29 febrúar 2008

..bland í poka á hlaupársdegi...


...jebbsí - maður er víst lifandi....þó ég sé ekki frá því að ég hafi nú týnst eitthvað eilítið þarna á Suðurnesjunum, eða lagðist ég undir feld og hugsaði málið, varð ég veðurtept, er ég búin að vera að vinna svona mikið, er ég bara hætt að blogga, ..æi ég er ekki viss...eitthvað er það ;)
Ég er allavegana ekki enn búin að lenda í slysi við Vogaafleggjarann, húrra fyrir mér...7-9-13....æææætla samt ekki að tjá mig um þau fávitalegu vinnubrögð sem þar áttu sér og eiga sér stað ...*hrmpf*...Vegagerðin hvað?....

Allavegana allt mjög gott og blessað að frétta úr kotinu - búið að halda 2 stykki tvöfalt barnaafmæli, jújú ákveðið var að slá saman 5 ára afmælum stelpnanna og þau gengu svona líka vel - haldið var "pylsu&kökupartý" fyrir skæruliðana, 3-6 ára aldurinn og "heittíofnikosýheit" fyrir eldir terroristana, afa og ömmur s.s.
Allt fór vel fram, allir voru vinir, gjafir streymdu úr eyrum stelpnanna ásamt örlitlu af rice crispies kökum...já þetta heppnaðist vel og gleðin var miiiiikil....um leið og fyrsta holl var farið var hafist handa við að ryðja út ruslinu, ekkert skemdist og allt í þokkalegu ástandi miðað við..nema einhver lítill skæruliði hefur af einhverri ástæðu fundið hjá sér þörf að fara á klósettið í miðri forstofunni hjá okkur - eeeeeer ekki alveg að skilja, hef aldrei lent í þessu áður, að einhver kúki á gólfið heima hjá mér....en jújú, nú hefur maður þá sögu að segja *heh*... húsið var gert ready fyrir ömmur og afa.....einsog hendi væri veifað var prinsessudúkum, blöðrum, borðum....prinsessuyfirbragðinu .. vippað yfir í mjög ömmu og afalegt blúndulúkk....renningur á borðum, gullslegnir bollar og kökudiskar, kveikt á kertum, heitt á könnu (sem ákvað þó að fyrirfara sér í miðri annarri uppáhellingu), jólabrosið...og kósýheit...
Þetta var mjög ljúfur laugardagur í alla staði....en um leið og síðustu gestir fóru um kvöldið (þessir gestir gerðu sitt á baðinu - sem betur fer) og litlar baunir lögðust á kodda held ég að það hafi sloknað á okkur gamla fólkinu...djísus....þvílík orkusprengja...Ég var alveg svona "afmælisdagaþunn" í 2 daga á eftir....en ótrúlega sátt með daginn og englana sem héldu uppá hann með mér/okkur!

Samt er afmæli erfingjast eftir 9 daga - jebbs, eftir 9 daga verður dýrið 5 ára og mér finnst það stórmerkilegt alveg...er ekki alveg að kaupa það, sama hversu oft eða hvernig ég segji það....neibb trúi því ekki, segðu mér annann!
Finnst það svo stórmerkilegt eitthvað - finnst ég svo heppin og rík að hafa fengið að fylgjast með þessum 5 árum og að hafa mótað þennan litla einstakling pínulítið...Jáms, held ég geti með sanni sagt, án þess að hika að ég er ótrúlega sátt og stolt þegar að ég horfi á þessa litlu dömu mína sem er orðin svo stór...
...og drottinn minn - djööööfull hlakka ég til að fylgjast og vera með puttanan í framhaldinu...þessi litla hneta mín.

Annars ekkert mikið nýtt né merkilegt í fréttum - einhverjar framkvæmdir framundan í kotinu...smá snatt og breytingar hér og þar hafa verið gerðar heima - en maður er víst allt lífið að koma sér fyrir ...
samkvæmt spádumum úr bolla erum við skötuhjú að fara í eitthvað rosalegt ferðalag þetta árið, það verður gaman að sjá hvert það verður...
Hrönnsan mín er að fara í fyrstu "sólarlandaferðina" sína eftir 4 daga og heldur uppá 30 árin þar sem er náttúrulega bara snilld finnst mér - njóttu (..heyrðu, ertu þá komin á fertugsaldurinn, gamla??)...
Allir að unga út fullt af börnum allt í kringum mig og febrúar er bara rétt að klárast.... og baaaara fleiri á leiðinni - þvílíka frjósemisárið sem þetta ætlar að verða...er ekki alltaf sagt að þetta komi í svona "hollum"...?
Fermingarnar eru að fara að skríða í garð...hvað er svona "hipp&kúl" í fermingagjöf þetta árið? Ég er aaaaalveg out....þar sem gjafaskalinn og óskalistarnir verða ofboðslegri og sjúkari með hverju árinu þá er ég bara alveg "blanco"...ætli maður verði einhverju skárri þegar að kemur að því að ferma mans eigins..djísus...
Júrólagið - jahhh - ég er bara allt í lagi sátt með það...raula og humma með því í hvert sinn sem það kemur í útvarpinu svo að ég hef ekki yfir neinu að kvarta...ég er bara svoooooo fegin að uppþvottahanskarnir og/eða vöðvabúntin fóru ekki....*úff*
...Hvernig er það annars með málið þarna á Selfossi....ég veit ekki alveg hvað ég myndi gera ef að ég gengi undir nafninu eða væri þekkt sem "þvagleggskonan"...kallar bara á hauspoka held ég....skiliggi!

Jæja....nú kveð ég að sinni, fenguð nú smá svona "bland í pokablogg" - ætla að fara að stimpla mig inn í helgina og bruna á brautina góðu, sækja erfingjann og sóla mig smávegis með henni, njóta dagsins, sólarinnar, samverunar...hún er að fara norður á morgun, ég er á bakvakt alla helgina...ætla samt að laumast í kaffi og knús til Kollu minnar og Felixar Skafta á morgunn, þarf að keyra gamla settið út á völl (í næsta hús) þar sem þau eru að fara yfir hafið á skíði....síðan ætla ég að hafa sunnudaginn eins heilagann og ég get og gera EKKERT....love it...

...góða helgi litlu lömb...!!