29 desember 2006

...Stykkorðin 2006....


Janúarsnjór: sleðaferðir - OE - Kollzuafmæli - bókaútsölur - mokstur - sunnudagssnúðar - Einholtið - bóndadagur - þreyta - reunion - gleymska.
Febrúarhægagangur: sumarbústaður - uppgjör - nýtt sófadýr - sala - konudagsrósir - bollur - sprengimatur - lærdómur - innivera - Heiðmörk.
Marsafmælin: Solla stirða - Norðanferð - matarboð - árshátíð - amma rúlla - töluleikir - Tinna Diljá - afmælisbörnin - Kolaportið - Túngötubakgarður - erfinginn 3ja ára - brúðkaup - ný vinna - kveðjustund.
Páskaapríl: amerísk afmæli - OE - bókapartý - ný vinna - spánverjar - nýtt fólk - hjól - hjólreiðatúrar - Don Hörður - fermingar - ótti - pepp.
Fjölskyldumaí: Danmerkurbúar - námskeið - sunnudagskaffi - fundir - súkkulaðikökur - frænkur - boð - norðanferð - sól - eldhúsframkvæmdir - heimalingur - Tómas & Kristján - Austurvöllur - Kolla - Vigdís Grace - Luna - Keflavík - Fjölskyldugarður - Iceland Complete - Erna Rán.
SólarJúní: Luna - sól - Einholt - tjald - Hrönn - Þingvellir - ís - sunnudagsbíltúrar - vinnubrjálæði - grill - subwaysmákökur - Grænland - menning - fegurð - jöklar - Sara Rut - lýðveldi - gat í loft - endurfundir - hamfarir.
Erfingjalausjúlí: Norðanför - tómt kot - mikil vinna - sól - Stullz - Vigdís Grace - hjálp - Tóta - Pusi - Luna - skip - Einholtsframkvæmdir - loftbrot - tjald - vinir - Harley Davidson - Kolaport - Hrönn - Mongópartý - grill.
Endurfundaágúst: Don Hörður - goooool - fótbolti - gaypride - menningarnótt - flugeldar - samvera - fjöllistamenn - stolt - maraþon - Latibær - Tómasarparty - framkvæmdir - Kollakolaport - Spiderman - svefnloft - Blue Lagoon - vinnugleði - ömmuhús - rifsber.
Septemberhlýja: Ber - sulta - Erna Rán - útivera - Austurvöllur - Kollan - Bæjarins Besta - sáupukúlur - Vigdís Grace - Hvalfjörður - Doña Katla - brúðkaup - hjólreiðatúrar - hjól - fjöruferðir - haustlauf - sorg - fjölskylduboð.
Samveruoktóber: Afmælisbarn - heimboð - Njálsborg - amma rúlla "brill" - surprise - barbie - þakklæti - fjölskyldan - samvera - úrslitakostir - rólegheit - barnavagn - endalausar gönguferðir - blíðviðri - OE - Stockholmur - George Michael - góður hópur - englar - Bush - týndir vinir fundnir.
Náttúrunóvember: Nautólsvík - Gróttan - Heiðmörk - Þingvellir - Gullfoss - picknick - Nesfjöllan - New York búar - Vivienne Vigdís - Hólmar - trúnó - kaffi - notalegheit - Hveró - snjóleysi - Doña Dúa fimmtug - Hrufa - laufabrauð - konfekt - bakstur - málun - spiparkökur - flensur - England - fótbolti - snillllllld.
Dúnmjúkurdesember: samvera - kertaljós - kransar - hlýja - myndatökur - stúdíó - Njálsborg 25 ára - Karlotta - sumarbústaður - próf - fullt tungl - kanínur - flóð - hrós - heitir pottar - pakkar - kort - föndur - Túngötutrúnó - sög - veikindi - sólarlag - súkkulaði - málverk - Tómas & Kristján - hlátur - gleði - sorg - villibráð - ís.

28 desember 2006

..plötusnúðurinn ég....aha

Quiz Me
Urður Harðardóttir spins tunes as
DJ Snappy Space

Get your dj name @ Quiz Me

..erfiðir dagar að baki...


...já ég get með sanni sagt að ég kvíði 26. des. á hverju ári - honum fylgir alltaf, dauðsföll, sjúkrahúslegu, erfiðar minningar eða mikil veikindin og þar af leiðandi ekki mikill gleðidagur í mínum bókum...og annar í jólum þetta árið var engin undantekning.
Nú er hann að baki, vonandi og maður gerir hvað eina til að bera bara höfuðið hátt og brosa framaní dagana sem koma...ég stend mig að því á hverju ári þann 26. des, segja við sjálfa mig eða þann sem þarf á því að halda "næsta ár verður betra, næsta ár verður öðruvísi" - og alltaf trúi ég því, verð nú að viðurkenna að það verður erfiðara í hvert skiftið en á meðan ég trúi að það verði betra og það verði öðruvísi held ég að ég sé nokkuð vel sett - er það ekki?
Sagt er að ekki er lagt meir á manneskjuna en hún þolir....askoti erum við sterk!!
Á meðan að ég get enn staðið upp þegar að ég hrasa eða dett og á meðan ég get ennþá hjálpað öðrum að standa upp þegar að þeir hrasa eða eru alveg að bugast - þá er ég glöð og sátt ....

25 desember 2006

...gleði..

...jæja "stóri" dagurinn kominn og farinn - allt var yndislegt og gekk upp!
Við feðginin borðuðum dýrindis hreindýrakjöt og meðlæti meðan restin af famelíunni "hélt í venjuna" og borðaði hamborgarahrygg en nartaði að sjálfsögðu í dýrið líka, enda ekki annað hægt - það var svoooo gott...heimagerði ísinn var snæddur af bestu lyst, rauðvínið rann ljúflega niður, allt of margar Sörur borðaðar, pakkar opnaðir, jólakortin lesin, mikið spilað og hlegið - Fimbulfamb er BARA skemmtilegt spil...
Hef heyrt að gjafirnar frá okkur "langmæðgunum" og jólakortin hafi vakið mikla lukku og fyrir það er ég líka glöð og þakklát - einna best finnst mér að vita að geitin hitti í mark og gladdi (ég reyndar keypti hana handa sjálfri mér en ákváð frekar að gefa hana áfram...)- hefði viljað gefa fleiri....
Aðfangadagur fékk 4 stjörnur þetta árið ;)
Vildi nú bara þakka kærlega fyrir allar fallegu gjafirnar sem ég fékk - hittu allar beint í mark og þótti ótrúlega vænt um ÖLL jólakortin sem bárust....væru sko engin jól án jólakorta...yndislegt allt saman...

...jebb ég brosi hringinn er ánægð með lífið og dagana, er hægt annað - Takk fyrir mig!!

23 desember 2006

...Þorlákur...


..jæja - langþráður dagur runnin upp, litla jólahjartað mitt slær hin fallegustu jólalög og ég brosi allan hringinn. Maður lætur nú ekki smá "sudda" hafa mikil áhrif á sig, er það nokkuð?
Erfinginn komst loksins með flugi norður eftir um rúmlega sólarhrings bið...alveg er starfsfólkið hjá Flugfélaginu hetjur gærdagsins í mínum huga - þvílíkur viðbjóður sem fólk var að láta út úr sér við þau, ég skammaðist mín og ég skil ekki svona framkomu. Fólk gekk svo langt að persónugera reiði sína og lét hluti einsog "gerirðu þér grein fyrir því að ÞÚ ert að eyðileggja jólin fyrir okkur fjölskyldunni með öllu þessu" - "hvernig getum við haldið gleðileg jól ef við komumst ekki norður/austur/vestur vegna þess að ÞÚ skipuleggur ekki nógu vel flugumferðina ef að svona skyldi koma upp (frestun/seinkun þ.e.a.s.)"...ég er með svo lítið hjarta að ég hefði farið að gráta ef einhver hefði sagt þetta við mig og hefði örugglega farið að biðjast afsökunar Á VEÐRINU...dísus..einsog ég sagði, starfsfólkið stóð sig vel og tók á þessu eftir bestu getu og ég vildi óska að ég gæti gefið þeim öllum pakka *heh*....geri það bara í huganum!
...Nú er það Bónusferð fyrir þá gömlu sem þakkar örugglega fyrir það að hafa aldrei tekið bílpróf á svona dögum því þá fer ég örverpið fyrir hana í allar þær búðir sem frúin óskar - og geri það með glöðu, ætli það sé ekki orðin partur af jólahefðinni, drekka kaffi með frúnni, fara yfir inkaupalistann og skunda svo í búðir með bros á vör...skrítið, ég hata stórverslanir og mannmergðina sem er þar alltaf en á Þorlák mætti hun vera tvölfalt stærri og tvöfalt troðnari og ég kippi mér ekki upp við það....ég hlakka til alls í dag og er svo glöð...pínu meyr vegna fjarveru engilsins....en maður bara geymir söknuðinn í litlu hólfi í hjartanu og heldur áfram út í daginn með jólaskapið og brosið að vopni....
Ég óska ykkur öllum gleðilegan Þorlák og vona að dagurinn/kvöldið verði nú fullur af jólabrosum...skiljiði bara stressið eftir heima því þetta hefst allt að lokum, gerir það alltaf, er það ekki??

...John Lennon og Yoko syngja mig inní daginn.....Happy Xmas....jólajóla...

19 desember 2006

...hvað er hægt að gera í lyftunni....(af því lyftuferðir eru svo skemmtilegar alltaf)


1. Ef einungis ein manneskja er í lyftunni, skaltu pikka í hana og þykjast svo ekki hafa gert það.

2. Ýttu á takka og láttu sem þú fáir raflost, brostu og gerðu það aftur.

3. Spurðu fólk um hvaða hæð það sé að fara á og ýttu svo á vitlausa takka.

4. Hringdu í Sálarrannsóknafélagið úr gemsanum og spyrðu hvort þeir viti á hvaða hæð þú sért.

5. Misstu pennann þinn a gólfið og bíddu þar til einhver tekur hann upp og öskraðu þá:"ÉG Á HANN"

6. Taktu myndir af öllum sem koma inn í lyftuna.

7. Settu skrifborðið þitt í lyftuna og spyrðu alla hvort þeir hafi pantað tíma.

8. Farðu í flugfreyju-gírinn og segðu öllum hvað skal gera í neyðarástandi.

9. Stattu mjög nálægt einhverjum og þefaðu vel af viðkomandi.

10. Sláðu til ímyndaðra flugna.

11. Grettu þig, lemdu í hausinn á þér og segðu:"Þegiði, þegiði allir!!!"

12. Búðu til handbrúðu úr gömlum sokk og talaðu við alla sem koma inn.

13. Líktu eftir sprengjuhljóði i hvert skipti sem einhver ýtir á takka.

14. Starðu hreykinn á viðstadda og segðu þeim að þú sért í nýjum sokkum.

15. Teiknaðu hring á gólfið og tilkynntu viðstöddum að þetta se þitt persónulega svæði.



...þetta er alfarið tileinkað henni Yolöndu minni !!!!!

...falleg helgi að baki..


...við mæðgur áttum að ég held með fallegri helgi saman sem við höfum átt saman í langan tíma - svona stundir í lífi mans eru svo ómetanlegar og skilja svo margt eftir sig - vonandi hjá okkur báðum.
Þar sem maður hefur verið frekar "skrítin" að undanförnu sökum prófa og mikillar vinnu ákvað ég að litla dýrið fengi nú hverja mínútu af helginni sem leið.
Hápunktur helgarinnar held ég samt að hafi verið þegar að ég, erfinginn og Don Hörður fórum eldsnemma í sunnudagsbíltúr sem endaði uppí Heiðmörk þar sem við völdum og hjuggum okkar eigið jólatré, það var nú ekki margt um mannin þegar að við komum þangað þannig að sú stutta fékk mikla athygli jólasveinanna á svæðinu, heitt kakó var á thermobrúsum og smákökur í dúnkum...röltum aðeins um svæðið "mínískóginn" og nutum veðurblíðunnar, lékum okkur í nýföllnum snjónunum - snjóenglar framleiddir, gamalt fólk grítt með snjóboltum, rendum okkur í brekkunum og bara nutum þess að vera saman...Þegar við loksins fundum hið fullkomna tré (sem er btw flottasta tré sem ég hef átt og haft...) og komnar að skálanum aftur þá var orðið margt um mannin og fjölskyldurnar farnar að flykkjast að - þetta svotilgerða 6 bíla bílastæði var vel sprungið af svona 30 jeppum og óðum fjölskyldum í leit að "sínu fullkomna tréi". Ég mæli með þessu fyrir hvern þann sem hefur tök á að fara þarna að ári og ná sér í tré og fallegar minningar - held ég hafi fundið "jólahefðina" handa okkur mæðgum sem ég hef verið að leyta að ......okkur er í það minnsta báðum farið að hlakka til næsta árs þegar að við förum aftur ;)
Í gærkveldi var svo kveikt á þriðja kertinu á litla aðventukransinum okkar og tréð skreytt meðan jólalögin ómuðu í kotinu....gerðum konfekt í konfektmótum, með fyllingum og alles, skelltum okkur í "sveitina" og skárum út laufabrauð og skreyttum piparkökur með góðum hóp af fólki...
Stuttlingurinn fór í myndatöku á föstudaginn, sem tókst vonum framar - er búin að fá send "sýnishorn" sem að lofar bara góðu - lýst vel á þetta og hlakka mikið til að sjá afganginn...
Æi já, helgin var bara yndisleg í alla staði - engillinn kúrir núna á koddanum eftir massíft jólaball í vinnunni hjá mér...það er eitthvað svo mikið að gera framundan hjá okkur mæðgum en alltaf svo lítill tími - ekki vika í jólin...en um að gera að nýta hann bara vel og vera glaður og ánægður með það sem maður getur gert og kemur í verk, er það ekki ?!?!?

..."making a list - cheking it twice"...var það ekki einhvernveginn svona sem lagið var? Nú er mín kona að reyna að skipuleggja dagana þar sem erfinginn fer að öllum líkindum norður fyrr en áætlað var og að svo mörgu að huga áður....vona að helgin hafi verið falleg og góð við ykkur öll..kveðjur úr kotinu...

13 desember 2006

..leynivinadagar..


Næstu 3 dagar eru svokallaðir "leynivinadagar" hérna í vinnunni og eru allir mjög lúmskir og leyndardómsfullir - þessu fylgir svo sannarlega mikil spenna hérna - gaman að sjá!
Leynivinur minn var svo hugulsamur í dag, var mér fært (á silfurfati notabéne) þessi ljúffengi morgunverður og kertljós í fögrum stjaka ...... leynivinurinn fær svo sannarlega plús fyrir að gefa mér "ójóló" gjöf - ég er nefnilega með ofnæmi fyrir svona snjókalla og jólasveinasprittkertastjökum *hrollur* og það er eitthvað sem að virðist vera "inn" þegar að kemur að svona litlujólum og leynivinadögum....dagurinn ss byrjar vel...styttist í lokaprófið...pínu stress en samt fegin að þetta er að verða búið...
Vona að þið eigið góðan dag.....chauuuuuu

12 desember 2006

...svefnleysi, lítil matarlist, stress...en samt svo glöð...


...úff - síðasta prófið á morgun og ég hlakka svo til, er líka búin að lofa að verða "góður vinur vina minna" aftur á fimmtudaginn þar sem flestir voru bara settir á "hold"!
Líður einsog heilinn á mér sé að springa, ansi hrædd um að augun fari nú að poppa út úr hausnum bráðum, lifi á mandarínum, kristal og kaffi og get ekki sofið...dísus hvað ég hlýt að líta vel út *heh*
Maður getur orðið eitthvað svo einhverfur í svona próflestri...nógu einhverf er ég nú fyrir :)

En á sama tíma er desembermánuður búinn að renna svo ljúflega niður og hefur verið með betri mánuðunum á þessu ári - ég er hamingjusöm, glöð, ástfangin, spennt....hvað er ekki gott við þetta?
Við mæðgur erum líka búnar að vera svo duglegar við að "jólast"- búnar að skrifa og senda rúml. 50 jólakort og velja myndir sem eru EKKI jólalegar, baka piparkökur og skreyta auk baksturs 2ja annarra smákökusorta, gera konfekt, föndra skrilljón gjafir handa ættingjum og vinum úr leir og trölladegi, skreyta allt heima í kotinu (hlakka til að fara með dýrinu að velja jólatré - hvenær ætli sé best að gera það ?), erum að fara í laufabrauð og meiri piparkökumálun næstu helgi, 2 jólaböll framundan....einsog ég segi búnar að vera duglegar að jólast og eigum helling eftir - bara af skemmtilegum hlutum þar sem allar jólagjafir eru komnar í hús og alles klar sem viðkemur þeirri hliðinni...held að ég hafi aldrei verið jafn tímanlega með neitt sem viðkemur jólunum einsog í ár og það er yndislegt - held ég geti þakkað skipulagsfríkinu, jólabarninu, "making a list" fíklinum og samstarfskonu minni henni Örný stóran hluta af því hversu tímanleg ég var í ár - bara gott mál...hef aldrei skilið húsmæðurnar/fólkið sem byrjar fyrir desember að undirbúa, kaupa, baka fyrir jólin og fara í inkaupaferðir til útlanda...en er farin að skilja þetta aðeins betur núna - mikið asskoti eru þau sniðug og séð...
Fyrsti jólasveinninn er kominn til byggða víst og ég er farin að hlakka til að rölta niður Laugarveginn á Þorlák, vonandi í smá snjó, kíkja í búðir, finna laust borð á e-h litlu kaffihúsi, drekka heitt kakó og skoða allt hamingjusama fólkið....hlakkar ykkur ekki til?!?!

11 desember 2006

...fagrir eru fimmtugir....



...Tileinka þennan dag henni múttu minni sem er fimmtug í dag.....

07 desember 2006

Larry Bird..


Ég man þegar að Magic Johnson og Larry Bird (jújú og auðvitað Jordan) voru aðalmálið - það var hipp og kúl að safna körfuboltamyndum og allir horfðu á NBA og vissu út á hvað leikurinn gengur....þegar að þeir voru í stuttum þröngum stuttbuxum (dear lord) þetta snérist meir um hvernig leikurinn fór og leikmenn stóðu sig heldur en hjá hverjum hver svaf eða hver barði hvern....Djö er maður orðinn gamall eitthvað...Datt inná e-h síðu þar sem fram kom að Larry Bird ætti afmæli í dag - fimmtugur kallinn..... fór allt í einu að hugsa um þetta allt saman...átti vini sem að lögðu líf og sál í að safna þessum körfuboltamyndum og "bítta" - þetta var sett í fallegar möppur, með spes plöstum og allt gert á mjög skipulagðan hátt - "þetta var hobby og þetta var buisness"...alltaf gaman að fá svona "flashback"...

05 desember 2006

...hvar væri ég án smávegis jazz.....


Árið 2004 var ég kynnt fyrir "enn einum" tónlistarsnillingnum - honum Herbie Hancock og maðurinn er snillingur með meiru....tók mig smá tíma að melta hann, veit ekki af hverju en á síðustu 2 árum hefur hann runnið svona ljúflega niður...mæli eindregið með honum fyrir ykkur sem hafið einhvern áhuga eða gaman að funk/jazzi..

..Jebbs - ég trúi því að allt í lífinu og viðkoma allra í lífi mans hafi einhvern tilgang og ekkert gerist nema það eigi að gerast....manneskjan sem kynnti mig fyrir Herbie, stoppaði stutt en kenndi mér og fræddi mig um "ó svo margt" og er ég ævinlega þakklát fyrir tímann og fróðleiksmolana - sumir fróðleiksmolar eru fallegt veganesti...

04 desember 2006

..photoshopjól....

...er fólk ekki að skjóta svolítið langt yfir markið þegar það er farið að laga fjölskyldumeðlimina til í photoshop áður en þeir geta sent út jólakortið....??
Æi ég veit ekki, elska tæknivæðinguna, leik mér mikið í/með photoshop sem er algjört töfratæki...fyndist fyndið að skella inn e-h. frægum einstakling inná fjölskyldumyndina eða stækka hausinn á mér um helming etc...en æi ég veit það ekki þegar ég heyrði;
"síðan lagaði ég bara hárið á honum aðeins til(þar sem sumt er þynnra en annað) og tók undirhökuna af sjálfri mér og voilá.....bara einsog nýjar manneskjur..."
..veit það ekki, kanski ég segji bara "pass"....Hver veit nema ég stækki aðeins á mér vinstra eyrað og setji þessa mynd í jólakortið....


Þetta hafði ég að segja um svipað leyti fyrir um 4 árum- maður hefur ekki mikið breyst er það - kanski pínulítið!?!

Tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar

Ég ákvað að gera ekki ekki neitt og að mannslíf fólks á Íslandi skipta mig máli, tek ég því þátt í að skrifa undir að skora á Alþingi að tryggja tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar á vefsíðunni: UNDIRSKRIFT

Ég hvet þig líka til að gera ekki ekki neitt og leggja þitt af mörkum með að skrifa undir listann og senda þetta áfram á alla í þinni netfangaskrá.

Sýnum samstöðu, hjálpumst að og látum stjórnvöld taka mark á okkur. Hver undirskrift skiptir máli.

Fékk eina harmasöguna enn í e-maili....

..ör hjartsláttur....


...það er ekki margt sem fær hjarta mitt til að taka "þennan litla aukakipp"...lófana verða svona þvala og andadráttinn pínu þyngri og laumulegri....það gerðist um helgina og svo aftur í dag....*namm*...yndislega skrítin tilfinning...elska það þegar þetta gerist...

01 desember 2006

..ég hlakka til jólanna...

Æi ég er aftur dottin í þá gryfju að vera meira í því að blogga í huganum og lesa annarra heldur en að setjast eitthvað niður og blogga sjálf eitthvað af viti...
Það er allt í gangi þessa dagana - síðustu 2 vikur hafa verið alveg stórskemtilegar skal ég segja ykkur, mikið af ákvörðunum teknar og mikið af fólkið "fundið" sem hafði verið týnt í þó nokkurn tíma..
Við mæðgur erum að fara að flytjast búferlum 1 febrúar á næsta ári og er ferðinni heitið á Hvanneyri.......eða ekki - heldur erum við að flytja á Seltjarnarnesið, finnst þetta samt eiginlega flokkast undir vesturbæinn þar sem þetta er alveg á "landamærunum"...kanski kem ég út úr skápnum einhverntíman og segi með stolti "ég bý á nesinu"...einhver ósiður sem að ég beit í mig í æsku - uppalin á Gröndunum/vesturbænum....einhver ákváð að á Nesinu bjyggu bara snobbaðir og frekar "súrir" einstaklingar - sögunni fylgdi að sjálfsögðu ekki að föðurfjölskyldan mín býr/bjó og er af Nesinu og ég hef kynnst möööörgu góðu fólki sem er þaðan...en á ákveðnum tíma var bara ekki "ætlast" til að manni þætti neitt til Nessins og fólksins þaðan koma og átti helst ekkert að vera að mingla neitt of mikið við það - það var ekki töff...síðan hafa árin liðið og maður þroskað kanski "pínulítið" og hættur þessu hverfasnobbi.....þau hverfi sem ég man að höfðu e-h svona "viðurnefni" voru "Litla Hollywood" - "Gettóið" - "Bragginn" - "Snobbhill" - "101" - "Cristania" ....... munið þið e-h fleiri??
En já aftur að flutningunum, einsog ég var að segja þá situr þetta fast í mér og má vel vera að þetta sé e-h hroki sem ég bara veit ekki af hverju fer ekki - hef ekkert á móti Seltjarnarnesinu né þeim sem þar búa en samt fæ ég e-h svona hnút í magan að vera að flytja þangað......yfir jólin skál sá hnútur vera leystur og við mæðgur flytjum með bros á vör í febrúar....
Á döfinni eru svo jólaprófin sem byrja á fullu í næstu viku og verða næstu 2 vikur að mestu eyddar með nefið ofaní bókunum og hver laus mínúta er eydd með erfingjanum....á þessum tímapunkti hverfur "litla ég" alveg eins djúpt inní litla hellinn sinn og hún mögulega kemst - þannig að ekki verða súr ef að reynt verður að hringja eða koma í kotið og ekki næst því munu flestir vera "ignoraðir" þar til 14 desember....
Jæja - þarf að kveðja, miklar jólahreingerningar standa yfir hérna í vinnunni - allt er skreytt og minna sumar deildir einna helst á Jólalandið fyrir norðan *úff*...síðan gengur dómnefnd um húsið og velur flottustu deildina (held þetta virki svoleiðis).....maður verður nú að sýna smá lit og vera með....
Góða helgi litlu lömbin mín....og gleðilegan 1 des.......og og og og ekki gleyma....Degi rauða nefsins