30 september 2002

Jæja nú er ég að klára hér í dag, er að spá í að skella mér á kaffihús eða eitthvað, veit ekki alveg.....heyrumst á morgun............kossar og knús handa ykkur öllum!!!!!!!!!!!!!!!!
Jæja, rakst á fleiri ljóskubrandar og ég bara verð að deila þeim með ykkur!!!

*Hvernig drepur maður ljósku??
Hendir speglinum hennar út um gluggann!!

*Hver er munurinn á ljósku og moskítóflugu??
Flugan veit hvenær á að hætta að sjúga !!

*Hvernig hefur þú ofanaf fyrir ljósku??
Setur hana í hringlótt herbergi og segir henni að setjast út í horn !!

HIHIHIHI
OHHH my god......ljóshært fólk er að deyja út bara..........."ég" er í útrýmingarhættur mar.....hihihihi

Alþjóða heilbrigðisstofnunin fullyrðir að ljóshærðu og bláeygðu fólki sé að fækka verulega og að fólk með þetta litaraft verði horfið að fullu og öllu eftir 200 ár.
Til að barn verði ljóshært og bláeygt verða báðir foreldrar hafa slíka arfbera en eftir því sem tíminn líður fækki þeim smám saman. Samkvæmt könnun Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar varðveitast þessir arfberar lengst í Finnlandi.

rakst á þetta inná RÚV.is (veit ekki alveg hvað ég var að gera þar en...)
Hhihihi.....var að skoða alskonar mannanöfn....jesús kristur.........hvað sumu fólki dettur í hug......sum nöfnin þarna eru ansi undarleg......skrítið samt er ég vissum að ef að maður þekkti einhvern sem að héti t.d "Járnsíða", "Vídó", "Satanía", "Zeppelin" (kommon) .....og þar fram eftir götunum þá þætti manni þetta ekkert svo skrítið hihihihihih.......*bros*.....Þið verðið að kíkja á þetta mar.....þetta er bara snilld allt saman!!
Var að koma úr hryllilegum mat hérna....*hrollur*......kjötfarsbollur "dauðans", með soðnu káli "óttans"....og jafning......HVAÐ ER ÞAÐ......
Hellú hellú góðir hálsar.....hmm nú er hún Dagný litla að bögglast fyrir mig hérna, er að setja inn myndir af "Kúlubúanum", hún er algjör tölvusnilli og ég er svo mikið gimp að hún ætlaði að redda þessu fyrir mig sko....
Wellí í gær eftir vinnu bauð ég kallinum í bíó....við ákváðum að vera voða dugleg og skella okkur á eina af þessum íslensku myndum sem eru í boði þessa dagana, "Fálkar"....wellí ég get því miður ekki mælt með henni, fannst hún bara frekar léleg sko ef að ég á að segja alveg einsog er sko!! Ég var ekki með neinar væntingar þegar að ég fór á hana sko þannig að það hefði nú ekki átt að skemma neitt fyrir sko.....æi hún var bara ekki alveg að gera sig sko.......en það er skilda að sjá allar ísl. bíómyndir þannig að nú á ég bara eftir að sjá "Hafið" og "Maður einsog ég"........Wellí ætla að hætta að röfla í ykkur, sjá hvort að myndirnar séu komnar !?!?!
Ég á líka afmæli á morgun, jeij, góður dagur, fá útborgað og eiga afmæli, gerist vart betra *bros*

kúlubúinn er mætt/ur á netið =) Á að mæta í heiminn 24 febrúar 2003

það er líka önnur mynd hérna og sú þriðja er hérna

29 september 2002

Halló halló gott fólk og gleðilegan sunnudag!!!
Ég vona að þynkan sé nú ekki að fara með ykkur..........heilsan mín er bara fín *liggaliggalá*.....þó svo að djammpúkinn hafi nú aðeins sagt til sín í gær, maður verður nú víst bara að læra að lifa með því *bros*......Já einsog ég segi þá var helgin barasta róleg, var að vinna heavy lengi á föstudaginn og fór í þessa fínu grillveislu á Nesinu eftir vinnu og borðaði alveg ótrúlega góðan grillmat *slef*......mikið ansdsk....er grillmatur alltaf góður mar.....namm namm namm.......vellí eftir grillveisluna fór ég svo til stelpnanna minna (Hrönslu og Heiðrúnar) þar sem að það var stefnt á rólega helgi á þeim bænum líka og kallinn minn var farinn á skrallið....við héngum bara og gláptum á video til að verða 7 um morguninn.....þá sofnaði mín bara í sófanum heima hjá þeim og þær voru ekkert að hafa fyrir því að vekja mig þessar elskur *bros*, leyfðu mér bara að hrjóta og bögglast þarna í einhverjum Lazy-boy "sófa stól fyrirbæri"......vaknaði svo eldsnemma á laugardeginum og fór beint til pabba og co. slengja sónarmyndunum framaní þau, Súkkla konan hans pabba sú mjúka kona fór barasta að tárast og læti *hugghugg*...ég held að hún hafi fattað það að hún væri að verða amma *bros*...Við fórum í kaffiafmælisboð (ég, pabbi, Katla, Sturla og Hrefna) og þar var sko étið yfir sig af alskonar pastasalötum, fetaosti *slef* og einhverju ógeðslega góðu grísku brauði....eftir það skutlaðist ég heim til kallsins ..... þar var hann dauður heima svo að ég nennti nú ekki að hanga yfir því gimpi þarna í sófanum, veit fátt leiðinlegra en að vera þunn (þegar sú var tíðin *bros*) og hvað þá hanga yfir öðru þunnu fólki (vá hvað ég hlít að hljóma leiðinlega mar hihihihihihi).....fór reyndar út í búð og keypti í gogginn handa okkur og svona, ég er nú ekki alslæm, megið ekki halda það.....glápti smá á imbann....borðaði og fór svo í til stelpnanna á svona "spilakvöld"....bara gaman.......spiluðum endalaust mikið.....eða þar til að áfengispúkinn komst uppí Heiðrúnu, Hrönsla gerði handa henni nokkur svona "Hot Shots"......hún tók sig til og við skutluðum henni í eitthvað party...........rúntuðum aðeins um bæinn og svo fór ég barasta heim.......lúrði með kallinum uppí sófa eða þar til að ég drapst......hraut svo bara til 10 í morgun, fór að skúra.......og sit nú hérna uppí DV að fríka út....langar að fara að komast heim í sturtu, fá mér eitthvað gott að borða og er svo að spá í að bjóða manninum mínum barasta í bíó klukkan 10.......æi á þarna myndina með "Chandler"...Matthew Perry, man ekki hvað hún heitir, hann er bara svo mikill snillingur maðurinn að ég verð að sjá þessa mynd........wellí það er 31 mínúta þar til að við þurfum að loka og drullast heim svo að ég verð víst að fara að sinna mínum störfum..............langaði bara að segja svona smá frá þessari viðburðalitlu helgi minni......vona að þið hafið öll átt frábæra helgi.....
*knúsogklíp*

27 september 2002

*brosútaðeyrum*
Hellú hellú litlu englarnir mínir...........bara svona láta fólkið vita að sónarinn gekk bara einsog í sögu, krílið/kúlubúinn með 10 putta og 10 tær, 1 höfuð og bara allt á sínum stað.....*hamingja*......Ég held að þetta sé bara það ótrúlegasta sem að ég hef upplifað á ævi minni !! Var með tárin í augunum bara allan tíman......ég hefði bara viljað hafa popp og kristal og ég hefði bara verið þarna alla helgina og fylgst með....Ég held barasta að kallinn minn hafi nú bara verið smá klökkur "þessi elska"......ég mæli með þessu...hiihiiihihh....í alvöru, það á bara að senda þunglynda í sónar (ekki á sjálfum sér þ.e.a.s.) og ég skal segja ykkur það að það birtir yfir þeim!! Wellí ég get alveg setið hér í marga tíma og tjáð mig um þetta mál.....talað um litlar tær, putta og eyru *bros*......en ég ætla að hlífa ykkur í bili....held bara áfram að svífa um á bleika skýinu mínu og ..... læt heyra frá mér á sunnudaginn eða eitthvað......er að klára vinnuna og er að fara í Grillveislu.....ef að ég gæti myndi ég nú barasta bjóða ykkur öllum...geri það bara í huganum!!!
Elska alla í dag....og ykkur þá sérstaklega *brosallanhringinn*

26 september 2002

*heils*
Hellú hellú litlu sugmubbuhvalgeilurnar mínar, hvað er nú í fréttum.....veit ég hef verið mjög léleg í að skrifa síðustu daga, hef bara ekki verið í fíling "jú nó"......hef ekki haft þennan kláða í puttunum sem að segir manni að drullast til að setjast niður og skrifa..........Wellí litli kúlubúinn minn á svona einskonar afmæli í dag, eða hann er 19 vikna *klapp*......ég og kallinn erum að fara í sónar á morgun og ég held barasta að ég sé að fara yfirum af spenningi.......á morgun fæ ég að sjá litla kúlubúann sem að er búinn að vera inní mér allann þennan tíma, æi þetta er allt eitthvað svo ótrúlegt, loksins fær maður að sjá manneskjuna sem að hefur gert það að hobbíi að sparka í mig á nóttunni....hihih.........fle....farin að tala tungum af spenningi hér *bros*....það má víst !!
Annars já það er bara allt súper gott í fréttum, algjört æði að vera búin að fá kallinn heim í einhvern tíma....ekki bara í sólarhring og svo "bæbæ".....er að vona að hann verði heima á þriðjudaginn næsta því að þá að mins afmæli *jeij*.....það er bara allt að gerast....fullt af hlutum til að spennast upp útaf *bros*.......djös klúður, mér tókst að hella yfir mig einhverju ávaxta tei hérna og ég anga einsog jarðaberja-kiwi-peru berjalyng eða eitthvað.....svolítið svona einsog maður sé komin inní ávaxtadeildina í Hagkaup þegar að fólk mætir mér *hihih*.....
Vá ég hef ekkert að segja, er farin að stara bara á lyklaborðið..........hún Steinunn Nagrísardrottning og Höstler lét mig bara fá svo mikið samviskubit yfir að hafa ekki skrifað neitt að eg varð að hripa hérna inn nokkrar línur.....um gjörsamlega ekki neitt.....en mér er alveg sama, þið bara lesið þetta ef að þið nennið...............
Ég var að heyra og lesa nokkra snilldar ljóskubrandara um daginn og ætla að deila þeim með ykkur *hihiihiih*........."enginn er verri þó hann/hún sé ljóska!"

Hver er munurinn á ljósku og BMW ??
Þú lánar ekki Bimmann !!

Hvað þarftu margar ljóskur til að búa til súkkulaðibitakökur ???
Tíu.. eina til að hnoða degið.. níu til að skræla m&m!!!

Afhverju eru ljóskubrandarar svona stuttir ???
Til þess að karlmenn skilji þá !!!

Hvert er mökunarkall ljósku ???
OHHH!!! ég er svoooooo full !!!!

Smá prófaflipp núna, ekki tekið próf í nokkurn tíma og rakst á nokkur á síðunni hennar Betu Rokk



What obscure band are you?






I am truly passionate.

Find your soul type
at kelly.moranweb.com.







I am the imfamous elves (of the shoemaker)!

Find your fairy tale character
at kelly.moranweb.com.


Jæja nóg í bili...........sjáumst

23 september 2002

*mánudagspúst*
Til hamingju með titilinn allir KR-ingar!!! Það var bara "Geðveikt" á leiknum á laugardaginn, stemmarinn var sjúkur.........hefði samt pínu smá viljað vera líka uppá Skaga og sjá þegar að þyrlan sótti bikarinn og flaug með hann burt *glott*............Við stelpurnar skelltum okkur á fagnaðinn sem var uppá Hótel Sögu, bara snilld og ógó gaman.........Held að KR lagið hafi verið spilað svona að meðaltali 6000 sinnum.......hihih.......var allaveganna raulandi það þegar að ég vaknaði á sunnudagsmorguninn.......Wellí helgin var bara snilld og ég skemmti mér alveg konunglega!!!! Hitti alveg ótrúlega mikið af fólki sem að ég hef ekki séð bara í mörg ár....vá hvað maður eldist hratt, eða sumir allaveganna......fékk það í hausinn á laugardaginn, það var einhver gaur þar sem að hélt að ég væri 19 ára.......þannig að ég held að ég sé bara stöðnuð í útliti *bros*......ætli eg verði ekki bara ánægt með það þegar að ég fer að nálgast fertugsaldurinn !!!! *bros*
Vá hvað ég hef ekkert að segja mar.......gæti alveg eins farið að tala um jólasveina og ferðir þeirra í Smáralindina.................gargedígarg......er að spá í að fara barasta að gera upp og ljúka þessum blessaða vinnudegi mínum hér hjá DV........víííí....kallinn minn var að hringja, er að koma heim á miðvikudaginn og verður alveg í rúma viku heima!! *jeij*.....
Jæja ég kveð bara að sinni
*veif*

20 september 2002

*skurf*
Jæja nú er ég alveg að krepera hérna í vinunni......er ekki að nenna að lyfta litafingri og varla til að pikka þetta inn....en maður verður víst að gera eitthvað svo að tíminn líði nú *bros*.......vííí....ég á afmæli eftir nokkra daga bara, hlakkar í mér einsog litlu barni sko!!
Datt inná algjöra snillasíðu, það eru alveg brilljant sögur þarna sem að ég mæli með að fólk lesi. Drengurinn sem að skrifar og semur á skilið að fá "Gunnarsskrúfblýantinn"......wellí kíkið á hana Himnaríki.......úúúfff.....nú er ég farin að fá svona undarlegt lúkk frá bossinum mínum þannig að mar ætti kanski að fara að sinna vinunni sinni..........úfff...er ekki að nenna því......heilinn er ekki enn farinn í gang........
Er líka farin að kvíða fyrir að hitta fullkomna helminginn af fjöllunni minni í Gullboðinu hjá Ömsu og Afa í kvöld.....*hrollur*.....er ekki einhver til í að fara fyrir mig bara, góður matur, kökur, vín og svona...........
Við stelpurnar erum að spá í að fara út í fjöru, ná okkur í kópa - sauma okkur skó, binda klúta um hausinn, setja í okkur "heiðu" fléttur og skella okkur svo á Pocahontas.is ball í kvöld..........*hrollur*.........á Gauknum í kvöld...hihi..bara gaman....ég beila nú örugglega samt á síðustu mínútu.......
Jæja ætla að hætta að röfla í bili, það er víst verið að kalla á mig fram *bros*.........................Hafið það bara gott um helgina.........og njótið þess að vera "feit, falleg og frískleg"...............


Smáauglýsing dagsins:
Til sölu Colgate Ultra Turbo 2000 GTi rafmagnstannbursti, árg. '99.
Fullt af aukahlutum, s.s. fjarstart, sjálfhreinsislím, vetrarbursti, lo-profile batterí o.fl., o.fl.
Tannbursti í toppstandi. Skipti athugandi! Verðtilboð !
Uppl. í síma 588 5522
Hellú hellú litlu englasugmubburnar mínar og gleðilegan föstudag !
Hvernig leggst svo þessi rigningartussdagur í ykkur, ég vaknaði klukkan 6 í morgun þrátt fyrir að hafa ekki sofnað fyrr enn að verða 4 og þar af leiðandi er ég frekar glær í dag.....ég held líka að ég sé komin með magasár af spenningi yfir leikjunum á morgun *jeij*......ég barasta get varla beðið, vil úrslitin núna!!! Pælið í því hvað það væri samt kúl að fá hreinan úrslitaleik, jú nó KR gegn Fylki.......þá þurfa leikirnir bara að fara 3-3 hjá KR-Þór og 1-0 hjá Fylki og Skaganum..........vonum bara hið besta....
Ég hef nú svosem ekkert svo mikið að segja akkúrat núna, heilinn minn er ennþá í dvala og ég held að hann verði það eitthvað fram eftir deginum.............ég fór í morgunkaffi til múttunnar minnar klukkan 7:30 í morgun, fékk kökur og kaffi....hihih........góður og hollur morgunmatur þar....je je....
Jæja ætla að fara að bora í heilann á mér og barasta reyna að drekka nokkra lítra af einhverju orkute til að vakna.......
Æææii já ég datt inná eitthvað blogg í gær...........engin smá átakasíða........lá við að maður færi bara að gráta yfir þessu öllu saman..........svona gella sem að manni langar að hlaupa til og faðma jú nó!!
Bið að heilsa ykkur í bili........
*kúlubúaknús*

19 september 2002

Hlú hlú litlu hvalgeilurnar mínar!! Jæja það er barasta kominn fimmtudagur.....barasta helgin að byrja á morgun, mikið svakalega líður tíminn ógó hratt......þetta er bara orðið vandamál, maður verður bara orðinn áttræður, krumpaður og með tepokabrjóst áður en að maður veit af "shit"........wellí ég hef bara áhyggjur af því á morgun!!!
Takk fyrir hamingjuóskirnar í gestabókinni og smsin sæta sæta sæta fólk!!! Ég þoli ekki þegar að fólk er að senda mér SMS frá vitinu og það er ekkert að segja hver það er.....allaveganna þið fólk sem að gerðuð það..."takk".......
Ég er að að krepera hérna í vinunni........farin að telja niður mínúturnar til lokunar......orðin svöng og þreytt á að vera hérna....
Farin að langa að fara á kaffihús, ég er komin á eitthvað svona kaffihúsatarnatímabil aftur.....Heiðrúnin og Hrönslan buðu mér í mat í gær.....í heimabakaða pizzu .... yummi.....þær settu svona rjómaost ofaná..........hef aldrei prufað það fyrr en ég mæli eindregið með að þið smakkið á því........ *gott í bumbuna*......við skelltum okkur síðan á Victor og töpuðum okkur smá, fólk var allaveganna farið að horfa svona frekar skringilega á okkur í lokin....hú kers sko......spjölluðum mikið um heima, geima, hjúmen hors og kaffibrúsa......djúpar samræður þar!! Eftir 18 lítra af kaffi og vatni á Victor fór ég heim til múttu minnar þar sem að hún var væntanleg frá Costa del Sléttu *hihihihih*. Sat heima og beið eftir henni þar til að ég datt út, þeim seinkaði aðeins vinkonunum og dísus það tók þær greyin 10-13 tíma að komast í bæinn *glott*, brjáluð þoka og pústið datt undan bílnum *hihihih*. Wellí um 2 kom svo múttan mín heim og við fengum okkur "meira" kaffi og súkkulaðiköku....namm......spjölluðum til ég veit ekki hvað því að ég datt út......eða allavega út úr sófanum hihih....íslenskufræðingurinn hún móðir mín fór að segja mér að hún væri nú farin að hafa miklar áhyggjur af mér þar sem að hún hefði kíkt inná þetta blessaða blogg mitt og að stafsetningin væri alveg til "háborinnar" *hihihihhi*........ég pæli ekkert í henni og mun ekkert fara að gera það núna en ég fór að lesa svona yfir þetta og "ó mæ god".........hihhiihihi.....
Jæja ég þarf að fara að gimpast eitthvað hérna í vinunni.......reyna að vinna og gera eitthvað að viti.......er að bíða eftir að kallinn minn hringi í mig.....langar alveg óstjórnlega mikið að fara að fá hann heim í heiðarból *bros*.......
Bið bara að heilsa ykkur öllum í bili....skrifa sem fyrst......og vonandi hef ég frá einhverju skemmtó að segja þá!!!
*knús*
p.s. kúlubúinn biður alveg rosa vel að heilsa ykkur öllum líka!!!!

18 september 2002

Ég er að fara að grenja hérna...........af hverju get ég ekkk sett inn myndir hérna '??? Argggggggg
Mér finnst að allir ættu að kíkja á nýju könnunina mína!!!

Kjósa, kjósa, kjósa
Hellú gott fólk og góðan daginn!!!
Voðalega var maður eitthvað lengi að drattast á fætur í morgun mar, ég vaknaði með gest í rúminu mínu.......það var bara lítil kisa sem að var búin að hringa sig til fóta hjá mér og var ekkert á því að fara út *bros*, hún var svo sæt að ég leyfði henni bara að vera hjá mér þar til að ég fór út, komst líka að þvi að hún er sólgin í hunangsserioss....hihihi....vona að hún fái nú ekki í magann þessi elska !!
Kannist þið við svona banka og lögmannafóbíur ?? Ég er með svoleiðis á háu stigi mar, má ekki labba innní banka þá byrja ég að svitna *hrollur*............það er búið að taka mig 2 vikur að hringja í einhverja konutuðru og semja um einhverjar greiðslur ........... og vitir menn hún var bara sú ljúfasta og hún beit mig ekki, "ótrúlegt en satt" !!! Ég er að spá í að stofna svona grúbbu, hópmeðferð fyrir fólk með fóbíur (banka, lögmanna, innheimtu, intrum....etc).
"Vá" hetjur dagsins í dag (eginlega á föstudaginn samt) eru amma mín og afi takk fyrir..........hey Kollsterinn minn var að kíkja í heimsókn............ætla að fara út og spjalla við hana..................SÍÍÍÍÍÍÍ JÚÚÚ
Jæja mar er kominn aftur, já hvað var ég að segja......já amsa og afi eiga svona "Gullbrúðkaup" á föstudaginn.........shit, þau eru hetjur *glott*..........
Jæja er að bagsast við að hjálpa Hugrúnu að setja upp svona bloggsíðu, það virðist EKKERT vera að ganga hjá henni þessari elsku *hihihihih*
Wellí ver að fara að vinna, þó svo að vinnunennarinn sé ekki alveg komin í gang !..............er líka orðin svo svöng að ég gæti barasta........
Víííí....ég á afmæli eftir 12 daga !!!! og úrslitaleikirnir hjá KR og Fylkir eru eftir 4 daga..............*jeij*
Bara að tékka hérna...

17 september 2002

Hellú hellú litlu humrarnir mínir!!
Hvað er málið með að vera alltaf að senda mér eitthvað klám og e- djös klámsíður í meilin mín...............alltaf eittthvað..."she´s so hot"..."Spank Bonnie"......."New and better Viagra".................arg......hvernig í fokkinu losnar maður við þetta allt saman, mar er alltaf svo glaður þegar að maður lokisins loggar sig inná meilið ....alveg 13 new mail og það er allt eitthvað svona......hihih....gerir mig smá pirraða svona sko!! Wellí dagurinn minn var súper rólegur, borgaði einhverja reikninga og var svo bara að bora í heilann á mér....er að reyna að ákveða hvað ég eigi að gera af mér í kveld.....hmmmm....kemur víst bara í ljós....vildi bara svona heilsa uppá ykkur!! Hey, mins á afmæli eftir heila 13 daga.........maður er að telja niður í það að verða eldri. Njóta þess á meðan maður getur.....svo fer maður að hætta að telja niður og hætta að hlakka til hihih.....
Jæja ég kveð ykkur að sinni...skjáumst bara öll á morgun..........

Smáauglýsing dagsins:
Lappalaus hamstur fæst gefins, gegn því að vera sóttur. Búr og hjólastóll fylgir. Upplýsingar í síma 869 6996

16 september 2002

P.S.............það er ljótufólkatúristadagur í dag í miðbænum............mæli með að þið farið í bæinn að skoða fólk !!!!! *glott*
Hellú litlu sætu rjómabollurnar mínar.....gleðilegan mánudag, ég elska mánudaga..........hihihih.....*jeij*.....Ég er ekki að nenna að vera að vinna, fer að skúra eftir vinnu hér þannig að *æl*......
Vonandi var helgin ykkar allra ógó góð og skemmtileg!!!! Ég var að lesa brill ferðasögu hjá henni Kollu minni, stolt af litlu borgarstelpunni!!!!! *klapp-klapp*.
Ég fór aðeins á kaffihús (Næsta bar) á föstudagskvöldinu, lennti þar bara í afmæli hjá Andreu Gylfa....það er ekki á hverjum degi sem að maður lendir í fertugsafmælinu hennar *thíhíhí*...... Þar voru allir látnir syngja fyrir hana afmælissönginn (svona Marilyn Monroe style)...hihihi....bara gaman. Allt þetta "heimsfræga" fólk á Íslandi var á staðnum, ég get t.d. sagst hafa sungið með Agli Ólafssyni og Röggu Gísla *hihi*.....Vá ég verð nú bara að segja það að þessi staður er hreinasta snilld og alveg ótrúlegt liðið sem að er þarna inni...hihih.....mjög undarlegt..........við vorum komnar svona um 11 leytið og þá var bara fólk sem var yfir 120 kg og fólk sem að var undir 1.50 cm á hæð.....ég hélt í alvöru að ég væri bara lennt í "the Twilight Zone"...hihihh.....ég veit að það er ljótt að gera grrrrrín að fólki en það er bara svo gaman.......(litli púkinn farinn að segja til sín)....wellí ég fór bara heim í fyrri kanntinum og leyfði liðinu/stelpunum að detta almennilega í það í friði *glott*............Heiðrún vinkona endaði t.d. kvöldið með að ráðast á einhvern karlmann sem að var að dansa og flirta við einhverja beibsu......hún (Heiðrún) var alveg viss um að þetta væri maður kunnigjavinkonu sinnar og hún tók hann og rakkaði hann niður þarna á miðju dansgólfinu fyrir að halda frámhjá etc og svo barasta var þetta alls ekki rétti maðurinn.......*hihihihihi*........bara fyndið!!! Wellí ég vaknaði bara í rólegheitunum á laugardagsmorguninn og fór í svona dekursturtu.....var örugglega hatt í 2 tíma í sturtunni......ég leit allavega út einsog gömul rúsína þegar að ég var búin "dead sexy"......um kvöldið fórum við svo aftur á svona smá kaffihúsaröllt "hvalaskoðun.is" *glott*..................byrjuðum á Næsta bar, bara svona til að heilsa uppá Heiðurúnu Hamstur því að hún var að byrja að vinna þarna, fyrsta kvöldið hennar og svona......bögglast aðeins í henni....staðurinn var aftur fullur af MJÖG undarlegu fólki.......ógó mikið af misheppnuðum "Fabioum", "hvölum" og "dvergum"........við töltum svo yfir á Gaukinn, ætluðum á Pallakvöld og fríka aðeins út á dansgólfinu en því miður var hann í einhverjum misheppnuðum gír því að músíkin var bara MIS.........Hrönslu tókst að draga mig inná Astro og ég verð nú bara að viðurkenna það að það var bara fínasta tónlist í gangi þar......við vorum báðar frekar fúlar því að við höfum farið áður á svona Pallakvöld og það hefur alltaf verið alveg geggjað stuð en wellí fólk á sína daga og svona.......kanski bara næst sko!! Well við rölltum eitthvað á milli staða .... náðum að dansa og svitna smá..........og vorum bara komnar heim á skikkalegum tíma.
Ég auglýsi hér með eftir manninum sem að var að reyna að nauðga pylsuvagninum.....í alvöru hann stóð uppvið pylsuvagninn mjög snemma á sunnudagsmorgni og sló sprellanum utaní pylsuvagninn.............hihihi........."Hvað er það ??? " Ég held að ég hafi nú sjaldan á ævinni hlegið jafn mikið að einni mannesku *hihihih*.
Í gær fór ég á leikinn "KR-Fylkir".....bara gaman......það er alltaf svo gaman að sjá gamla menn gráta af gleði þegar að einhver maður skýtur bolta í net...hihih...þetta var mjög góður leikur og mig hlakkar mikið til næstu helgi...........djö er ég spennt mar......Fylkir þarf bara að klúðra þessu fallega og þá er allt perfect *bros*. Ég var í 1 1/2 tíma eða eitthvað að komast frá Árbænum og niður að DV.....það' var svo ógó mikið af fólki á leiknum mar, hvað 4700 manns var sagt í fréttunum!!!
Eftir vinnu í gær fór ég í kvöldkaffi til Heiðrúnar, ætlaði bara að stoppa í einn bolla en það varð að 8 lítrum af kaffi 16 lítrum að vatni....mikið spjallað, hlegið og látið einsog fífl...............kötturinn hennar er á einhverju kynferðislegu skeiði og var að reyna að hömpa öllu sem að var inní íbúðinni.......hihih.....straubrettinu, töskum, skeiðum og öðru............hihihhi...snilla kisi.......
En jæja litlu lömbin mín, nú þarf ég að fara að vinna. Ég bið bara að heilsa ykkur í bili......
Munið bara að borða ekki brauð með marmelaði nema vera með kaktus í vasanum!!
*klípírass*

15 september 2002

Djöfulsins fokk.......ég var búin að skrifa hérna þessa löngu og skemmtilegu lýsingu á helginni minni og bara allt fór í fokk og strokaðist út..............ARG....er farin í fílu og ætla bara að skrifa á morgun eða þegar að fílan er farin *bros*
*jeij*

exhibitionism



Your Secret Fetish Is Exhibitionism!




Sex for you is an adventure ... one which you want the whole world to see.


Closed curtains and dark rooms don't do it for you.


You rather be getting it on in a public bathroom, park, or club.


Just don't let your love juices fly and hit someone in the eye.



What's *Your* Secret Fetish? Click Here to Find Out!

Meira, meira, meira...

above



Your Sex Life's Above Average!


You're sex life is good, but you're no ho,

It takes a while before you're ready to go.

You have more sex than the average joe.

You aren't really fast, but you sure aren't slow.



How Does *Your* Sex Life Compare? Click Here to Find Out!

jæja ég er farin á smá svona prófafyllerí.........vona að ykkur sé nú öllum sama *bros*


cancer



What's *Your* Sex Sign?

13 september 2002

*föstudagspúkaveif*
Jæja litlu svínabörnin mín nú er sko barasta komin heavy djammpúkalús í mig........ég fór í svona kvöldgöngu og rúnnt um miðbæ reykjavíkur í gærkveldi og mikið svakalega var bærinn skemmtilegur, æi þið vitið, alveg fullt af fólki, allir svo hressi ... nema kanski þeir sem drukku einum bjór of mikið *hiiih*......ekkert kalt úti.....æi það var bara svona góður stemmari yfir öllu og öllum......
Vííí....ég er að fara i hádegismat núna rétt strax.....hef ákveðið að fara ekki niður í matsal því þar er á boðstólum einn ógirnilegasti og subbulegasti réttur sem að ég hef augum mínum liti.........."kjúklingabúðingur"....*hrollur*.....svo er eftirréttur.......súkkulaðibúðingur........æl......
Ætla að stökkva eitthvað út og fá mér að eta..........
knús á meðan

12 september 2002

Alltaf gaman að taka svona próf........*jeij*.......gott að vita hvernig RASS maður er........

nice ass



You Have a Nice Ass!


Oooh, baby can you shake that booty?

With an ass so fine, it's your duty.

Give it a grab, give it a spank.

You're the envy of every skank.



What Ass Do *You* Have??

*hnerr*
Hellú hellú gott fólk og gleðilegan fimmtudag *bros*..........Í dag er æðislegur dagur, allir svo glaðir ........ ætli það sé ekki fyðringurinn fyrir helgina.......kemur alltaf svona púki í fólk rétt fyrir helgi.....Ég tók þá ákvörðun að skella mér barasta á "Pallakvöld" á Gauknum á laugardaginn n.k........það er bara snilld, alltaf gaman !! Fínt ef að laugardagskveld væri bara núna í kvöld, ég er alveg í dansiballfíling.....
Ég hitti H&H gengið aftur í gærkveldi og það var bara snilld, við fórum að svona kaffihúsaröllt gerðum okkur bara að algjörum fíflum en það er bara gaman.........ég held að þetta sé eitthvað svona að þegar að við hittumst 3 saman þá bara verði allt vitlaust.......*jeij*.........tölum okkar eigið tungumál, finnst við skemmtilegastar og æðislegastar......Fórum á Cafe Victor.....það var bara svona fínt......svona eldra fólk (blind fullt ) og gelgjur í bland.....ekki alveg að gera sig stemmarinn á þeim bænum...svo að við ákváðum að prufa eitthvað nýtt og fórum á Kaffi Astro.....hmm...ekki beint okkar staður né fólk en það var bara þrusu stemmari þar......músíkin reyndar ALLT OF há svona miða við.......en fínasta þjónusta og gott kaffi.......í lok kvöldsins var borðið okkar fullt af fólki/strákum frá Seyðó.....fórum fljótlega eftir að þeir komu, enda farnar að froðufella og tala tungum eftir 19 kaffikönnur á mann.........wellí................nenni ekki að skrifa mikið........er ekki í pikkstuði......bið bara að heilsa ykkur í bili.......
Ég á afmæli eftir 19 daga........*jeij*


11 september 2002

*veif*
Namm, namm, namm............ohh...er að bíða eftir Subway-inum mínum *slurk-slef*.......ég er orðin svo svöng, er búin að naga helminginn af takkaborðinu AF.....
Fínasta, fínasta veður, allir svo glaðir og í svo miklum galsa...........það er búin að vera mjög mikill púki í mér í dag.....bara gaman......
Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég er einhverfur, holgóma hundur ("hnoff, hnoff").......
Ég fór í kvöldkaffi (í gær) til Heiðrúnar Hamsturs og Hrönsu Fokkfeis og ég gjörsamlega tapaði mér, eða við vorum allar svona frekar einhverfar og geðveikar........drukkum svona 16 lítra af kaffi á mann og hlóum að öllu.........æi bara svona galsi dauðans, mjög gaman og gefandi. Þær stöllur eiga einn fyndansta og örugglega heimskasta kött sem að sögur fara af.......æi hann er nú ekkert svo heimskur, bara svona smá andlega skemmdur ! ......... Hann er svona með........hann heldur að hann sé varðhundur syndrome, ég bíð bara eftir þeim degi að hann byrjar að gelta......hann elskar að vera inní þvottavél......sjúga hárið á fólki sem að kemur í heimsókn, hlaupa á veggi og elta ýmindaðar mýs.........æi hann er algjört æði.......
Wellí wellí dagurinn byrjaði ofursnemma hjá mér, svaf bara í rúma 3 tíma........fékk svona hreingerningsæði þegar að ég kom heim úr KAFFInu hjá H&H í gærkveldi.......ihhihihih.......ofvirka gellan......víííí.......fór í alveg 3 tíma langa sturtu, eða ég leit allaveganna út einsog gömul rúsína *dead-sexy* þegar að ég fór úr sturtunni......held að hafi vakið allt hverfið með söngnum í sturtunni.........mikið svakalega finnst mér ég syngja vel þegar að enginn heyrir.....hihiihihih....það liggur bara við að manni langar að fara að gefa út disk og læti þegar að maður kemst í svona sturtusöngham *glott*.......Þetta er bara einsog þegar mar er að hlusta á eitthvað lag í útvarpinu (veit ekki hvort að þið hafið lennt í því, reikna nú samt fastlega með því hihihih) og syngur með....vá mér finnst ég syngja alveg eins vel og flytjandinn hihihhi .......
Jæja Subwayinn minn er kominn....best að fara og gúffa hann í sig *slurk*...........verði mér að góðu !!!
Ég er hvort eð er orðin svo einhverf að ég held að það sé bara best að ég skrifi ekki meir í bili !!!
*HNOFF-HNOFF*

10 september 2002

Það er lítil sugmubba hérna í vinunni minni sem að kallar sig STEINUNN og hún er ekki að trúa því að ég sé með þessa síðu, verð því að rita hér eitthvað bull til að hún trúi mér.......
Steinunn mín...."það var nú gott að deitið gekk vel í gær.....og takk fyrir síðasta naglann" !!!!
"Hey smá svona getraun, vegleg verðlaun í boði *glott*..............Getur einhver sagt mér hvar þessi "lovlí" kirkja er á landinu ??????


*hnerr*
Góðan daginn gott fólk.....rigningarþriðjudagur....samt fínasti dagur!! Vaknaði alveg eldsnemma fór í alveg klukkutíma langa sturtu.......vakti svo Kolluna mína og dró hana með mér á Kaffibrennsluna. Þar sátum við í dágóða stund, sötruðum kaffi og átum yfir okkur af litlum samlokum *namm*....Og nú einsog vanalega sit ég hér í vinunni og reyni að láta tímann líða eins hratt og ég get!!
Já mér til mikillar skemmtunar "NOT" var ég næstum búin að valda svona um skrilljón bíla árekstri áður en ég kom í vinnuna......shit hvað mér brá.......þetta var nú ekki mér að kenna heldur einhverjum djös sjúkrabíl................well allaveganna...Þetta var hryllileg lífsreynsla....hnén á mér eru einsog 2 víbradorar......titra stöðugt hérna.....vantar bara suðið *hihih*.....mæli ekki með þessu!!
Wellí ég hef EKKERT að segja, er að krepera úr þreytu og er að reyna að finna mér stað til að flýja á eftir vinnu, er að reyna að treina það að fara heim og taka allt í gegn......ég held í alvöru að einhverjir menn frá Afganistan hafi komið og gert einhverjar svona sprengjutest heima hjá mér.......ég er búin að vera á svona tímabili þar sem að ég er alveg með ofnæmi fyrir þvottaefni og hreinsilög........*hrollur*......fæ alveg svona útbrot og kláða bara við tilhugsunina hihihi.......
Ég er komin með svona flugu í hausinn......að flytja bara út á land......er að fá grænar af "Borg Óttans"....í alvöru.....þó að það yrði ekki nema í Vogana eða eitthvað.....æi mér er alveg sama svosem, nei kanski ekki alveg...... *röfl-röfl*
Jæja nú ætla ég að fara að vinna, koma mér svo heim og loka mig inni þar til að ég finn upp eitthvað dót sem að ég verð ógó rík af..........sniðug hugmynd......alveg einsog gæinn sem að ákvað að gera þetta í Bretlandi (minnir mig). Gaurinn lokaði sig inni í X mörg ár eða þangað til að hann fann upp þá snilldar hugmynd að stækka opin á tannkremstúpunum (meira magn af tannkremi sullast út - túpan fyrr búin og maður fer oftar út í búð til að kaupa tannkrem "snilld") , fyrirtækin keyptu hugmyndina og vitir menn........minn maður býr í villu og er vel settur......................"æm tótalí flibbin óva"
*klípíeyru*

09 september 2002

*hóst*
Hellú hellú hellú...........jæja nú hafið þið alveg verið laus við mig í nógu langann tíma.......Er búin að liggja heima með hósta og hor.......ojjjjjjjj.....ég fekk bara ógeðslegustu flensu í síðustu viku sem að ég hef fengið í LANGAN tíma...."shit"....er að losna við þetta núna.....allaveganna komin á ról, nennti ekki að hanga heima mikið lengur. Maður tapar alveg GEÐheilsunni á að liggja bara svona og gera ekki neitt......voða gott að láta stjana svona smá við sig en "vá" hvað þetta er ömurlegt til lengdar!! Ég óska þess svo innilega að enginn ykkar fái flensu í bráð *bros*. Lífið er samt alveg yndislegt.......mikið svakalega var ég glöð (ekki samt glöð að hún hafi vakið mig samt...hefði viljað sofa fram a hádegi) í morgun þegar að ég vaknaði með sólina í augunum.....mér finnst alveg ótrúlegt hvað það er gott veður og það er komið inní september, pælið í þvi......ég vil hafa þetta svona bara sem lengst (hver vill það ekki)......
Hey spurning út í sal *bros*...er einhver hér sem að veit um svona bílskúrsgæja....æi mig vantar að láta rétta bílinn minn og svona, tími bara ekki að fara með hann á verkstæði og svo er bærinn fullur af svona köllum sem að gera við bíla út í bílskúrnum heima, gera það vel og miklu ódýrara en að láta verkstæði gera það fyrir sig.......PLÍS látið mig vita ef að þið þekkið einhvern svona eða þekkið einhvern sem að þekkir einhvern !!!!!!!!!!
Kallinn minn fór austur (til Kongó) í morgun, er að fara að vinna þar, eða rétt er að sagt þeir munu landa þar þessar elskur. Þannig að ég mun ekki sjá hann nema á 3-4 vikna fresti.......vertíðin byrjuð *bla*........ARRRRRG......ég var að spá í að fara til London og láta vaxmyndasafnið þarna fá svona mynd af honum og gera handa mér eina góða vaxmynd nema bara úr svona sílíkoni eða einhverju svoleis efni........hihih......þið vitið einsog perrarnir panta sér, með götin á réttum stöðum *bros*.........
Wellí wellí litlu sugmubburnar mínar
ég ætla að segja þetta gott í bili, þarf að fara að gera upp og loka pleisinu.......langaði bara svona að heilsa uppá ykkur og láta vita að ég er ekki dáin úr hori.....!!

04 september 2002

Vááá......ég er að fríka út barasta það er svo mikið að gera........það er svosem bara fínt - tíminn flýgur líka avleg framhjá...........ég er barasta að verða búin i dag........*klapp*....
Hey Kolla mín, þú ofsóttir mig alveg í alla nótt.......dreymdi þig alveg vinstri - hægri...........bara fyndið.......varst eitthvað að reyna að fá mig til að kaupa einhverjar djös kökur sem að þú varst að baka í alla helvítis nótt í eldhúsinu mínu........hihhihih.....líkt þér að vera að baka ..."RIGHT"..... well vaknaði alveg sársvöng og get svarið fyrir það að ég var með lyktina af nýbökuðum kökum í nefinu alveg fram undir hádegi *hihiihhhih*..........
Spurning um geðheilsuna......vívíví.......
Verð að hætta, bossinn minn var að láta mig fá HUGE bunka af verkefnum sem að ég þarf að klára áður en að ég fer í dag........
*klípírass*
*rigningarglott*
........vííííí...ég var að fatta það að eftir 27 daga takk fyrir þá á ég afmæli.......*jeij*......nú er sko niðurtalningin hafin *bros*
Það er svona rigningartuss veður í dag og skapið svona í takt við það, ekkert sólskinskap einsog í gær.......well er frekar spennt því að ég er að fara í Yoga tíma eftir vinnu og mér fannst svo gaman síðast ... !!
Vá ég er búin að vera að skrifa þetta litla skeyti hérna í hálftíma eða eitthvað...........gleymdi mér í vinnu.....held að ég skrifi bara aftur og meira seinna...

03 september 2002

Hellú hellú litlu sætu hamstrabörnin mín............sólin skín ekki.........en ég er samt í sólskinskapi.......ekki leiðinlegt....langaði nú bara svona að heilsa uppá ykkur áður en ég hætti mér niðrí matinn ....... kvíði fyrir...kaldur sviti af ótta.........
Á boðstólum er : Eggsteikt ýsuflök með paprikusósu á hrísgrjónum
og jógúrt, álegg og brauð........*hrollur*............jæja ætla að hoppast niður .........bið að heilsa ykkur í bili......ble ble
Argasta fokk........skil ekki alveg, það ver hér þessi fínasta mynd og alles gúúúd sko....en núna er hún barasta dottin út......"arg"......welly góðan daginn btw.........hvernig brosir lífið við ykkur í dag.....??
Ég fór í Yoga í gær........bara gaman, ég held að allir ættu að prufa.....fór í svona tíma sem að það eru bara konur.........æi þetta er bara æði......þetta er svona erfitt, gaman og gott......ég held að ég sé með harðsperrur í rifbeinunum........Í RIFBEINUNUM takk fyrir hiihihi....(ef það væri nú bara hægt)......
Svo fékk ég mínu fram....og er auðvitað mjög glöð með það, kallinn minn liggur núna heima með háan hita og hor ........ hihihi.......gleði mín er að sjálfsögðu út af því að hann fór þar af leiðandi ekki á sjóinn í gær *glott*......
welly þarf að fara að vinna, kom bara til að reyna djöflast í þessari blessuðu mynd sem að átti að vera hérna inná........
Ble ble í bili

02 september 2002

Bara að prufa að skella inn svona mynd..........kollsterinn var að kenna mér það.......

*hihih* þetta er hún "missfokkalot"..........alltaf jafn afmynduð og sæt.........
Skál í boðinu sæta




Kjósa, kjósa, kjósa


Góóóðan daginn gott fólk.......víííí....veðrið hefur nú skánað smá frá því í gær "ha".......Sit í vinunni og það erum BARA ný andlit hérna út um allt....er ekki alveg að fíla það.....fólk sem að ég þekki ekki neitt og get ekki byrjað að leggja í einelti alveg strax...djö.....líst ekkert á blikuna........svo virðist þetta líka vera frekar ljótt fólk svona upp til hópa...djók....
Well gleðifréttir á mínum bæ (fyrir mig í það minnsta *jeij*).......kallinn minn er heima fárveikur *jeij*....ég veit ég hljóma frekar sick sko en ég meina ef að hann er fárveikur þá fæ ég að hafa hann heima 1 túr í viðbót *hoppafgleðibroskall*......við sjáum bara hvað setur, alveg tipical ef að hann ákveður bara að skella sér.....bíta á jaxlinn kjaftæði eitthvað.....
Mikið andskoti er alltaf vondur matur hérna á þessum blessaða vinnustað, þetta er svona panntaður matur.......*hrollur*.......við kvörtuðum núna í sumar yfir matnum, hvað hann væri nú bragðlaus, of sterkur, feitur, ljótur........og við fengur bara þau svör að það væri svo mikið af fólki í fríi hjá þeim og þess vegna væri maturinn svona vondur...."say what"......ég skildi ekki alveg þetta svar hjá blessaða fólkinu..........well sumarið er á enda og maður er ennþá að fá kjötbollur sem líta út einsog steiktur nagrís og mexikanskar tortillas sem eru einsog gömul skolprör...........hvað er í gangi.......þetta á að vera vel þekkt og virt fyrirtæki, ég efast um að starfsmennirnir þar borði matin sem þeir erum að útbúa sjálfir !!! Ég er semsagt orðin glorhungruð, matartíminn er kominn og ég er að velta því fyrir mér hvað maður á að borða............ekki hætti ég mér niður í "Steiktar kjötbollur með lauksósu".........
Vá leiðinlega lag dauðans sem að ég er með á heilanum, nýbúin að losna við blessaða Svalalagið og er komin með eitthvað lag síðan god knows when......."ég held ég gangi heim, ég held ég gangi heim...." Ég man bara eftir myndbandinu *hihihihhih*. Gömul íslensk myndbönd eru bara snilld..........
Jæja ble ble í bili......skrifa aftur á eftir (lofa því nú alltaf og stend nu aldrei við það)........... BLE BLE

01 september 2002

hellú hellú gott fólk.....og gleðilegan rigningar sunnudag.........þetta er svona ekta sunnudagur þar sem að maður á að liggja í rúminu með snakk og video.....bara njóta þess að það sé ömurlegt veður úti og gera bara EKKI NEITT !!!
Ég vona að helgin hafi bara verið yndisleg/góð hjá ykkur öllum......allir hafa skellt sér á djammið og svona þar sem að fólk var að fá útborgað á föstudaginn......það er alltaf svo ljúft að fá útborgað á föstudögum.....maður er þreyttur og pirraður eftir alla vinnuvikuna.....svo kemur svona lítill sólargeisli sem er "launaseðillinn"......ekki það að hann sé nógu hár að mínu mati.....samt verður mar alltaf glaðari....eða ég allaveganna !!
Helgin mín var bara ljúf, var að vinna frekar lengi á föstudaginn.....fór til múttunnar minnar, lágum yfir lélegum myndum og átum að ég held 16 kíló af mandarínum og hunangs seríossi....*namm*.....ég er með svona SÚPER mandarínu æði þessa dagana.....*slurk*.....well kallinn minn kom heim á laugardaginn, bara ljúft að fá hann heim í smá stund....gott að hafa einhvern annan en "Tisa" (tusku ísbjörninn minn) til að kúra hjá....eitthvað sem að andar og hreyfir sig....
Ég fór í heavy fjölskylduboð seinna um daginn, kallinn slapp vel - var bara heima sofandi ... það skildu það nú allir voða vel.......bróðir mömmu kallaði svona þvert yfir alla íbúðina og var að spyrja hvar hann væri....amma var ekki lengi að svara........."hún náði honum bara engan veginn upp svo að hann kom ekki".........(úr rúminu semsagt *glott*) ég hélt að ég yrði ekki eldri.....það fékk allt pleisið hláturskast.....fólk var komið með ekka og farið að hrína svona......amma greyið skildi ekki neitt í neinu....æi hún er sætust....
Well sunnudagurinn minn er bara búinn að fara í vinnu að mestu leyti, fór að skúra í morgun, skellti mér svo smá á Kaffibrennsluna að hitta kolluna mína, voða ljúft.....alltaf gaman að hitta hana og fara á svona tuttugu mínútna trúnó þar sem að maður kemur samt öllu frá sér sem að maður vill......hiihih.......Love you litla stelpa......síðan mætti mín bara galvösk uppí DV þar sem að ég sit núna og er ekki að nenna að vinna mikið, langar að fara heim í video og snakk og mörg kíló af nammi..........bara svona kaloríufyllerí *jeij*........ég veit ekki hvaða mynd ég á að leigja mér.......arg......ég hef ekki farið í bíó síðan að ég sá bara Bodyguard eða eitthvað, það er svo langt síðan að ég man ekki hvað það síðasta var sem að ég sá...þannig að ég hef ekki hugmynd um hvaða myndir eru búnar að vera að sína og hvað maður ætti að sjá á leigunni..............blebleble........farin að röfla.......ætla að reyna að halda áfram að vinna, fara að reyna að tjasla saman einhverjum myndum............síjú....
knús knús

Hér er eitt svona snilldarpróf sem að ég rakst á ......... hiiih sem að segir manni hvað maður héti ef að maður væri "Porn star"..........víííííí.........ég héti ""Crystal Cummings" ekki er það nú svo slæmt........hihihi