28 september 2007

...rómó út að borða - hugmyndir - s.o.s...

Einsog landinn veit þá á ég afmæli mánudaginn (1.okt) - jújú kellan er að skella í 28 árin ...
Er það ekki bjútífúl - að verða árinu eldri....
Er að vandræðast með veitingastaði í Reykjavík - við kæró ætlum að gera okkur "glaðan dag" og fara út að borða eitthvað fínt, bara tvö..nema hvað við erum ekki betri en það, greinilega ekki alveg nógu hipp&kúl - að við vitum ekkert hvert við eigum að fara...
Getiði mælt með einhverjum rólegum og góðum stað.... og ekki væri verra ef að að það væri "dass" af rómóheitum líka á þeim stað ?!?!?!?


Rakst annars á aðra snilldina hjá Dr. Gunna - Okursíðan hans er náttúrulega bara alveg hrikalega sniðugt fyrirbæri....
Alltaf blöskrar manni okrið og verðlagningin og það kemur svona nettur pirringur í mann og maður fussar og sveijar (í hljóði) þannig að þetta framtak hjá honum er bara vel þegið... :)

27 september 2007

..úff - við þurfum að fara að vakna...


Ég hélt að allur þessi hraði og öll þessu "frábæru" tækniundur sem hafa orðið og átt sér stað hefðu að mestu verið gerð til að spara eða græða tíma - en mér finnst einsog við séum bara að tapa tíma - dýrmætum tíma.
Það virðast allir vera að reyna að græða sem mest á minni tíma...í stanslausu kapphlaupi um einskinsverða hluti.
Ég man þegar að ég var lítil og samverustundirnar með fjölskyldunni voru nær "heilagur" tími - matmálstíminn, svefntíminn, sjónvarpstíminn, morgunstundirnar.....
Ég man að við áttum ekki margt (eða á maður að segja "við áttum ekki allt" ) og það tók stundum heila eilífð að manni fannst að eignast þá hluti sem að við áttum, en við "áttum" þá og aldrei fannst manni mann vanta neitt....Ef eitthvað bilaði þá var það lagað og endurbætt...ef mann langaði í eitthvað, þá safnaði maður sér fyrir þeim hlut...og stundum þurfti að neita sér um hlutið - og það var ekki einsog himinn og jörð væru að farast...
Nú finnst mér allir sitja í sínu horni í sínum eigin heimi á sínum eigin hraða....hvaða áhrif ætli þessi hraði, markaðs og neysluhyggjan sem að hrjáir landann hafi á yngstu meðlimi fjölskyldunnar eða bara fjölskyldulífið í heild sinni...?
Það virðist enginn vera maður með mönnum nema eiga allt það nýjasta og besta, keyrandi um á flottasta bílnum horfandi á stærsta plasmasjónvarpið á markaðnum og búandi á "innlit útlit" heimili, ef börnin fæðast ekki með silfurskeið í munni þá er henni hreinlega troðið uppí þau með ipodinum eða gemsanum sem þau fá í vöggugjöf....
Finnst við hafa sofnað aðeins á verðinum, því jú þetta er líka "okkar" markaðssetning í einu og öllu...við uppskerum því sem að við sáum og börnin læra þetta víst af okkur. Það er einsog við höfum misst ponsu sjónar á því sem að skiptir í raun og veru máli og gerir okkur gott!!

Æi ég veit það ekki - kona nokkur sem að ég kannast við var að gefa syni sínum síma - sonurinn var að halda uppá 5 ára afmæli sitt og ALLIR hinir strákarnir áttu síma, hún vorkenndi honum svo mikið, hann suuuuðaði svo mikið að hún gaf eftir....hún gaf 5 ára barninu síma....af hverju þarf 5 ára barn gsm - síma??
Nú ættu bankarnir að hætta að einbeita sér að framhaldsskólunum - komnir með nýjan markaðshóp, ættu að fara að mæta galvaskir með þjónustufulltrúana sína inná leik og grunnskólana bara ... bjóða litlu einstaklingunum þar lán á "góóóðum vöxtum"......efast ekki um að það yrði auðvelt fyrir þau að fá undirskriftir á þau lán - því jú - við gefum allt of auðveldlega eftir....og stór hluti barnanna okkar fá allt sem að þau vilja...þau eru frek...börn fæðast ekki frek, þau verða það.....
Ég held að það sé hollt að þurfa að hafa pínulítið fyrir hlutunum, það er hollt að fá stundum nei, það er hollt að deila hlutunum og það er hollt að vanta eitthvað.....

....varð að fá að pústa aðeins - veit vel að það eru margar hliðar á öllum málum....þetta var bara ein....
...vona annars að dagurin í dag verði jafn fallegur við ykkur og veðrið er leiðinlegt....
...og bara svona til gamans - ég á ammæli næsta mánduag *jeij*

...guð og spagettíPalli....


* "mamma, fyrst skapaði guð heiminn, vissirðu það?"

- "aha, og hvað gerði hann það bara alleinn og sjálfur?"


* "ohhh, nöjts, hann fékk hjálp frá öllum englunum!"

* "mamma, síðan skapaði guð Palla!!"

- "núnú, Palla já" (who the f....is Palli ?)


* "jahá - Palli var einn í heiminum mamma !!!"

- "jaaaá, auðvitað - og hvað svo..?"


* "nú og svo bjó hann til Spagettí"

* "..svo Palli hefði eitthvað að borða og gæti búið til fleiri börn í heiminn"

...ef að morgunumræður okkar mæðgna á Reykjanesbrautinni eru ekki "gefandi" og "fræðandi" þá veit ég ekki hvað...
...Spurning með spagettíið samt - er kominn tími á "birds and the bees" umræðuna - haldiði það ?

26 september 2007

...Plan F....


..hmmm þegar að "plan A" klikkar eða gengur ekki upp - er þá ekki spurning að fara bara strax yfir í plan B ?
Hvernig er það með "plönin" er þetta bara allt stafrófið eða ? - hef bara heyrt sagt "plan A" og "plan B"...

25 september 2007

..einn léttur...

9 Things I Hate About Everyone

1. People who point at their wrist while asking for the time....
I know where my watch is pal, where the hell is yours? Do I point at my crotch when I ask where the toilet is?

2. People who are willing to get off their ass to search the entire
room for the T.V. remote because they refuse to walk to the T.V. and change the channel manually.

3. When people say "Oh you just want to have your cake and eat it too".
Damn right! What good is cake if you can't eat it?

4. When people say "it's always the last place you look".
Of course it is. Why the hell would you keep looking after you've found it?
Do people do this? Who and where are they? Gonna Kick their asses!

5. When people say while watching a film "did you see that?".
No Loser, I paid $12 to come to the cinema and stare at the damn floor.

6. People who ask "Can I ask you a question?"
.... Didn't really give me a choice there, did ya sunshine?

7. When something is 'new and improved!'.
Which is it? If it's new, then there has never been anything before it. If it's an improvement,
then there must have been something before it, couldn't be new.

8. When people say "life is short".
What the hell?? Life is the longest damn thing anyone ever does!! What can you do that's longer?

9. When you are waiting for the bus and someone asks "Has the bus come
yet?".
If the bus came would I be standing here, dumbass?

..morgunbílferðarsamtal....


"..hvenær komum við?"
"..erum við að verða komnar?"
"..er langt eftir?"
"..hvenær sjáum við leikskólann..?"
"..erum við ekki að fara að kooooooooma?"


"..heyrðu mamma - ætlar þú að giftast þegar að þú ert orðin stór?"
"..hmm, ég veit það ekki ástin mín - ekkert endilega"
"..mamma, ætlarðu þá að giftast kærastanum þínum?"
"..hmm....en mig langar ekkert að giftast endilega - það þarf ekki alltaf"
"..HA, JÚ - kærastar eiga að giftast kærustum einsog prinsar eiga að giftast prinsessum!!!"
"..óóó - er það ?"
"..játs, það er ALLTAF svoleiðis mamma!"
"..en mamma, ég er með hugmynd"
"..núnú, og hvernig er hún ástin mín?"
"..þú giftist bara mér og kærastinn þinn má eiga heima hjá okkur eða koma bara í heimsókn ef að hann vill!"
"..og við verðum báðar alltaf í svona stórum hvítum giftingarkjólum og hann með hatt"

...drottningin giftist prinsessunni og prinsinn er sambýlingur/gestur eða meira svona einsog meðleigjandi...*heh*

...problem solved!
...gæti lausnin verið einfaldari og yndislegri?

Ég ákvað að fara ekkert meir út í þá sálma eða flækja málið neitt með að prinsessur mættu giftast prinsessum /kærustur mættu giftast kærustum bara ekki mæðgur...það gengi ekki alveg upp, mæðgur og feðgin mega ss ekki giftast *heh* ...
Hún er nú nýbúin að skilja það að Kolla frænka er að fara að giftast Liljunni sinni - hún skilur að þær eru kærustupar og sér ekkert athugavert við það að tvær konur (eða kallar ef að því skiptir) eru par en það varð aðeins flóknara þegar að ég fór að segja henni að þær væru að fara að giftast...en ég held að ég hafi náð að landa þessu ansi vel...í hennar huga er dæmið svona;
Tvær prinsessur giftast (Kolla og Lilja ss)....og verða að drottningum...og svo fæðist litlinn þeirra og þá er kominn prinsinn fyrir Kollu því Alex er prinsinn hennar Lilju og Elisabet er prinsessan þeirra allra...þá fá allir jafnt...játs þetta er fallegt ævintýri í augum ungs barns...

24 september 2007

...gleðilegan mánudag...


*geisp* - dagurinn líður svo ógurlega hratt eitthvað ... svona dagur þar sem að maður veit ekki alveg á hverju maður á að byrja eða hvernig en af nógu er að taka - það vantar ekki...Einhvernveginn svona týpískur mánudagur - æi þeir eru alltaf svo ljúfir þó þeir séu oftast aðeins hraðari en hinir dagar vikunnar hjá mér...

Held líka að ég sé ennþá að jafna mig eftir "flugferðina" í morgun - við mæðgur erum búnar að ferðast oft og mikið milli Reykjavíkur og Keflavíkur (Reykjanesbæjar) undanfarnar vikur - sem er ekki frásögu færandi, nema hvað í morgun þá var ég alveg viss um að "hamsturinn" myndi bara takast á loft í öllu þessu roki ..djísus....bíllinn dansaði einsog blaðra á veginum...annaðhvort þarf ég að fá mér stærri og þyngri bíl , fækka ferðunum þarna á milli, færa Kef. nær Reyk. .....eða ég þarf fitna um nokkur hundruð kíló til að þyngja aðeins í bílnum *heh* - svona til að finnast ég aðeins öruggagri ...því ég var vægast sagt "skíííthrædd" í morgun...Ég er svo guðslifandi fegin að það er ekki byrjað að frysta eða slydda og slabb komið á vegina...og mér sýndist á ökulagi annarra að ég var ekki sú eina sem að ekki leist á blikuna þarna um stundarkorn.....

Síðan er líka annað option - ég get líka bara fest kaup í góðri skóflu eða ískúluskeið og byrjað að grafa fyrir "lestinni" sem að ég vill að komi og byrji að ganga þarna á milli....gæti tekið smá tíma, en ég meina með smá þolinmæði og þrauts...hefst það *heh*

Núna er sólin farin að skína og dagurinn og kvöldið lítur allt öðruvísi við en hann gerði í morgunn
- helgin var mjúk og góð hjá okkur mæðgum.
Ég var ótrúlega dugleg (að mínu mati), fór yfir alveg þrennar svona sambandshraðahindranir *heh* og held ég hafi alveg sloppið frekar heillega frá því - ekki komið út sem of mikið himpigimpi, eða vona ekki !
- síðan eru miiiiklar og skemmtilegar vangaveltur í gangi í litla kotinu þessa dagana og flest öll spil hafa verið lögð á (hring)borðið, ef svo má að orði komast....
Maður heldur nú samt eftir einu trompi, er það ekki - verður að hafa einn slag öruggann?!?!?

...annars bara "gleðilega nýja viku"...vona að helgin hafi runnið ljúflega niður hjá ykkur öllum og að öll dýrin í skóginum séu ennþá vinir ....

22 september 2007

..ammli ammli...


...dagurinn í dag er dagurinn hennar Kötlu minnar - hún á afmæli og mig langar að nota tækifærið og óska henni til hamingju með daginn þar sem hún er ein af þessum fallegu "ekta" manneskjum - fallegur sólargeisli sem að lýsir beint í hjarta mans....

Til hamingju með daginn Katlan mín...vona að dagurinn verði fallegur og góður við þig....

21 september 2007

...með þér...

....finnst mér ég eins örugg og ég gæti nokkurtíman orðið...
...mun ég standa, þegar og ef þú þarft á því að halda...
...dilla ég dindlinum af gleði einsog lítið lamb...
...líður mér einsog postulínsdúkku...
...gæti ég legið allan daginn...
...get ég látið mig dreyma...
...get ég átt leyndarmál...
...get ég verið ég sjálf...
...virðist allt svo rétt...
...get ég þagað...
...get ég hlegið...
...líður mér vel...
...vil ég vera...

...1989 - 2007...


..var að fá þetta í tölvupósti og fannst þetta svo skondið að ég varð að henda því hingað inn - finnst ég eldri núna heldur en þegar að ég vaknaði í morgun *heh*..

Á þessu herrans ári 2007 eru löglega taldir sem fullorðnir þeir einstaklingar á Íslandi allir þeir sem fæddust árið 1989.




* Þegar þau fæddust kunnir þú að skrifa, lesa, leggja saman, draga frá og
hluta af margföldunartöflunni.
* Þau muna sama og ekkert eftir Reagan-tímabilinu og fréttu aldrei að því
þegar reynt var að drepa hann.
* Þau muna heldur ekki eftir leiðtogafundinum sem haldinn var í Höfða og
vita fátt um Gorbatsjoff.
* Þau voru ekki kynþroska þegar Persaflóastríðið hófst.
* Fyrir þeim hefur sami páfinn verið í Vatikaninu síðan þau fæddust.
* Þau sungu aldrei 'We are the world, we are the children'.
* Þau voru 5 ára þegar Sovétríkin féllu.
* Þau muna fátt eftir kalda stríðinu og síður eftir Austur- og
Vestur-Þýskalandi, þó svo að þau hafi heyrt afþeim í sögutímum.
* Þau eru of ung til þess að muna eftir því þegar Challenger-geimflaugin
sprakk og munu sennilega aldrei vita hvað Pepsi-áskorunin var.
* Fyrir þeim hefur AIDS verið til alla ævi.
* Þau léku sér aldrei með ATARI-tölvuleiki, geisladiskurinn kom á
markaðinn 2 árum áður en þau fæddust, þau hafa aldrei átt plötuspilara og
hafa sennilega aldrei leikið sér með Pac-man.
* Þegar talað er um BETA-vídeóspólur hafa þau ekki hugmynd.
* Star Wars og Súperman finnast þeim frekar slappar myndir og
tæknibrellurnar ömurlegar.
* Mörg þeirra hafa ekki hugmynd um að einu sinni var ekkert til nema
Ríkissjónvarpið sem fór í frí á fimmtudögum og í júlí.
* Þau muna heldur ekki eftir því þegar Rás 2 var eina rásin í útvarpinu
fyrir utan Rás 1, og sú eina sem spilaði annað en klassíska tónlist.
* Þau hafa áreiðanlega aldrei hlustað á útvarpssögur eða Lög unga
fólksins eða Óskalög sjúklinga og sjómanna og Bessi Bjarnason hefur
aldrei verið ungur.
* Fá hafa séð svart-hvítt sjónvarp og þeim finnst fáránlegt að þurfa að
hækka og lækka og skipta um stöð án þess að hafa fjarstýringu
* Þau fæddust ári eftir að Sony hóf sölu á vasadiskóum og fyrir þeim hafa
hjólaskautar alltaf verið línuskautar.
* Þeim hefur alltaf þótt farsímar og PC tölvur vera óskaplega eðlilegir
hlutir, ekkert nýtt.
* Þau hafa ólíklega séð Húsið á sléttunni, Þórð húsvörð í Stundinni okkar
og Einu sinni var.
* Þau hugsa aldrei um 'Jaws' þegar þau fara í sjóinn, Michael Jackson
hefur alltaf verið hvítur...og hvernig er mögulegt að John Travolta hafi
einhverntíman dansað, svona feitur maður! Olivia Newton-John?
HVER??!!- Þeim finnst lítið fyndið að vitna í Með allt á hreinu, Nýtt líf
og Stellu í orlofi.
* Þau muna ekki hverjir Þorgeir Ástvaldsson, Geiri Sæm og Herbert
Guðmundsson eru.
* Nafnið Hemmi Gunn segir heldur ekki margt.
* Madonna hefur alltaf verið fræg og nöfn eins og Duran Duran, Wham,
Culture Club, Thompson Twins, Tears for Fears, Rickshaw, Limahl,
Terence Trent D´Arby, Talking heads og Modern Talking hljóma ekki
kunnuglega.
* Þau muna ekki eftir BMX-hjóla tímabilinu og break-dance tímabilinu.
* Þau hafa ekki hugmynd um hvað Millet-úlpur og Don Cano voru merkileg
fyrirbæri.
* Þau vita sennilega ekki að strætó var einusinni grænn og að tíkalla og
fimmtíukallar voru seðlar.
* Þau hafa aldrei keypt fimmaurakúlur og muna ekkert eftir því að hafa
notað aura.
* Þau vita ekki hvað Karnabær var og hafa aldrei séð Tommaborgara sem
merkilegt fyrirbæri.
* Þau hafa alltaf getað pantað mat heim og alltaf verið vön tilveru
kreditkorta.

Munið kæru vinir að þetta fólk er unga fólkið í dag.

Merki þess að þú ert farin/n að eldast:

1. Þegar þú lest þennan texta og brosir.; )
2. Þegar þú stundar íþróttir og lætur alla vita með miklu stolti.
3. Þegar þú geymir bækur, vatnsglas og vaselín á náttborðinu.
4. Þegar fyllerí og kelerí eru ekki lengur umræðuefni.
5. Þegar börn tala við þig eins og þú talaðir við "fullorðna fólkið"
fyrir stuttu.
6. Þegar "fullorðna fólkið" talar við þig eins og jafnaldra.
7. Þegar þú þarft meira en hálfan dag til þess að jafna þig eftir
vökunótt.
8. Þegar vinir þínir eru allir giftir.
9. Þegar litla frændfólkið þitt er farið að sníkja sígarettur eða áfengi.
10.Þegar litla frændfólkið þitt veit meira um tölvur en þú.
11.Þegar þú getur farið á ströndina og eytt heilum degi án þess að fara
í sjóinn.
12.Þegar þú stundar líkamsrækt í fötum sem fela líkamann í stað þess að
sýna hann.
13.Þegar þú vilt frekar hitta vini þína í stað þess að kjafta klukkutímum
saman í símann.
14.Þegar þú veist hvað þú vilt.
15.Þegar þér líst betur á afslöppunarkvöld en partýkvöld.
16.Þegar þú horfir á fréttir og Kastljós og hefur virkilega áhuga.
17.Þegar þú lest Moggann í heilu lagi og hefur skoðun á næstum öllu.
18.Þegar þú ert aldrei spurð/ur um skilríki.
19.Þegar þú og vinir þínir eruð farin að finna grá hár.

20 september 2007

...kúr og hjúfr.....


Hver þekkir það ekki að liggja uppí rúmi og sakna einhvers - eða bara vilji kúra eða hjúfra sér hjá einhverjum...
Af hverju er ekki einhver að flytja þessa snilld inn - veit um margan manninn sem myndu festa kaup á þessu á nóinu?!?!?
..allt er nú til *glott*

...annars datt ég inná þetta og fæ illt í augun - maðurinn blikkar svo mikið (eða er kliptur þannig til *heh*)...furðulegt alveg...hmmmm

..hver man ekki eftir Múmín..




logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Snorkfrøken
Du er Snorkfrøken! Du er romantisk og du drømmer om den store kjærligheten! Men du er kanskje litt for forsiktig!
Ta denne quizen på Start.no

..eró...


...vill bara benda á þann möguleika í stöðunni að Tótlan mín tók á það ráð að skrifa erótíska framhaldssögu á blogginu sínu...þar sem að hún tók eftir því að heimsóknirnar og kommentin á síðunni jukust um meir en helming ef að hún nefndi eitthvað kynferðislegt eða bara orð einsog brjóst.......ef að e-h langar í smá ljósblátt svona í morgunsárið þá er hægt að nálgast það hér

..stundum og alltaf....

* Stundum verður maður bara að "lúffa"- gera eitthvað sem að maður er ekki alveg 113% sáttur við fyrir aðra...
* Stundum gerir maður hluti sem að brjóta pínu í bága við sínar eigin sannfæringu en maður veit að "hjálpar" öðrum...
* Stundum verður maður að vera "meiri manneskja" og taka fyrsta skrefið...
* Stundum þarf maður að biðja til að fá...
* Stundum þarf maður að loka augunum til að sjá..
* Stundum þarf maður að verða leiður til að verða glaður
* Stundum segir maður fyrirgefðu þó svo að það sé "hinn" aðilinn sem að ætti í raun og veru að biðjast afsökunar...
* Stundum er manni úthlutað það hlutverk að finna hver hinn "gullni meðalvegur" er...
* Stundum þarf ósætti til að ná sáttum....
* Stundum er maður hvorki að blogga um sig né fyrir sig ...

...Alltaf þarf maður að sá til að uppskera...
...Alltaf líður manni betur á eftir...

18 september 2007

..stjörnumerkin að kynlífi loknu...


Hvað viðkomandi stjörnumerki segir samkvæmt merkinu sínu að kynlífi loknu... !!!!!

Hrútur: “ Ok , gerum það aftur!”
Naut: " Ég er svangur / svöng--- pöntum pizzu.”
Tvíburi: “ Veistu hvar fjarstýringin er?
Krabbi: “ Hvenær giftum við okkur?”
Ljón: “Var ég ekki frábær?”
Meyja: “ Ég verð að þvo rúmfötin.”
Vog: “ Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka.”
Sporðdreki: “ Ég ætti kanski að tengjast þér.”
Bogmaður: “ Ekki hringja í mig – ég hringi í þig.”
Steingeit: “ Áttu nafnspjald?”
Vantsberi: “ Gerum það núna í engum fötum!”
Fiskur: “ Hvað sagðist þú annars heita?”

...afmæliskveðjur...


Í dag á lítill þríslingur afmæli og mér finnst rétt að nota tækifærið að skella inn mynd af stúlkukindinni og óska dýrinu til hamingju með daginn....
Til lukku "Haffa Björns" ..... með .....hmmm....19 ára afmælið...eða var það twentyfokkingnine ?
" ...feliz cumpleaños viejita...."

..okkar eigins Fabio....


...Æi ég veit ekki alveg með þessa mynd - hún poppaði uppá visir og sker alveg í augun svona í morgunsárið...
...Við Íslendingar eigum okkar eigins Fabio greinilega - úff, ég fæ kjánahroll og illt í bumbuna...
Svo að ég vitni nú í *rassálfana* úr Ronju Ræningjadóttur "akkurur,akkuru,akkuru" ... þetta er ekki "hip&kúl"....

Annars bíð ég ykkur góðan daginn litlu lömb...vona að þið njótið dagsins og rigningarúðans sem liggur yfir borginni...

17 september 2007

...tiltekt á mánudegi...


Jæja - lagðist í smá "bloggtiltekt" - breytti lúkkinu og svona, hvernig er það að virka ?
Hennti út "óvirkum" ölkum..eða linkum og svona aðeins snurfusaði - þeir sem að mig þekkja vita að fiðrildið í mér þarf smá breytingar annarslagið, og það á líka við hérna í netheimum...
Annars...bara allt ljúft að frétta...átti alveg stórmerkilega og skemmtilega helgi..heimar og geimar ræddir - alskyns stjörnur og veðurtungl skoðuð og staðan metin...gaman að því....
"Skilafresturinn" er oficially runnin út á mínum bæ og ekkert er útrunnið *blikkblikk* - gæti það verið betra...

...jaaaáá - síðan á ég afmæli eftir 14, svona ef einhver væri búin að gleyma því ;)

...bið...


...það er erfiðara að bíða eftir sumu en öðru...
...þolinmæði þrautir vinnur allar...
...það er samt í lagi að bíða ef að maður er spenntur...
...held að smá bið sé líka bara holl...
...góðir hlutir gerast víst hægt....
...og þetta er allt spurning um rétta tímann...

..mér líður einsog ég standi fyrir framan hús vinar míns sem ég hef ekki heimsótt og séð lengi, búin að dingla en það tekur óralangan tíma að opna fyrir mér...
...mér líður einsog ég eigi afmæli á morgunn, ég veit hvar pakkinn minn er falinn, en ég má ekki opna hann strax....
...mér líður einsog ég sé að fara til útlanda - sitji í vélinni og er að deyja úr spenningin eftir að hún fari í loftið því ég er þá "oficially" lögð af stað í fríið...

...ég er að bíða eftir þeim tímapunkti þar sem ég veit að "nú er rétti tíminn"....ringlandi - en skemmtilegt...svo mikið til af óskrifuðum reglum sem maður þarf að fara eftir í þessu lífi..
..hver ætli hafi samið þær?

..stjörnumspáin í dag....í boði mbl.is


Vog: Þú ert á nýjum og spennandi stað í persónulegu sambandi. Möguleikarnir eru ótal margir. Farðu þér hægt, eitthvað algerlega einstakt er að fæðast.

...úúú - ekki slæmt..í fyrsta sinn í laaangan tíma sem ég er "ánægð" með stjörnuspánna mína *jeij*
Hvernig er ykkar stjörnuspá í dag??

14 september 2007

...kurrrr....


...Það kurrarr pínu í mér núna...

...Sátum á spjallinu nokkrar "kynsystur" - talandi um og að dást að fegurð,atferli, samskiptahæfileika og þroska barna okkar....sem er ekki frásögu færandi...
Einhverra hluta vegna berst talið að feðrum - einstæðum, sjálfstæðum, helgar, slæmum, siðblindum og allskyns feðrum/pöbbum...
...Þær sáu sér ekki fært að tala um þá góðu sem að fyrirfinnast þarna úti og eru aaansi margir - þá sem að standa sig - gagnvart sjálfum sér, fólkinu í kringum sig og börnunum sínum....neiiiii - það var bara hægt að tala um "vondu mennina" og að sjálfsögðu vorum við konur settar í "heilaga" hlutverkið og EKKERT er okkur að kenna *kurrrr*...
Þær töluðu mikið um forræðismál og henntu fram þessum týpísku dæmum - um feður sem ekki standa sig með greiðslur, feður sem ekki sinna börnunum, feður sem gleyma "gamla" barninu þegar að ný fjölskylda er komin í spilið, feður í ruglinu, feður sem ekki hafa barnið í forgang, feður sem, feður sem feður sem......
Ég kom með þá ábendingu að ég vissi nú mörg dæmi þess þar sem þetta væri akkúrat öfugt og ekkert væri sagt eða gert, því þar á jú móðirin/konan í hlut...og ég hætti mér líka inná þá braut um að tala um "réttinn" sem feðurnir virðast EKKI hafa eða er ekki virtur etc.....ég var skotin í kaf á mettíma....blóðheitar baráttukonur á "besta aldri" þar á ferð *heh*
Ég er bara með andlegt ofnæmi fyrir þessum "alhæfingum/staðhæfingum" og mig vantaði einhvern í mitt lið þarna áðan *kurr*...
Það getur enginn selt mér þá hugmynd að það sé ekki til jafn mikið af góðum feðrum einsog góðum mæðrum þarna úti- enginn....
Ég hef samt lúmskan grun um að ansi margir af þessum "góðu pöbbum" fái bara ekki næg tækifæri til að vera þeir feður sem þá virkilega langar að vera og geta verið !!
Ég trúi á jafnréttið, í allri sinni dýrð - fer í mínar göngur og krefst míns, við konur erum duglegar að því og höfum verið síðustu árin - sem er bara æðislegt - að horfa á þróunina er merkilegt alveg..(.. má samt alltaf gera betur)...en á meðan t.d. ég krefst hærri launa og betri kjara fyrir allar konur - til að vera á sama "launaleveli" og karlmaðurinn við hliðiná mér í sömu stöðu ...þá finnst mér ekki rétt að við konurnar sem berjumst einsog óðar fyrir jafnrétti - segjum að allir eigi að vera og séu jafnir undir sólinni - beitum karlmenn því "misrétti" sem við gerum í t.d. mörgum forræðismálum, alveg með ólíkindum hvað föðurrétturinn er oft vanvirtur...*kurrr*
Ef við erum að berjast fyrir jafnrétti - eigum við konurnar þá ekki að berjast fyrir þessa feður líka - þessa menn....eða er "reglan" konur fyrir konur og menn fyrir menn?? Ég skil þetta ekki alveg...?!?! Í mínum bókum ættu karlmenn að standa upp og berja í borðið - standa með okkur í okkar jafnréttisbaráttum og við að gera slíkt hið sama fyrir þá....og auðvitað, ég veit að það eru menn og konur þarna úti sem eru að því alla daga - berjast fyrir jafnrétti - berjast fyrir heildina - og ég dáist að því fólki, mætti vera til fleiri - "hversdagshetjur".....

...æi mig langar að skrifa svo miklu miklu meira - en það er föstudagur og ég skrifa bara í hringi núna held ég, kem ekki í orð því sem mig langar að segja eða er illskiljanleg *heh*, þannig að ... - ég hlakka til að stimpla mig inní helgina, þó vinnuhelgi sé....marg skemmtilegt planað hjá litlu famelíunni..
...ég er glöð og hamingjusöm, glaðari en ég var í gær og ég er viss um að á morgun verð ég pínu glaðari heldur en í dag *bros*
Vona að helgin verði falleg og góð við ykkur öll...hasta pronto!

...pússiði dansskóna fyrir kvöldið gott fólk..


...hef unun að því að horfa á þetta myndband - takið líka eftir því hversu "áhugsamur" og "viljugur" nemandinn er að læra í "Stampa med Leroy"...

..þetta myndbad, já og þetta eru tileinkað "The Rock"...

13 september 2007

..ákveða sig..."okkar" eða ekki !?!?


Jæja Ísland sigraði Norður-Írland 2-1, einsog hefur kanski ekki farið framhjá neinum....Til hamingju með það!!
Alltaf finnst mér jafn magnað að þegar að "við" vinnum leik þá verða liðsmennirnir sjálfkrafa "strákarnir okkar" og leikurinn óaðfinnanlegur hjá þeim - þvílík liðsheild, þvílíkur kraftur..etc...en við erum jafn fljót ef ekki fljótari að "dömpa" þeim ef að við töpum og þá eru þeir til skammar og sem minnst talað um málið....skiliggi...annaðhvort eru þeir "strákarnir okkar" eða ekki...eins með fólkið sem að heldur að Íslenska landsliðið sé Eiður Smári - hvað er það?

....ég man "í gamla daga" þegar að fólkið sem voru mestu og bestu stuðningsmenn (heimaáhorfendur) Bulls hætti að halda með þeim þegar að Jordan hætti, af því hann hætti....
Ég er haldin þeim ranghugmyndum að maður haldi með öllu liðinu en ekki bara einum leikmanni og að liðið sé skipað fleirum en þessum eina....er ég eitthvað að misskilja þetta?

Miklar vangaveltur í gangi hérna í litlu bauninni minni eftir heitar fótboltaeldhúsumræður sem áttu sér stað hérna á kvennavinnustaðnum í morgunsárið...
Ýmiss komment voru svoo yndisleg, Urður litla beit í tunguna oftar en einu sinni og hló dátt inní sér....einsog t.d.

".....ohhh - það var svo æðislegt hvernig hann varði markið...hann er svo æðislegur og flottur"

11 september 2007

..yndislega fyndið svona í morgunsárið....


Stúlka ein hringir í kærastan og biður hann að koma að hjálpa sér með púsl sem hún er að reyna við.
"þetta er svo rosalega erfitt" segir hún.
"Nú hvað á þetta að vera" spyr hann.
"ég held hani - það er mynd á kassanum af hana" svarar stúlkan.
Kærastin vill endilega hjálpa henni og fer heim til hennar.
Hann lítur yfir púslið í smá tíma og segir svo
"í fyrsta lagi held ég að þetta verði aldrei að hana" segir hann og lítur á stúlkunu "og í öðru lagi skulum við nú setjast niður og fá okkur kaffi..... Slappa aðeins af......og setja svo kornflexið aftur í kassann."

10 september 2007

..óska...

...vildi stundum óska...

...að ég væri með "auka" handlegg til að gefa þegar að fólk biður um "hjálparhönd"..
...að ég læsi hugsanir...
...að ég gæti gert miklu meira en ég get og geri...
...að ég hætti að treysta á fólk sem ég veit að er ekki treystandi...
...að ég kynni að biðja um hjálp...
...að ég tryði jafn mikið á sjálfa mig og aðrir virðast gera...
...að ég myndi ekki alltaf hugsa jafn mikið og ég geri...
...að ég gæti stundum bara bitið í tunguna og ekki sagt allt sem ég er að hugsa...

...en dagurinn er fallegur og góður ..kvöldið verður fegurra og betra :)

07 september 2007

...balletbros....


...bara rétta að henda í ykkur nokkrum línum ... hafði svo margt sniðugt að skrifa um í byrjun dags en gafst aldrei tími til, núna er bara vinnudagurinn fyrir framan tölvuna að verða búinn svo að mér gefst ekki tækifæri á að henda í ykkur þessum yndislegu fróðleiksmolum mínum *glott*

...Mánudaginn 10 september hefst geðveikin í mínu lífi á ný, dóttirin, skólinn, aukavaktir, vaktsíminn .. etc....þannig að þá reynir á skipulagshæfileika mína *heh* Ætti kanski að setjast niður með Kollunni minni og fá hana til að henda upp einsog einu Excelskjali/formúlu fyrir mig - "hvernig er best að tækla tímann"..
Átti annars yndislegt kvöld í gær með Kollunni og Pálínusi (...held ég sé búin að sætta mig við að hann muni ekki heita Urðólfur...)...láum bara einsog lufsur í sófanum, spjölluðum um heima og geima - fylltum inní eyðurnar og gæddum okkur á dýrindis ííííís....jaháts ef að Kollzið þekkir ekki sína konu þá veit ég ekki hvað...fátt ef ekkert sem getur glatt mig meir en ís og góð bók *heh* - og hvað kom dýrið með - nú ís, heita karamellusósu og 3 bækur *jeij*
Takk takk takk fyrir kvöldið engill !!!

Nú er stefnan tekin í "balletbúð" með erfingjanum þar sem að balletnámið hefst á morgun og mikil gleði og eftirvænting í kotinu. Hún sagði við mig í morgun
"mamma, þegar að ég verð stór - eða aaaaðeins stærri, þá ætla ég að vera svoo góð í ballet að ég kem í sjónvarpinu!!" - og hún meinti það af öllu hjarta *heh*
Jahá, það vantar ekki stefnuna og metnaðinn - alltaf gott að vita hvað mann langar og hafa eitthvað að stefna að (þó 4 ára sé...)
...og að sjálfsögðu mun ég styðja þetta af öllu hjarta...þó svo að ég sé í hálfgerðu andlegu ójafnvægi eftir að ég komst að því hvað þetta "hobbý" kostar mig - held hún hefði ekki getað valið sér dýrara hobbý *heh*....en þessir aurar er eitthvað sem að maður sér ekki eftir, ekki í eina mínútu ....
Svo hefur maður nú líka lúmskan grun um að "ömmunni" hafi hlýnað heldur betur um hjartarætur - og ef ég sá ekki bara glitta í gleðitár þegar að nafnan tilkynnti að hún ætlaði að verða ballerína....jújú amman var í ballet í möööööörg ár og víst með þeim efnilegri svo að monntið og stoltið skín af henni....sem að gleður mitt litla hjarta ógurlega mikið...
Það er fátt sem lætur manni líða betur en þegar að einhver annar en maður sjálfur (foreldrið) er stoltur og ánægður með barnið mans og segir manni það eða sýnir....unaðsleg tilfinning!

Nú jæja - ég er stungin af....helgin vel plönuð og ég hlakka til...við litla fjölskyldan verðum stóra fjölskyldan smá þessa helgina svo að það er bara action og skemmtilegheit framundan .....
Hafið það sem allra allra best barasta - og ekki gleyma því að "öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir"

...ooog jaháts....svo vil ég líka nota tækifærið og óska einum "ektamanni" í mínu lífi til hamingju með litla prinsinn sem fæddist í gær....Til hamingju með molann Hjalti og Sandra ;)

..Jesú og lærisneiðarnar...


...alveg finnst mér nýja símaauglýsingin æðisleg - flott gerð - góð hugmynd - sniðug markaðssetning og gleymum ekki - ótrúlega fyndin ...
skil ekki alla viðkvæmnina í kringum þetta allt saman - ætla ekki einu sinni að reyna að skilja hana...hlæ frekar að henni ..

04 september 2007

....þreyttur og ringlaðu þriðjudagur...


...Jæja dagurinn í dag er svona pínulítið þreyttur og ringlaður hjá mér...
Mikið í gangi í litlu bauninni þessa dagana - spurning um að skipuleggja sig, forgangsraða og láta hlutina ganga upp á næstunni....
Það tekur pínu á þegar að maður sér ekki alveg endana ná saman eða veit ekki alveg hvernig maður á að láta þá ná saman..þá kemur víst að forgangsröðunninni hjá manni - hef alltaf verið frekar hörð á því hvað er í fyrsta, öðru og þriðja sæti hjá mér og hef alltaf verið sátt...stundum langar mann samt að hífa aðra hluti upp í eitthvað af fyrstu þremur sætunum en það virðist aldrei vera hægt og það eru einhvernvegin alltaf sömu hlutirnir sem að fá að "dala" og/eða mæta afgangi....hmmmm, veit ekki alveg hvernig ég á að tækla þetta....langar helst að skríða ofaní holu, inní helli og fela mig þar í svona viku....*heh*....en samt ekki - ekki alveg minn stíll! .... Lífið hefur og er að breytast smám saman hjá okkur mæðgum þessar vikurnar - og bara til hins betra - en maður þarf víst að aðlagast þeim breytingum - held það taki bara smá tíma fyrir mig/okkur að fatta þetta allt saman og læra inná ...við mæðgur sitjum nú hlið við hlið pínu litlar í okkur og brothættar, svona einsog ponsu litlir kettlingar í postulínsbollum (er hægt að vera brothættari en það *heh*?) ...en fylgjumst með af fovitni og reynum að læra, tökum eitt skref í einu - saman....þetta er allt svo nýtt, spennandi og gaman ..

03 september 2007

..kom - var - leið..


Jæja, þá er kominn enn einn yndislegur mánudagur, með ágætis haustrigningu, smá mánudagsþyngsli í fólkinu og bara lífið einsog það á að sér að vera á mánudögum... Helgin var vægt til orða tekið - yndisleg í alla staði og ég hefði alveg viljað hafa hana svona einum degi lengri í þetta skiptið eeeeeen á sama tíma ekki því ég er svo ótrúlega sátt við hana nákvæmlega einsog hún var. Það var 3 sem að hræddi mig eða stressaði mig fyrir þessa helgi .. það kom að því og ég held að ég hafi bara staðist ágætlega - þó maður hugsi alltaf eftirá, "ahh, ég hefði nú átt að segja...eða ahh, ég hefði átt að gera....." - svo auðvelt að vera vitur eftirá, er það ekki *heh* ?

Í stykkorðum var helgin mín svona; ís - rigning - kúr - flakkari - strumpur - regnbogahamstur - þvottastöð - roðn - grill - bakarí - flugeldar - vöffluvagninn - mannmergð - málverk - fornbílar - molar - feimni - skoðanaskipti - blóðnasir - unglingar - rómantík - húfa - vinaminni - gráðostasósa - montin - göngutúrar - brenna - ís - hringstigi - kaffikaffikaffi - ljósmyndir - reykshow - kæró - viti - nakin hafmeyja - ánægja - Shalimar - hittingur - fyrrverandi - köflóttar náttbuxur - stjörnuspár - Olivier ....

Jæja - þarf að jobba....ég vona að dagurinn verði jafn fallegur við ykkur og veðrið er blautt......og að helgin hafi verið góð!!

...lagið sem ómar í litlu bauninni minni þessa stundina er með snillingnum Frank Sinatra :)

..Kúgun þrífst þar sem engin þorir að berja í borðið!!...


...datt inná smávegis sem skiptir mig miklu máli - ákvað því að copy/paste-a textann hingað yfir og vona að sem flest ykkar geri slíkt hið saman!!! :)


Hún Þórdís Tinna sem berst við krabbamein er hér með afar sterka færslu sem minnir mig á hversu gott ég hef það og hversu auðveldlega það góða gengi gæti allt verið horfið á morgun.

Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og okkur hættir öllum til að taka heilsuna og öðrum góðum atriðum í lífi okkar sem gefnum.

Ég skil alls ekki afhverju við Íslendingar getum ekki hundskast til að mótmæla í verki í stað þess að tuða hver í sínu horni.

Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.

Í framhaldi af færslunni hennar Þórdísar Tinnu er Gíslína Erlendsdóttir með færslu á blog.central þar sem hún hvetur til þrýstings á stjórnvöld á eftirfarandi hátt:

Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.

Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi texta:

....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.

Ég tek undir afar góða hugmynd Gíslínu og hvet ykkur öll hér á blogginu til að setja inn færslu um málið og/eða senda tölvupóst. Einnig held ég að það væri góð hugmynd þeir bloggarar sem senda tölvupóst á þriðjudagsmorguninn setji í hann link inn á sína bloggfærslu um málið sem og link inn á færsluna hennar Þórdísar Tinnu.

Póstfang félagsmálaráðuneytis er postur@fel.stjr.is og hjá heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti er það postur@htr.stjr.is og Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra gudlaugurthor@althingi.is

Kommmmma svooooo krakkar. Verum fyrirmyndir. Setjum strax inn bloggfærslur og stillum gsm símana og látum þá minna okkur á kl. 10 á þriðjudagsmorgunn. Það er svo auðvelt að gleyma í amstri dagsins og ekki viljum við missa af mómentinu.