29 janúar 2005

....notalegheit....

....jæja barasta komin laugardagur og veðrið er ömurlegt vægast sagt. Svona veður þar sem að manni langar helst til að vera bara að kúrast allan daginn og gera algjörlega ekki neitt...
Gærdagurinn var snilldin ein, eyddi kvöldinu í góðu tómi með "miss perfect"...í bara notó stemningu, með kertaljósum, poppi og öðru mjög svo hollu nammi (eheh eða kanski ekki svo hollu)og Idolið beinnt í æð. Fanst þátturinn vægast sagt hræðilegur en mitt fólk komst áfram (sem að ég man nú reyndar ekki hvað heitir akkúrat núna) svo að ég er bara sátt.."missP." miðlaði til mín nokkrum af staðreyndum lífsins sem að ég held að ég muni ganga á næstu daga ef ekki vikur *tíst*...
..Jæja, ætli það sé ekki barasta best að arka út í daginn og gera eitthvað skemmtilegt með erfingjanum - maður lætur nú ekki smá rok og rigningu stoppa sig í að brosa og hafa gaman að lífinu....úff er búin að vakna með bros á vör í marga daga og er ekkert smá þakklát fyrir það....ég skal bara brosa fyrir ykkur öll í dag....

28 janúar 2005

...hetjur....

...vá hvað ég varð orðlaus í gær þegar að Idolið var sett á...alveg magnaður andskoti sem það er eheheh. Þetta fólk er upp til hópa brilljant og barasta hetjur í mínum augum (ekki kanski í mínum eyrum en ó well).
Ef að maður pælir í því, að trúa nóg á sjálfan sig bara til að standa uppá einhverju sviði fyrir framan algjöra "pro" syngjandi og tilbúinn til að láta þá hakka mann í sig...það finnst mér brilljant. Flestir sem voru spurðir hvernig þeim fannst sér hafa gengið - fannst þeim nú bara hafa gengið ágætlega þó að útkoman hefði kanski verði einsog það væri verið að gelda Lagarfljótsorminn, já og ekki vantaði ánægjuna á útlitið hehe....æi mér finnst þetta bara snilld og mikið þykir mér gaman að horfa á þetta :) Fólk sem fer í Idol fær sko klapp frá mér...bara fyrir að þora og trúa svona asskoti mikið á sjálfan sig thíhíhí :) Ef maður gerir það ekki sjálfur, hver gerir það þá??
Svo er íslenska Idolið í kvöld, finnst það nú ekki alveg jafn spennandi, hvorki dómarar, keppendur né kynnar....en jú horft skal á þetta og haft gaman að...held með henni Heiðu litlu og vona svo innilega að hún vinni :)

27 janúar 2005

...óbærilegt...

...úfff, alveg á ég bágt með mig þegar að e-h spreyjar oooooof miklu ilmvatni á sig - eða þið vitið of mikið að mínu mati. Samt var að ég spá hvort að maður geri þetta sjálfur, þar sem að ég t.d. finn ekki ilmvatnslyktina mína sjálf, ætli maður sé að kæfa alla í kringum sig. Það er lítil tuttla í krigum mig sem er alveg að fara með mig, er komin með hausverk, sviði í augum og farin að tárast (hehe kanski pínu ýkt en þið vitið hvað ég meina)...ég spurði voða ljúflega hvaða ilmvatn hún væri að nota og það kom á daginn að hún er með það sama og ég...höh?? Skrítið, finnst þetta hin versti ilmur....en ekki á mér og td annari stelpu sem að ég þekki og notar þetta sama ilmvatn, ætli það sé svona rosalega misjafnt eftir fólki - aldrei spáð í það áður. Jú reyndar er útgufunin svo misjöfn frá fólki að það gæti alveg staðist, en mér finnst það ömurleg - ætli fólk finni þessa sömu lykt af mér og ég af þessari konu hmmm??
Ó well, held bara áfram illa lyktandi út í daginn þá og stefnan tekin á nýjan ilm sem fyrst ...


I am nerdier than 8% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

26 janúar 2005

Stevie W. sér ekkert á skjáinn..

Isn´t she lovely.......Stevie "litli" Wonder ómar hérna og er alveg að gera góða hluti hjá mér og samstarfskonu minni.....já einhverjir svona "væmnir" dagar hjá okkur stöllum *bros*...æi væmni er nú bara góð svona inná milli, er það ekki?? Held að mér sé alveg að takast að móta kellu *tíst*, þetta er kona á besta aldri sem er mikið gefin fyrir sinfóníur og annað álíka (ekki það að neitt sé að því, fínasta músík) en hún er hætt að fussa og sveija yfir því sem að ég set á fóninn og er meira að segja farin að raula (ef raula má kalla) með Eminem og held barasta að "Toy soldier" sé í uppáhaldi hjá henni - gaman að því!
Mér finnst alltaf svo gaman að heyra lög sem að ég get tengt við einstaka atburði og fólk úr fortíðinni - á sem betur fer ekkert lag sem að minnir mig á neitt hræðilegt "thank god" ... og hef ekki alveg skilið þá líðan sem leggst yfir fólk sem að það heyrir eitthvað lag sem að það átti með "X-inu" ... ég fæ alltaf bara svona notalega tilfinningu, en hef séð mjög bitur tilfelli ... en já svona er maður bara .. kanski tekur maður "Pollýönuna" á röngum stöðum..hvur veit. Ég á litla vinkonu út í bæ sem var snillingur og þá meina ég snillingur að túlka lög og öll lög (þá helst dramantísk ástarlög) voru sungin beinnt til hennar og voru algjörlega það sem að hún var að ganga í gegnum ehehe......það skifti engu máli hvaða lag var á fóninum það kom alltaf "Urður, þetta er einsog sungið beinnt til mín - hann/hún skilur hvað ég er að ganga í gegnum" ehehehe
Singstar er fyrirbæri sem að ég á enn eftir að fatta, alveg liggur fólk í þessu og fer í singstarparty og svona..og allir með tölu segja að þetta sé bara mesta snilld...ég hugsa að músin ég eigi barasta aldrei eftir að þora að fara í þetta dæmi....en er fínasti áhorfandi og klappstýra eheheh ...ó well hvur veit kanski brýst maður út úr skelinni einn daginn og fríkar út....meikar það ..
Jæja ... klípílærin...Daniel Bedingfield (eða hvernig sem það nú er skrifað) er farinn að syngja beinnt til mín núna...best að veita honum athygli ;)

25 janúar 2005

...litlu dýr...

....jæja nú er maður búinn að vera í smá bloggpásu sem er/var bara snilld, allt of margt að gerast í lífi kellu til að ég vilji eða geti bloggað um það *bros*.
Ákvað nú samt að kíkja hérna við og láta vita að maður er enn á lífi og svona og allt í blóma hjá okkur mæðgum.
Helgin síðasta var mjög svo áhugaverð að mörgu leyti..komst og kynntist ævagömlum vinum mínum uppá nýtt - sem er svo gaman...elska að kynnast fólki sem ég taldi mig þekkja nokkuð vel bara meir og meir, eitthvað svo spennadi.
Fór í afmæli til fagurra kvenna (Kollunar og Evunar), það var haldið á "gamla Hvítakoti (sem var náttúrulega barn síns tíma fyrir okkur sum eheheh *blikk*), maður var bara bílandi einsog venjulega en skemmti mér alveg stórkostlega vel. Sumir drukku bjóri of mikið, aðrir ekki, sumir komu út úr skápnum en fóru aftur inn...já það er svo margt sem að gerist á góðu kvöldi :) Annars var bærinn svo svo svo stappaður af ofurölvuðu fólki þegar að ég var að trítla að ná í kaggann að mér hálf brá, dauður eða ælandi maður/kona í hverju horni og skoti....svaðalegt .... Ætlaði að kíkja í annað afmæli á Fornhagann til annarra einstaklega fagurra kvenna en eitthvað hóaði á mig heim í kotið...sem var bara ljúft.
Magnað hvað fólk verður alltaf gáttað þegar að maður vill ekki eða nennir ekki að vera að drekka, alltaf einsog það sé eitthvað að hjá manni...æi það er bara gaman...."ha, ertu hætt að drekka"...."ha, er ekki allt í lagi"..."ha, ertu á penesilíni"...thíhíhíhí...þetta fékk ég á laugardaginn...alveg sama þó að maður sé í dúndrandi stuði og dansandi....það er einsog að það sé bara skylda að maður drekki ehehe...já fólk er frábært...
En jæja, kveðjunni hefur verði kastað börnin góð....njótið daganna...
Urðzið


Green



You are a very calm and contemplative person. Others are drawn to your peaceful, nurturing nature.




Find out your color at Quiz Me!


12 janúar 2005

...lokað vegna breytinga...í mjög óákveðin tíma :)

...

Frábær dagur...

11 janúar 2005

...amma ó amma...

...dríng dríng...síminn hringir (tók fuglasöngshringinguna af þegar að hún fallega amma mín hélt að náttúran væri mætt heim til hennar og inní bíl...hehe)

* Urður, ég var að velta því fyrir mér - ég held að ég hafi eyðilagt tölvuna mína...
* Nú, ha-hva meinarðu, þessa nýju?? Af hverju heldurðu það amma mín??
* Nú sjáðu ég pikka og pikka á stafina en ekkert gerist á skjánum..
* Er hann alveg dauður?
* Ha dauður, hvað ... hvað segirðu??
* Er hann bara alveg svartur??
* Ha, já - alveg svart
* Og er kveikt á honum, skjánum semsagt??
* Já alveg viss um það, það logar lítið ljós á tækinu á gólfinu...
* Já en á skjánum sjálfum??
* Nei það var búið að loga svo lengi á því ljósi, ákvað að slökkva á því bara...


ég elska ömmur

...dittó...

Alveg finnst mér furðulegt hvað það er alltaf einhver einni "færslu" eða mínútu á undan að skrifa færsluna sem að ég ætlaði að skrifa...heheh
En á sama tíma er það svo notalegt, var alltaf alveg viss um að það væri nú örugglega enginn í sömu pælingum og ég og það sæi nú enginn lífið einsog ég (eða svipað) en raunin virtist nú heldur betur vera allt önnur :)
En það er samt pínu mínus fyrir mig því að ég hætti alltaf við að blogga þegar að ég hef lesið eitthvað í svipuðum dúr e-h staðar annarstaðar....eða geymi það í nokkra daga...einsog síðustu daga...maður gæti allt eins hætt að blogga sjálfur og farið bara og verið svona kommentari í staðin...verið rosa duglegur að segja skoðanir sínar á kommentakerfi allra annara... :)
(niiii, djö yrði maður nú böggandi þá ehehe) Annars er ég rosa kommentafælin, er svo oft sem að mig langar að segja eitthvað en ég bara þori það hreinlega ekki ... heheh....þarna brýst "fólksfælnisdvergurinn" fram í mér :)
Kanksi maður ætti að stíga inní óttann og fara að kommenta hmmmm

07 janúar 2005

Jæja, gleðilegan föstudag litlu dýr...Maður er skriðin á lappir, eða lagðist nú barast aldrei niður - varð svo heppin að lenda í smá óhappi á þriðjudagsmorguninn og afleyðingarnar af því eru tognun í baki, hálsi og marðar vöðvafestingar...úfff, ekki gott...mæli ekki með þessu.....ekkert búin að sofa síðan á þriðjudaginn og er útlitið og skapið í takt við það *bros* Annars fékk ég svo yndislega skemmtilegt bréf í morgunsárið frá plúsinn.is að það bjargaði alveg deginum hjá mér....
Til hamingju Urður
Þú hefur unnið 20.000 kr
Sendu mér bankanúmer og kennitölu og peningurinn verður lagður inn hjá þér
Bestu kveðjur
XXXXX
Plúsinn...
vííí, mig langar að fá svona mail á hverjum degi :) Að vinna tuttuguþúsundkall fyrir að skoða auglýsingar og segja hvernig mér finnst þær með einu klikki er barasta snilldin ein :)
Nú á maður fyrir öllum þessum myndatökum og meðölum sem að maður er að poppa útaf bakinu...úff, hvað læknisþjónustan er orðin dýr nú til dags (eða var hún alltaf svona dýr ??), það liggur við að maður þurfi að selja líffæri til að getað læknað annað .... En það var svo asssskoti myndalegur læknirinn sem að skoðaði mig og sem er með mig að þetta er í lagi.....ég varð eiginlega einsog hálfviti þegar að ég fór í skoðun, fór eitthvað að tísta í mér heheh *blikkblikk*....en já það var bara gaman...kanski maður fari og hlaupi á tré og slasi sig nú aðeins meir svo að maður þurfi nú að fara aftur....en já síðustu dagar hafa farið í heita bakstra og mikið verið að fylla á hitapokann á heimilinu og gengið í hringi.......held ég þurfi að fresta því að fara á steppnámskeið eða stunda stangastökk........

04 janúar 2005

...Caravaggio...

...langar að vera í útlöndun og labba á milli gallería, listhúsa og kaffihúsa...skrifandi póstkort á línuna og drekkandi framandi kaffi....*slurk* Fara á skemmtilega tónleika með böndum sem að ég hef aldrei heyrt minnst á og og og.....já verð að viðurkenna að útþráin er í meiri kanntinum á þessum bænum í dag en það er líka bara í góðu lagi, er það ekki *bros*. Annars er ég búin að ákveða að fara í 1 stórt ferðalag þetta árið og er byrjuð að tala við fólk sem þekkir fólk sem gæti hugsanlega mögulega reddað ódýrari ÖLLU.....staðirnir sem að koma til greina (er búin að kötta niður listan þó nokkuð og þessir sátu eftir)

* Bolivia (Bjó þar, þekki fullt fullt fullt af góðu fólki og kannast við mig - feels like home)
* Egyptaland (Hef aldrei komið, þekki engan sem hefur komið og þetta land hefur alltaf verið mjög ofarlega á lista hjá mér..held að það séu fá lönd sem væru e-h meira öðruvísi og framandi m.v. Ísland)
* S-Afríka (Komin með heimboð - heillar mjög mjög mjög....úfff)
* Japan (Áttu frænku sem að bjó þar og sögurnar þaðan er dásamlegar, úr smábæjunum þeas....)

Úfff, get ekki ákveðið mig, en hef smá tíma til þess....hvert mynduð þið fara??

...nýtt...

Fiktfríður var eitthvað að reyna að laga lúkkið á síðunni sinni, klúðraðist smá svo að hún varð að fá sér nýtt...hmmm....linkar töpuðust og mun hún reyna að gera sitt besta til að koma öllu í samt lag aftur sem fyrst...
...en nýtt ár - nýtt lúkk....hljómar ágætlega :)

01 janúar 2005

...2005...

Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og bara velfarnaðar á nýju ári...vona að það verði fallegt og gott við ykkur öll!!
- já og svo auðvitiað vil ég þakka viðskiptin á liðnu ári :)


Gærkvöldið var nú barasta fullkomið, horfði á brjálaðann landann sprengja frá sér allt vit. Við vorum rosa góð og styrktum í stað þess að sprengja og gerðum það með gleði bara..Var frekar spæld að brennunum var aflýst, alltaf stemming að fara uppá brennu, maður er búin að fara ár eftir ár og sjá sömu andlitin..en well veðurguðirnir réðu í þetta skiftið...Ég verð nú bara að segja að ég var ótrúlega sátt við skaupið þetta árið..kanski er þetta að lifna við eftir nokkuð margra ára lægð sem að það hefur verið í !?!?
Fór í smá party, var bara bílandi og skemmti mér konunglega, kíkti aðeins inná Hressó - skoðaði fólkið og hafði gaman að....síðan vaknaði maður bara eiturhress í dag og nú skal haldið í nýársboð....ætlar þetta át aldrei að taka enda ??
Jamm og jæja...vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel í gær og að árið byrji fallega...