23 júní 2003

Gleðilegan mánudag litlu dýr......er nú stödd hjá henni mömsu minni að væflast eitthvað á netinu fyrir hana, leita að ódýrum fargjöldum til Parísar.....ohhhhhh......og mig langar geðveikt að fara til útlanda......hef ekkert farið síðan 2000 *sniff*......fer bara út í anda.......annars er bara allt gott að frétta af mér og mínum ...... Anna Þrúður litla prinsessan mín blómstrar bara.......erum byrjuð að fara með hana í ungbarnasund, sem er algjör snilld.......hún er samt ekki alveg að fíla sig, en hann (kennarinn) segir að þetta taki bara mis langann tíma........hún er ógó lin og sæt í rauðum sundbol með pilsi.......algjört megabeib!! Ég hef sjaldan séð svona stórt samansafn af litlum, blautum, krumpuðum og sætum börnum.....Mig er nú nett farið að kvíða fyrir að byrja aftur að vinna, tíminn líður svo hratt að það er alveg með ólíkindum, ég verð búin að ferma lilluna áður enég veit af *hihiihih*. Það er voða lítið annað að frétta af mér þessa dagana, er bara í 150% vinnu við það að vera mamma og nýt þess bara í botn......ég get sagt ykkur það að þetta er BESTA vinna sem að ég hef nokkurntíman verið í og mæli eindregið með henni hihiihhh.....Það er svo skrítið, eftir að ég varð ólétt þá fannst mér allir vera óléttir í kringum mig.......þetta er smitandi dæmi sko "airborne".......nei ég meina hafið þið ekki tekið eftir því, t.d. þegar að maður kaupir sér bíl þá allt í einu sér maður bara alveg eins bíla allt í kringum sig......eða kaupir sér einhverja flík......æi vitiði ekki hvað ég meina.....?? En jæja, þarf víst að halda áfram að vafra fyrir hana móður mína og finna besta dílinn.......Ég bið bara að heilsa ykkur öllum í bili......vona að þið hafir það alveg rosalega gott........njótiði lífsins og njótiði þess bara að vera til!!!!!
*rembingsknús*