem að fylgir því að versla inn fyrir svona "happenings" eða þið skiljið...
...Hlakka til að sökkva oní heitapottinn, lesa góða bók alveg innpökkuð í heitt teppi með ekkert nema kertaljós og fuglasögninn í bakrunni, smá góðgæti í skál, góð músík, grípa í spil/leggja kapal (ohh það er svo notó)...allt það ferska loft sem maður getur í sig látið...vakna snemma og fara út í náttúruna - vona að það verði smá úði svona...ohhh...jáms...ég held að ég sé að missa það af tilhlökkun. Er ljótt að segja - "ég hlakka til að komast burt frá öllu og öllum" ?!?!?! "Stórborgin" getur verið svo slítandi eitthvað, allt stressið og bara amstur hversdagsleikans..maður verður bara einhvernveginn svo andlega búinn að vera "fastur" í sömu rútínunni dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð - ekki það að rútínana sé neitt slæm, eða þið skiljið mig - er það ekki?....Stundum held ég að allir þurfi bara eitthvað svona til að hlaða batteríin...eða ég í það minnsta og flest allt það fólk sem í kringum mig er....jáms þetta er allavegana langþráð frí/ferðalag í kotinu mínu og ég hlakka endalaust mikið til....líður pínu einsog litlu barni í "sælgætislandi" þessa dagana....(heh, hafið kanski tekið eftir því á blogginu að það kemst fátt annað að en þessi ferð...og jú svo prófin auðvitað..)
Ef ég gæti myndi ég bara bjóða öllum með .... en ég geri það bara í huganum og sendi ykkur bara góða sveitastrauma - lofa því...

03 maí 2005

....jössss....

....já ekki hægt að segja annað en að ég hafi "unnið" prófið...jebbs, alveg einsog mitt lið vann Chelsea (1-0)...jebbsí, nú er ég svo blússandi glöð að það nær engri átt...nú ómar
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone.......
You'll never walk alone.

...aftur og aftur í litlu bauninni!!
Jæja, best að halda áfram að læra - varð bara að deila ánægju minni og gleði með ykkur hinum!!
Góða nóttina....

..7 tímar..

...í próf og ég held að ég sé komin með blæðandi magasár....úff
Annars yndislegur dagur, frískandi að þurfa að skafa á morgun og berjast við sólina á sama tíma...jebbs...leggst ekkert smá vel í mig þessi dagur....
Þegar ég kom heim til mín í gær beið mín þetta líka fííííiíííííí "nýja" sónvarp og maður fékk barasta tár í augun...djö á maður góða vini...og 10 mínútum seinna var bankað uppá hjá mér og þar stóð maður með barnarúm handa okkur mæðgum, rosalega flott...held að í gær hafi verið svona "gefum Urði dagurinn"...lá við að maður færi bara að skæla...
Æi ætla að halda áfram að vinna og hætta að röfla svona...

02 maí 2005

..krúsjal í sumó...

...jæja "gleðilegan mánudag", vona að helgin hafi nú verið buenisima hjá ykkur öllum...ég synti bara í skólabókum alllllla helgina og er ekki frá því að maður sé orðin svona pínuponsuoggusmá soðin í bauninni...
..Mig langar svo að forvitnast, þar sem að það eru 4 dagar í "sumó"....maður er byrjaður að skrifa innkaupalistann og svona í huganum, hugsa hvað maður eigi nú að taka með sér og svona....
Hvað er það sem ykkur finnst svona krúsjal að hafa/vera með í sumó...???????

e.s. orðið krúsjal skal mikið notað næstu daga fyrir Kollzið sem finnst mjöööööög krúsjal að það sé notað ... "bara fyrir þig mín kæra"