29 apríl 2005

..óargardýr...var orðin mjög hrædd held ég ...

...góða og sólríkan daginn allir sem einn....
...Í gær þegar að ég var að leggjast til rekkju byrjuði þvílíku lætin og óhljóðin að berast úr garðinum hjá mér..ég svona jájá þetta er nú bara einhver kisan að breima, hlýtur að vera það tímabilið hjá þeim núna..jújú lygni aftur augunum þegar eitthvað hleypur beint á svefnherbergisgluggann hjá mér með miklum látum og undarlegum öskurhljóðum....ég svona drattast á fætur og ríf gardínuna frá og kíki út....en ekki neitt...leggst aftur uppí...alveg að sofna þegar að ég heyri þrusk úr stofunni og svo dettur eitthvað...mér svona aðeins farið að hætta að vera sama, ríf mig aftur á lappir og kveiki svona hægt og rólega öll ljósin í íbúðini og tölti inní stofu og vitir menn 2 bækur úr nýju bókahillunni liggja á gólfinu....*arg*....týni þær upp set þær á sinn stað, geng svo hringin um íbúðina og loka öllum gluggun (sem btw eru allir með mjög þétt svona flugna/kattanet)..fer inní eldhús eitthvað að fá mér vatnsglas þegar að þessi hryllilegu öskur byrja aftur og ég heyri hvernig hlaupið er á útidyrahurðina...þá var ég viss um að Cujo kallinn væri mættur á staðinn og væri að gera sig tilbúinn til að éta mig og mína...var farin að verða pínu smeik viðurkenni það alveg...óargardýrið emjaði og gaf frá sér þessi vægast sagt ógeðslegu hljóð að því virtist allstaðar frá (garðinum, stofunni, útidyrahurðinni, baðherberginu...)...ég gafst upp, allir gluggar lokaðir, öll ljós slökt, lokaði svefnherbergishurðinni "just to feel safe" og gróf mig undir sængina....ég var alveeeeeeeg að sofna þegar "boink" - það var komið Á svefnherbergishurðina og gaf frá sér ógeðis ógeðishljóð frá helvíti...."jæja hingað og ekki lengra..."...mín rífur upp hurðina og orðin frekar mikið pirruð á þessu ógói sem hafði tekist að halda fyrir mér vöku og vekja upp "hræðslupúkann" hjá mér sem að btw hefur sofið í möööööörg ár....jújú mín rífur upp hurðina, vekur erfingjan og það sem blasti við mér var.....ÞETTA..

..Jújú, komst svo að því í morgun eftir að ég og "litli" vorum búin að ræða málin og sofnuðum í faðmlögum að nágranarnir fengu hann í gær og hann hafði horfið um 3 leytið og ekkert spurst til kauða síðan....skil samt ómögulega hvernig hann komst inn og hvernig svona lítill loðinn hlutur getur gefið frá sér þessi hryllllllilegu búkhljóð...."it´s a mistery"...nú er hann komin heim og allir sáttir....

..Jebbs...þetta var kvöldsagan mín til ykkar..."sagan af litla sæta Cujo"

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ji, hvað hann er mikið krútt.. pant einn svona þegar ég flyt heim takk!!

Nafnlaus sagði...

kv.
Hulda

Betra seint en aldrei..

Svetly sagði...

..hef það bak við eyrað...fín innflutningsgjöf :)

Tinna Kirsuber sagði...

ó mæ god!!!!
þetta er krúttilegasta dýr sem ég hef á ævinni augum litið... að sjálfsögðu fyrir utan mín krútt ;D awwww.... ég fékk alveg klígju hann er svo kjút og mikil krúttísprengja.
góða helgi! :D

Nafnlaus sagði...

úfff ég hefði dáið úr hræðslu áður en ég hefði náð að finna hann en hann er voða mikið krútt enda kettlingar sætir svo verða þeir stórir og minna sætir .....allavega að mínu mati ;)

Dagný Ásta sagði...

litla dúllan :)
dýrka litlar tisur... Leifur segjir að ég meigi ekki fá tisu :(
eitthvað að röfla um ofnæmi og rugl sem ég er víst haldin samkvæmt einhverjum ruglubullu læknum... en tisur eru svooooo sætar