27 mars 2008

...ég tek ofan..


..fyrir atvinnubílstjórunum í ártúnsbrekkunni áðan...styð þessar aðgerðir 113 %
..Hefðu mátt mæta í brekkuna um kl: 16 - á háannatíma svo sem flestir finni fyrir þessu...

..og ó dear god fólkið sem hringir inn á Bylgjuna og tuðar yfir töfinni - haldiði kj.....
Þetta er örugglega sama fólkið sem tuðar heima hjá sér yfir hækkunum og þegar loksins einhver lætur í sér heyra, mótmælir þá tuðar það yfir því....skil ekki!!

..Ég ætla að kaupa mér vörubíl og vera með í næstu mótmælum...í huganum !!

26 mars 2008

..hugurinn varð eftir heima...


í dag:
* Gekk ég niður gamla konu í Bónus..
* Er ég búin að hella 2var yfir mig heitu kaffi..
* Er ég búin að brjóta eitt glas...
* Reyndi ég að borga í búðinni með ökuskírteininu mínu...
* Skyldi ég ekkert í því af hverju alltaf var á tali hjá múttu gömlu - í aaaallan morgunn - sat og sló inn mitt eigið símanúmer...
* Er ég oftan 3 og oftar en 4 sinnum kallað samstarfskonu mína Rakel þegar hún heitir Ingibjörg...
* Ég beit í eina eplið (af möööörgum) í skálinni sem var myglublettur á og beit akkúrat í mygluna....

...Ég er svo utanviðmig eitthvað núna - í dag..finnst líka einsog allir taki eftir því...

...Hef það svona á tilfinningununni að ég sé með herðatré hangandi aftanúr peysunni minni, klósettpappír hangandi niðrúr buxnaskálminni, huge graftarbólu á nefinu, með hænu/hana í eftirdragi syngjandi "dont walk away" með Hebba Gumm...

...það er fyndið að blása (laust) uppí nefið á ungabörnum og gefa þeim sítrónusneið að naga *heh*

14 mars 2008

...matreiðslufötlun og ilmvatnsóverdós...


Jebbsí - ég viðurkenni það, ég er matreiðslufötluð þessa dagana...
...ég hef unun af því að elda, finnst alveg ofsalega gaman að elda (og baka *úff* ) og þá sérstaklega fyrir fólk sem ég veit að hefur gaman af því og þorir að prufa eitthvað nýtt....æi ég veit það ekki það er bara eitthvað skemmtilegt, ævintýralegt og spennandi við það....og finnst að sjálfsögðu jafn ef ekki meira spennandi og æðislegt ef eldað er fyrir mig - segi það ekki....því mér þykir sjálfri skemmtilegra að borða mat sem e-h annar hefur eldað...
Við mæðgur (ég og múttan mín s.s.) vorum alltaf alveg ótrúlega duglegar við að hafa "tilraunaeldhús" á föstudögum...frábær hefð sem ég hélt svo sjálf í með snúlluna mína....nema hvað - ég veit ekki ....einsog með blómaholdsveikisskyndidauðann á heimilinu um daginn (það virðist nú samt vera að lagast..!!) - þá hefur lagst yfir mig einhver matreiðslufötlun...mér dettur ekkert sniðugt í hug að elda, mig langar ekkert sérstaklega til að elda og ég er hætt að geta staðið svo tímunum saman og horft inní kryddhillurnar í matvörubúðunum og bara látið mig dreyma um skemmtilega og spennandi samsetningu...
Þetta hefur "böggað" mig alveg hryllilega - ss að ég hef ekki verið í "eldunarstuði"....eeeen ég er samt ekki frá því að þetta sé að skríða tilbaka því að nú er mig farið að dreyma það á nóttunni að ég er bakari eða matreiðslumaður á e-h fínu veitingahúsi...það hlýtur að vera svona "draumur/skref í rétta átt"....
Ég er líka búin að vera að hugsa um það núna í 4 daga að mig langi svo að baka skinkuhorn....fyrir einhverjum árum datt ég svona niður í eldunaráráttunni en kom svo tilbaka og bara gat ekki hætt að elda fiskirétti og baka brauðbollur og pizzasnúða í hinum ýmsustu útfærslum......átti alveg heilu bílfarmana og tróð þessu uppá alla sem á vegi mínum urðu *heh*..
Var svona að velta því fyrir mér hvað yrði fyrir valinu núna - greinilega skinkuhorn...koma sterk inn.....og og og hvað?

Annars, konurnar hérna í vinnunni eru alveg að miiiiiissssssa sig á einverjum snyrtivöruheildsölumarkaði hérna við hliðiná koma með útsprungna poka tilbaka *heh* og angandi einsog ég veit ekki hvað...ýmindið ykkur 100 konur í 60 m2 - allar að prufa mismunandi ilmvötn og krem....ég hélt það út þarna inni í 7 mínútur..og kom út með 3 pör af náttfötum handa erfingjunum...og mæli ekki með að þið farið þarna...*heh*
Flestar kellurnar voru svo séðar og hugulsamar að kaupa ilm handa mönnunum sínum og sonum .... og nú er ég með massa samviskubit....en held að ég sleppi þar sem að ég hef lúmskan grun um að "kallinn" minn hafi fæðst með þetta ilmvatnsglas í hendinni og ekki alveg tilbúinn að sleppa....hefði samt ekki sakað að prufa....*hmm*

Jæja...fiski og húsflugurnar eru farnar heldur betur að gera vart við sig....ég elska það...það er svo summery eitthvað....
Á svona dögum vildi ég óska að ég væri kjólatýpan....myndi þá fara heim í sumarkjól og ísleiðangur....í gluggaveðrinu...

Góða helgi litlu lömb...hafið það sem allra allra best...og ekki eða jú borðið yfir ykkur í fermingarveislunum um helgina!!

12 mars 2008

....forðast fréttir nema af Chuck Norris auðvitað...


Hef alltaf verið svona frekar mikill fréttafíkill - nema hva, held ég sé komin með uppí kok - hef verið að standa mig að því að forðast það að heyra þær og sjá...
Ég man ekki hvenær ég heyrði eða sá seinast "góða" frétt....eina sem situr eftir eru fréttir af hækkandi olíuverði, hópnauðgunum, kynþáttahatri/rasisma, sjálfsmorðsárásir, útlendingahatri og fjöldamorðum hinum megin hafs...æi ég veit það ekki.....
Auðvitað er gott og hollt að vita af öllu þvi sem er að gerast í kringum okkur og allt það...það eru ekki allir sem að hafa það jafn "gott" og við, ég veit það ....en kommon..er ekki hægt að grafa upp eina og eina góða eða glaðværa frétt - bara svona annarslagið? Eða er verið að reyna að segja mér að ekkert gott sé að gerast hér eða allt í kring??

Annars er það í fréttum auðvitað að erfinginn varð 5 ára á sunnudaginn - mikil hamskipti og breytingar þar á ferð - hún er nú samt ekki á því og fannst pabbi sinn frekar "sérstakur" að halda að hún hefði stækkað eitthvað yfir nóttina s.s. aðfaranótt sunnudags *heh*.
Mesta spennan um þessar mundir hjá henni er "lausa tönnin" og norðanferðin sem er næstu viku, jú og gleymum ekki sumarfríinu sem er á næææææsta leiti að hennar mati...."I wish" - fer ekki í sumarfrí fyrr en alveg í byrjun ágúst...hmmm, en mikið rosalega hlakka ég til!!
Nú er bara eitt barnaafmæli eftir í kotinu þetta árið (í lok maí...) , fínnt að hafa hin 2 svona hlið við hlið...og svo bara afmælishvíld þar til feb/mars á næsta ári....jösssssss :)

Hrönnsan mín og Kirsuberið áttu að sjálfsögðu afmæli líka á sunnudaginn og "til hamingju" með það stelpur....ein held ég að hafi haldið uppá það í fangi arnarins síns í 101 Reykjavík á meðan hin gerði það á vindsæng, í heitu hafinu á sólarströnd.......tjaaaa - næstum eins - áttu allavegana allar 3 afmæli og vona bara að dagurinn hafi runnið ljúflega niður hjá ykkur stelpur mínar!!

- Þar sem Chuck Norris "the man" varð 68 ára á mánudaginn 10 mars, er ekkert annað í stöðunni en að óska honum til hamingju með "áfangann" - myndi að sjálfsögðu hringja í kappann, ef hann væri ekki sífellt að skifta um símanúmer....ef hann Norri er ekki roooosalegur þá veit ég ekki hvað....*heh*

...annars er ég rokin - þarf á fund...langaði bara að kasta í ykkur nokkrum línum...pínu af skyldurækni kanski líka þar sem því var fleygt í mig að ég væri svo leiðinleg af því ég blogga ekki eða sjaldan....ekki lætur maður kalla sig leiðinlega, eða hvað?

- Var ég búin að segja ykkur frá "gullinu" sem ég fékk frá manninum??
- Vissuði að ég er aðeins ástfangnari í dag en ég var í gær??
- Mig dreymir um að eignast míns eigins ísvél....

bæjós..

05 mars 2008

..Hnetan - Clapton - Lakkrísreimar...


Við gamla fólkið skelltum okkur í 10.10 bíó í fyrrakvöld, á myndina Brúðguminn - sem er ekki frásögufærandi nema hvað að 10.10 bíó er orðið of seint fyrir mig það er nokkuð ljóst og það voru ekki til, ég endurtek EKKI til fylltar lakkrísreimar - hvað er það?
Það er jafn fáránlegt og Steigrímur J. með sítt hár - grjónagrautur án kanelsykurs - Jónína B. án stólpípunnar - popp án saltsins - páskar án páskaeggja......alveg fááááránleg hugmynd og ég verð örugglega lengi að jafna mig á þessu....


Annars var myndin bara ljúf og fín - alveg svona "ekta" íslensk en þó með eitthvað nýtt yfir sér sem að kom skemmtilega á óvart.......Ilmur, Ólafur Darri og Þröstur eru náttúrulega bara snillingar með meiru....hver er svo þessi Laufey - hlakka til að sjá meira með henni !?!?!
Æi hvað get ég sagt.....myndi var einsog vel út látin máltíð - gott lambalæri með öllu tilheyrandi, gulum/grænum baunum, sultu, rauðkáli, sykruðum kartöflum etc.....eeeeen það vantaði sósuna...myndin var fyndin, vel tekin og leikin, skemmtileg eeeen það vantaði samt sósuna....lærið er ekki fullkomið ef að brúnu sósuna vantar!

Eric Clapton miðarnir voru keyptir í gær - maður loggaði sig samviskusamlega inná midi.is klukkan 09:59 og mínútan var heila eilífð að líða - djö hvað ég var og er spennt...ég hlakka svo til núna, það verður erfitt að bíða fram í ágúst...en það er alltaf svo gaman að hlakka til einhvers...

Annars bara allt hið ljúfasta að frétta, hamsturinn er að fara á sölu - það verður skrítið að sleppa takið af litlu hnetunni sinni - hamsturinn/hnetan var og er svona ákveðin áminning fyrir mig og var keypt á mjööööög sérstökum tímapunkti í mínu lífi...
Erfinginn að koma yfir heiðar í dag ef að heilsan þar á bæ er orðin góð....Æsan orðin þrítug - mikil gleði á laugardaginn af því tilefni, Doña Anna Þrúður kemur í bæinn á morgunn eftir laaaanga fjarveru, Hrönnsan farin til Las Palmas og lífið er bara ljúft...