31 október 2006

Frá Herði Torfa


Kæri þú.

Fyrir skömmu gerðist það í Færeyjum að ráðist var á ungan mann fyrir það að hann neitar að fela þá staðreynd að hann er samkynhneigður og hann neitar að yfirgefa Færeyjar og lifa sem kynferðislegur flóttamaður annarsstaðar,langt frá fjöldskyldu og vinum. Árásin var það alvarleg að hann er búinn að vera á sjúkrahúsi síðan það var ráðist á hann.
Staða samkynhneigðra í Færeyjum er skelfileg og það skelfilegasta af öllu er að Löggjafaþing Færeyinga styður ofsóknir gegn samkynhneigðu fólki. Ég skora því á alla að fara inn á meðfylgjandi tengil og setja nafn sitt á danskan lista sem mótmælir þessu ástandi og skora á Löggjafaþingið að breyta ástandinu. Löggjafaþingið kemur saman í byrjun nóvember og fjallar þá um málið. Láttu þessa frétt berast og hvettu annað fólk til a skrifa sig á listann.

SKRIFA UNDIR


Kær kveðja, Hörður Torfa

Hörður Torfa

Heimasíða: www.hordurtorfa.com

ásting og börnin...


...fékk þetta sent í töluvpósti svona í morgunsárið...verð að deila þessu með ykkur - það er ekki annað hægt en að eeeelska hvað börn er hreinskilin og falleg - væri gaman að sjá hvernig það væri ef við fullorðna fólkið "gætum" verið jafn hreinskilin ;) (þið vitið hvað ég meina)

"Þegar maður verður skotin í ástfanginn, þá er það rosalega sárt og maður getur meitt sig alveg fullt."
-Magnús 7. ára.

"Ég veit ekki alveg hvers vegna það eru svona margir ástfangnir,
en ég held það sé vegna þess að konur eru með ilmvatn og karlar rakspíra
og það er þá líklega vegna þess að þau ilma svo vel. Þess vegna seljast ilmvötn svo
mikið.
Mamma kaupir alltaf fullt þegar hún fer til útlanda og oftast fyrir pabba."
-Siggi 8. ára.

"Ég hef heyrt að ástin og að verða ástfanginn sé það mikilvægasta í heiminum,
en það er líka mikilvægt að Manchester United gangi vel!"
-Friðrik 8. ára.

"Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu."
-Tómas 5 ára.

"Mér finnst voða gaman að horfa á ástina, bara ekki á meðan Birta
og Bárður eru. Ég vil frekar horfa á þau."
-Helga 7. ára.

"Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva
þau alveg fullt að hvort örðu, en samt fara þau út aftur...og verða kannski hjón?"
-Finnur 10. ára.

"Ég er með svolítið margar freknur, svo að konan mín
verður að hafa freknur líka."
-Andri 6. ára.

"mamma sagði að ég ætti að velja mér mann sem væri
blaður og myndarlegur."
-Katrín 8. ára.

"Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk...
ég bara krakki og ég þarf enga ástina."
-Ragnar 7 ára.

"Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn.
Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum."
-Regína 10.ára.

"Mamma segir að karlmenn séu heilalausir. Hún er búin að
reyna að finna marga sem eru með heila en það gengur illa."
-Agnes 10. ára.

"Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin."
-Ómar 7. ára.

"Ég ætla sko ekki að eignast börn! Eða jú kannski? En ekki að skipta um
bleyjur! Ég myndi bara hringja í mömmu og bjóða henni í kaffi til að fá hana til að skipta um bleyjur."
-Kristín 10. ára

"Ástin er mjög asnaleg...en ég held ég verði
samt að prófa hana?"
-Sigrún 9. ára.

"Ástin finnur mann sko alltaf... jafnvel þótt þú reynir
að fela þig. Ég hef reynt að fela mig oft, oft, en alltaf finna stelpurnar mig og verða skotnar í mér."
-Davíð 8. ára.

27 október 2006

...það rignir stundum kexkökum....


...svona miðað við "suddann" sem er úti núna langar manni helst bara að skríða undir feld með góða bók, kertaljós og siríussúkkulaði og halda sér þar bara fram í næstu viku.....hmmmmm - sé það í hillingum.
Ætli stefnan sé samt ekki tekin á eitthvað aðeins meira gefandi (fyrir erfingjann), einsog pollagallinn og náttúran - reikna með því, búin að lofa okkur mæðgur í fjallgöngu á morgun og andargrýtingar einsog vanalega, barnaafmæli á sunnudaginn og hinn vikulegi sunnudagsmatur í húsi Don Harðar
- jújú þessi helgi lítur bara vel út og maður lætur nú ekki smá rigningu skemmileggja neitt fyrir sér...rigningin er líka barasta fín á meðan hún er svon beint niður, svolítið svona einsog í útlöndum...það er svo allt önnur aría þegar að hliðarvindurinn og slabbið er farið að spila inní....

- Kolla manstu eftir kexskápnum heima hjá þér (veit ekki hvort að hann er ennþá....)?
ó well í gær eftir hádegismatinn var kaffi og kex - Þunnt súkkulaðikex frá Frón, ég tók ljúfan bita af því og einhvernveginn þyrlaðist aftur í tímann um svona 18 ár og ég gat bara ekki hætt að hugsa um það, þegar að við komum heim til þín eftir skóla, þú bjóst ennþá í "jólatrésblokkinni" og það var ALLTAF til kex og ALLAR tegundir sem framleiddar eru held ég barasta, manni var boðið uppá djús og kex - man ekki af hverju það var ekki mjólk, drekkurðu ekki mjólk??
Allavegana þá man ég að kexið sem að ég fékk í hádeginu í gær var uppáhaldskexið mitt þegar að ég var "yngri/lítil" og ég fékk það alltaf heima hjá þér...
Þetta fékk mig svona pínu til að hugsa og ég held að ég geti tengt mat við fólk alveg einsog sumir tengja lög og tónlistarmenn við fólk (ég geri það auðvitað líka) en matinn tengi ég auðveldara einsog t.d. Tóta frænka eeeeelskaði Malta súkkulaði, Tab í flösku, ostapopp og kartöflugratín og í hvert skifti sem að ég sé einhvern borða þetta eða finn lyktina af þessu þá verður mér alltaf hugsað til hennar....bara gaman að því....held ég eigi svona tengingar við alla vini mína...*heh*
- Ég er ekkert skrítin skrúfa, neinei....Góða helgi öllsömul.....

25 október 2006



Jæja þá er maður "alveg" lentur - tekur alltaf góðan sólarhring að sætta sig við það að vera komin heim, alveg burtséð frá því að "heima er best".
Ferðin gekk ótrúlega vel og var alveg frábær í alla staði (skelli inn myndum seinna). Ég held að Gamla Stan sé með rómantískari stöðum sem ég hef farið á, hefði ekki verið leiðinlegt að labba þarna um með "betri eða hinum helmingnum"...minti mig allt svolítið mikið á gottneska hverfið í Barca nema hvað húsin eru öll svona fallega rústísk á litin - klædd í haustlitina, göturnar langar og mjóar, kaffiilmurinn lá út frá öllu litlu fallegu kaffihúsunum, ilmurinn af nýbökuðu morgunbrauði eða heitu súkkulaði lá í loftinu....grrrr.....þetta er himneskur staður.
Tala nú ekki um öll galleríin, og listaverkin sem að príða borgina.....já, þessi staður er algjört augnkonfekt og ég mæli eindregið með að þið farið þangað einn daginn, sérstaklega á þessum tíma þegar að allur gróðurinn er í þessum rauðgulu litum *namm* .
Myndi alveg vilja hafa eitt svona hverfi hérna í henni Reykjavíkinni - þar sem maður gæti bara stungið af inní og út úr allri brjálæðinni einsog aftur í tímann, röllt á milli gallería, búða, kaffihúsa og alveg gleymt stundarbrjálæðinu og tímaLEYSINU sem hrjáir landann.....síðan þegar að maður væri komin með nóg af afslappelsinu gæti maður rölt aftur 5 mínútur inní brjálæðina og nútímann - ekki það að mig myndi langa það !
Tónleikarnir með George voru bara hin mesta snilld - einsog ég sagði fyrr þá hef ég aldrei verið neinn brjálæðislegur fan en "o dear lord" hvað hann setti upp flott show og söng vel...viðurkenni það fúslega að hárin risu og gæsabólurnar gerðu vart við sig á nokkrum stöðum...síðan hefur maður verið raulandi lögin hans síðan á sunnudaginn......bara ljúft....æi já, ég er búin að dingla fótunum af bleika skýjinu síðan að ég kom heim...og ég veit ég fer aftur - bráðlega...
Ég get mælt hiklaust með 2 mjööög góðum veitingarhúsum, bæði í Gamla Stan Magnus og La Cantina (fann ekki heimasíðuna þeirra)

20 október 2006

...skipulag - af hinu góða eða??


dúddírú....á sama tíma á morgun verður maður eitthvað að spóka sig í útlandinu...komið "tékk" í nær alla kassana á To do listann minn..
...jújú þetta er allt að smella saman, var að borga hótelið sem er demasiado flott á æðisgengnum stað og á mjöööög góðum díl - já það borgar sig stundum að vinna í ferðabransanum eða hjá einhverju sem endar á Gr... - það hefur alveg margsýnt sig....
Það er svo magnað að fylgjast með manni sjálfum stundum og hvað áherslur mans breytast með tímanum - ótrúlegt, en gott. Bara að skipuleggja og undirbúningurinn við ferð til útlanda núna og svo fyrir nokkrum árum - þá var ákvörðunarstaðurinn kanski tekin, gramsað aðeins á netinu eftir ódýrum hostelum og síðan var farið þangað sem vindurinn leiddi mann og tekist á við hvern dag og hverja nótt bara fyrir sig, ekkert stress bara hafa gaman af þessu - dálítill svona "þetta reddast cyndrome" i gangi...
Núna er miðinn keyptur löngum fyrirvara, hótelið valið af gaumgæfni, búið að lesa sig til um nákvæmar staðsetningar á nákvæmum hlutum, veit alveg hvað mig langar að sjá og hvenær....ekki þar með sagt að ég geri það en...æi þið skiljið - maður er orðin svo skipulagður, miðað við... Maður var svo líjeglað hér í den eitthvað...
Ég tek eftir svona breytingum hjá sjálfri mér og er ó svo forvitin að vita hvort að þetta séu breytingar sem að aðrið sjá og finna fyrir - er maður orðinn svona "anal" týpa sem skipuleggur dagana frá a-ö og ekkert má útaf bregða þá er allt farið í vaskinn ... ég þekki konu (vann með konu) sem var svo asskoti skipulögð og ég er á þeirri skoðun að hún hafi verið excelfíkill - það var bókstaflega allt sett í Excel, það voru tíma, stunda og skipulagstöflur til hjá henni yfir allt og allir í fjölskyldunni fylgdu með en ranghvolfdu augunum um leið og hún labbaði í burtu....daginn sem að ég set líf mitt upp í Excel eða þið sjáið að ég er á "rangri braut" - ss í áttina að Excel&Powerpointhelvítinu þar sem skipulagsfíklarnir búa - ó dear lord viljiði hnippa í mig eða bíta mig í eyrað....
...aftur að hinu - einsog ég sagði þá er allt klappað og klárt, þetta verður excellaus ferð en gott verður gert úr öllu - farin að hlakka til að sjá Jorge Mikael þó svo að ég sé nú ekki mikill aðdáandi - það er alltaf gaman að fara á flott show með góðum söngvurum, hann á alveg nokkur góð lög litla homsan og hefur gert svoooo mörg góðverkin fyrir peningana sem að frúin í Hamborg gaf honum að ég er ótrúlega sátt viðann...
...sjáum hvort hótelstrimillinn eftir ferðina verði eitthvað í líkingu við þennann...
...Góða helgi öllsömul......vona að veðrið haldist jafn fallegt....

19 október 2006

...ég hlakka svo til...



...jebbsí - ekki á morgun heldur hinn þá verður sko farið til útlanda, bara stutt ferð en ó dear lord hvað ég er að farast úr spenningi...
Mikið búið að plana og skipuleggja í huganum en þó upp að "hófelgum" mörkum, búin að lesa mig til um borgina og hvað hægt er að sjá þar og gera - finna út hvar tívólíið er, litli adrenalínfíkillinn lætur það nú ekki klikka að finna sér tívólí að fara í....
Ætla mér líka að finna mér "mitt" kaffihús, fá mér gott kaffi og horfa á fólkið - juuuu ef að það er ekki eitthvað sem ég elska að gera þá veit ég ekki hvað...já og senda mér póstkort - frábær regla sem ég kom mér upp þegar að ég var ég veit ekki hvað ung - maður á alltaf að senda sjálfumsér póstkort þegar maður fer til útlanda - ótrúlega gaman að rúlla í gegnum þau síðar meir...eða mér finnst það - mér þykir jafn vænt um að fá bréf/póstkort frá útlöndum einsog að láta stimpla í passann...muniði eftir þeim...nú þarf maður að biðja um það sérstaklega sumstaðar - ég er ekki alveg að fíla það....en o well...svona er maður skrítinn...
Jebbsí lífið er yndislegt...vona að þið hafið það gott þarna úti....bæjós

..svo hérna er mynd af erfingja eins "þríslingsins" Ágústu...alveg svotil glæný og sæt...fallegu mæðgurnar!! (pabbinn að sjálfsögðu líka - hann bara er ekki á myndinni *heh*)

12 október 2006

..Markaðssetning...

..sá þessa snilld á síðunni hennar Strympu og finnst þetta svo góð útskýringi - útskýrt á mannamáli.....ákvað að stela þessu og sýna ykkur...

Loksins skil ég!!!!

Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:

Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er bein markaðssetning.

Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu."
Þetta er auglýsing.

Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í rúminu."
Þetta er símamarkaðsetning.

Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."
Þetta eru almannatengsl.

Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."
Þetta er þekkt vörumerki.

Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni.
Þetta er söluorðspor.

Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig.
Þetta er tækniaðstoð.

Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, Ég er frábær í rúminu."
Þetta er ruslpóstur.

09 október 2006

Menntamál - Meðmæli

SKRIFA UNDIR

..tímalaus dagur..

Úff í dag stendur tíminn svo algjörlega í stað - líður hvorki of hægt né nægilega hratt og í dag er líka svona dagur þar sem ég nenni ENGU - kanksi af því að það er svo mikið að gera *heh*, gæti verið.
Nýja skipulagið í vinnunni er að gera góða hluti, eða á eftir að gera góða hluti held ég, þarf að gefa þessu smá tíma til að þróast..þetta er allt að rúlla af stað og rúllar algjörlega í þá átt sem ég hafði vonað "perfecto".
Ég verð að viðurkenna að samstarfslufsurnar í nýja "teyminu" eru misskrítnar og mjög ólíkar þeim gömlu, sakna gamla "teymisins" (elska orðið TEYMI *heh*) en á móti kemur að ég er í betra vinnurími, ég er eyrnamerkt því djobbi sem ég hafði alltaf þráð, ég er nær óléttu lufsunni og get því truflað hana oftar yfir daginn og hef fengið fleiri hrós (og/eða öðruvísi) frá nýja yfirmanninum á 2 vikum en þeim gamla/eldri á 4 mánuðum...
Jebbs - get ekki sagt annað en að lífið sé eitt "bubblubað"...
Ég nefnilega lifði einu sinni á því mottói eða þeirri svörun (jájá, maður á "mistöff" tímabil í lífinu *heh*)
"maður verður ekki hreinn af því einu að hugsa um það að fara í bað, maður þarf actually að fara ofaní baðið" ... og núna er ég á bólakafi í notalegu heitu bubblubaði "and i´m lovin' it"

John Lennon sá SNILLI hefði átt afmæli í dag..það sem ég vildi óska að ég hefði verið uppi á "hans" tíma - hefði maður skellt sér á nokkra tónleika - jebbsí!!

05 október 2006

..notó..

..það er svo notarlegt að labba berfættur í sandi....

04 október 2006

...niðurtalning - hápunktarnir mínir....

3 dagar síðan ég átti afmæli
17 dagar í Stockholm
19 dagar í Jorge a.k.a. George Michael tónleikana (ef runnið verður af kappanum og búið að beila hann út úr jeilinu *heh*)
36 dagar í Manchester - Leeds (finna mér góðan leik til að fara á)
37 dagar í kastalaferð í englandinu....
64 dagar þar til betri helmingurinn kemur "heim"
67 dagar í stóóóórafmæli múttunnar minnar
77 dagar í afmæli litlu sys
80 dagar til jóla
87 dagar í nýtt ár
165 dagar (+/- 2)í fæðingu Urðar JR. - treysti á þig Erna

Jaháts - allt að gerast sem er bara gott mál og mikið hlakka ég til þessa alls!
Búið að vera frekar skeptískt að gera í kotinu, maður nældi sér í júsí pest í síðustu viku og lá frekar "beyglaður" á afmælinu - en reif sig þó upp í byrjun nýrrar viku, skellti í kökur og heitt í ofni fyrir þá nánustu á sunnudaginn og bauð þeim í RGC einsog amma orðar það (really good coffe)...
Próf, verkefnaskil og skýrslugerðir alveg á fullu - eitthvað svo mikið að gera og aldrei finnst manni tíminn vera nógur...en er það ekki alltaf þannig. Þegar að manni líður vel, hlutirnir eru skemmtilegir og ganga upp þá flýgur tíminn og svo þegar að maður helst vildi að tíminn liði nú aðeins hraðar er einsog himinn, jörð og klukkan sé stopp?

-Nú á mín að vera að læra frá sér allt vit, skila af mér verkefnum fyrir miðnætti og þar sem óbjóðurinn Americans next top model er í imbanum ég búin að skrolla gegnum "skyldulesningu" dagsins er ekkert meir sem ég ætla að pára fyrir ykkur að sinni kveð ég og býð góða nótt...