09 júlí 2004

.....ég er að fara í sumarfrí....

og það er rjómablíða...lítur mjög vel út....

....12 skrefin...

...já misjafn er nú aldeilis smekkur/vilji og veikleiki manna og allt það....það var semsagt að koma út bók sem að heitir " 12 spor til hráfæðis"...ok...öllu má nú ofgera...ég hef EKKERT á móti 12 spora kerfinu og hef orðið vitni að því hjálpa og breyta lífi margs fólk sem er náttúrulega bara frábært....en en en en.....þessi bók er um það hvernig enda megi fíkn sína í eldaðan mat.....WHAT...hvað er það.....þetta er bók fyrir fólk sem hefur áhuga lifandi fæði...æjæjæjæ...allt er nú til...
td er 4 sporið..
* Ég mun lifa í sátt við fólk sem borðar soðinn mat

Ó MÆ GOD

....

....VÁ hvað þessi dagur leggst vel í mig....8 tímar og 3 mínútur í að sumarfríið hefjist, ætli það spili eitthvað inní þessa gleði mína í dag...!?!?

08 júlí 2004

....fiðrildin...

úff það er svo gaman að horfa á vini sína verða skotna/ástfangna...elska það.....Svo margir í kringum mig þessa dagana skotnir...vildi óska að ég væri skotin..*bros*
Hvað er betra tilfinningin sem að maður fær þegar að maður er skotin (segir maður það ekki annars, er maður orðin of gamall til að segja þetta..hmmm??) að fá sting/fiðrildi í magann þegar að skotið hringir í mann, hugsa um viðkomandi allan daginn, finnast herbergið lýsast upp þegar að manneskjan gengur inn...etc..
...í dag held ég á ég sé bara skotin í lífinu...og það er frábært...gaman og gott að vera til ...djö væri frábært að vera skotin allt lífið...það væri bara fullkomið *bros*

....mótmæli...

...VÁ...bærinn er FULLUR af fólki sem er að mótmæla .... það minnir svolítið á 17 júní (mannfjöldinn) nema það bergmálar yfir bæinn.."við viljum kjósa - við viljum kjósa !!!!"
Djö er ég ánægð með ykkur sem fóruð....ég horfði á í fjarska...

...Santa Cruz....

...Dísus hvað tíminn flýgur fram hja manni..fyrir 8 árum síðan var ég að synda undir þessum fossum og hafði engar áhyggjur aðrar en "ætli það séu blóðsugur í vatninu..."


...líður einsog það hafi verið í gær...

07 júlí 2004

...uppáhalds...

....alveg finnst mér það erfiðustu spurningar sem að fyrirfinnast..."Hvað er uppáhalds maturinn þinn?"..."Hvað er uppáhalds bókin þín, myndin, lagið, litur, hljómsveitin/bandið, árstími...?"
Æi þið vitið...ég var spurð að þessu í gær og gat ómögulega svarað en komst svo að því að spyrjandinn hafði ekki hugmynd um sitt uppáhalds neitt heldur...held ég hafi spurt alla sem að ég þekki og hafa orðið á vegi mínum í dag og engin á sitt uppáhalds...eða sagt með vissu - fólk segir alltaf eitthvað en hætti svo við..."Humar er bókað uppáhalds maturinn minn - eða nei - lærið hennar mömmu - eða nei nautakjötið sem ég fékk á...."
Úff, ég er svo þrjósk og skal koma hér með lista yfir allt mitt uppáhalds.....(þó það taki alla ævi...*bros*)

mið-viku-dagur..

....2 dagar í sumarfrí...get ekki beðið....já svo er betri helmingurinn mættur galvaskur aftur til vinnu...djö er maður handlama án hans *bros*
Já, í dag er ég bara að springa úr gleði...allt að ganga upp - sem að getur gengið upp (maður fær víst samt ekki allt sem að vill...)...fékk lánaðann áttavita og er búin að velja mér leið á krossgötunum.....nú er bara að sjá....

06 júlí 2004

...KÓNGA....

....hey, Kónga....næ ekki í þig...veit ekki hvort að þú lest bloggið þarna í sveitinni en ég er með smá fréttir handa þér...

VIÐ VORUM AÐ VINNA FERÐ TIL LONDON...gleði gleði gleði...

..."Survivor Ísland"...

...ég skora á alla þessa amerísku gaura sem eru að gera þessa vægast sagt ömurlegu raunveruleikaþætti (einsog Survivor) að koma til Íslands....Bara líf meðal Gunnars í Reykjavík (eða jú nó hvar sem er á landinu..) er nógu súrt til að gera góðan þátt...

Auðvitað ynni sá sem að hefði það súrast og gengi sem verst í lífinu....skuldir hans yrðu greiddar..víííí...
Þið vitið að það er alltaf svona drama kafli í Survivor þar sem að fjölskyldan kemur og étur pöddur og kúgast og svona (ótrúlega gefandi...)..well í þessum þætti kæmi e-h úr fjölskyldunni eða vinur og gæfi keppandanum svona fjárhagslegt sjokk...þið vitið.....sonur e-h lét lán falla á pabba sinn (keppandi), dóttir einnar þarf að fara í mega tannviðgerðir og svona (fjöllan má náttúrlega engan veginn við því), sonur einnar er spilafíkill og mamma (keppandinn) þarf að borga skuldirnar "pronto" eða fær handrukkara með hamar í heimsókn...æi þið vitið bara þetta normalbrauð í lífi íslendinga...Síðan eru alltaf svona "friðhelgiskeppnir" og þá yrðu settar upp svona alskyns þrautir...*lifðu á 15-20 þúsund út mánuðinn (meðal fjöllan eða einstætt foreldri)..sá sem að kæmi best út úr þessum þrautum fengi einn skuldlausann mánuð ("friðhelgina)...síðan auðvitað yrði alltaf e-h kosinn úr hópnum....

Já börnin góð, ég er öll í því að koma þessum þætti á laggirnar...heheh...Er komin með nett ógeð af því að heyra menn með nokkur hundruð þúsund á mánuði segja "það er vel hægt að lifa á ...... á mánuði" ... Börnin fá Vísakort og yfirdrátt í vöggugjöf .... og og og og.....

05 júlí 2004

...The reason...

er gott lag sem að ég er með á repeat þessa dagana...man ekki hvað hljómsveitin heitir...eitthverju furðulegu nafni...e-h við rödd söngvarans sem að heillar...hmmm veit ekki...ekki alveg mín týpa af tónlist so far en ég meina hlutir, fólk, smekkur og skoðanir geta víst breyst..hef ég heyrt.
...Er á pínu krossgötum í lífinu þessa dagana..veit ALLS EKKI í hvaða átt ég á að fara..og að maður sé áttavilltur að eðlisfari er ekki að hjálpa..hmm..en ég fæst víst svör á föstudaginn...heheh...síðan er líka svo gott fólk í kringum mann sem að hjálpar manni að rata þegar að maður er villtur..maður þarf víst bara að kyngja stoltinu stundum og biðja um hjálp, er það ekki málið....
En lífið er bjart í takt við sólina sem að skín á borgarbúana í dag...átti alveg YNDISLEGA helgi með úber GÓÐU fólki....ég, erfinginn og gíraffinn verðum víst í e-h bók-ljósmyndabók eftir e-h norðmann....svona svolítið svipaðri og "íslendingar" sem að var að koma út núna...já maður gerðist bara módel í góða veðrinu í gær...gaman að því....svo fékk ég þær fréttir að ég er kanski, vonandi, held það komin með íbúð í september ef guðirnir lofa...æiæiæi...gleði gleði í höllinni bara...
Bið að heilsa ykkur að sinni...fáið ykkur ís með "lúxus" dýfu í tilefni dagsins...

02 júlí 2004

...hæhó jibbíjei...

...vííííí....33 mínútur í helgarfrí (ég er ekki að telja niður - nei nei) og 7 dagar í sumarfrí...bara gleði á bænum.
Plan helgarinnar er að læra í kvöld, tilraunaeldhúsið mitt (sem er btw orðið mjög frægt *glott*), vakna svo eldsnemma og eiturhress með prinsessunni minni, baka súkkulaði/karamellu/kaloríubombuköku dauðans og fara með það yfir í hús andanna þar sem að engillinn er með lögheimili yfir helgina, liggja í heita pottinum (vona að það verði rigning) *bros* og sjóða rúsínumynstur í fingur og tær...síðan bara góður matur með litlu famelíunni, lærdómur og kósýheit um kvöldið...sunnudagurinn á síðan að fara í pikknikk með fegurðarálfinum og prinsessunni minni e-h.staðar rétt út fyrir klessuna (í þetta skiptið óska ég eftir sól *bros*)
En jæja, ég óska ykkur allra gleðilegrar helgar...vona að þið gangið varlega um gleðinar dyr og séuð öll með réttan lykil...annars get ég bennt ykkur á góðan lása & lyklasmið í grendinni....

Nýjir linkar...
Býflugan
Gæsin

..var ekki alltaf próf á föstudögum...??

kermit.jpeg
You are Kermit the Frog.
You are reliable, responsible and caring. And you
have a habit of waving your arms about
maniacally.

FAVORITE EXPRESSIONS:
"Hi ho!" "Yaaay!" and
"Sheesh!"
FAVORITE MOVIE:
"How Green Was My Mother"

LAST BOOK READ:
"Surfin' the Webfoot: A Frog's Guide to the
Internet"

HOBBIES:
Sitting in the swamp playing banjo.

QUOTE:
"Hmm, my banjo is wet."


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

..í dag...

...er víst föstudagur, líður einsog það sé miðvikudagur, hlakkar til kvöldsins einsog það sé laugardagur, jafn þreytt og ef að það væri mánudagur, janf mikið að gera í vinnunni einsog það sé þriðjudagur, vildi óska að það væri sunnudagur en í gær var víst bara fimmtudagur...

Hefur ykkur einhverntíman liðið svona *bros* ??

...fne...

Heheheh (samt ekki fyndið....) í 10 fréttunum á Bylgjunni áðan var frétt frá Ameríkunni þar sem að var verið að tala um hryðjuverk og 4th of july hátíðarhöldin sem eru þar á næsta leiti..
Well það hafa verið gefnar út yfirlýsingar frá bandarísku stjórninni þar sem fólk er hvatt til að hafa augun og eyrun opin fyrir öll "óeðlilegu"...svo sem skringilega lyktandi fólki í víðum fötum þar sem að vírar standa út fyrir klæðin...

-Bíddu er eitthvað skrítið við það *hugs*

Snilld..

01 júlí 2004

...Túrhestarnir í dag....

* eru klæddir einsog þeir séu á leið uppá jökul
* eru með girt vel upp undir handakrika
* eru flestir með peningaveskin um hálsin
* eru flestir að leita sér að stað til að sitjast INN á
* eru flestir með rassa sem eru 2 nr of stórir
* tala alveg óheyrilega hátt
* kaupa sér ALLIR Lundaboli/bolla
* spyrja margir hvort að Laxness hafi verið að skrifa um "íslenska drauminn" þegar að hann skrifaði "Independent people"...erum enn undir dönum í þeirra augum...hmmm
* verða allir miður sín þegar að ég útskýri fyrir þeim hversu langt í burtu Mc Donalds er en ljóma allir þegar að ég segi þeim að Subway er í mínútufjarlægð...

* eru ALLIR amerikanar .... *hrollur*

..hugarflugsdiktafónn..

...alveg er það merkilegt hvað maður getur verið frjór (í bauninni) svona þegar að maður er að fara að sofa á kvöldin, eða eignlega alveg sama hvaða tíma dags - bara svo lengi sem að maður er að reyna að sofna..hugsanirnar halda fyrir manni vöku. Í gær var ég að fá alveg svakalegar hugmyndir og var svona að velta því fyrir mér á meðan að ég lá þarna hvort að maður ætti nú ekki að skrifa e-h af þessu niður, auðvitað nennir maður því engan veginn þegar að maður er komin undir sængina, í réttu stellinguna.....Í morgun þegar að ég vaknaði ætlaði ég mér aldeilis að skrifa niður þetta sem að ég hafði verið að hugsa um í gær en ekki fræðilegur að ég myndi það....hafði ekki einu sinni græna glóru um hvað ég hafði verið að hugsa...þetta er alltaf að gerast...held ég þurfi að fara að kaupa mér diktafón og hafa hann undir koddanum hjá mér...ekki slæmur bólfélagið það *bros*