..fékk þessu skutlað innum "netið" hjá mér og þótti þetta svo óheyrilega fyndið að ég varð að skella þessu hér inn...
Jólahlaðborðið í danska fyrirtækinu.
Það þarf að vera pláss fyrir alla.
2. desember
Til allra starfsmanna:
Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins, julefesten, verður haldin á Steikhúsi Argentína þann 20 desember. Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila vinalega og velþekkta jólasöngva. Aðstoðarforstjórinn kemur og leikur jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma með jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 200 krónur.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
3. desember
Til allra starfsmanna:
Það var ekki meiningin með tilkynningunni í gær að móðga tyrknesku vinnufélagana okkar. Við vitum að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og ekki jólasöngvar.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
7.desember
Til allra starfsmanna
Félagi í Anonyme Alkoholikere, AA, sem ekki vill láta nafns síns getið af eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt borð. Með gleði get ég sagt að það verður orðið við þessum óskum en vil um leið benda á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst. Þar að auki verða ekki gefnar jólagjafir því verkalýðsfélagið hefur mótmælt og telur 200 krónur allt of háa upphæð í jólagjafir.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi.
---
9. desember
Til allra starfsmanna
Mér heppnaðist að fá borð langt frá hlaðborðinu fyrir félaga okkar úr megrunarklúbbi fyrirtækisins. Svo fékk ég líka borð fyrir alla ólétta rétt hjá salernisdyrunum. Hommar sitja hlið við hlið. Lesbiur þurfa ekki að sitja við hliðina á hommunum, þær fá sér borð. Að sjálfsögðu fá hommar og lesbiur blómaskreytingu á borðin sín.
ERUÐ ÞIÐ NÚ ÁNÆGÐ...EÐA HVAÐ?
Tina Johansen
fulltrúi á geðveikradeildinni í starfsmannahaldi
---
10. desember
Til allra starfsmanna
Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi verður notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki á að hafa reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi fyrir undirokaða
---
14. desember
Til allra starfsmanna
Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki. Við förum á Steikhúsið. Mín vegna getið þið farið til Mánans 20.desember til að sitja sem lengs frá dauða-grillinu sem þið mögulega getið. Njótið, for helvede, saladbarsins og étið ykkar hráu tómata. Og munið að tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef sjálf heyrt það. Jæja svín, þarna fenguð þið á baukinn!
Ég óska öllum hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið farið í kóma!
Kveðja frá "Bitchen" á þriðju hæðinni.
---
Til allra starfsmanna
Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Tine Johansen góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni kort með góðum óskum á Geðdeildina. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að það verður ekki nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. Þið megið taka ykkur frí allan daginn þann 20. desember á fyrirtækisins kostnað.
Gleðileg jól!
Frederik Lindstrøm
starfsmannastjóri
1 ummæli:
SNILLD!!!
hahahahahah
Skrifa ummæli