21 september 2005

....hlaupa og tala í hringi...

...áms, maður fékk það sem að maður bað um í gær...kúr, kertaljós, leiðindaveður og notalegheit...ohh en að skafa í morgun var alls ekki gaman, erfingjanum þótti þetta alveg kempiskemmtilegt og varð svona sjálfskipaður verkstjóri á meðan að móðirin bölv. og ragnaði...."mamma, þú gleymdir þarna.."..."...mamma - þarna er blettur".."mamma, gera mína rúðu betur líka"...mamma mamma mamma.."mamma akkuru ertu svona lengi"....jebbs þau eru dásamleg þessi litlu dýr, og það sem að þau eiga stundum til að láta út úr sér...
Um daginn var ég eitthvað að fíflast með Mjallhvítinni - var að segja henni að ég væri svona "heimsforeldri" út af einhverri auglýsingu sem rúllaði í sjónvarpinu, sýndar myndir af mörgum illa förnum, hrjáðum, dökkum/lituðum börnum og ég segi svona í gríni Anna Þrúður þetta er bróðir þinn (segi þetta samt við Mjallhvítina) og við skellum uppúr (jájá illa gert og ljótt)..nema hvað við mæðgur erum í búðinni nokkrum dögum seinna og erum að týna í kerruna okkar þegar að hún hleypur að einhverjum kerruvagni þar sem í sat þessi gullfallegi "litaði" drengur og hún horfir á mig stórum augum og segir "Mamma, þetta er kanski bróðir minn"......og foreldrarnir urðu frekar hissa á svipinn en ég varð meira bara einsog kleina með kæfu og Önnu Þrúði þótti þetta nú bara svo eðlilegt *heh* ..
Annars já bara - fínn dagur - langur og þreyttur en fínn..sé fram á deit í kvöld við Sófus og skólabækurnar...ohh ætli maður kveiki nú ekki á kertum og skelli smá rómantík í þetta samband mitt og skólabókanna...
Ég er að reyna að gera allt sovna "ready" áður en ég fer í mitt síðbúna sumarfrí, ganga frá lausum endum og svona hérna í vinnunni, taka til...etc....af hverju er það að á meðan að maður tekur til og áður en allt verður "chiching" þá er svona einsog heil jarðsprengjusveit hafi lent allt í kringum mann....maður þarf að drasla öllu til, til að ganga frá því - æi skiljiði hvað ég meina....merkilegt *heh*
...jæja háfleyg setning frá SkaPtadóttur - "pikka minna, vinna meira...."

Engin ummæli: