30 nóvember 2007

...helgin að hefjast...


...yndislegt leiðindarveður úti - notarlegt kúruveður...
...Mér líður svo vel í skammdeginu, veit ekki hvað það er - finnst það minna mig á dúnmjúka, dimma sæng sem umvefur borgina/mig...
...Nóvember finnst mér líkjast því þegar að maður leggst fyrst undir ískalda sængina á kvöldin - dimman, grámyglan og pínku "pre" jólastress komið í landann, enginn veit almennilega hvernig hann á að vera - er of snemmt að byrja að skreyta, baka, syngja jólalögin?...ekki alveg búin að koma sér fyrir...
...Desemberbyrjun er þegar að sængin er orðin svona volg og maður er að berjast við að halda augunum opnum yfir bókinni sem maður er að lesa og táslurnar ennþá kaldar , svo notarlegt - jólaljósin farin að skjóta upp kollinum í gluggum landans, jólabaksturinn hafinn og borgin komin í "jólafötin"....
...Miður desember og desemberlok er svo þegar að maður finnur hvernig sængin er orðin fullkomin, svo dúnmjúk og heit...maður er alveg búin að hjúfra sig eins mikið inní hana og maður getur og bara andránni frá því að sofna.....allir komnir í jólaskapið, með smákökur og jólakonfekt í munvikinu, borgir og bæjir þakin jólaskreytingum....æi yndislegt bara....
...og maður hverfur inní draumalandið....

..ég sendi ljós til ykkar allra sem berjist við skammdegið - held að það sé erfið barátta...stundum vildi ég óska að maður gæti sett litla jólaseríu í sálina á fólki...hleypt smá aukabirtu í hjörtun...geri það bara í huganum *blikk*

Enn einn föstudagurinn runninn upp með tilheyrandi roki, rigningu, snjó, stillu, dimmu - æi bara þessu skitzó veðri sem hér er..
Ég hlakka svo til helgarinnar að það nær engri átt - er hrædd um að hún verði of fljót að líða...en ég meina "time flies when you´re having fun - right?"
Helgin inniheldur - matarboð, föndur, bakstur, flutninga, balletsýningu, vinnu, bökkun, sorteringu, sunnudagskaffiboð...og auðvitað búa til aðventukrans með krílunum....ég hlakka svo til!!

Jebbsí - það liggur vel á mérr..átti svo yndislega stund með Swanellu í gær...þó stutt hafi verið...skildi mikið eftir sig - einsog alltaf!!!!
Mér finnst svo magnað hvernig maður á bestu/góða vini - sem maður hefur kanski þekkt í fjölda ára og þykist þekkja ansi vel...en á sama tíma er maður alltaf að kynnast þeim betur og betur, sjá, heyra og finna fyrir nýjum hliðum..það er einsog þeir séu að hleypa manni nær sér í svona skömmtum þó það sé kanski ekki viljandi gert...mér finnst það spennandi.....og ég hlakka til að kynnast þeim meir og meir...og verð vonandi að kynnast þeim betur allt lífið....

Jæja - farin út í "suddann"....ætla að hætta mér út á "brautina" góðu..
Vona að helgin verði falleg og góð við ykkur...

23 nóvember 2007

...myndó með rúllurnar..en pínu stressuð á köflum..


..Hvað get ég sagt - ég er bara ekki með bloggið í mér þessa dagana...
..Mikið búið að vera að gera, maður er búin að vera að reyna að vera pínu "myndó" svona fyrir jólin - ekki nóg samt, mikið að gera og svo lítill tími - hann flýgur....
..Ætla nú samt að baka tvær sortir til viðbótar, skrifa jólakortin góðu, föndra með dísinni minni og svo aftur og aðeins meir með englunum öllum.....
..Um daginn vorum við litla fjölskyldan einsog klipt út úr einhverju amerísku "húsfreyjublaði" frá 1954..
..Kallinn að bardúsast út í garði við að smíða og vera "the manly man" og ég með börnin inni að baka jólasmákökurnar (gerðum alveg tvær sortir...þá var gamla konan ég aaaalveg búin á því líka *heh*)...
..Mig vantaði eiginlega bara "Carmen" rúllurnar í hárið og svuntu með blúndudúllum til að passa inní "how to be the perfect wife" auglýsinguna....*úff*

..Ég virðist vera að missa taktinn í að skipuleggja tímann - ég sem hef nú hingað til verið frekar öflug þar, með skólann, vinnurnar, erfingjann, fjölskylduna , vinina..etc
..ekki nema að ég sé á einhverju svona stressskeiði núna þar sem að ég einfaldlega mikla allt fyrir mér!
..Gæti verið að fjallið sem að ég horfi á sé bara lítill hóll....?
..Getur líka verið að það taki aðeins meiri tíma að aðlagast breyttum aðstæðum - meiri tíma en ég hélt..?!?

..Það er jú pínu stökk að fara úr 2ja manna fjölskyldu í 5....
..Nýr ryðmi og önnur rútína sem þarf að lærast - síðan þarf að stilla hópinn saman....svolítið einsog danstími, svo að þetta er fyrst og fremst spennandi og skemmtilegt - þó tímann taki...góðir hlutir gerast víst hægt....
..Þetta er verkefni sem að ég hlakka til að takast á við, sem ég er að takast á við og ætla að gera og geri af fullum hug, af bestu getu og öllu hjarta...
..Ég viðurkenni það fúslega að ég er skíthrædd - ætli það séu/væru ekki allir?
..Maður er nógu hræddur um að gera og segja eitthvað "vitlaust", taka rangar ákvarðanir, ekki standa sig nógu vel, vilja gefa allt og passa að aldrei skorti neitt...þegar kemur að mans eigin barni og uppeldi...tala þá ekki um börn makans...

..Ég held samt að ég sé vel í stakk búin fyrir þetta og tilbúin (ef að orða mætti það svoleiðis), ég held ég sé ágætis uppalandi, móðir, kærasta, dóttir og vinur - ég er ekki fullkomin, ég veit það vel....og efast ekkert um að ég verði "vonda stjúpan" "freka kærastan" og "leiðinlegi vinurinn" á einhverjum tímapunkti..."that´s life"..En einsog ég segi - ég er að gera mitt besta ... ætla samt að gera aðeins betur...maður getur alltaf bætt sig, á einn eða annan hátt - það er eitt sem víst er !

..Þegar að maður er svona ríkur og heppin að vera umkringdur svona mikið af góðu fólki og fallegum manneskjum þá getur maður ekki annað en valhoppað, og tekið glaður á móti dögunum.... og reynt að gefa pínu af því góða sem að maður hefur og á....er það nokkuð?

..Nú er ný helgi að byrja og mikið "planað" um helgina - baka og föndrast með erfingjanum, pakka smádóti og henda, kaupa nokkrar jólagjafir, vinna ponsu, knúsa englana mína eins fast og mikið og ég get...og auðvitað má ekki gleyma afmæli "gamla mannsins" sem er á sunnudaginn - þannig að....það stefnir í yndislega helgi..
..spurning samt með rokið og rigninguna...hver pantaði þetta??

..Ég vona annars bara að helgin verði falleg og ljúf við ykkur - mil besos...

e.s. Anna Kr. Matt mín - pöntunin hefur verið mótekin og hamsturinn kominn með æfingaakstrusleyfi á Rainbow ryksuguna og mikil þjálfun í gangi...sendi hann svo galvaskann til þín, tilbúinn í slaginn ;)
...til hamingju með nýja djobbið - ekkert smá stolt og ánægð fyrir þína hönd!!

15 nóvember 2007

...tilhlökkun...spenna...pakkar...hamstrar...



Úff - eitt sem að ég elska og hef ógurlega gaman að er að gefa gjafir...afmælisgjafir, jólagjafir, tækifærisgjafir, til hamingju með nýja húsið gjafir, brúðargjafir, til hamingju með mánudaginn gjafir...etc....og mér finnst ámóta skemmtilegt að pakka þeim inn *heh*
Held að ég sé alltaf pínu spenntari en sá sem að á að fá gjöfina á endanum...en það má!
Hef unun af því að gefa, elska að sjá viðbrögðin (kanski sérstaklega ef að kaldhæðni púkinn hefur fengið að ráða í innkaupaferðinni), vonast til að hitta í mark og finnst eeeeendalaust gaman að gleðja....einhver ógurlega vitur sagði einhverntíman "sælla er að gefa en að þiggja" - mikið asskoti er ég sammála þeim manni (eða konu)....
Kæró á afmæli eftir 10 daga og ég held að ég sé að missa mig úr spenningi...þetta er samt búið að valda mér pínu hugarangri því að þetta hefur verið ponsu erfið fæðing, að finna eitthvað "eitt" sem að ég held að sé "akkúrat" það sem að hann langar í.....og eitthvað sem er "akkúrat" það sem að mig langar að gefa honum - æi skiljiði!?! Síðan loksins þegar að ég fann það sem að mig langaði að gefa honum þá nei nei, það var sá hlutur ekki væntanlegt til landsins fyrr en 3 desember eða eitthvað álíka og það hefði sko alveg farið með MIG ....
Á svona tímum (gjafatímum - sem að okt, nóv og des eru hjá mér) þá vildi ég óóóska að ég væri bara oggu ponsu meiri milli en ég er....því að stundum langar manni að gefa aaaðeins of dýrar gjafir fyrir budduna mans (sömu hlutir eru ekki svona fárááánlega dýrir í útlandinu....niii) eða manni langar að gefa nokkrar gjafir...og safnast þegar að saman kemur....ég lagði hausinn vel og lengi í bleyti fyrir þessa afmælisgjöf (og múttu minnar og Hrefnu sys....og ég er btw búin að finna út hvað ég ætla að gefa þeim þetta árið *fjúkk*)...einsog ég sagði áðan þá var alveg fáránlega erfitt að finna út hvað ég ætlaði að kaupa handa manninum en ég var að leggja lokahönd á þetta í morgunn og er mjög ánægð með útkomuna...núna er það bara að "halda í sér" fram að afmælisdeginum - fela "stöffið" fyrir afmælisbarninu og sjálfri mér kanski einna helst og bíííííða spennt.....

Annars er ég búin að stofna smá buisness - ég tek að mér að þjálfa upp hamstra í hin ýmsustu verk og að gera alla skapaða hluti....húsverk, skemmtiatriði etc....
Mér datt í hug að það væri hin fullkomna gjöf....hver vill ekki fá vel upp alinn hamstur í jólagjöf sem t.d. getur spilað með þér (nú já eða börnunum þínum) tölvuleik (2 player)....
Ég ætla að gefa kæró svoleiðis í jólagjöf, þá verður hamminn "tilbúinn" - annars hefði ég bara látið vaða í afmælisgjöfina ... ég er viss um að það hittir beint í mark.....ekki þetta týpíska skyrta og bindi sem að allir stinga uppá við mann....niiiii - ekki í mínu koti....

14 nóvember 2007

...blómadauði og grænir fingur....

Ég hef alla tíð verið með frekar "græna fingur" - hef mikið dálæti og gaman að blómum...
Finnst gott og fallegt að hafa blóm í kringum mig, missi mig oftast nær á ferðalögum í myndatökum og lyktarstoppum af blómum...
Þrái að eignast minn eigin garð, sem ég get dútlað mér í á sumrin, rifið upp arfann, sett niður haustlauka og nostrað í á sumrin...
Þegar að ég var í fæðingarorlofi hér um árið var ég svo heppin að hafa "minn eiginn" garð - ég naut þess að vera í honum, en hann var ekki uppá marga fiska þannig að það var tekið "extreme makover" (garden edition) á hann og vitir menn hann var svo flottur og fínn....ég var svo stolt og ánægð!
Ég nýt þess að labba framhjá fallega hirtum görðum, húsum með fallega og græna aðkomu....finnst það eitthvað svo notarlegt, hlýlegt, hreinnt....

Undanfarið ár hefur mikill og óútskýranlegur blómadauði hefur átt sér stað "í kringum mig" - hvað er það?
* Amma gaf mér "matjurt" - fagurgræn og vel gróin, erfitt ef ekki ómögulegt að drepa...neinei - hún hefur verið hálf slöpp og lasin síðan ég fékk hana - held hún sé með e-bolaveiruna...
* Mamma gaf mér ógurlega tignarlegt, stórt, fagurgræn og ódrepanlegt blóm/tré í "nýju" íbúðina á sínum tíma - í gær datt það í sundur ( á það að vera hægt?)
* Yolanda átti mikið og fallegt drekatré....þegar að hún kom heim einn daginn var kveiknað í því (brunablettir í parketinu því til sönnunar)...
* Ég gaf kæró og krílum eiturgrænt, stórt og veglegt pottablóm - sem sögur segja að sé ódrepandi líka....nei nei...það hangir mjög veiklulega, orðið hálf gylt á litið og held ég að sé á síðustu metrunum - held að það blóm sé þunglyndissjúklingur í "lægð"...
* Swanella keypti sér Burkna sem að ég held að sé kominn með "holdsveikina" og aaaalveg að deyja síðast þegar að ég vissi....
* Fyrir aftan mig í vinnunni trónir ótrúlega fallegur, stór og blómlegur kaktus...ég nostra við hann, sé um hann aaaalveg einsog ég hef alltaf gert....í dag þegar að ég kom í vinnuna var hann einsog rúsína í allt of stórum potti...ég hennti honum..

Veit ekki hvað málið er - hef ekki verið þekkt fyrir það að drepa blóm eða plöntur - frekar fyrir að vera einhverskonar "híler" sem tekist hefur að "bjarga" frá blómadauða og kann hin ýmsustu húsráð þegar að kemur að garðyrkju og almennum blómafræðum *heh*
Nú virðist dæmið hafa snúist við og engin blóm, tré eða plöntur eru viðbjargandi ef að þau eru í nálægð við mig....ég er miður mín...
Ætla að þvo græna litin af höndunum og hvíla blómabarnið í mér fram yfir áramót...þá skal ég sko skunda í blómabúðir og kaupa ógrynnin öll af blómum og "einhver" skulu lifa það af....held ég þurfi bara að finna "mojo-ið" og rétta græna litinn aftur.....

13 nóvember 2007

..loksins...biðin á enda...


....nýr diskur kominn frá Dívunni *heh*
....getur keypt hann HÉR
....þokkalega jólagjöfin í ár...
....af hverju er hún ekki ein af Frostrósunum ?
....hver önnur hefði (getað) samið lög einsog "Sex Crazy Cop" eða "Man! Lets have fun"..
....veit ekki alveg með titil disksins...en kjóllinn er í "anda" Leo, ha? :)
....ég hefði viljað sjá "íslands" sylgjuna..
....er kjóllinn "nógu" fleginn??

...mæli með að þið hlustið á þau...eru bara til að kalla fram bros og kanski pínu "kjánahroll"- sem er baaara gott svona í hamstri dagsins.....úfff...!!

05 nóvember 2007

...gluggaveður og fallegir skór...


Ohh - það er svo fallegt að líta út, ekta íslenskt "gluggaveður" ...svo mikið haust í loftinu (þó veturinn sé kominn) með dass af ísköldum vetrarvindi...án efa uppáhalds tíminn minn á árinu..svo gott að kúra í rökkrinu, svo yndislegt að kveikja á kertum á kvöldin, mmm - maður getur dúðað sig upp með húfu, vetlinga og trefli og litið út einsog "michellin" maðurinn með góðri samvisku, svo notarlegt að hlusta á veðrið slást við þakið á nóttunni, bókaormurinn í mér vaknar úr dvala, svona temmilega stutt í jólin og tilhlökkunin farin að læðast að fólki og þá einna helst í barnshjörtun...æi allt svo yndislegt eitthvað!

Annars gengur lífið bara sinn vana gang í kotinu - eða kotunum...jújú maður alveg komin með annan fótinn og 3 tær í "sveitina" og við bara sáttar og sælar með þá ákvörðun mæðgurnar...maður verður einhvernveginn miklur sáttari þegar að ákvörðunin hefur verið tekin ...
Ég er jú vog (mikil vog í mér...einsog mínir nánustu kanski vita best) og get verið rosalega lengi að stilla vogaskálarnar, finna "með og á móti", vega og meta, ætti ég, ætti ég kanski ekki...get orðið rosalega lítil í mér, hrædd, stressuð og snúin þegar að taka þarf stórar og miklar ákvarðanir og þá einna helst þegar að þær snerta fleiri aðila en bara mig sjálfa....en þegar að "jafnvægið" er fundið þá færist alveg undursamleg ró í litlu sálina mína....

Þegar að 20 tær rugla reitum sínum saman við aðrar 30 tær breytist margt, ef ekki allt...
Það er jafn erfitt, skrítið, ógnvænlegt, öðruvísi, nýtt og það er skemmtilegt, fallegt, yndislegt, spennandi og gefandi...
Það tekur á, það tekur tíma og getur verið vont að ganga til nýja skó.....en á endanum eru þeir mótaðir að þínum fæti...og þá er allt einsog það á að vera - maður hættir að haltra og heldur ótrauður áfram...öruggur, ánægður með lífið og í laaaaaang flottustu skónum ;)

...gleðilegan mánudag!!