22 júní 2005

..krókasauðir...

..jams og jæja - maður lætur undan með glöðu geði *glott*, er samt búin að sitja með puttana á lykklaborðinu núna í korter að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum ég eigi nú að skrifa...andinn er bara ekki hjá mér þessa dagana! Alls ekki það að ég hafi ekkert að segja, né hafi ekkert gert undanfarnar vikur...var tildæmis að skríða í bæinn eftir snilldar snilldar snilldar ferðalag norður yfir heiðar sem farið var með Sigfúsi Hrannarri (A.K.A Mjallhvítin), á lítinn stað sem kenndur er við ...."KrókaSauði" ... vorum þar og nutum alveg í botn, ekkert smá sætt "þorp" og yndislegt fólk upp til hópa...jújú það eru að sjálfsögðu nokkrir *svartir* inn á milli..en það er bara til að auka á gleðina held ég....Get mælt með góðu kaffi á Kaffi Krók og frábærum"lummum" á Ólafshúsi...og starfsfólkið á þessum stöðum fær 5 stjörnur af 3 mögulegum...úff, held ég hafi nú sjaldan eða aldrei kynnst jafn þjónustulunduðu fólki og þarna....bara plús í kladdan sko :)
...það var einhvernveginn allt að gerast þessa helgina á Króknum, bifhjólamenn voru með mót þarna...mikið af glöðum leðurmönnum *bros* - litlir lakkrísbitar , hljómsveitirnar Sixties, Úlfar og Von léku fyrir dansi á kvöldin, allar á sitthvorum staðnum, drulluspyrna og torfærur yfir daginn og svo yndisleg náttúran í ofanálagt.....jáms það vantaði ekki neitt uppá þessa helgi held ég... ég hefði viljað sleppa því að veifa "gula spjaldinu"..en það var víst óhjákvæmanlegt, maður lét það nú samt ekki skemmileggja fyrir mér/okkur ferðina...Síðan flugu nokkrar mjög lélegar pikköpplínur/aðferðir um helgina og mikið sem við hlógum af því...

"viltu koma heim með mér og ég sýni þér hvernig Landi er búinn til......?"
- "ömm, nei þakka þér - ómögulega..."
..... hugsa að maður hefði nú frekar fallið fyrir "viltu koma heim að skoða frímerkjasafnið mitt?"

"Ég er erfingi!"
-"Jahá, frábært - eða eitthvað"
"Ég er sko ríkasti maðurinn í Skagafirðinum!!!!"
-"Ömmm, já - en gaman fyrir þig"
"Vantar bara konu til að deila "ellinni" með (24 ára drengur n.b.)"
-"áms...höldum bara í vonina um að hún detti nú inní líf þitt bráðlega..."

"Ef þú kemur með MÉR á ball með hljómsveitinni Von og ert með MÉR á ballinu, skal ég redda þér baksviðs eftir tónleikana....!!"
-"takk, en nei takk - kanski næst"....

Jáms, sumir voru bara í stuði....og þetta var allt bara mjög skemmtó frá A-Ö..meira að segja þessi 1 og hálfa mínúta sem fór í að rífa tjaldið niður í mestu rigningu sem sögur fara af á síðasta degi.....en jams og jæja....læt hér við sitja. Hripa niður eitthvað meir þegar að eitthvað meir (sem ég get sagt frá) kemur upp í baunina mína...vona að þið hafið það bara gott í sólinni í dag...ef að það er ekki dagur fyrir ís í dag þá veit ég ekki hvað..
...óverendáút...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jeij blogg frá Urði :)
fyndið hvað margir voru staðsettir á norðurlandi um helgina :)

Nafnlaus sagði...

Sigfús Hrannar..........ekki fínt fröken, alllllllsss ekki fínt.

Svetly sagði...

..well you don´t have a say in this... *glott*