09 júlí 2008

...mið - viku - dagur....

...and time flies.
Held ég sé að springa úr spennu þar sem ég er að fara að ganga frá miðunum fyrir okkur fjölluna til útlanda - verður allt miklu raunverulegri og skemmtilegra að telja niður...
Það er svo skrítið að skunda af stað á morgnanna í mjög þungbúnu, týpísku, gráu veðri og fara heim einhverjum tímum síðar í súper sól og sumarskapi...yyyyyndislegt!
Hef ekki hugsað um annað í dag en heimagerðar "ekta" pönnslur ..... mig langar í pönnslur....
Pönnslur með rjóma
Pönnslur með sykri
Pönnslur með sýrópi
Pönnslur með ferskum berjum
Pönnslur með súkkulaði (og platanos)
Pönnslur með sultu
Pönnslur með
....
Jebb mig langar í pönnslur - og ekkert svona "shake'n' bake" rugl....

04 júlí 2008

...föstudagsfiðringurinn og sexy Swiss Miss konan...

...ohhh yndipindi veður - fuglarnir syngja - sólin skín - heit golan leikur um mann og helgin alveg að stimpla sig inn...frábært ferðaveður fyrir alla sem stefna út fyrir bæjar/borgarmörkin...*namm*...hugsa að margir komi heim með undarlegustu stuttbuxna og hlýrabolaför, brenndir og útlítandi einsog litlir humrar...alltaf gaman að því...
Hlakka til að mæta til vinnu á mánudaginn - allir alltaf svo útiteknir á líkama og sál...svo glaðir eftir svona ferðahelgar ..segjandi ferðasögur og eru í því að hlægja að sjálfum sér og óförum sínum/sinna....

...Við fjöllan fórum í fellihýsaferðalag síðustu helgi - fórum í Laugarásinn, fengum frábært veður, fórum með ótrúlega skemmtilegu fólki og krakkarnir voru í s-inu sínu og á útopnu frá morgni til kvölds...allt þetta súrefni í sveitinni fer einsog sykur í krílin - breytast í litla óþreytandi orkubolta...svo gaman - svo holt....
...Elska það að sofa á tjaldsvæði, vakna við kliðinn í fullt af fólki í nærliggjandi tjöldum/fellihýsum sem ég þekki ekki neitt...finnst gaman að byrja daginn uppí sveit - ekkert allt of vel sofin (hver sefur annars vel á tjalddýnum??), maður er alltaf svona þæginlega þreyttur eftir og í ferðalögum....dagskrá yfir daginn fyrir "skæruliðana" og gripið í spil og mikið hlegið fram á kvöld hjá "ellismellunum"....lovit....


..Ég viðurkenni það fúslega að ég er pínu "skeptísk" eða með ákveðnar skoðanir á þessari fellihýsamenningu...ég er alin upp í tjaldi með prýmus og í svefnpoka (*heh* ef svo má að orði komast - hljómar ekki vel samt *heh*), ekki uppábúið rúm, míní eldhús, miðstöð og sjónvarpi....allt þetta "luxury" sem er í fellihýsinu og það hefur uppá á bjóða - ég hugsa að ég sé bara pínu feimin við það, þetta er einsog sumarbústaðirnir með marmaraborðplötunum, uppþvottavél, tölvu og flatskjá....það er ekki sumarbústaður í mínum bókum...ég þarf bara að læra að "meta" fellihýsið...
Þetta er rosalega þæginlegur ferðamáti - viðurkenni það alveg fúslega en einhverveginn hefur ekki þennan sama "sjarma" og tjaldið og vesenið sem að því fylgir hefur....án þess að hljóma kanski vanþakklát eða hrokafull þá eru þetta þægindin nr. 1 2 3 en enginn sjarmi...því miður...eftir nokkur ferðalög í viðbót verð ég örugglega búin að taka þetta fyrirbæri í sátt...

Verð þó að viðurkenna það að ég er mjög ánægð með það að ég get státað mig af því að ég náði þó að fara í "old school" og ekta tjaldferðalag með erfingjanum og vinum....því eitthvað segir mér að sú menning detti uppfyrir eftir ekkert svo langan tíma....ætli tjaldið sé ekki bara "ferðatorfkofi" síns tíma :)
Jáms tímarnir, mennirnir og menningarnar breytast og það er víst um að gera að vera bara með opin huga og taka þessu öllu með kómískri ró og fagnandi...
Væri ekkert gaman ef að allt væri alltaf eins og ekkert breyttist....

...3 vikur í sumarfríið mitt - erfinginn fer til pápa síns í næstu viku og englarnir 2 til múttu sinnar í dag...það verður hljótt og örugglega frekar tómlegt í kotinu næstu dag... ég í sjálfselsku minni ætla að "njóta" kyrraðarinnar - hlaða batteríin....
Við tærnar 50 ætlum nefnilega að halda af landi brott í lok júlí og vera viku/tíu daga í góðu yfirlæti, vera í ekta norskum fjallakofa, í afskektum fyrði í Norge, með öðrum 50 tám , kveikja varðelda, fara í siglingar , skoða sædýrasöfn, labba í fjöruborðinu, kíkja inní Bergen....etc....ég ætla líka að reyna að finna "Heidi" - það verður mitt mission í ferðinni....eða í það minnsta eitt stykki konu sem líkist "swiss miss konunni"...set inn myndir af öllum sem ég finn ... ættti ég að láta mynda mig með þeim eða? ...*hehe* ... kanski maður fái sér svona búning og fléttur barasta...niiii eða ekki...

Annars já...mér var skipað af svo mörgum og þar á meðal "danska krónprinsinum" mínum honum Kristjáni að blogga - og það er um að gera að verða við þeirri bón....

Svo margt búið að gerast hjá mér - hjá okkur...hjá fólkinu í kringum okkur...búin að henda inn fullt fullt fullt af myndum því til sönnunar..og er að sjálfsögðu alltaf í því að breyta um lykilorð..verðið bara að vera dugleg að byðja um það - sendið mér bara línu...maður þarf nú að vera duglegur að leika sér með/við nýja dótið...jújú kella (og kall að sjálfsögðu) komin með nýja myndavél þar sem sú gamla ákvað að gefa upp öndina ... djö var hún búin að standa sig óóótrúlega vel, ohh ég var svo stolt þegar að ég keypti mér hana - man það einsog það hafi gerst í gær...well það er henni "að kenna" að ég er með ólæknandi myndavélabakteríu held ég...nú þarf ég bara að gefa mér góðan tíma og læra á nýja tryllitækið...víííí.... :)
Kúlu og Kúlubúa heilsast vel - orðin frekar kringlótt (en mætti víst vera orðin kringlóttari að mati hjúkku) - en það er bara töff, það er töff að vera einsog Cherioss hringur...öllum heilsast vel..allt í lukkunar velstandi - tíminn líður svo ótrúlega hratt - er ekki að trúa því að það eru bara rúmir 3 mánuðir eftir í got *úff*.. ;)

Ég ætla nú samt að láta þetta nægja í bili...þarf að fara að koma mér á fund og vinna smá ....
Langaði bara að kasta á ykkur kveðju og vona að helgin renni nú ljúflega niður hjá ykkur öllum...

Munið bara að öll dýrin í skóginum/bæjunum/á tjaldsvæðunum/börunum/tónleikunum/fjölskylduhátíðunum/heima hjá sér eiga að vera vinir ;)

E.S....hafið eitt bak við eyrað í ferðalaginu um helgina...nú eru heybaggarúllurnar hvítu á víð og dreif um landið...kindur og lömb út í haga á beit.....þetta eru ekki allt ísbirnir - ég skil vel að fólk geti ruglast á þessu *hóst*....
Vildi bara minnast á þetta áður en þið haldið út fyrir borgarmörkin ;)