...bloggletin alveg að fara með mig...allt að gerast, aldrei verið frá jafn miklu að segja, lífið er yndislegt....en "bloggnennan" hefur barasta ekki verið til staðar...ætli það sé ekki sumarið og sólin bara.
Sumarfríið hjá okkur mæðgum og Mjallhvíti á Seyðis var yndiyndiyndiyndislegt í alla staði...mig langar alltaf jafn mikið til að flytja þangað þegar að ég bruna inní bæinn og hann Bjólfur tekur á móti mér...úfff - elska þennan litla stað!
Ég elska það að vakna, horfa út um gluggann og það er bara eitt stykki fjall í garðinum.....ekkert svona horfa á Esjuna úr fjarska kjaftæði...fjallið er bara í garðinum *bros* - eða garðurinn í fjallinu *heh*. Ég elska það að það er ekki ALLT til í litlu búðinni og maður þarf að hafa pínu fyrir hlutunum stundum...Ég elska það að labba inní bankann og hann er svo krúttaralega lítill að það liggur við að gjaldkerarnir 2 sitji í kjöltunni á þjónustufulltrúanum sem situr næstum því við sama borð og bankastjórinn....finnst það magnað að ÁTVR er inná Bensínstöðinni/sjopunni...Elska það að sofna í kyrrðinni og vakna í kyrrðinni....ohh, einsog ég segi ég dýrka þennan litla stað....kanski er það bara vegna þess að ég fæ hann í svona smáskömtum og hef ekki búið þar alla mína ævi eða þið skiljið, og grasið virðist alltaf grænna og fallegra hinumegin...æi ég veit það ekki...Allavegana var fríið frábært - fengum æðislegt veður og sveitamat - kanski einum of mikið af sveitamat *heh*. Skelli inn nokkrum myndum þegar að ég hef fundið einhverja myndasiðu með viti til að nota (mæliði með einhverri??)...
það er farið að styttast mjög í ferðina hjá mér og stresstilhlökkunin alveg farin að segja til sín í litlu bauninni minni....passamyndir og passamyndataka er alveg magnaður andsk....fór í svoleiðis í morgun - alltaf kemur maður út einsog einhver terroristi á þessum myndum úff...en þolinmóða myndatökudaman bjargaði þessu alveg, var alveg ótrúlega viljug að taka maaaargar myndir og leyfa mér að velja...en úr þessum skrilljón myndum valdi ég eina og hún er vægast sagt hryllileg.....ætli ég geti ekki eytt nokkrum árum í það að hlægja að henni einsog myndinnni í debetkortinu og ökuskírteininu - þar sem ég er 16 ára gömul rúmum 20kg þyngri og lít út einsog Gremslins sem hefur faðmað rafmagnsstaur..eitthvað pínu "mis"....ég elska myndir í persónuskilríkjum..hef ekki ennþá séð eina góða...held samt að "Mjallhvítin" mín hljóti 1. sætið í "LjótastaHryllilegastaHallærinslegasta FyndnastaPassamyndSemÉgHefÁÆviMinniSéðKeppnina", hún er einsog 14 ára gamall mjög góðlegur og einhverfur bóndastrákur á leið á fótboltaæfingu...*heh*...Mér finnst að við ættum að hafa svona "Ljótasta Passamyndin Samkeppni"...hehe - væri skemmtilegt og fróðlegt *bros*
En jáms...hæhó til ykkar..vona að helgin hafi verið falleg og góð við ykkur..
Lil: Takk takk takk fyrir okkur mæðgur - erum ekkert smá ánægðar með þetta og að sjálfsögðu þig ;)
Kollz: Takkedítakk fyrir fegurstu orðin....
Mjallhvít: Ég hopa í hringi af ánægju að dýrið á hvíta hestinum lét loksins sjá sig og kyssti þig....hamingja allan hringin til ykkar....2 mánuðir í paraleik...bara 2 - svo fer ég að böggast!!!
Ano: Ér bara hér... :)
2 ummæli:
Dýrið á hvíta hestinum já.... I'm dating a puma:)
Takk fyrir samveruna á Seyðis, takk fyrir samveruna alltaf, takk fyrir að vera til engillinn minn,
elska þig................
vá bara mín var ánægjan..ekkert smá gaman að fá ykkur mæðgur....mamma þín er alveg gull :) og þú líka sæta mín......eins og kolla segir þið eruð englar í mannsmynd...engin spurning sko......well sjáumst á sun þegar ammælið verður......knúsmús
Skrifa ummæli