17 nóvember 2005

Spámaðurinn segir

Stafariddari

Persónuleiki
Fyndinn, ljúfur og myndarlegur maður birtist hér. Hann er hlýr, gjafmildur, skemmtilegur og vinamargur en fólk dregst samstundis að persónuleika hans við fyrstu kynni. Hann leitar nánast uppi ævintýri hvar sem hann stígur niður fæti og tekst sífellt á við nýja reynslu. Oft á tíðum er hann villtur og óábyrgur.

Aðstæður
Spenna og hraði eiga vel við hérna. Ferðalag, flutningar og líkamleg hreyfing birtist þegar kemur að aðstæðum þar sem breytingar til batnaðar og ævintýri eru framundan hjá þér.

12 nóvember 2005

Myndir(14).jpg

Lífid í sveitinni er hundur....mjúkt og gott...
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

11 nóvember 2005

...perluvinir...

...við fundum litla perlu.. lítil perla sem við höfum verið að pússa upp smátt og smátt - mætti segja að ég hafi verið að uppgvöta hægt og rólega hvað hún er falleg.
Eigandi perlunnar er búin að "geyma" hana í skelinni sinni í mörg ár og ekki sinnt henni, ekki pússað hana, dáðst að henni, notið hennar og ekki sýnt öðrum hana og alls alls alls ekki gert sér grein fyrir hvers konar dýrgrip hann hefur/hafði í höndunum (því miður!!!)...perlan hefur verið að tærast upp hægt og rólega og þegar hún finnst er hún nánast ónýt, djúpar sprungur á yfirborðinu sem vonandi er hægt að laga, með smá vinnu, þrautsegju, þolinmæði og ást...
..á hverjum degi hef ég setið með perluna í fanginu, reynt að hreinsa þaran og þangið úr sprungunum sem hafa myndast yfir árin, reynt að fá hana til að glóa og ég er ekki frá því að það hafi tekist í smá stund, að ég hafi séð spegilmynd mína á milli sprungnanna...
Eigandi perlunnar gerir sér grein fyrir að í höndunum hafði hann dýrgrip sem er hægt og rólega að renna úr greipum hans.... perlan hættir að glóa...vitandi það að eigandinn kann ekki að hreinsa þarann og litla þolinmæði til að læra...


..mér finnst ég sjaldan eins vanmáttug einsog þegar að ég horfi uppá fólk sem skiftir mig máli sært eða óhamingjusamt og geta EKKERT gert nema að vera til staðar.....

02 nóvember 2005

..36 svör...

Rakst á þetta hjá henni Kollunni minni og ákvað að svara þessum spurningum einsog hún gerði og skella þessu bara hér inn...

1. Hvad er klukkan?
11:52

2. Hvada nafn er á fæðingarvottorðinu þín?
Urður Harðardóttir

3. Hvad ertu kölluð/kallaður?
Urður/Urðz/Eco

4. Hvad voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni?
...hmm, voru ekki sett kerti á kökuna - en hefðu átt að vera 26 :)

5. Afmælisdagur:?
1. Október

6. Húdflúr:?
áms - eitt

7. Hárlitur:?
Ljóst með strípum

8. Göt:?
Bara þessi venjulegu ..og í eyrnasneplunum :)

9. Fædingarstadur:?
Reykjavíkcity

10. Hvar býrdu?
í austurbænum

11. Uppáhalds matur:?
Lambalærið hennar múttu og meðí...og pique al macho..*namm*

12. Hefur þú komid til Afríku?
Neims, bara í draumum mínum...

13. Einhvern tíma elskad einhvern svo mikid ad þad fékk þig til að...?
....*ahhhh* jáms....

14. Hefur þú lent í bílslysi?
áms, einu alvarlegu.

15. Gulrót eda beikonbitar?
Gulrót

16. Uppáhaldsvikudagur:?
miðvikudagur og laugardagsmorgnar (þegar að borgin sefur...)

17. Uppáhaldsveitingastadur:
Engin sérstakur hér á landi....þessa stundina kanski Shalimar...

18. Uppáhaldsblóm:?
... ég elska öll blóm - er alveg veik fyrir hvítum blómum.

19. Uppáhalds íþróttir?
fótbolti

20. Uppáhalds drykkur?
vatn, vatn, vatn.....

21. Hvada ís finnst þér bestur?
jólaísinn hennar múttu minnar...

22. Disney eða Warner brothers?
sitt lítið af hvoru... :)

23. Uppáhalds skyndibitastadur:?
..hmm enginn

24. hvernig eru veggirnir í herb þínu á litinn?
Hvítir

25. Hvad féllstu oft á ökuprófinu?
Náði í fyrsta ..

26. Hver var sídastur til ad senda þér tölvupóst?
JPV, vinnutengdur póstur.....Antonio, persónulegur póstur... :)

27. Í hvada búð(um) mundir þú velja ad botna heimildina þína?
..æi er svo lítil búðakelling...hmm..Virgin Megastore eða e-h dótabúð f. erfingjann :)

28. Hvad gerir þú oftast þegar þér leidist?
Les eða mála...annars leiðist mér sárasjaldan - byrja oftast að gera eitthvað áður en mér fer að leiðast :)

29. Hvada spurning/ar fer mest í taugarnar á þér?
..."og hvað, ertu ekkert að slá þér upp...??"

30. Hvenær ferdu ad sofa?
hmmm...svona kringum miðnætti (helst)

31. Hver verdur fyrstur til ad svara þér þessum pósti?
...ætla ekkert að forwarda þessu svo að - enginn :)

32. Hver af þeim sem þú sendir þennan póst er líklegastur til ad svara þér ekki?
..sama svar og við síðustu spurn...


33. Uppáhaldssjónvarps þáttur/þættir:?
..allir fræðsluþættir...en annars svona gamanþættir einsog Will & Grace, King of queens, Seinf.....

34. Med hverjum fórstu sídast út ad borda:?
Antonio (Negro)

35. Ford eða Chevy:?
Chevy....annars bara báða takk og bland í poka fyrir afganginn :)

36. Hvad varstu lengi ad klára ad svara þessum pósti?
Það tók mig nákvæmlega 13 mínútur.