31 mars 2005

..mörg eru mismælin...

...en alltaf eru þau jafn yndisleg eitthvað..

..snoozfíknin...

...sá þetta fyrirbæri á annarri síðu og þvílíka snilldin sem þetta er....reyndar alveg furðulega ljótt dýr...líkist einna helst k...á hjólum ... en ég meina ef að þetta er það sem að þarf til að losna undan viðjum vanans (snoozfíknina) then so be it sko...þetta er ss klukka/vekjari sem að skríður/hleypur/rúllar um öll gólf á milli þess sem að maður slekkur á honum...þannig að þegar að þú ýtir á "snooz" og leggst í makindum aftur á koddan með "fimmínúturlengursjálfsblekkinguna" á bak við eyrað, fer klukkan af stað og næst þegar að hún hringir er hún einhverstaðar allt annarstaðar í herberginu og maður verður að gjöra svo vel "góðan daginn" að standa upp og slökkva á henni....já...þetta er alveg brilljant einsog hún Vala litla myndi eflaust orða það..."alveg magnað hvernig klukkan rúllar svona um rýmið - æðislegt flæði í þessu öllu saman" ....

..Keikó...

...Ætli norðmenn vilji ættleiða Bobby F. þegar að við fáum leið á honum einsog Keikó sáluga ?? ...við skulum bara vona að hann B. fari ekki að hömpa allt og sýna öllum bebban á sér einsog Keikó....hvað veit maður annars hvað hann gerir litla dýrið...

30 mars 2005


Dóttirin/erfingin/skæruliðinn/engilinn/
Anna Þrúður er með alveg nýtt hobby þessa dagana, það eru gervitennur - eða meira svona ógeðisgómur sem að hún fékk gefins...nú er ekki farið út nema "vera með fölsku" einsog hún orðar það sjálf...henni hefur alveg tekist að láta nokkrar gamlar og krumpaðar fá smá kipp í hartað í búðarferðunum...heh Posted by Hello

29 mars 2005

..ástfangin...

..já ég held að ég verði nú bara að viðurkenna það...ég er ástfangin......að horfa á hann róar mig, hann hlustar á það sem ég hef að segja, les hugsanir mínar nánast, er stór og öruggur með sig - getur verndað mig ... ó hann er svo fagur...hann heitir Bjólfur, er reyndar fjall.... en hann er minn (í mínum huga er hann minn...má líka alveg vera þinn..)!!

..sá hann nefnilega í sjónvarpinu í gær þegar að ég horfði á Kaldaljós, já hann er sko líka múvístar ... og þá mundi ég allt í einu eftir því hvað hann var ógurlega stór og fagur...

..æjj svo erfitt eitthvað...

...jæja gleðilegan þriðjudag litlu dýr...djísus hvað það var eitthvað súrt að þurfa að bruna í vinnuna í morgun, var líka ekkert að takast að sofna í nótt - of mikið að stressuð/spá í að ég myndi sofa yfir mig þannig að loksins þegar að maður sofnaði fór vekjarinn á símanum að góla...sé alveg fram á það að verða sofnuð um 9 í kvöld...úfff...en þangað til er um að gera að drekka nógu asskoti mikið af kaffi og brosa bara..
..Hvað er maður að kvarta annars - það sem er ekki lagt á fólkið í Indónesíu / við Indlandshaf ... fyrst á jólunum og nú yfir páskana - ekki það að það sé til eitthvað "betri" tími...en æjj þið vitið hvað ég meina...úff, maður sendir nú bara alla góða strauma yfir hafið til fólksins sem á um sárt að binda þessa dagana.....

27 mars 2005

...páskaegg...málshættir og gleði....

..er búin að hafa það rosalega ljúft bara í fríinu - djö verður skrítið að skríða aftur til vinnu, hefði alveg þegið svona 2-3 daga til viðbótar.
Vöknuðum eldsnemma í morgun mæðgur og hófum "leytina miklu" að páskaeggi erfingjans...eggin suðu í pottinum, kaffið var að hellast uppá - úff alveg einsog í gamla daga nema þá voru það við mamma...dííííí hvað tíminn er fljótur að líða og skrítið hvað maður rígheldur í gamlar hefðir, reynir að koma því áleiðis sem að manni líkaði vel og gera annað betur sem að maður var minna sáttur við - maður er alltaf að berjast við að gera allt "fullkomið"...hvenær ætli maður átti sig á því að ekkert er eða verður fullkomið nema jú á sinn "ófullkomna" hátt...
..jæja nú erum við mæðgur að fara út í náttúruna, aðeins út fyrir borgarmörkin...vona að þessi dagur verði "súkkulaðihjúpaður"...verði ykkur öllum að góðu..

...annars fékk ég þennan málshátt;

Sæt er ávinnings vonin

..en þið, hvaða málshátt fenguð þið??

26 mars 2005

...úúúúú....

....þetta er ekkert smá mögnuð og flott mynd...

25 mars 2005

...PÁSKA GLEÐILEGA..!!

....gæfi ykkur öllum stórt páskaegg ef að ég bara gæti - og málshátt sem meikaði sens....geri það bara í huganum....en gleðilega páska...vona að hátíðin verði falleg og góð við ykkur....njótiði vel!!

24 mars 2005

..nei asskotinn...

...hvað eru þeir og þessir að meina með að sýna beint frá komu Bobby kallsins á Reykjavíkurflugvöll........af hverju í ósköpunum, why why why........vildi óska að það væri jafn auðvelt að losna við komu kauða til landsins einsog að skifta bara um stöð...en neinei - litla skeggjaða sækóið er komið eða að lenda og maður verður víst bara að bíta í það súra....

22 mars 2005

...tækjadauði...

...ja, detta mér allar dauðar...veit ekki alveg hvað málið er með mig og rafmags/tækja/heimilstækin þessa dagana...ekki nóg með það að kaffivélin hafi gefið upp öndina um helgina sökum misnotkunar (tek það alfarið á mig) þá ákvað hárblásarinn að drepa brauðristina, reyndar með hjálp dótturinnar en ég meina ég sá alveg hvernig hann réðist á ristina "ég er vitni", síðan er gemsinn minn með e-h "birtingarfóbílu/fælni" hann neitar að sýna mer sms-in (innihaldið) og neitar líka að sýna mér símanúmerið eða þann sem er að hringja - það fer rosalega í taugarnar á mér og ég er viss um að ég eigi eftir að "drepa" hann mjög bráðlega og þá er maður einum símanum fátækari...og fjarstýringin á DVDspilaranum er með unglinaveikina og neitar að virka (jájá, búin að kíkja á batteríin) - en ég meina get spilað diska en ekki gert neitt meir, bara ýtt á play - ekki skoðað aukaefni eða þið vitið farið inní menuið...messsssst pirrandi stundum!!......þannig að ef að þið eruð með e-h heimilistæki eða tól sem að þið viljið láta "lóga" þá bara komið með þau til mín og ég lofa að þau hætta að virka "deyja" hreinlega...

..kettlingur...

...Ekki gætuði verið svo elskuleg eða vitiði um e-h sem er með kettling sem að hann þarf að losna við, verður að vera læða !!
...Ein tutluvinkona mín er að leyta sér að kettling, hún á eina kisu fyrir og dauuuuuðlangar í aðra - hún er pínu kattafrík, en á góða mátann...og ég lofa að hún er besta "kattakona" sem að ég þekki .... og sögur fara af....!! Plís viljiði hafa augu og eyru opin fyrir mig/hana!!
Takkedítakk....kommentið bara ef að þið vitið um kisustelpu handa henni!!

...The doner...

...í e-h baunakastinu í gær var ég að spá og spögulera í öllum þessum blessuðu "raunveruleikaþáttum" - sem að mínu mati eru eins langt frá raunveruleikanum og hægt er .... en ó well....og datt þá í hug að þeir (ss sjónvarpsdúddarnir) ættu að setja upp svona "óeigingjarna" raunveruleikaþætti eða þætti þar sem að keppt er um að gera eitthvað fyrir e-h annar, e-h annar græðir á því sem að þú ert að gera.....eruði að skilja mig?? Heh, well áðan kom Kollzið mitt hérna niðrí stræti til mín og ég fór að segja henni frá þessari hugmynd minni og við misstum okkur pínu...jújú - erum komnar með nafnið á þáttinn (eða ein hugmyndin var)...sem verður "The doner" og þar verður markmið keppenda að "gefa af sjálfum sér" ... t.d. hvað geturu gefið mörg líffæri áður en þú deyrð....eða....einn maður/kona sem vantar beinmerg td....12 keppendur með rétta merginn keppast um að fá að gefa honum "merginn sinn" (heh)...sammarakonupar og fullt af mönnum sem vilja dóneita sæði svo að þær geti átt barn...og þar fram eftir götunum......og auðvitað er vinningur keppenda bara gleðin og ánægjan ....
...já þetta var nú pælingin.....og hugmyndirnar voru/eru enn fleiri....heheh....en e-h held ég að þetta myndi nú ekki ganga...en hver veit...Kollz...við þurfum að útfæra þetta eitthvað nánar...og jú svo auðvitað vantar okkur lag og texta...svona "þímsong"...

21 mars 2005

...barningur...

Hún dóttir mín er nú algjör snillingur í að segja svona hluti á mjög viðeigandi stöðum *heh* ... eða ekki...hér læt ég fylgja með EITT dæmi helgarinar
Nú sko, á laugardagsmorguninn þegar að sú stutta vaknaði á mjög ókristilegum tíma og var farin að verða óþolinmóð að mútta gamla kæmi á lappir tók hún uppá því að byrja bara í koddaslag...heh, góð leið til að vekja e-h skal ég segja ykkur....jújú maður skellti sér í gírinn og var bara í eitthverju svona "ati"....síðan sitjum við við morgunverðarborðið, hún með sitt blað (Birtu) og ég með mitt (Fréttablaðið) og við svona eitthvað að spjalla saman og ég segi við hana "hva, var mamma bara að kitla þig og lemja í þig með koddanum....".....etc......dagurinn líður og leið okkar mæðgna lá í Krónuna að versla í matinn...sem er að sjálfsögðu ekki frásögu færandi...nema jú sú stutta var orðin þreytt og pirruð og ekki bætti úr skák allir hinir gólandi krakkarnir í búðinni...well við stöndum í röðinni og hún biður mig voðalega fallega um "laugardagsPez" ég neita því svona pent ... hún biður aftur....ég neita....hún biður aftur og að sjálfsögðu neita ég aftur.....hún verður svona dramatísk horfir á mig, tárin alveg svona að byrja að myndast í litlu augunum og komin svona pínu ekki þegar að barnið lætur út úr sér (og notabene búðin og röðin sem við vorum í var full af "seltjarnarnesmömmum")
...."mammaaaaa, ekki lemja í mig heimaaaa..."
...ég hélt að ég yrði ekki eldri, fann hvernig alveg þúsund og 4 augu störðu á mig og svo barnið til skiftist...ég svona "heh, ha, hva meinarðu, mamma lemur þig ekkert, heh" (inní mér alveg "votðef....hvaðan kemur þetta")
...leið einsog mesta "gimpi" á jarðríki og var viss um að þegar að ég renndi í hlað heima myndi barnaverndarnefnd bíða eftir mér....já get ekki sagt annað en þetta hafi verið með óþæginlegri mómentum ever.....pabba gamla fannst þetta nú samt á hinn boginn alveg óheyrinlega fyndið og þá sérstaklega hvernig ég skifti litum....æi, en já börnin eru algjörar perlur....dóttir mín er líka einstaklega dugleg við að horfa djúpt í augun á konum og körnlum "á besta aldri" og segja "greyið gamla konan /gamli maðurinn"...veit ekki hvaðan hún fær sumt af þessu sem að hún lætur út úr sér....en þetta er bara gaman ....

....vas...

...juuuu, hvað maður er krumpuð, gömul, ekkert allt of glaðleg en sæt.... :)

..gleðilegan mánudag....

Jæja, helgin búin - ný vika rétt að byrja og páskafríið að skríða til mans....rúmlega 2 dagar í vinnu og svo barasta páskafrí. En ljúft eitthvað !!
Helgin var strembin en mjög svo skemmtileg, held ég hafi barasta ekkert sest niður alla helgina - allt að gerast. Fór í fermingaveislur og ó mæ god...hvílíka geðveikin sem að það er orðin, er fólk að tapa sér eða? Áður en maður veit af verður komin einhver svona þáttur einsog brúðkaupsþátturinn "já"...nema bara fyrir fermingarbörn. Hmmm...hvaða nafn ætli hann fengi.....Nei en svona grínlaust, þetta er orðið sjúkt - gjafirnar, veislurnar og bara allt umstangið....Æi, kanski er þetta hræsni hjá manni að tala svona, ég veit að ég fermdist gagngert til að "græða" - fá að halda veislu og fá pakka...ég veit það vel - það hafði allavegana minst með Jesú eða Guð að gera...hmmm...ég veit samt líka að ég hefði ekki orðið brjáluð af því að trippið sem að ég fékk var jarpt en ekki grátt, og Ipodin sem ég fékk var ekki með nógu stórt geymsluminni eða af því að hann var hvítur en ekki ljósblár og mig langaði að fara í út enskuskóla í byrjun ágúst en ekki í júlí......æi, þið skiljið....þvílíku sjúku (að mínu mati) "vanþakklætissögurnar" sem að eg er búin að heyra af/verða vitni að, það er fáránlegt.....æi svo ætti maður kanski minnst að vera að segja fyrr en maður fermir bara sjálfur...samt bara slær mig svo svakalega!
...Tilfinningaveran Marsil er komin í heimsókn, best að skella sér í kaffi með stúlkukindinni...

20 mars 2005

..boltaveisla...

....jæja...Liverpool - Everton er að byrja og síðan er það bara kökur, heitir réttir - fermingaveisla um leið og dómarinn flautar leikinn "af".....víííí....eins gott að þeir vinni..annars, annars, annars......ja well, annars ekki neitt - lífið heldur áfram *bros*

19 mars 2005

..Köttur & kaffikanna....

....jæja það er komin laugardagur (fyrir ykkur sem ekki vissuð það heh)...Kaffivélin mín ákvað að segja skilið við mig í morgun og ég er ónýt, ónýt segi ég....ekki það að ég eigi ekki 3 expressókönnur og 1 pressukönnu (eða hvað sem þetta dót heitir nú allt smana) og að kaffivélin hafi aldrei hitað kaffi nægilega vel né gert nétt sérstaklega gott kaffi....ég vorum bara búnar að "bonda" svo asskoti mikið ég og kaffikannan Karólína....líður einsog einhver hafi komið og kipt af mér hægri handleggnum á meðan ég svaf....úfff....tómleikatilfinning!
Ég á eftir að sakna látanna frammí eldhúsi þegar að hún var að hellast uppá(hljómaði einsog það væri verið að reyna að starta fyrsta traktornum)....hún dæsti alltaf einsog gamall kall þegar að síðasti dropinn rann í könnuna, heyrðist svo undurfagurt "pfffffff"...það var alltaf einsog það sæti starandi eineygður köttur á eldhúsbekknum á nóttunni þegar að maður var að pukrast og fá sé kaffi, ljósið í takkanum var orðið svolítið bilað svo að stundum var einsog kötturinn blikkaði mann svona "hæ, sæta - koddu og klóraðu mér á bak við eyrað.."...alltaf skemmtileg "áramótastemming" sem sveif yfir mann þegar að maður þurfti að stinga henni í samband - blossarnir myntu mann einna helst á áramótin/aldamótin 2000..
...já einsog ég segi...hún er farin frá mér þessi elska og ég sakna hennar mjög sárt, hafa ekki verið ófáar ferðirnar fram í eldhús í dag og tómur eldhúsbekkurinn blasir við mér....hræðilegt, vona að ég hafi það í mér fljótlega að fjárfesta í nýrri. Treysti mér nú samt ekki alveg strax - leyfi henni að kólna fyrst....
...lífið heldur áfram....

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

óþæginlega nálægt því...

Heslihnetutré - Óvenjuleiki
22.03-31.03 & 24.09-03.10

Manneskjan býður af sér góðan þokka, gerir litlar kröfur og er mjög skilningsrík. Hún veit hvernig hún á að hafa áhrif á fólk og berst fyrir málstað sem hún trúir á.

Manneskjan er vinsæl en skiptir oft skapi. Í ástum er hún óútreiknanleg en heiðarleg og umburðarlyndur félagi. Hún hefur sterka réttlætiskennd.

18 mars 2005

...leit.is....

...Ég virðist vera búin að týna vinkonu minni henni Swanellu Ænstæn og ákvað því að auglýsa eftir henni/reyna að ná til hennar hérna á netinu þar sem að ég veit að hún rúllar stundum inná þessa blessuðu röfl síðu mína...
* Swanella sást síðast á Kaffibrennslunni í rauðum anórakk, ljósbláum gallabuxum og með dökkbláa hliðartösku - hún er dökkt millisítt hár, og brosir svo breitt að það fer ekki framhjá neinum...Þeir sem hafa orðið varir við þessa tutlu vinsamlegast hafið samband í síma....
Nú já ef Sw.ænstæn les þetta bara sjálf væri fínnt og frábært að fá smá merki um líf, þó það væri ekki nema eitt lítið sms, hringing, uppábank, hlaupa nakin í kringum húsið mitt með rafmagnstannbursta í einni og gullfisk í hinni, lesið inn "svar" á Rás2....bara smá lífsmark og ég verð voðalega kát og glöð!!!

..kransakökur..próf..KR-dinner...

...kjamms kjamms...mikið svakalega hlakka ég til að komast heim í kotið í dag..eitthvað svo mikill föstudags-enda-vinnuviku-letipúki í mér núna..langar bara að skríða undir sæng og byrja að horfa á e-h af þessum bíómyndum sem að maður er búin að vera svo duglegur að sækja sér....jáms - maður uppgvötar fyrst orðið "download" þegar að maður er komin með svona fíhíííína og góða tengingu í kotið....þá er ekki aftur snúið núna held ég bara ...

Annars er plan helgarinnar bara voðalega gott.....dálítið mikið planað en allt frekar skemmtó bara..frændsystkinakaffiboð í kvöld víst, morgunkaffi í kotinu mínu með fagurri fænku á morgun, matur og kósýheit hjá litlu vesturbæjarhúsmæðrunum á annað kvöld líklegast, vinna, fermingaveisla - .namm...og leikur á sunnudaginn...og jú jú þarna inná milli þarf maður víst að læra eitthvað fyrir 2 yhiiiindisleg próf sem eru á mánudaginn...já lítur bara vel út helgin held ég bara...alltaf gott að hafa nóg að gera og dreyfa aðeins huganum bara!

Jæja, hún múttan mín ætlar að trítla niðrí strætið til mín og versla fermingargjafir og fara svo með mér í "gott kaffi"....ætlum að skella okkur saman "félagsfælnu mæðgurnar" á kaffihús bara og kanski maður fái sér eina eplakökusneið í tilefni dagsins - jújú það er víst bara föstudagur einu sinni í viku *glott*

...Jááá - maður má ekki gleyma...Tóta frænka mín og Bomba með meiru er víst að skríða í 26 árin í dag...."til lukku með það litla"....

..er það?

HAPPINESS

* To be happy with a man, you must understand him a lot and love him a
little.

* To be happy with a woman, you must love her a lot and not try to
understand her at all.

...föstudagur...

...góhóóóóðan daginn öll sömul...

17 mars 2005

...sveitasæla...

...í svona veðri er ekkert annað að gera en...
* panta bústað í Húsó, með heitum potti og öllu tilheyrandi....

...sem að ég og gerði - búin að borga og alles...nú hefst sko niðurtalningin *bros*

..snjókorn falla...

....vííí...ég er alveg að fíla veðrið núna ...

...geisp..

...góðan daginn litlu dýr.......úff hvað það var nú notarlegt að kúra 5 míntútur lengur í morgun - bara heyrandi veðrið berjandi á gluggana, alveg tilbúið að dansa aðeins við mann.....Hugsa að baunin hafi verið skilin eftir heimá kúrandi sér á koddanum...svona miðað við afrakstur vinnunnar "so far"....*geiiiiisp*
....en býð ykkur bara góðan daginn....viljiði kaffi og kleinu meðví??

16 mars 2005

..með hláturskaststár í augunum...

...ég segi það enn og aftur ....SNILLINGUR....

...mið...viku...dagur...

..jæja - ætli það sé ekki best að láta heyra aðeins frá sér þó svo að ég hafi nú ekkert mikið að segja ykkur..
jújú árshátíðin var hin fínasta bara, allir í sparígallanum, vel glossaðir og greiddir - það gleymdist nú reyndar á 4 glasi og- eða 20 skoti en ó well, hvað er svosem að því að vera illa girtur, með pilsið girt ofaní sjálftsig, maskara niðra kinn og varalit á enninu...það er nú bara árshátíð einu sinni á ári *glott*....Ég get ekki sagt að Nordica sé málið, allt of stórt og kalt að mínu mati....mjög fallegt og allt það en ekki málið samt sem áður...maturinn var fínn fannst mér, veislustjórinn Auddi Blö. var alveg að gera ágætis hluti - örugglega erfitt krád sem er ekki alveg á "kynfæra" og "kærastan mín..." stiginu en...jújú þetta var ágætt hjá kauða....Bogomil & Beta stigu á svið og ekki ófáar sveiflurnar teknar....bara flott hjá þeim...enda topp band (að mín mati)...Betan stóð sig líka með prýði bara hehe þegar að hún mundi textann....Síðan keyrði ég fallega parið í bæinn, kíktum í smá afmæli hjá Óskabarninu ... stutt stopp þar, vorum alveg komnar með nóg af "penu" boði í bili, vildum fá smá tjútt músík og fólk í massastuði...héldum á Ölið þar sem auðvitað var fullt fullt fullt af fögru fólki í feiknagóðum gír...skoðuðum okkur um - sá andlitin á bak við nokkrar bloggsíður sem að ég á það til að detta inná ... alltaf gaman að fá andlitið á bak við nafnið/skrifin....Kollan var í "lúmska" gírnum og spilaði út öllum trompunum sínum - "þú stendur þig einsog hetja - borðum saman bráðlega" *glott*.....skildum betri helminginn (hennar) eftir í góóóóóðum höndum og brunuð heim í kotin bara frekar snemma en á eitt sáttar við kvöldið ..... mikið rosalega fann ég til með tuttlunum sem voru að bíða eftir leigubílum þetta kvöldið - brrr.....hefur sjaldan verið jafn kalt, eða þannig leið mér þá...var að spá í að bjóða einni far af því að hún var eitthvað svo ein og yfirgefin og orðin helblá eitthvað...en þorði það ekki hmmm....kanski næst !
Annars er maður bara búinn að vera heima að annast litla sjúkklinginn sinn, reyna að læra á öllum lausu mínútum sem að gefast....svala appelsínufíkninni, vera jákvæð og takast á við dagana einsog þeir koma til mans...jams kjamms....orðin svöng, ætli það sé ekki best að trítla yfir og næla sér í eina stóóóóóra og djúúúúúsí appelsínu...


...og eitt próf svona sem að ég rakst á hjá Kollunni..get ekki sagt ég sé sammála því en ó well...ég er allavegan í rauðum bol...en víst "internetið" segir það hlýtur þetta allt að vera satt...







Your Passion is Red!


You've got that spark - a good dose of intensity, power, and determination.
You do whatever you want in life ... to hell with what anyone thinks!
With so many interests and loves, you're always running around doing something new.
You have fire in your eyes, and it shows. Bet you're even wearing something red!




What Color is Your Passion? Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



12 mars 2005

..föstudagurinn kominn og farinn.....árshátíðardagurinn runnin upp...

..var heima í gær vegna veikinda erfingjans, í þessu líka góhóða veðri..ekki það að maður fái mikið að njóta þess þegar að maður er inní vinnu...en samt..
..Gerði mér samt ferð í Krónuna á meðan afinn sat yfir skæruliðanum og Ó MÆ GOD...hvað skyndibrjálæði rann yfir mig..eða frekar "alla hina" sem voru að versla þarna...Held ég geti alveg sagt það núna að "ég er skíthrædd við litlar, krumpaðar, gamlar, sætar konur með innkaupakörfur..." ... sjæs - held að þetta verðstríð sé alveg brilljant og löngu kominn tími á smá svoleis í þessu blessaða landi (má nú samt ofgera öllu) en ó mæ god geðveikisglampinn í "ömmunum" var frekar viðbjóðslegur verð ég að segja...fólk var í orðsins fyllstu að garga á hvert annað og keyra hvert annað niður...af hverju þarftu að eiga 26 extra stóra Homblest pakka - gamla konan sem "hvæsti" á mig í gær var brjáluð út í mig fyrir að standa fyrir Homblestinu rétt á meðan ég teygði mig í 1 pakka af Hafrakexi...og hún var NOTA BENÉ (eða hvernig sem það nú er skrifað) með 24 pakka af Homblest í körfunni sinni og var að teygja sig í 2 í viðbót (jájá - ég taldi þá heheh)............HALLÓ - er fólk að missa sig !?! Æi, ég er rosa glöð yfir þessu verðstríði - segi það ekki, Bónumamman í mér blómstrar alveg þessa dagana....en þetta er greinilega að draga fram það versta í fólki "þegar í búðina er komið" .... mjög fyndið á sjá fjölskyldur skifta liði til að geta keypt nóóóóóg af kóki....dálítið einsog risaeðlurnar sem að földu sig og veiddu í hópum - svona "surprise" ... ég er nú alveg nógu hrædd við "fólk með kaupæði" fyrir..að ég fari ekki að verða smeyk við gamla fólkið líka - nei takk :)
En ó well....klapp fyrir verðstríðinu samt......best að halda áfram að snurfusa sig fyrir blessuðu árshátíðin sem er i aften...vona að þessi fallegi dagur renni ljúflega niður hjá ykkur....

...Hey, Hugga....ég er löggst á bekkinn - er bara að bíða eftir þér *bros*

10 mars 2005

..ótrúlegt....

...alveg...alltaf þarf ég að taka 2 skref áfram og svo 4 skref afturábak...
...djö getur það verið þreytandi...

...og það er að koma önnur helgi barasta...

..sjæs, finnst hafa verið mánudagur í gær...en ó well...
Veislan gekk ekkert smá vel hjá okkur mæðgunum í gær, maturinn kláraðist nánast allur, sú stutta fékk svo mikið af "stórum" (auðvitað fallegum..) hlutum að ég hugsa að ég þurfi að láta hana íbúðina eftir og flytja út - varla pláss fyrir mig í kotinu lengur ... Hélt samt að ég myndi fara úr límingunum ... þetta var/er svona fyrsta "ekta" veislan sem að ég hef haldið og það helltist yfir mig svona eitthvað úber stress rétt áður en að fólkið var að koma...samt voru þetta nú bara ættingjar og fólk sem að er manni næst......stress út af því...hvað er það?? Jújú, ætli það sé ekki að maður vilji hafa allt "perfect" - og þegar að maður er að elda/baka ofaní ömmurnar sem eru náttúrulega BESTU kokkar og kökugerðarmenn í heimi þá er um að gera að standa sig....*bros*..En einsog ég sagði þá lukkaðist kvöldið alveg ótrúlega vel og ég er bara sátt og sæl....jújú og mjög södd ennþá...úff !!!
Ekki skemmir heldur fyrir að Liverpool vann leikinn í gær glæsilega og er þ.m komið í 8 liða úrslitin í Md......thíhí....karl faðir minn átti ekkert allt of auðvelt með að sitja með bakið í slökkt sjónvarpið í gær í veislunni...en við fengum nú að líta aðeins á seinni hlutann ehehe...maður reynir að kunna sig í svona veislum *bros* og þá sérstaklega ef að maður á að heita "gestgjafi"....maður hefði kanski átt að hafa þetta bara "fótboltaparty" í staðin fyrir 2ja ára afmæli...hmmm...hef það í huga næst!
Jæja, ætla að fara að reyna að gera e-h að viti...var að koma af löhööööngu námskeiði og ekki frá því að ég sé bara pínu soðin í hausnum....best að reyna að hrista úr sér þreytuna....lagi sig til í andlitinu - ekki vill maður líta út einsog veðruð hæna með hlaupabólu mikið lengur...ekki smart...

09 mars 2005

....áskorun og gleðipinnar...

...úff, fékk áskorun eða þetta var einginlega svona veðmál og nú þarf strumpurinn að vera fullur í kjól á árshátíðinni....juuu hvað mig er ekki að langa það ...ja,well djammáhuginn er svo mikill þessa dagana að ég er ekki einu sinni komin með pössun.*úps*..
Held ég sé að springa ég er í svo góhóóóóðu skapi núna - þvílíka vitleysan sem að hefur verið að vella uppúr mér í dag...úff - greyið samstarfsfólkið, held að þetta sé veðrið sem sé að hafa svona áhrif á mig - þar sem að rigning er í miklu uppáhaldi hjá mér...kanski líka tilhlökkun til kvöldisins..jújú maður er að fá stóóóóru famelíuna heim í afmæliskaffi snúllunnar beinnt eftir vinnu og maður var sko sveittur frameftir að töfra fram kökur, heimalagaðan ís, smyrja flatkökur með hangikj. (engin veisla án svoleis..namm), heita rétti, skera niður ferska ávexti, raða ostum, kexi og drasli...gera allt ready fyrir hungrað fólk eftir langan vinnudag...æi alltaf gaman að hitta fjölluna - en samt kvíðir mann alltaf pínu fyrir, eða ég er svoleis í það minnsta....
...jæja, ætla að skella mér í smá kaffi núna - Tinna litla lipurtá kom með þessa líka ljúffengu afmælisköku í vinnuna og ég verð að fá mér smá, bara smá...viljiði bita??

...hamingjuóskir..

....úfff - frábær dagur...3 gullfallegar manneskjur eiga afmæli í dag..."eiga daginn" og langar mig bara að óska þeim til haaaaaaaaaamingju með hann!!

Til hamingju með afmælið - erfinginn skriðin í 2 árina, Amélie Ævars. ekki búin að ákveða hvort hún er 26 eða 27 í dag...og síðast en ekki síst er Swanellan mín 27 í dag..bíddu hækkar maður eða lækkar maður með aldrinum??.....en til lukku litlu börn..vona að dagurinn, kvöldið, nóttin og bara árið verði svaka ljúft við ykkur....

08 mars 2005

....þriðjudagur gleðilegur....

..jæja ég vona að helgin hafi runnið ljúflega niður hjá ykkur öllum...mín var bara úúúúber fín!
Sagði upp au-pair starfinu, svona viss léttir en samt ekki - verð að viðurkenna það að maður saknar nú litlu hormóneltu sambýlinganna sinna ...
..var voða mikið í "16áraflashbackinu" alla helgina, að rúnta eitthvað um borg og bæ...og skemmti mér konunglega, skellti mér í pool, fékk mér ís, vann, lærði, fór í göngutúr, sat og horfði út í Viðey af stórum stein, kynntist nýrri hlið af nýrri manneskju, bakaði köku, beið í ofvæni eftir "fríhafnargóðgæti"....æi þetta var barasta voðalega ljúf helgi og vikan virðist ætla að vera ljúfari...Í gær var haldið aðeins út fyrir borgarmörkin í smá nudd/brak/pot og pælingar...mjöööög svona gott vont eitthvað - en ó vel þess virði og er þetta orðinn einn af "föstu liðunum" í mínu lífi....ásamt sirrýjarklúbbunum *glott*..fór beinnt úr nuddinu til klippikonunnar góðu á HárHorninu...var að sjálfsögðu með "shithúnáeftiraðklúðraþessubigtimehnútinn" í maganum alllllan tíman....en kom að sjálfsögðu út svona líka blússandi fín um hausinn...í kvöld er það bara brauðbollu og kökubakstur langt fram eftir öllu þar sem að erfinginn mun skríða í tvö árin á morgun og ömmum og öfum boðið í kaffi og með'ví eftir vinnu....
Jæja, best að halda áfram að vinna .... kanski maður skelli sér líka bara í mat svona fyrir lok þessa vinnudags...hmmm.....fái sér goootttt kaffi og pirri sig aðeins meir yfir blessuðu flugvallarmálunum....vildi óska að ég gæti læðst að næturlagi og fært hann bara úr Vatnsmýrinni...var mamma bara að ljúga að mér þegar ég var yngri og hún sagði að ég gæti gert "allt" sem ég vildi og langaði ??...
.. ó well, maður fær víst ekki allt sem að maður vill - "því miður"...

04 mars 2005

....púki....

.....svona hlutir vekja bara forvitna púkann minn....

...au-pair..

...gleðilegan föstudag litlu dýr!
..bloggið hefur fengið að sitja aðeins afturí hjá mér síðustu dagana, þar sem lærdómur og húsfreyjustörf hafa alveg átt hug minn allann....settið er að skíðast á Ítalíu og e-h þarf víst að hafa hemil á unglingunum á heimilinu..passa að þau lifi ekki bara á kóki, brauði með hnetusmjöri og sultu....að lærdómur eigi sér stað og já að engin "teiti" verði haldin *glott*...hefur liðið svona einsog hálfgerðri au-pair síðustu vikuna...en bara gaman samt...Hef komist að því að systur minni finnst ég vera "kennarahex" (er það bara ég eða eiga ritgerðir nokkuð að hljóma og vera eins uppsettar og "bloggfærsla" ??) og bróðir minn vill ekki kynna mig fyrir "kæró", og hef ég heyrt að stúlkukindinni sé bannað að fara upp þegar að ég er þar..hehe...af hverju er það?? .... úff, hef komist að ansi mörgu nýju um þau litlu dýrin sem er bahaaaara gaman...
..En ó well..plan helgarinnar er skemmtilegt, spennandi, erfitt, nýtt....og ég hlakka mikið til...kanski maður keyri útfyrir borgarmörkin og fái sér ís og göngu..hvur veit ....
..Best að halda áfram að vinna....vona að helgin verði góð við ykkur.....og þið við hana...

02 mars 2005

..vissirðu að..

* Fiðrildi geta bragðað með fótunum.

* Kvak andar bergmálar ekki og enginn veit hvers vegna.

* Á tíu mínútum leysir fellibylur meiri orku en er í öllum kjarnorkuvopnum í heiminum samanlagt.

* Að meðaltali kafna 100 manns af kúlupennum árlega.

* Að meðaltali er fólk hræddara við köngulær en dauðann.

* 35% af fólki sem notar persónuauglýsingar í dagblöðum fyrir stefnumót, er Í hjónabandi.

* Fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað.

* Aðeins 1 af hverjum 2 milljörðum munu lifa til 116 ára aldurs.

* Það er mögulegt að leiða kýr upp stiga en ekki niður.

* Konur blikka augunum næstum tvöfalt oftar en karlar.

* Það er líkamlega ómögulegt að sleikja olnbogann á sjálfum sér.

* Ekkert orð í ensku rímar við "month".

* Augun á okkur eru alltaf jafn stór frá fæðingu, ! en nefið og eyrun hætta aldrei að vaxa.

* Allir ísbirnir eru örvhentir.

* Forn-egypskir prestar plokkuðu ÖLL hár af líkamanum, líka augnbrúnirnar og augnhárin.

* Augun í strútum eru stærri en heilinn í þeim.

* TYPEWRITER er lengsta orðið sem hægt er að skrifa með aðeins einni röð á lyklaborðinu.

* Krókódílar geta ekki rekið tunguna út.

* Sígarettukveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýtunum.

* Ameríkanar borða að meðaltali 18 ekrur af pizzu hvern einasta dag.

* Næstum allir sem lesa þetta bréf munu reyna að sleikja á sér olnbogann.

...árshátíðarfíll...

...ég og hinn tvíburinn tókum talninguna með "trukki" í gær...ótrúlega skemmtilegur dagur - hefði barasta aldrei getað trúað því að vörutalning gæti orðið skemmtileg, en sú kenning afsannaðist heldur betur í gær...komst líka að því að 4 + 6 eru 13 og megnið að karlpeningnum er með "tölublindu" þó að það yrði nú örugglega aldeiiii viðurkennt *glott* ... sumir gátu einungis haft "fallegan" talningafélaga....sumum var úthlutað "spes" verkefni vegna tíðra ferða á salörninn til að laga púðrið og sumir bara hreinlega urðu að vinna einir vegna ólyktar....
...En nú eru árshátíðir á næsta leyti hjá mörgum, alveg magnað - okkar árshátið er núna 12 mars og verður haldin að ég held á Nordica Hótel þar sem Auðunn nokkur Blöndal verður veislustjóri (af hverju ætli það sé, vissi ekki einu sinni að hann væri e-h í því....úff...hann er jú víst svo hipp og kúl kappinn)...en já það eru ss 10 dagar í árshátið og kellurnar eru farnar að tapa sér hver af annarri...gelineglur, greiðslur, kjólar, veski, skór og megranir helsta umræðuefnið hjá þeim mörgum...heyrði í einni sem var að byrja í átaki í gær .... halló "í gær" fyrir árshátíðina og ætlaði sko aldeilis að losa sig við kílóin og komast í kjólin....vooootttttt?? Æi ég hugsa að ég bæti bara á mig nokkrum kílóum fyrir þessa blessuðu árshátíð....eða ekki...er reyndar á svo massívum "lyfjakokteil" þessa dagana að ég geng um gólf einsog fílamaðurinn...en ég meina enginn er verri þó hann sé fílamaðurinn..eða hvað ?!?! Mjög fyndið fyrirbæri aukaverkanirnar sem geta fylgt þessum lyfjum víst - alveg endalaus langur listi og m.a. er á honum...þyngdaraukning eða þyngdartap og jújú ég ákvað að taka þessa 2 kostina bara og svinga svona á milli...gott dæmi um það er að ég keypti buxur fyrir 3 vikum einn daginn kemst ég ekki í þær og annan daginn þarf ég belti svo er ég aftur að spregnja þær ...og svolis koll af kolli ehhehe....ótrúleg spenna "hvernig verð ég á morgun" eheh .. en er komin með sjúkraþjálfa - lækni - einkaþjálfara - næringafræðing og allt í málið og nú er bara að sjá hvað setur...gamanið með þeim köppum byrjar 7 mars...hlakka ekkert smá til .....
En jæja - hætta að röfla og vinna ....