28 september 2006

...gellur og gæjar í morgunsárið...

...Já í mér býr lítill púki þessa dagana - og ekkert nema bara gaman að því ... nema náttúrulega í þeim tilfellum sem að fólk heyrir púkana tala við sig og fer að svara þeim - get ekki sagt að það séu "my type of púks"....

Ég parkeraði bílnum fyrir utan vinnuna í morgun, var tímanlega í því og sat þess vegna aðeins lengur og kláraði að hlusta á ansi áhugavert viðtal í útvarpinu (ég nenni nú ekki að segja ykkur frá því núna - áhugaverða viðtalinu *heh*).
Fyrir aftan mig stoppa Barbí og Ken (stjörnupar hússins - mjög falleg og fáguð bæði tvö), mér verður litið á þau í b.speglinum, sé þau spjalla aðeins saman, bæði frekar morgunfúl að sjá og eitthvað verið að tala um pickup tíma og stað greinilega (af handabendingunum að dæma)....
Nema hvað Barbí sveiflar hárinu aftur og stingur sér að Ken - ætlar greinilega að halla sér að honum til að kyssa hann inní daginn og kveðja, hún hefur greinilega lokað á kasmírslæðutrefilinn og þegar að hún styngur sér að Ken af fullum kröftum greinilega þá kippist hún til baka - tók sig næstum úr hálsliðnum við þetta allt saman...ég sturlaðist úr hlátri og af svipnum á Ken að dæma þá bætti þetta skapið hans til muna...en ekki hjá Barbí sem að opnaði hurðina í flíti og strunsaði út....

Fyrir nokkrum mínútum hoppaði ég út í 10-11 með samstarfskonu minni því hana langaði svo ógurlega í salatbakka - well við stöndum þarna í röðinni...og ég eins geðveik og ég er verð ég alltaf að fylgjast með öllu og öllum í kringum mig. Við hliðiná okkur í röðinni er svo ekta "töffarapæja" og á móti okkur er gorgeous gæji..það er mjög greinilegt augnadaður og mikið svona flirt í gangi þeirra á milli, sem er náttúrulega bara gaman og gott hjá þeim....Nema hvað í einu augnaflirtinu gleymir gæinn sér í augum ungu píunnar og hellir túnfiski yfir hálfann handlegginn á sér og niðrá gólf, það var roðnað og flissað smávegis -hann begir sig niður kappinn til að þurka upp túnfiskinn og ólíuna sem að svamlaði þarna á gólfinu (hefði pottþétt ekki gert þetta ef að hún hefði ekki verið þarna)...hann voðalega góður, þurkar og þrífur gólfið í 10-11, tími til kominn að reisa sig upp nema hvað hann dúndrar svoleiðis höfðinu í salatbarinn, einhverveginn hrasar og það glymur í öllu batteríinu - þannig að sæti maðurinn situr nú á miðri túnfiskhrúgunni, allur löðrandi í ólíu og með sárt ennið og gellan sem átti greinilega hug hans allan hafði látið sig hverfa þegar að túnfiskurinn (greinilega mannætu) hafði ráðist á upphandligginn á honum - hún var búin að pakka bakkanum, borga og farin þegar að hann loksins skarklappaðist á fætur......þarna aftur missti ég mig gjörsamlega í einhverju hláturskasti - reyndar ásamt hálfri búðinni sem hafði staðið þarna í röðinni og horft á þetta "mökunarferli" sem að misheppnaðist ógurlega....*tíst*

...kanski voru bæði þessi moment svona "you had to be there" - ákvað samt að reyna að deila þessu með ykkur - alltaf gott að flissa smá
Jájá líka flissa af óförum annarra - innana siðferðilegra marka - og já, ég er þannig manneskja, ég hlæ þegar að vinir mínir detta eða labba á staur...vonda ég :)

27 september 2006

...alltaf jafn gaman að kreysta fram viðbrögð..

Já, hann "litli" bróðir minn er player með meiru og stoltur af því (held ég)..
Já litli bróðir minn með lakkrísbindið...
Jæja, haldiði að mér hafi ekki verið send mynd í tölvupósti rétt í þessu og subjectið var "Urður er þetta ekki LITLI bróðir þinn??"
Vitir menn á myndinni voru 2 menn að kyssast - mjög innilega og annar þeirra var jújú litli bróðir minn.....
Litli illkvittnispúkinn ég fór strax í það að áframsenda myndina og á hverja aðra en FORELDRANA *múhahaha*
skrifaði að kanski væru það ekki litlu "busastelpurnar" eða stelpur yfir höfuð sem að við þyrftum að hafa áhyggjur af etc ...
Viðbrögðin voru "JESÚSSSSS" og "Er ekki kanski kominn tími til að halda yfir honum alvarlega ræðu um siðferði og
kynhegðun almennt......"
ohhh - ég hefði svo viljað sjá svipinn á þeim ...
Bara gaman ;)

....hvernig ætli drengurinn verði skotinn í kaf við kvöldverðarborðið í kvöld??

26 september 2006

...morgunstund gefur...

Jæja, eruði farin að taka eftir því að það er að verða ponsu erfiðara að vakna á morgnanna - eða í mínu koti í það minnsta.
Eitthvað svo notarlegt að kúra lengur í myrkrinu, augnlokin einhvernveginn þyngir og límdari saman og svo gott að hnuðrast aðeins lengur í sægninni (reyndar alltaf gott að hnuðrast)...
Annað en þegar að sólin skín fyrir utan, þá er maður fljótari í gangi og ekki aftur snúið þegar að maður hefur opnað augun einu sinni - maður vaknar einhverveginn tilbúinn fyrir daginn en á veturnar og haustinn þarf maður alveg sinn tíma til að komast í gang...er þetta kanski bara svona hjá mér??
Ég elska bæði - að hnuðrast og lurast á veturnar/í myrkrinu og að vera vel vakandi og rösk/fljót á sumrin...skiljiði hvað ég er að fara?
- Nú eru 5 dagar þar til Lufsan verður hva, 27 vetra gömul - úffa, gaman að því. Hafði hugsað mér að bjóða fjöllunni í kökur, heitt í ofni og meðví, bara svona til að sýna lit...er ekki mikið fyrir að halda uppá afmælin mín, elska annarra manna afmæli, elska staðreyndina að nú sé maður að verða einu árinu eldri en finnst ekki nógu gaman að halda uppá míns eigins afmæli - hefur líka orðið til þess að tvívegis hefur verið haldið "surprise" afmæli fyrir/handa mér - bara gaman og gerir það þeim mun sérstakara og skemmtilegra, er það ekki? En nú í ár hefur verið tekið af mér það loforð að heim skyldi boðið í kaffi og kökur og mun ég við það standa, að sjálfsögðu ;)
Mikið er verið að plana í "farfuglahópnum" (vinnunni) þessa dagana og á döfinni eru 2 ferðir erlendis staðfestar fyrir jól - ekki leiðinlegt það, sú fyrri til Stockholms og síðar til Manchester & Leeds....ekki einhverjar brjálaðar verslunarferðir "thank god"...ég hlakka ekkert smá mikið til...ég lít á þetta sem svona nokkurnveginn sumarfríið mitt...úfff hvað ég hlakka til...bara að komast smá í burt....namm ég elska haustið, án efa uppáhalds tími ársins hjá mér og hvað þá að fá að upplifa það í örðum löndum líka - það er nú bara bónus ..

...jæja, ætlaði bara að kasta á ykkur kveðju.....

22 september 2006

..gæti það verið betra??

Þögli sumarfuglinn er að fljúga af stað til heitari staða og litli ritglaði
hellisbúinn að skríða heim..

Nú fer vonandi að losna um þessa endalausu "blogg og ritstíflu" sem hefur
verið að hrjá dýrið.
Lífið í kotinu er bara yndislegt þessa dagana, hamingjan liggur í loftinu
og við mæðgur tökum syngjandi glaðar á móti hverjum nýjum degi
- svona á lífið að vera, er það ekki??
Skólinn kominn á fullt skrið, vinnan og samstarfsfólkið enn jafn
skemmtileg, spennandi og gefandi - ný tækifæri og verkefni á hverjum degi.
Fólkið í kringum mig blómstrar, mishratt og misvel en það blómstrar.
Maður uppgvötar það betur og betur á hverjum degi hvað maður má vera
þakklátur fyrir það og þá sem að maður (og mans nánustu) á og hefur í
kringum sig!
...hvernig getur maður borgað til baka - allt það fallega sem maður hefur
fengið og fyllt hefur hjartað af gleði??
Í dag er svona dagur þar sem ég er svooo þakklát fyrir allt og glöð...

Ég bjó mér til litla áskorun í byrjun sumars, að hæla einhverjum á hverjum
einasta degi og MEINA ÞAÐ (og ekki endilega fólkið sem situr við hliðiná
þér alla daga allan daginn eða bestu vini þína, þá frekar fólkið sem þú átt
í minni samskiftum við etc....).
Ég hef verið meira í því að hæla fólki í huganum og ég veit ekki alveg -
vona að þau finni það á sér bara.
Ég elska viðbrögðin hjá fólki þegar að það fær hrós, það er sekúntubrot sem það varir en er yndislegt - og vitir
menn það smitar út frá sér. Maður hefur tekið eftir því að þetta litla hrós
er einsog orka sem lifir yfir daginn....
Ég skora á ykkur að prufa - vel þess virði

En jæja vinnan kallar víst..langaði bara að kasta á ykkur kveðjur..
knús út í góóóða veðrið....