09 júlí 2008

...mið - viku - dagur....

...and time flies.
Held ég sé að springa úr spennu þar sem ég er að fara að ganga frá miðunum fyrir okkur fjölluna til útlanda - verður allt miklu raunverulegri og skemmtilegra að telja niður...
Það er svo skrítið að skunda af stað á morgnanna í mjög þungbúnu, týpísku, gráu veðri og fara heim einhverjum tímum síðar í súper sól og sumarskapi...yyyyyndislegt!
Hef ekki hugsað um annað í dag en heimagerðar "ekta" pönnslur ..... mig langar í pönnslur....
Pönnslur með rjóma
Pönnslur með sykri
Pönnslur með sýrópi
Pönnslur með ferskum berjum
Pönnslur með súkkulaði (og platanos)
Pönnslur með sultu
Pönnslur með
....
Jebb mig langar í pönnslur - og ekkert svona "shake'n' bake" rugl....

04 júlí 2008

...föstudagsfiðringurinn og sexy Swiss Miss konan...

...ohhh yndipindi veður - fuglarnir syngja - sólin skín - heit golan leikur um mann og helgin alveg að stimpla sig inn...frábært ferðaveður fyrir alla sem stefna út fyrir bæjar/borgarmörkin...*namm*...hugsa að margir komi heim með undarlegustu stuttbuxna og hlýrabolaför, brenndir og útlítandi einsog litlir humrar...alltaf gaman að því...
Hlakka til að mæta til vinnu á mánudaginn - allir alltaf svo útiteknir á líkama og sál...svo glaðir eftir svona ferðahelgar ..segjandi ferðasögur og eru í því að hlægja að sjálfum sér og óförum sínum/sinna....

...Við fjöllan fórum í fellihýsaferðalag síðustu helgi - fórum í Laugarásinn, fengum frábært veður, fórum með ótrúlega skemmtilegu fólki og krakkarnir voru í s-inu sínu og á útopnu frá morgni til kvölds...allt þetta súrefni í sveitinni fer einsog sykur í krílin - breytast í litla óþreytandi orkubolta...svo gaman - svo holt....
...Elska það að sofa á tjaldsvæði, vakna við kliðinn í fullt af fólki í nærliggjandi tjöldum/fellihýsum sem ég þekki ekki neitt...finnst gaman að byrja daginn uppí sveit - ekkert allt of vel sofin (hver sefur annars vel á tjalddýnum??), maður er alltaf svona þæginlega þreyttur eftir og í ferðalögum....dagskrá yfir daginn fyrir "skæruliðana" og gripið í spil og mikið hlegið fram á kvöld hjá "ellismellunum"....lovit....


..Ég viðurkenni það fúslega að ég er pínu "skeptísk" eða með ákveðnar skoðanir á þessari fellihýsamenningu...ég er alin upp í tjaldi með prýmus og í svefnpoka (*heh* ef svo má að orði komast - hljómar ekki vel samt *heh*), ekki uppábúið rúm, míní eldhús, miðstöð og sjónvarpi....allt þetta "luxury" sem er í fellihýsinu og það hefur uppá á bjóða - ég hugsa að ég sé bara pínu feimin við það, þetta er einsog sumarbústaðirnir með marmaraborðplötunum, uppþvottavél, tölvu og flatskjá....það er ekki sumarbústaður í mínum bókum...ég þarf bara að læra að "meta" fellihýsið...
Þetta er rosalega þæginlegur ferðamáti - viðurkenni það alveg fúslega en einhverveginn hefur ekki þennan sama "sjarma" og tjaldið og vesenið sem að því fylgir hefur....án þess að hljóma kanski vanþakklát eða hrokafull þá eru þetta þægindin nr. 1 2 3 en enginn sjarmi...því miður...eftir nokkur ferðalög í viðbót verð ég örugglega búin að taka þetta fyrirbæri í sátt...

Verð þó að viðurkenna það að ég er mjög ánægð með það að ég get státað mig af því að ég náði þó að fara í "old school" og ekta tjaldferðalag með erfingjanum og vinum....því eitthvað segir mér að sú menning detti uppfyrir eftir ekkert svo langan tíma....ætli tjaldið sé ekki bara "ferðatorfkofi" síns tíma :)
Jáms tímarnir, mennirnir og menningarnar breytast og það er víst um að gera að vera bara með opin huga og taka þessu öllu með kómískri ró og fagnandi...
Væri ekkert gaman ef að allt væri alltaf eins og ekkert breyttist....

...3 vikur í sumarfríið mitt - erfinginn fer til pápa síns í næstu viku og englarnir 2 til múttu sinnar í dag...það verður hljótt og örugglega frekar tómlegt í kotinu næstu dag... ég í sjálfselsku minni ætla að "njóta" kyrraðarinnar - hlaða batteríin....
Við tærnar 50 ætlum nefnilega að halda af landi brott í lok júlí og vera viku/tíu daga í góðu yfirlæti, vera í ekta norskum fjallakofa, í afskektum fyrði í Norge, með öðrum 50 tám , kveikja varðelda, fara í siglingar , skoða sædýrasöfn, labba í fjöruborðinu, kíkja inní Bergen....etc....ég ætla líka að reyna að finna "Heidi" - það verður mitt mission í ferðinni....eða í það minnsta eitt stykki konu sem líkist "swiss miss konunni"...set inn myndir af öllum sem ég finn ... ættti ég að láta mynda mig með þeim eða? ...*hehe* ... kanski maður fái sér svona búning og fléttur barasta...niiii eða ekki...

Annars já...mér var skipað af svo mörgum og þar á meðal "danska krónprinsinum" mínum honum Kristjáni að blogga - og það er um að gera að verða við þeirri bón....

Svo margt búið að gerast hjá mér - hjá okkur...hjá fólkinu í kringum okkur...búin að henda inn fullt fullt fullt af myndum því til sönnunar..og er að sjálfsögðu alltaf í því að breyta um lykilorð..verðið bara að vera dugleg að byðja um það - sendið mér bara línu...maður þarf nú að vera duglegur að leika sér með/við nýja dótið...jújú kella (og kall að sjálfsögðu) komin með nýja myndavél þar sem sú gamla ákvað að gefa upp öndina ... djö var hún búin að standa sig óóótrúlega vel, ohh ég var svo stolt þegar að ég keypti mér hana - man það einsog það hafi gerst í gær...well það er henni "að kenna" að ég er með ólæknandi myndavélabakteríu held ég...nú þarf ég bara að gefa mér góðan tíma og læra á nýja tryllitækið...víííí.... :)
Kúlu og Kúlubúa heilsast vel - orðin frekar kringlótt (en mætti víst vera orðin kringlóttari að mati hjúkku) - en það er bara töff, það er töff að vera einsog Cherioss hringur...öllum heilsast vel..allt í lukkunar velstandi - tíminn líður svo ótrúlega hratt - er ekki að trúa því að það eru bara rúmir 3 mánuðir eftir í got *úff*.. ;)

Ég ætla nú samt að láta þetta nægja í bili...þarf að fara að koma mér á fund og vinna smá ....
Langaði bara að kasta á ykkur kveðju og vona að helgin renni nú ljúflega niður hjá ykkur öllum...

Munið bara að öll dýrin í skóginum/bæjunum/á tjaldsvæðunum/börunum/tónleikunum/fjölskylduhátíðunum/heima hjá sér eiga að vera vinir ;)

E.S....hafið eitt bak við eyrað í ferðalaginu um helgina...nú eru heybaggarúllurnar hvítu á víð og dreif um landið...kindur og lömb út í haga á beit.....þetta eru ekki allt ísbirnir - ég skil vel að fólk geti ruglast á þessu *hóst*....
Vildi bara minnast á þetta áður en þið haldið út fyrir borgarmörkin ;)

13 júní 2008

..í næsta lífi...


Í þessu lífi er ég kona.
Í næsta lífi vil ég verða björn.


Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.
Ég gæti lifað með því

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati.
Ég gæti líka lifað með því


Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt.
Ég gæti sko alveg lifað með því


Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara.
Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.
Ég gæti lifað með þessu


Ef þú ert birna þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.

Jebbsí, ég ætla að verða björn!!!

18 apríl 2008

...kreppukaup...


...hvert stefnir þetta eiginlega?
...hvenær ætla stjórnvöld að fara að gera eitthvað?
...Eruði ekki að grínast með verðhækkanirnar?

....þetta segir fólkið og heldur í verslunarferðir - lætur reka sig út úr Kringlunni með "yfirvigt", fyllir á fataskápana og skiftir út eldhúsinu fyrir nýtt...
Ég skil ekki - ég persónulega finn það að ég fæ minna fyrir peninginn í þessari viku en vikunni áður, að lánin hækka og dreg þá aaaaaðeins árar í bát og set verslunarferðirnar (sem ég er svoooo þekkt fyrir - eða ekki *hóst*) á hold/pause...svona rétt á meðan!
...Ég heyri fólkið í kringum mig tala og kvarta um ástandið, kreppuna, hækkanirnar...en ég sé ekki fólk breyta neinu..
Einsog ég segi - ég skil ekki....
..ætla ekkert að leggja mig of mikið fram við að skilja heldur - .....ætla frekar að fara að skunda inní fallega helgi með fallega fólkinu mínu...

...túddílúúúú...

"Kanski er pólitíkið bara dauður ísbjörn"

Hún dóttir mín *hristihaus*...sagði við mig í morgunsárið - "mamma, ég er bara aaaaalltaf í blöðunum - veistuþa!"
Það var ss mynd í blaði í gær af leikskóladeildinni hjá þeim stöllum og það jú sást glitta í þær, Önnu Þrúði og Petru...
Nema hvað í dag er svo viðtal við dísina í DV - þar sem "Dísa frænka" ákvað að taka bara við hana viðtal í sunnudagsbrunsinu...
Þetta er ss útkoman :)



"Kanski er pólitíkið bara dauður ísbjörn"

Anna Þrúður Auðunsdóttir er 5 ára og býr í Keflavík. Hún var svo vinsamleg að tala við mig og gaf mér leyfi til að deila samtalinu með lesendum DV.
Hér á eftir fer spjallið okkar.

Hvað finnst þér skemmtilegast?
* Að vera allsber úti í sólinni og hoppa á bossanum á tramólíni; ég á sko trampólín og get hoppað næstum alveg upp í himininn.

Hvað finnst þér leiðinlegast?
* Að fara að sofa og vera í baði og liggja í leti og sitja í leti; það er hundleiðinlegast að gera ekki neitt

Hvað finnst þér fallegast?
* Húsið mitt í Keflavík er fallegast af því að það eru fuglamyndir á því og fuglar eru svo fallegir og líka fiðrildi og blóm.

Hvað finnst þér soglegast?
* Mér finnst bara sorglegt þegar að pabbi minn er ekki hjá mér.

Segðu mér um mennina:
* Allir menn eru sætir af því að það er enginn ljótur.

Segðu mér um börnin:
* Lítil börn hvíla sig alltaf af því að annars verða þau ekki stór. Mér finnst gott að vera eins lítil og ég er og mig langar alltaf að vera krakki og ég er krakki ennþá og mig langar ekki til að verða fullorðin. Ég vil stundum leika við mömmu mína og þá vill hún leika við mig. En stundum er hún upptekin og þá leik ég bara við einhvern krakka, ef það er einhver krakki heima hjá mér einsog til dæmis Petra eða Logi; þau eru vinir mínir.

Segðu mér um jörðina:
* Jörðin passar allt sem er á landinu af því að hún er lifandi einsog trén, það má alls ekki meiða jörðina af því þá meiðir hún mann.

Segðu mér um sólina:
* Sólin er falleg og rauð en maður sér hana bara gula. Sólin lætur mér líða vel og gerir bjart úti; mér finnst vænt um sólina.

Segðu mér um hamingjuna:
* Ég er hamingjusöm þegar að mamma leyfir mér að gera það sem ég vil gera og þegar að enginn skilur mig útundan.

Segðu mér um ástina:
* Ég elska mömmu mína og pabba og alla sem ég þekki og líka mig af því að ég þekki mig. Ég á litla systur sem heitir Antonía Björk og þegar að sumarið er búið fæ ég kanski bróður.

Segðu mér um vini:
* Allir eiga að vera vinir en sumir eru ekki vinir.

Segðu mér um pólitík:
* Ég veit ekkert um það, kanski er það bara dauður ísbjörn.

Segðu mér um bækur:
* Þegar bækur eru rifnar er ekki hægt að lesa þær eða skoða þær.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
* Ég ætla að vinna með mömmu minni og reyna að fá útlendinga til að koma til Íslands í ferðalög.

Ef þú mættir óska þér einhvers hvers mundirðu þá óska þér?
* Að ég væri orðin sjö ára og byrjuð í skóla og að allir fengju að borða í heiminum og svo vildi ég líka vera fiðrildi af því að þau eru svo falleg. Einu sinni í draumi borðaði ég gult smartís og breyttist í páfagauk. Maður getur alveg farið í ævintýri í draumunum sínum.

Eftir spjallið setti Anna Þrúður Auðunsdóttir upp bleikan hatt og dreif sig í Borgarleikhúsið með ömmu sinni og alnöfnu; þær ætluðu að sjá Gosa - þann dæmalausa strák sem var stundum úr tré og stundum ekki.

16 apríl 2008

...laumufarþeginn - hnetan - erfinginn - baunin - kúlubúinn...

...gesturinn - kraftaverkið - bumbubúinn - Chuck Norrisinn Jr. - og hýsillinn ég!
Já fljótt flýgur fiskisagan, sem er bara gott þar sem ég stend mig ekki og hef aldrei gert í tilkynningarskyldunni - er meira fyrir að svona lagað spyrjist bara út (þegar að tíminn er réttur)....
Það er ss lítill erfingi á leiðinni í kotið og er hann/hún væntanleg í október á þessu ári...jábbs - það verður kátt á hjalla þegar að tærnar verða 60 hér í kotinu :)
Ég hlakka svooo til!

Mér var tjáð það fyrir mörgum árum síðan að ég ætti að öllum líkindum ekki eftir að getað eignast börn, eða það væru mjög litlar líkur á - jújú maður tekur þannig fréttum eins vel og maður getur og lærir að "sætta sig við" (eins vel og unglinsstúlka á gelgjunni getur)... ekki það að maður sé eða verði nokkurntíman sáttur við að heyra svona! En þetta er náttúrulega bara einsog með allt annað, maður vinnur með það sem að maður hefur í höndunum og gerir það besta úr lífinu....
Mér er það bara nokkuð ljóst að sumt á að gerast - á að verða.......og ég verð nú bara að segja ..."drottinn minn djöfull er ég fegin" að svo sé...
Ég er heppin - ég geri mér fullkomlega grein fyrir því, ég er og verð ævinlega þakklát fyrir það - geri mér grein fyrir því að "þarna úti" eru margar konur og menn sem fá þessar sömu fréttir og eru ekki jafn heppin...

Þegar að ég var tvítug var ég sko búin að finna út allar mögulegar leiðir til að verða foreldri - hvort sem um ættleiðingar, ísetningar, frjógvanir....(og hvað þetta heitir nú allt) væri að ræða...ég ætlaði mér að eiga stóra fjölskyldu - helst 11 litla ljóshærða stráka (spurning um nafn á fótboltaliðið)..
Nú er ég 28 ára, á eina 5 ára fegurðardís sem sannaði það fyrir mér að það er "víst" hægt að elska skilyrðislaust - og það er undursamleg tilfinning!
Ég á yndislegan og fallegan mann sem fær hjartað mitt til að taka "auka kipp" bara við það að hugsa til hans....
Ég er svo rík því ég "á" líka tvö fallegustu stjúpbörn í heimi, meiri perlur og fallegri "litlar manneskjur" hef ég sjaldan kynnst....og ég nýt þess að kynnast þeim betur og betur með hverjum deginum sem líður...
Ég á yndislegustu fjölskyldu í öllum heiminum - bestu, hjartahlýjustu og fallegustu vinina...

....Já einsog ég sagði - ég er heppin - ég veit það - og ég er svo þakklát!
....Ég er ólétt, mjúk, meyr, þreytt, hamingjusöm, ástfangin, þakklát, með hormónabólur, spennt og það má !!
...Draumarnir verða stundum að veruleika og ég er löööööngu búin að vinna stóra vinninginn í lottó - ég er moldrík og verð ríkari hvernig sem á það er litið :)

27 mars 2008

...ég tek ofan..


..fyrir atvinnubílstjórunum í ártúnsbrekkunni áðan...styð þessar aðgerðir 113 %
..Hefðu mátt mæta í brekkuna um kl: 16 - á háannatíma svo sem flestir finni fyrir þessu...

..og ó dear god fólkið sem hringir inn á Bylgjuna og tuðar yfir töfinni - haldiði kj.....
Þetta er örugglega sama fólkið sem tuðar heima hjá sér yfir hækkunum og þegar loksins einhver lætur í sér heyra, mótmælir þá tuðar það yfir því....skil ekki!!

..Ég ætla að kaupa mér vörubíl og vera með í næstu mótmælum...í huganum !!

26 mars 2008

..hugurinn varð eftir heima...


í dag:
* Gekk ég niður gamla konu í Bónus..
* Er ég búin að hella 2var yfir mig heitu kaffi..
* Er ég búin að brjóta eitt glas...
* Reyndi ég að borga í búðinni með ökuskírteininu mínu...
* Skyldi ég ekkert í því af hverju alltaf var á tali hjá múttu gömlu - í aaaallan morgunn - sat og sló inn mitt eigið símanúmer...
* Er ég oftan 3 og oftar en 4 sinnum kallað samstarfskonu mína Rakel þegar hún heitir Ingibjörg...
* Ég beit í eina eplið (af möööörgum) í skálinni sem var myglublettur á og beit akkúrat í mygluna....

...Ég er svo utanviðmig eitthvað núna - í dag..finnst líka einsog allir taki eftir því...

...Hef það svona á tilfinningununni að ég sé með herðatré hangandi aftanúr peysunni minni, klósettpappír hangandi niðrúr buxnaskálminni, huge graftarbólu á nefinu, með hænu/hana í eftirdragi syngjandi "dont walk away" með Hebba Gumm...

...það er fyndið að blása (laust) uppí nefið á ungabörnum og gefa þeim sítrónusneið að naga *heh*

14 mars 2008

...matreiðslufötlun og ilmvatnsóverdós...


Jebbsí - ég viðurkenni það, ég er matreiðslufötluð þessa dagana...
...ég hef unun af því að elda, finnst alveg ofsalega gaman að elda (og baka *úff* ) og þá sérstaklega fyrir fólk sem ég veit að hefur gaman af því og þorir að prufa eitthvað nýtt....æi ég veit það ekki það er bara eitthvað skemmtilegt, ævintýralegt og spennandi við það....og finnst að sjálfsögðu jafn ef ekki meira spennandi og æðislegt ef eldað er fyrir mig - segi það ekki....því mér þykir sjálfri skemmtilegra að borða mat sem e-h annar hefur eldað...
Við mæðgur (ég og múttan mín s.s.) vorum alltaf alveg ótrúlega duglegar við að hafa "tilraunaeldhús" á föstudögum...frábær hefð sem ég hélt svo sjálf í með snúlluna mína....nema hvað - ég veit ekki ....einsog með blómaholdsveikisskyndidauðann á heimilinu um daginn (það virðist nú samt vera að lagast..!!) - þá hefur lagst yfir mig einhver matreiðslufötlun...mér dettur ekkert sniðugt í hug að elda, mig langar ekkert sérstaklega til að elda og ég er hætt að geta staðið svo tímunum saman og horft inní kryddhillurnar í matvörubúðunum og bara látið mig dreyma um skemmtilega og spennandi samsetningu...
Þetta hefur "böggað" mig alveg hryllilega - ss að ég hef ekki verið í "eldunarstuði"....eeeen ég er samt ekki frá því að þetta sé að skríða tilbaka því að nú er mig farið að dreyma það á nóttunni að ég er bakari eða matreiðslumaður á e-h fínu veitingahúsi...það hlýtur að vera svona "draumur/skref í rétta átt"....
Ég er líka búin að vera að hugsa um það núna í 4 daga að mig langi svo að baka skinkuhorn....fyrir einhverjum árum datt ég svona niður í eldunaráráttunni en kom svo tilbaka og bara gat ekki hætt að elda fiskirétti og baka brauðbollur og pizzasnúða í hinum ýmsustu útfærslum......átti alveg heilu bílfarmana og tróð þessu uppá alla sem á vegi mínum urðu *heh*..
Var svona að velta því fyrir mér hvað yrði fyrir valinu núna - greinilega skinkuhorn...koma sterk inn.....og og og hvað?

Annars, konurnar hérna í vinnunni eru alveg að miiiiiissssssa sig á einverjum snyrtivöruheildsölumarkaði hérna við hliðiná koma með útsprungna poka tilbaka *heh* og angandi einsog ég veit ekki hvað...ýmindið ykkur 100 konur í 60 m2 - allar að prufa mismunandi ilmvötn og krem....ég hélt það út þarna inni í 7 mínútur..og kom út með 3 pör af náttfötum handa erfingjunum...og mæli ekki með að þið farið þarna...*heh*
Flestar kellurnar voru svo séðar og hugulsamar að kaupa ilm handa mönnunum sínum og sonum .... og nú er ég með massa samviskubit....en held að ég sleppi þar sem að ég hef lúmskan grun um að "kallinn" minn hafi fæðst með þetta ilmvatnsglas í hendinni og ekki alveg tilbúinn að sleppa....hefði samt ekki sakað að prufa....*hmm*

Jæja...fiski og húsflugurnar eru farnar heldur betur að gera vart við sig....ég elska það...það er svo summery eitthvað....
Á svona dögum vildi ég óska að ég væri kjólatýpan....myndi þá fara heim í sumarkjól og ísleiðangur....í gluggaveðrinu...

Góða helgi litlu lömb...hafið það sem allra allra best...og ekki eða jú borðið yfir ykkur í fermingarveislunum um helgina!!

12 mars 2008

....forðast fréttir nema af Chuck Norris auðvitað...


Hef alltaf verið svona frekar mikill fréttafíkill - nema hva, held ég sé komin með uppí kok - hef verið að standa mig að því að forðast það að heyra þær og sjá...
Ég man ekki hvenær ég heyrði eða sá seinast "góða" frétt....eina sem situr eftir eru fréttir af hækkandi olíuverði, hópnauðgunum, kynþáttahatri/rasisma, sjálfsmorðsárásir, útlendingahatri og fjöldamorðum hinum megin hafs...æi ég veit það ekki.....
Auðvitað er gott og hollt að vita af öllu þvi sem er að gerast í kringum okkur og allt það...það eru ekki allir sem að hafa það jafn "gott" og við, ég veit það ....en kommon..er ekki hægt að grafa upp eina og eina góða eða glaðværa frétt - bara svona annarslagið? Eða er verið að reyna að segja mér að ekkert gott sé að gerast hér eða allt í kring??

Annars er það í fréttum auðvitað að erfinginn varð 5 ára á sunnudaginn - mikil hamskipti og breytingar þar á ferð - hún er nú samt ekki á því og fannst pabbi sinn frekar "sérstakur" að halda að hún hefði stækkað eitthvað yfir nóttina s.s. aðfaranótt sunnudags *heh*.
Mesta spennan um þessar mundir hjá henni er "lausa tönnin" og norðanferðin sem er næstu viku, jú og gleymum ekki sumarfríinu sem er á næææææsta leiti að hennar mati...."I wish" - fer ekki í sumarfrí fyrr en alveg í byrjun ágúst...hmmm, en mikið rosalega hlakka ég til!!
Nú er bara eitt barnaafmæli eftir í kotinu þetta árið (í lok maí...) , fínnt að hafa hin 2 svona hlið við hlið...og svo bara afmælishvíld þar til feb/mars á næsta ári....jösssssss :)

Hrönnsan mín og Kirsuberið áttu að sjálfsögðu afmæli líka á sunnudaginn og "til hamingju" með það stelpur....ein held ég að hafi haldið uppá það í fangi arnarins síns í 101 Reykjavík á meðan hin gerði það á vindsæng, í heitu hafinu á sólarströnd.......tjaaaa - næstum eins - áttu allavegana allar 3 afmæli og vona bara að dagurinn hafi runnið ljúflega niður hjá ykkur stelpur mínar!!

- Þar sem Chuck Norris "the man" varð 68 ára á mánudaginn 10 mars, er ekkert annað í stöðunni en að óska honum til hamingju með "áfangann" - myndi að sjálfsögðu hringja í kappann, ef hann væri ekki sífellt að skifta um símanúmer....ef hann Norri er ekki roooosalegur þá veit ég ekki hvað....*heh*

...annars er ég rokin - þarf á fund...langaði bara að kasta í ykkur nokkrum línum...pínu af skyldurækni kanski líka þar sem því var fleygt í mig að ég væri svo leiðinleg af því ég blogga ekki eða sjaldan....ekki lætur maður kalla sig leiðinlega, eða hvað?

- Var ég búin að segja ykkur frá "gullinu" sem ég fékk frá manninum??
- Vissuði að ég er aðeins ástfangnari í dag en ég var í gær??
- Mig dreymir um að eignast míns eigins ísvél....

bæjós..

05 mars 2008

..Hnetan - Clapton - Lakkrísreimar...


Við gamla fólkið skelltum okkur í 10.10 bíó í fyrrakvöld, á myndina Brúðguminn - sem er ekki frásögufærandi nema hvað að 10.10 bíó er orðið of seint fyrir mig það er nokkuð ljóst og það voru ekki til, ég endurtek EKKI til fylltar lakkrísreimar - hvað er það?
Það er jafn fáránlegt og Steigrímur J. með sítt hár - grjónagrautur án kanelsykurs - Jónína B. án stólpípunnar - popp án saltsins - páskar án páskaeggja......alveg fááááránleg hugmynd og ég verð örugglega lengi að jafna mig á þessu....


Annars var myndin bara ljúf og fín - alveg svona "ekta" íslensk en þó með eitthvað nýtt yfir sér sem að kom skemmtilega á óvart.......Ilmur, Ólafur Darri og Þröstur eru náttúrulega bara snillingar með meiru....hver er svo þessi Laufey - hlakka til að sjá meira með henni !?!?!
Æi hvað get ég sagt.....myndi var einsog vel út látin máltíð - gott lambalæri með öllu tilheyrandi, gulum/grænum baunum, sultu, rauðkáli, sykruðum kartöflum etc.....eeeeen það vantaði sósuna...myndin var fyndin, vel tekin og leikin, skemmtileg eeeen það vantaði samt sósuna....lærið er ekki fullkomið ef að brúnu sósuna vantar!

Eric Clapton miðarnir voru keyptir í gær - maður loggaði sig samviskusamlega inná midi.is klukkan 09:59 og mínútan var heila eilífð að líða - djö hvað ég var og er spennt...ég hlakka svo til núna, það verður erfitt að bíða fram í ágúst...en það er alltaf svo gaman að hlakka til einhvers...

Annars bara allt hið ljúfasta að frétta, hamsturinn er að fara á sölu - það verður skrítið að sleppa takið af litlu hnetunni sinni - hamsturinn/hnetan var og er svona ákveðin áminning fyrir mig og var keypt á mjööööög sérstökum tímapunkti í mínu lífi...
Erfinginn að koma yfir heiðar í dag ef að heilsan þar á bæ er orðin góð....Æsan orðin þrítug - mikil gleði á laugardaginn af því tilefni, Doña Anna Þrúður kemur í bæinn á morgunn eftir laaaanga fjarveru, Hrönnsan farin til Las Palmas og lífið er bara ljúft...

29 febrúar 2008

..bland í poka á hlaupársdegi...


...jebbsí - maður er víst lifandi....þó ég sé ekki frá því að ég hafi nú týnst eitthvað eilítið þarna á Suðurnesjunum, eða lagðist ég undir feld og hugsaði málið, varð ég veðurtept, er ég búin að vera að vinna svona mikið, er ég bara hætt að blogga, ..æi ég er ekki viss...eitthvað er það ;)
Ég er allavegana ekki enn búin að lenda í slysi við Vogaafleggjarann, húrra fyrir mér...7-9-13....æææætla samt ekki að tjá mig um þau fávitalegu vinnubrögð sem þar áttu sér og eiga sér stað ...*hrmpf*...Vegagerðin hvað?....

Allavegana allt mjög gott og blessað að frétta úr kotinu - búið að halda 2 stykki tvöfalt barnaafmæli, jújú ákveðið var að slá saman 5 ára afmælum stelpnanna og þau gengu svona líka vel - haldið var "pylsu&kökupartý" fyrir skæruliðana, 3-6 ára aldurinn og "heittíofnikosýheit" fyrir eldir terroristana, afa og ömmur s.s.
Allt fór vel fram, allir voru vinir, gjafir streymdu úr eyrum stelpnanna ásamt örlitlu af rice crispies kökum...já þetta heppnaðist vel og gleðin var miiiiikil....um leið og fyrsta holl var farið var hafist handa við að ryðja út ruslinu, ekkert skemdist og allt í þokkalegu ástandi miðað við..nema einhver lítill skæruliði hefur af einhverri ástæðu fundið hjá sér þörf að fara á klósettið í miðri forstofunni hjá okkur - eeeeeer ekki alveg að skilja, hef aldrei lent í þessu áður, að einhver kúki á gólfið heima hjá mér....en jújú, nú hefur maður þá sögu að segja *heh*... húsið var gert ready fyrir ömmur og afa.....einsog hendi væri veifað var prinsessudúkum, blöðrum, borðum....prinsessuyfirbragðinu .. vippað yfir í mjög ömmu og afalegt blúndulúkk....renningur á borðum, gullslegnir bollar og kökudiskar, kveikt á kertum, heitt á könnu (sem ákvað þó að fyrirfara sér í miðri annarri uppáhellingu), jólabrosið...og kósýheit...
Þetta var mjög ljúfur laugardagur í alla staði....en um leið og síðustu gestir fóru um kvöldið (þessir gestir gerðu sitt á baðinu - sem betur fer) og litlar baunir lögðust á kodda held ég að það hafi sloknað á okkur gamla fólkinu...djísus....þvílík orkusprengja...Ég var alveg svona "afmælisdagaþunn" í 2 daga á eftir....en ótrúlega sátt með daginn og englana sem héldu uppá hann með mér/okkur!

Samt er afmæli erfingjast eftir 9 daga - jebbs, eftir 9 daga verður dýrið 5 ára og mér finnst það stórmerkilegt alveg...er ekki alveg að kaupa það, sama hversu oft eða hvernig ég segji það....neibb trúi því ekki, segðu mér annann!
Finnst það svo stórmerkilegt eitthvað - finnst ég svo heppin og rík að hafa fengið að fylgjast með þessum 5 árum og að hafa mótað þennan litla einstakling pínulítið...Jáms, held ég geti með sanni sagt, án þess að hika að ég er ótrúlega sátt og stolt þegar að ég horfi á þessa litlu dömu mína sem er orðin svo stór...
...og drottinn minn - djööööfull hlakka ég til að fylgjast og vera með puttanan í framhaldinu...þessi litla hneta mín.

Annars ekkert mikið nýtt né merkilegt í fréttum - einhverjar framkvæmdir framundan í kotinu...smá snatt og breytingar hér og þar hafa verið gerðar heima - en maður er víst allt lífið að koma sér fyrir ...
samkvæmt spádumum úr bolla erum við skötuhjú að fara í eitthvað rosalegt ferðalag þetta árið, það verður gaman að sjá hvert það verður...
Hrönnsan mín er að fara í fyrstu "sólarlandaferðina" sína eftir 4 daga og heldur uppá 30 árin þar sem er náttúrulega bara snilld finnst mér - njóttu (..heyrðu, ertu þá komin á fertugsaldurinn, gamla??)...
Allir að unga út fullt af börnum allt í kringum mig og febrúar er bara rétt að klárast.... og baaaara fleiri á leiðinni - þvílíka frjósemisárið sem þetta ætlar að verða...er ekki alltaf sagt að þetta komi í svona "hollum"...?
Fermingarnar eru að fara að skríða í garð...hvað er svona "hipp&kúl" í fermingagjöf þetta árið? Ég er aaaaalveg out....þar sem gjafaskalinn og óskalistarnir verða ofboðslegri og sjúkari með hverju árinu þá er ég bara alveg "blanco"...ætli maður verði einhverju skárri þegar að kemur að því að ferma mans eigins..djísus...
Júrólagið - jahhh - ég er bara allt í lagi sátt með það...raula og humma með því í hvert sinn sem það kemur í útvarpinu svo að ég hef ekki yfir neinu að kvarta...ég er bara svoooooo fegin að uppþvottahanskarnir og/eða vöðvabúntin fóru ekki....*úff*
...Hvernig er það annars með málið þarna á Selfossi....ég veit ekki alveg hvað ég myndi gera ef að ég gengi undir nafninu eða væri þekkt sem "þvagleggskonan"...kallar bara á hauspoka held ég....skiliggi!

Jæja....nú kveð ég að sinni, fenguð nú smá svona "bland í pokablogg" - ætla að fara að stimpla mig inn í helgina og bruna á brautina góðu, sækja erfingjann og sóla mig smávegis með henni, njóta dagsins, sólarinnar, samverunar...hún er að fara norður á morgun, ég er á bakvakt alla helgina...ætla samt að laumast í kaffi og knús til Kollu minnar og Felixar Skafta á morgunn, þarf að keyra gamla settið út á völl (í næsta hús) þar sem þau eru að fara yfir hafið á skíði....síðan ætla ég að hafa sunnudaginn eins heilagann og ég get og gera EKKERT....love it...

...góða helgi litlu lömb...!!

22 janúar 2008

...janúar þýtur framhjá á 35 metrum á sek...

..Mér finnst einsog jólin hafi bara verið í gær og að Anna Þrúður mín hafi bara fæðst fyrir svona ári og Kolla hafi sagt mér frá bumbubúanum fyrir nokkrum dögum síðan.....Ekki einsog hún sé að verða 5 ára , febrúar sé að skríða heim og að Felix hafi fæðst á gamlársdag...vá hvað tíminn líður hratt....
.."Time flies when you´re having fun" - sagði einhver vitur maður/kona/flóðhestur....
Þegar að ég lýt yfir árið sem leið er ég nokkuð ánægð með það - fór frekar brösulega af stað, vatt vel uppá sig í sumarfríinu sem var með því betra, dularfullt/spennandi og skemmtilegra sem ég hef upplifað og endaði á fullu húsi stiga...gæti maður beðið um meira?
..en ég er svooo ánægð með gang mála og örugglega í fyrsta sinn svo sátt við það hvað tíminn flýgur....svo mikið í gangi og gaman að fylgjast með því gerast....


Stykkorðin mín þetta árið fyrir árið sem leið eru einhvað á þessa leið....

Janúar: Eiðsmýrin - LottuSkotta - Erfinginn frá Akey - Kalt - Göngutúrar - Miðbærinn - Kollan - Seinni Jól - Baðker.
Febrúar: Snjór - Eldhúsborð/stólar - Eiðistorg - Prinsessubúningur - Afi Hörður - Kristján Fannar - Grímupartý - LottuSkotta - Endur - Ömmuleikfimi - Ráðhús - Fríða/Bidda - Apótekið - Tjörnin - Baðlitir - Fjórhjól - Dúkkuvagn - Sól.
Mars: Væta - Bleikur - Erfinginn 4 ára - Prinsessukaka - Afmælisboð - Kökur - Kanínuhúfa - Kollan - Túlípanar - Snjór - Survivor Hveragerði - Rauða Húsið - Rúta - Karókí.
Apríl: Málshættir - Fermingar - Páskaegg - Prjón - Óléttur - Leyndarmál - Föndur - Kaffiboð - Ægisíðan - Hjólreiðatúrar - Amma Rúlla - Kaffi Reykjavík - Grettur - Dísan.
Maí: Hrönnsan - Tjörnin - Róló - Aðgerðir - Amma Dúa - Njálsborg - Antonía Björk - Systir - Trönur - Lilja grillar - Bongó - Kanínuhús - Undir bíl.
Júní: Austurvöllur - Eva/Kiddi - Hamstur - Hrönnsan - Kaffi - Sleepover - 17 júnígleði - Skoppa og Skrítla - Bjargarstígur - Helgi - LottuSkotta - Sólargöngutúrar - Pils - Sólgleraugu - JTJ - Ís - Sólpallur - Túngatan - Málningarvinna - Sumargleði - Hoppukastalar.
Júlí: Spiló - Overeaters - Mæjónes - Útivera - Sundlaug - Videokamera - Pallur - Afi Hörður/Amma Katla - Sundbolir - Norðurför - Ís -JTJ -NiggerRiver - Opel - Framkvæmdir - Hrönnsan - Fiðringur.
Ágúst: SMS - Bátur - Langferð - Ís - Daður - Bjólfur - Seyðisfjörður - Diddi & Elsa - Pönnslur - Sól - Trampólín - Barnaafmæli - Túristaleikur - Myndataka - Vinaminni - JTJ - Unnur - Bláa Kirkjan - Kleinur - Svampur Sveinsson - Steinasafn Petru - Flottur Rass - Hvolpar - Sænautasel - Spákona - Egilsstaðir - Náttúran - Raufarhöfn - Fjaran - Ásbyrgi - Tjaldið - Feimin - Dalvík - Latabæjarhlaup - Deit - Picknick - Húsdýragarður -Bílabíó - Bláber - Fiðrildi.
September: Ballett - Viti - Blátt - JTJ - Krílin - Rúntur - Helgarferðir - Vöfflur - Stigi - Herbergjasviss - Bleikt - Kötlu Mix - Sandar - Bjarni Bangsi - Kollan - Bumba - Rómó.
Október: Málningartáslur - Cintamani - Kökur - JTJ - Molar - Gæsun - Gifting - Barcelona/Madrid - ÖmmuKötluKaka - Snjór - Helga Grímsdóttir - Ber - Tjörnin - Afmæli - Gæs.
Nóvember: Árshátíð - Kósí - Vöfflukaffi - Afmæli JTJ - Köngulær - Kaffi - Kökugerð - Trampólín - Tungl - Málningarvinna - Hamsturinn.
Desember: Smákökuframleiðsla - pakkaflóð - Afmæli - JTJ - Matarboð - Amma Dúa - Snjókarlar - Herbergjasprengja - Jólatréshöggverí - Heiðmörk - Aðventukrans - Jólaskraut - Krílin - Jólasveinakaffi - Kalkúnn - Snjókast - Jólaboð - Felix Skafti Liljuson - Sprengjur - Áramót - Hrönnsan - Húsþak - Backamon.