24 febrúar 2006

jæja

.....nú líður að innstimplun helgarinnar...þannig að ég bið ykkur bara vel að lifa og vona að þið hafið það úúúber gott um helgina..smúss smúss..
..runnin af mér...

..reiði og pirringur morgunsins...
..og við tók þessi líka yndislegi föstudagur...veðrið er sko vægast sagt frábært og skapið orðið í takt við það - enda hljómar hér James Blunt og hans fráááááábæri diskur...hlakka til helgarinnar og úfff er spennt yfir "gjörningum" næstu viku...
...að hugsa áður en maður lætur út úr sér...

...líf mitt er uppfullt af hommum, lespíum,rétthentum, aðstandendum, gagnkynhneigðum, feitum, mjóum, rauðhærðum, ljóshærðum, óhamingjusömum, fallegum, illa stamandi, dökkhærðum, alkahólistum (virkum og óvirkum), læknum, litlum, stórum, haltrandi, örfhentum, frekknóttum, skapstórum, hamingjusömum, kennurum, ástföngnum, heppnum, óheppnum, ræstitæknum, heilbrigðum, óheilbrigðum...etc...og já síðast en ekki síst þunglyndum einstaklingum - allt er þetta fólk vinir mínir og jafningjar..
...þannig að statement einsog "þunglyndi er pjúra aumingjaskapur" komandi frá manneskju sem á maka sem er btw þugnlyndari en andskotinn á niðurtúr...fer alveg í mínar fínustu og gefur ekki gott start á annars góðum degi í mínum bókum....úffff - anda inn, anda út, anda inn....

21 febrúar 2006

..að hætta "á undan sér"..

..Alveg ótrúlegt, nú er mín á fullu að leyta sér að "mannsæmandi" vinnu á og er að sjálfsögðu búin að segja upp í "draumalandinu" mínu og það merkilega er, er að ég er svo löööööngu hætt í huganum - hafiði ekki lennt í þessu? Þetta er ekkert smá óþæginlegt....
Ég læt það að sjálfsögðu ekki bitna á samstarfsfólki mínu að ég sé í "þessu ástandi" og vinn vinnuna mína alveg sem skyldi..en ég er samt ekki að nenna því.
Ég líka hét því að sá næsti sem að skyldi fá "mitt" djobb skildi sko EKKI taka við því einsog ég gerði á sínum tíma - ó dear lord.....ég er bara ekki þannig. Vill alltaf skila frá mér öllu 113%...einhvernveginn hafa "hreint borð" þegar að ég hætti - einsog flestir vilja held ég....
En já, endilega komið með einhver ráð handa mér...ég byrja að telja niður mínúturnar í heimför á sama andartaki og ég "stimpla mig inn" á morgnanna..ég barasta skil þetta ekki. Ég get ekki beðið eftir að komast í eitthvað nýtt, læra eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki...og held að það sé að trufla mig alveg svakalega...vildi óska að það væri til "ömmuráð" við óþolinmæði...svona einsog að drekka á hvolfi eða láta mér bregða til að losna við hiksta...hmm...matarsóti í skóna, var það við óþolinmæði eða táfýlu??
....hafið það gott í dag öllsömul
..ef þú vissir það ekki um mig áður þá veistu það núna..

Hefur þú...

(x) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
(x) stolið bíl (foreldranna) -meira svona "fengið að láni"
(x) verið ástfangin/n
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
(x)lent í slagsmálum..
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
(x) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
(x )farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) skorið þig viljandi (*heh* jájá maður á nú "blóðsystur" þarna úti - frekar dramatíst)
(x) borðað sushi
(x) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
(x) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla -vísað úr skóla vegna fjarvista, en kjaftaði mig aftur inn samdægurs
(x) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins (jebbs, þegar ég var lítil og á það ennþá *heh)
(x) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
(x) farið í fallhlífastökk
(x) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
(x) kysst einhvern af sama kyni
( ) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
(x) liðið yfir þig
(x) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti

...stal þessu á heimasíðunni hennar Lilju og fannst upplagt að smella því hérna inn....

16 febrúar 2006


..sjálflægni..?

..Magnað hvað fólk vaknar til lífsins þegar að hörmungarnar eru komnar svona nálægt, það er einsog þá fyrst vöknum VIÐ til lífsins og förum að spá í hlutina. Þegar þetta er komið í OKKAR "hluta" heimsins, nálægt OKKUR, getur borist til OKKAR og hugsanlega mjögulega eitthvað komið fyrir OKKUR, þá vaknar fólk til lífsins og spáir í því hvað hægt sé að gera....væntanlega fyrir OKKUR..eða hvað?

Ég er mikið búin að vera að spá í, fylgjast með fréttum og öðru í sambandi við "H5N1 stofni fuglaflensuveirunnar" og reynt að ræða við fólkið í kringum mig en einhvernveginn ekki fengið fítbakk - eða, kanski bara ekki þau sem að ég vil eða bjóst við....fyrr en núna.
Nú hefur það verið í fréttum (s.b. frétt á mbl.is) og fjölmiðlum að þetta sé "kanski" að breiðast út í Danmörk og þá er eisnog fólk taki við sér..."shit, Danmörk er svo nálægt okkur"....æi veit ekki - þoli ekki "þetta kemur ekki fyrir mig" hugsunarháttinn...fer í mínar fínustu - AMEN

..andlaus og þreytt

..ætli það sé ekki bara veðrið sem að fer stundum svona með mann, að maður verður eitthvað svo andlaus og þreyttur?
Komst á það stig í gær að ég var of þreytt til að fara að sofa - komst yfir þreytuna, en of þreytt til að lesa og of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut...magnað alveg og á sama tíma alveg óþolandi. Að sjálfsögðu þarf maður að "borga fyrir" það í dag að hafa ekki sofið í nótt...namm - dagurinn líður hægt.
Mikið búin að spá i svefni og svefnvenjum í dag út af þessu öllu saman, s.s. öllu þessu svefnleysi í mínu koti að undanförnu....vitiði hvað Clinophobia er??
Magnað...ég vissi ekki að þetta væri til, en jújú - allt er nú til virðist vera...það er s.s. "Clinophobia: An abnormal and persistent fear of going to bed. Sufferers from clinophobia experience anxiety even though they realize that going to bed normally should not threaten their well-being. However, because they worry about having nightmares or wetting the bed, they often remain awake and develop insomnia. Insomnia then can become a real threat to their well-being.

"Clinophobia" is derived from the Greek "klinein" (to bend, slope or incline, as one does during sleep) and "phobos" (fear). Another medical term containing "clino-"is "clinodactyly" meaning a finger that is curved to the side.

Clinophobia and Fear of Going to Bed"


Guð hvað ég er fegin að þjást ekki af þessu, maður ætti bara að taka Pollýönuna á svefnleysið og líta á björtu hliðarnar - vera guðs lifandi fegin að þurfa ekki að búa yfir hræðslu við rúmið sitt og að fara uppí það...jebbbbs...en , þið sem eruð haldin þessari fóbíu eða einhverri annarri getið andað rólega því að sjálfsögðu er lækning til sölu á netinu...hmmmm...allt er til sölu á netinu virðist vera...
..hmm - ætli ég sé að gera illt verra fyrir "fóbífólkið" að hafa svona mynd af girnilegu rúmi (í mínum litla huga) þarna efst...hmmm..vona ekki *heh*..
Ætli það sé til svona samtök fyrir fólk með þessa fóbíu ?? ... "eitt rúm í einu" svona einsog einn dagur í einu..... jaaaaá - þetta er í raun og veru ekki lauslæti sem hrjáir landann heldur er megnið haldið "Clinophobia" og getur ekki sofið "eitt" og er að gera rétt "eitt rúm í einu"...hmmm kúld bí?


Topp tíu ástæður fyrir því að Silvía Nótt eigi að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision 2006.

#10 Eurovision er ekki kirkja, fólk tekur þessari keppni alltof hátíðlega. Það má alveg fokka aðeins í þessum evrópubúum með smá einkahúmor, við erum ekkert að fara að vinna þetta hvort sem er.

#9 Hommi og Nammi, eða hvað sem dansararnir hétu. Hve svalir voru þeir? Ótrúlega svalir, svo svalir voru þeir.

#8 Sigga Beinteins að syngja bakrödd, hún er í bleikum sokkabuxum.

#7 Lagið, það er ofboðslega grípandi og mann langar að heyra það aftur.

#6 Viðlagið, þú færð viðlagið á heilann. Það er bara þannig.

#5 Minnistæðisleiki, muniði eftir einhverju erlendu Eurovision lagi sem var ekki grín ("Waterloo" og danska lagið er ekki tekið með)? Væri ekki gaman ef fólk mundi muna eftir okkur.

#4 Silvía Nótt, hún á það skilið. Væri líka ekki gaman ef Evrópa mundi brengla staðalímynd Íslendinga aðeins?

#3 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, bara til að fá að heyra'ann hlæja aftur.

#2 Það sem það er ekki, það er ekki sungið af Geir Ólafs eða fyrrum Idol keppanda, það fjallar hvorki um vin Bobby Fishers eða ömmu Ómar Ragnarssonar, það stendur enginn upp frá píanói sem heldur samt áfram að spila í því...

#1 Það er svalt, alveg eins og Ísland.

Vil óska Silvíu og genginu velgegni og vona innilega að þau taki þetta næstkomandi laugardag.


Btw, minnir Garðar Cortez einhvern annan á vondakallinn í "Men in Black"?
Geimveruna sem var ekki alveg vön húðinni sem hún var í.

Fékk þetta í mellu núna rétt áðan og fannst tilvalið að setja þetta á bloggið...eruði sammála eða sammála??

09 febrúar 2006

..það sem foreldrar leggja á börnin sín..hmm

Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar – “#%=&#$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið.


.....og ath að þetta eru allt löggild mannanöfn samþykkt af mannanafnanefnd íslands.
emotional

...úffa - lá uppí sófusi í gær og horfði á skytturnar5..og juuu hvað þetta var "fallegt" fólk eitthvað svo einlægt - einlægur þáttur sem ég náði 137% að lifa mig inní, langaði helst að taka upp tólið þegar að þátturinn var búinn og athuga hvernig þær hefðu það mæðgurnar... (hommsurnar gerðu semsagt litla "holu" upp sem að ungt par/hjón með 1 barn eiga og eiginmaðurinn var á leiðinni til Írak í stríðið á "næstu" dögum...þeir undirbjuggu rosa fallegt brúðkaup handa þeim og byrgðu þau upp af alskyns "lífsnauðsynlegum hlutum" næsta árið...æi mæli með því að þið sem ekki sáuð þetta og þolið vel væmið gutl inná milli sjáið endursýninguna)...það runnu meira að segja nokkur tár og "litla" ég var farin að sjúga uppí nefið og grúfa mig óvenjulega mikið ofaní sængina í lokin....
...*heh* - Ekki man ég hver það var en einhver kallaði það "meðvirkni" þegar að maður lifir sig svona inní sjónvarpsefnið - magnað...hmmm...er það ekki aðeins of langt kafað ofaní "prógrammið" ?? Ohh, well só bí it - þá er ég bara meðvirk *glott*

08 febrúar 2006

..mitt fólk, þitt fólk, okkar fólk..

Hmmm...ekki spurning - styð ALLT jafnrétti, í þessu tilfelli er það hin eilífa barátta samkynhneigðra um jafnrétti...og ég skrifa undir án Þess að hugsa mig um..vona að þið gerið það líka!!
Magnað, það er árið 2006 og við erum ekki komin lengra en það í þróuninni, að samkynhneigðir þurfa enn að vera að berjast...hmm....álíka he....legt og ef að ljóshærðir "mættu ekki" verða ástfangnir af dökkhærðum/rauðhærðum/sköllóttum....jú lífið er víst þannig að maður stjórnar því ekki af hverjum né hvenær maður verður ástfangin...og það er það sem gerir lífið svo æðislegt...allir þeir óútreiknanlegu hlutir sem því fylgja...

06 febrúar 2006

..breytingar..

..jebbsí, nú er sko gleðilegur mánudagur! Sólin skín, fólkið brosir og breytingar framundan! Gæti maður beðið um það betra?
Nú er mín búin að segja upp í vinnunni sinni og ég verð nú að viðurkenna að ég var nett stressuð að fá ekki vinnu og verða eitthvað dóla mér á bótum og enda þunglynd með barn og kaupandi mér kött - eða eitthvað...en neims...atvinnutilboðin lalla inn hægt og rólega og þetta lítur bara ansi ansi ansi vel út fyrir mína konu, ekki annað hægt að segja en að ég brosi allan hringinn í dag...
Gleðilegan mánudag..vona svo innilega að hann verði jafn lúfur við ykkur og hann er við mig...!!

02 febrúar 2006

..geisp..

...febrúar, febrúar, febrúar...alltaf finnst mér jafn magnað hvað tíminn flýgur hratt - pæli í því oft á dag held ég.
Finnst það hafa verið í gær sem;

* ..húbbabúbbaæðið reið yfir landið
* ..hipphoppgallarnir sem allir létu sérsauma á sig komust í tísku..
* ..að það þótti "töff" að vera í síðum grænum vaxjökkum..
* ..að það var byrjað að selja donuts í ísl. bakaríum..
* ..að ég fermdist..
* ..að bróðir minn og systir komu í heiminn..
* ..að ég eignaðist erfingjann..
* ..ég fór í fyrsta prófið mitt
* ..að ég fór í fyrsta atvinnuviðtalið mitt
* ..að ég beið eftir fyrsta launaseðlinum..
* ..að ég varð ástfangin..
* ..að ég fór út sem skiftinemi..
* ..að maður fór út í leiki á kvöldin..
* ..að maður átti 3ja mánaðar sumarfrí..
* ..að maður beið spenntur eftir bréfi..
* ..að, að, að

...jebbs áður en við vitum af verðum við komin á eftirlaun og farin að skrá okkur í hópferðir til Mallorca með eldriborgurum - því við erum nú í "félaginu"...
...jebbs, tíminn líður hratt ... á gervihnattaööööld ...
...gaman að því - la vida es bella!