28 ágúst 2005

..kim kim kim....

...jaháts - Kim Larsen var bara góður í gær á Nasa..úffa hvað mín skemmti sér konunglega!
Magnað hvað allir þurftu að panta á dönsku á barnum og tala dönsku allt kvöldið - svona í anda Kimma karlsins...það var heppni ef að maður sá einhvern undir 30 ára á staðnum sem var stappfullur af fólki á aldri við pabba minn (sem var þarna btw..heh)..allir virtust kunna alla texta og þá sérstaklega ein sem stóð við hliðiná mér allt kvöldið, giska á að hún hafi verið svona 70 ára - held að hún hafi verið í mesta stuðinu þarna inni - flott gamla gæsin!
Æi - það var eitthvað gaman við það að sjá fólk á aldri foreldra minna haga sér einsog "ástfangnir unglingar"...ó, well inná milli voru líka nokkrir einstaklingar sem höguðu sér einsog mjög óþroskaðir unglingar/einstaklingar...og einna helst þá rosknar konur *hóst* - konur á "besta aldri" ... jábbs en kvöldið og tónleikarnir voru frábærir og ég væri alveg til í að skella mér aftur í kvöld *bros*
Annars fór ég bara heim í kotið snemma - kíkti aðeins inná nokkra staði og skutlaði svo gamla settinu bara heim - þau voru nú samt ekkert á eitt sátt við það ..."hvað er þetta með fólk á okkar aldri - eru engin eftirparty í gangi núna" *heheh* ... jebbsí mikið stuðkvöld í gær...***** (5 stjörnu kvöld í mínum bókum)
...jæja best að grípa í pensilinn og halda áfram með "listaverkið"...vona að helgin hafi verið ljúf við ykkur og allir góðir hvern við annan...

rakst á þetta inná umræðuvef....hmmm...hvað finnst ykkur um þetta? *umhugsunarvert*

26 ágúst 2005

Örblogg

Bara ad prufa og sjà hvort thetta virki...

Örbloggfærslu sendi ég
Sent með Hexia.net

24 ágúst 2005

..bwaaaa...

(reyndar skrifaði ég þetta vruglumbull á mán. en hef ekki komist í að posta það) ....ef að litla baunin snýst ekki á skrilljón núna þá heiti ég Gvendur og amma mín er flóðhestur - brjálæði - brjálæði - brjálæði að gera...horfi í gegnum fólk sem kemur að heimsækja mig í vinnuna og afgreiði kúnnann einsog hann sé besti vinur minn til margra ára....magnað hvað maður getur dregið litla "afgreiðslugimpið, sparíbrosið og þjónustulundina" upp þegar á þarf að halda - úffa!
....annars yndisleg helgi að baki - menningadagur/nótt var frábær í alla staði. Við mæðgur nutum dagsins og kvöldsins í botn og einhverra hluta vegna áttum við í engu basli með að finna stæði hvar sem að okkur langaði/vantaði að leggja - heyrði mikið bölvað og ragnað út af plássleysi....get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir því , heppin ég *bros* - röltum líka inná 2 kaffihús og fengum sæti strax - aftur heppin ég *glott* ... já fanst þetta hinn fínasti dagur og skemmtileg dagskrá og uppákomur á hverju horni ... fékk svona "útlandatilfinningu" - yndipindi...Þegar við mæðgur renndum í gegnum bæinn snemma á sunnudeginum og váá hvað það var mikið af fólki að skríða heim - þetta líkti einna helst til "góðs föstudagskvölds" ... magnað og bærin var væhæææææægast sagt ógeðslegur..svo við hættum bara við að röltast um 101 og fórum heim að baka, renndum síðan bara með nýbökuð vínarbrauð til "ömmunar"... jebbsí - fínasta fínasta helgi..

19 ágúst 2005

..stjörnurnar í strætinu...

...langaði nú bara að óska ykkur góðrar helgar...vona að sem flestir láti nú sjá sig á morgun í "naflanum"..menninganótt og svona fínerí !!
..Strætið er bara að breytast í "míníhollívúdd" núna...skrítið...furðulegt hvernig fólk hættir að geta haldið andliti ef að e-h frægur eða bara fylgardýr þess fræga nálgast *heh* ... gaman að því!
....Brjálað eða eiginlega dýrvitlaust að gera..og sé ekki fram á rólega stund fyrr en í lok næstu viku - úff - en það er samt svo frábært því að þá líður tíminn svoooo hratt...og það styttist í að gimpið ég fer til útlanda....jöss !!
Jæja...hafiði það ljúft um helgina....chau

18 ágúst 2005

...makaskifti....heh

...trúlofunar og óléttubólan farin aftur af stað...alltaf gaman að því...þá eru allir svo glaðir og spenntir, það vottar líka pínu fyrir "ég er að flytja til útlanda" bólunni í kringum mig þessa dagana líka - held ég segi pass við þessu öllu ..í bili *glott*
Annars horfði ég á undarlegt fyrirbæri í sjónvarpinu í gær á stöð2. Einhvern þátt sem heitir Wifeswap - alveg er það mögnuð vitleysa! Það sem ég hristi ekki hausinn og þruglaði eitthvað yfir þessu öllu saman, samt gat ég ekki hætt að horfa, plantaði mér betur ofaní sófus og rökræddi við sjónvarpið....
Þátturinn gengur víst út á það að "eiginkonurnar" skifta um fjölskyldur og lífsstíl í 2 vikur. Fyrstu vikuna fara þær "alveg" í hlutverk konunnar á heimilinu...fá svona manual yfir það hvernig "venjulegur" dagur/gerðir/fæða/rútínan er hjá henni og eiga að gjöra svo vel að gera það sem að hún er vön að gera...síðan eftir vikuna vega þær og meta stöðurna og þá á fjölskyldan að að lúta reglum "nýju" eiginkonunnar...hmmm...pínu mis eitthvað!
Af þættinum í gær að dæma virðist sem þeir finni eins ólíkar fjölskyldur og hægt er til að framkvæma þetta wifswap...önnur fjölskyldan var svona "hamborgarafjölla" sem er öll svona 2-3 númerum of stór, þar með talinn heimilishundurinn...smjörsteiktur morgunmatur, mikið kjöt, sjónvarpsgláp, nammi-nammi-nammi, lítill agi og svona draslaralegt heima hjá þeim....síðan var það hin fjöllan þar sem allir voru flottir og fitt, svona semi-grænmetisætur, byggheilsudrykkur í morgunmat, mikill agi - sem felst í því að "hýða" börnin með "flengjara", heimakennsla - foreldrarnir voða óvissir með skólagöngu "you never know what they´ll be taught....", minnti helst á litla hersveit, allt voða fínt og lítil gleði og lítið brosað (sýndist mér...)....
Þegar að "stóra" eiginkonan yfirgaf heimilið hjá litlu kristilegu hersveitinni voru börnin yfir sig ánægð og brosandi út að eyrum...fengu að leika lausum hala í heila viku, glápa á sjónvarpið, borða nammi og kjöt, flengjarinn eyðilagður og fóru í skólann í 3 daga...ss hún veitt þeim smá "frelsi", sem ég held að hafi bara gert þeim pínu gott - þrátt fyrir að "eiginmaðurinn" hafi nú ekki verið á eitt sáttur við neitt sem að hún gerði....en þegar að "fína frúin" yfirgaf hamborgarafjölskylduna voru bara fagnaðarlæti yfir því að harðstjórinn skyldi vera að fara...Það sem að hún gerði var að gefa þeim holt að borða, sjá til þess að fólk skifti milli sín heimilisverkunum, lét krakkana læra og reyndi að koma smá aga á liðið - sem að ég held að þeim hafi bara veitt af.....
Það virtist einhvernveginn ekki vera neinn millivegur á neinu hjá hvorugri fjölskyldunni....
En ég sá samt ekki pointið með þessu öllu saman og mér sýndist sem hjónin sem tóku þátt í þessu hafi ekki lært neitt né mikið af þessum skiftum..nema kanski einsog þau sögðu sjálf "lærðu að meta hvert annað meir"..........halllllóóóóóóó - ef að maður þarf að fara í e-h amerískan rauveruleikaþátt til að komast að því hversu "ómissandi" maki mans er - úff þá hlýtur nú að vera eitthvað meir en lítið að held ég....kanski verðlaunin í þessum þætti ættu að vera tími hjá Doktor Phil, í beinni að sjálfsögðu..svona til að pörin geti nú rætt og krufið issjúin sín aðeins meir fyrir framan alla...þasso smart.....æi skiliggi og veidiggi með þetta....úff - nú er ég farin að hrista hausinn aftur yfir þessu...hugsa að ég horfi ekki aftur á þennan "hroðbjóð"...nema þá kanski til að sjá "hvernig ég ætla aldrei að verða og hvað ég ætla ekki að gera hvað varðar uppeldi....hmmm" ... Annars er ekkert að marka tuðið í mér frekar en vanalega - þoli ekki raunveruleikasjónvarp, er með andlegt ofnmæmi á mjög háu stigi...

15 ágúst 2005

..bloggedíblogg..

...bloggletin alveg að fara með mig...allt að gerast, aldrei verið frá jafn miklu að segja, lífið er yndislegt....en "bloggnennan" hefur barasta ekki verið til staðar...ætli það sé ekki sumarið og sólin bara.

Sumarfríið hjá okkur mæðgum og Mjallhvíti á Seyðis var yndiyndiyndiyndislegt í alla staði...mig langar alltaf jafn mikið til að flytja þangað þegar að ég bruna inní bæinn og hann Bjólfur tekur á móti mér...úfff - elska þennan litla stað!

Ég elska það að vakna, horfa út um gluggann og það er bara eitt stykki fjall í garðinum.....ekkert svona horfa á Esjuna úr fjarska kjaftæði...fjallið er bara í garðinum *bros* - eða garðurinn í fjallinu *heh*. Ég elska það að það er ekki ALLT til í litlu búðinni og maður þarf að hafa pínu fyrir hlutunum stundum...Ég elska það að labba inní bankann og hann er svo krúttaralega lítill að það liggur við að gjaldkerarnir 2 sitji í kjöltunni á þjónustufulltrúanum sem situr næstum því við sama borð og bankastjórinn....finnst það magnað að ÁTVR er inná Bensínstöðinni/sjopunni...Elska það að sofna í kyrrðinni og vakna í kyrrðinni....ohh, einsog ég segi ég dýrka þennan litla stað....kanski er það bara vegna þess að ég fæ hann í svona smáskömtum og hef ekki búið þar alla mína ævi eða þið skiljið, og grasið virðist alltaf grænna og fallegra hinumegin...æi ég veit það ekki...Allavegana var fríið frábært - fengum æðislegt veður og sveitamat - kanski einum of mikið af sveitamat *heh*. Skelli inn nokkrum myndum þegar að ég hef fundið einhverja myndasiðu með viti til að nota (mæliði með einhverri??)...

það er farið að styttast mjög í ferðina hjá mér og stresstilhlökkunin alveg farin að segja til sín í litlu bauninni minni....passamyndir og passamyndataka er alveg magnaður andsk....fór í svoleiðis í morgun - alltaf kemur maður út einsog einhver terroristi á þessum myndum úff...en þolinmóða myndatökudaman bjargaði þessu alveg, var alveg ótrúlega viljug að taka maaaargar myndir og leyfa mér að velja...en úr þessum skrilljón myndum valdi ég eina og hún er vægast sagt hryllileg.....ætli ég geti ekki eytt nokkrum árum í það að hlægja að henni einsog myndinnni í debetkortinu og ökuskírteininu - þar sem ég er 16 ára gömul rúmum 20kg þyngri og lít út einsog Gremslins sem hefur faðmað rafmagnsstaur..eitthvað pínu "mis"....ég elska myndir í persónuskilríkjum..hef ekki ennþá séð eina góða...held samt að "Mjallhvítin" mín hljóti 1. sætið í "LjótastaHryllilegastaHallærinslegasta FyndnastaPassamyndSemÉgHefÁÆviMinniSéðKeppnina", hún er einsog 14 ára gamall mjög góðlegur og einhverfur bóndastrákur á leið á fótboltaæfingu...*heh*...Mér finnst að við ættum að hafa svona "Ljótasta Passamyndin Samkeppni"...hehe - væri skemmtilegt og fróðlegt *bros*
En jáms...hæhó til ykkar..vona að helgin hafi verið falleg og góð við ykkur..

Lil: Takk takk takk fyrir okkur mæðgur - erum ekkert smá ánægðar með þetta og að sjálfsögðu þig ;)

Kollz: Takkedítakk fyrir fegurstu orðin....

Mjallhvít: Ég hopa í hringi af ánægju að dýrið á hvíta hestinum lét loksins sjá sig og kyssti þig....hamingja allan hringin til ykkar....2 mánuðir í paraleik...bara 2 - svo fer ég að böggast!!!

Ano: Ér bara hér... :)