19 júlí 2006

...estem en contacte....

Jæja börnin góð...

...sólin skín og fuglarnir syngja - ætli það fari að rigna í kvöld?
Magnað hvað þetta hefur verið blautt sumar eitthvað - hef alveg verið að fíla það, er svo mikil "regntutla" eitthvað...
Annars er bara allt hið ljúfasta að frétta úr kotinu mínu á veginum langa - erfinginn reyndar í sumarfríi núna og karli föður sínum, búin að vera 2 vikur og verður 2-3 til viðbótar....frekar tómlegt án hennar, það viðurkenni ég fúslega. Maður er bara svo sniðugur að fylla uppí þennan tómleika með brjálæðislega mikilli vinnu, mætti líka segja að ég hafi ættleitt 2 dætur í 4 vikur þannig að það er nóg fyrir stafni.......það vantar ekki.
Vinnan er æðisleg - alveg í takt við veðrið í dag....er búin að fara í kringum landið 2var, gist á fínustu hótelum og verið í algjöru dekri, skroppið til Grænlands og mikið fínt út að borða...algjör draumur í dós. Jújú, það koma skeptískir og mjög erfiðir dagar inn á milli (einsog í öllum vinnum bara)- en allir þess virði....held að þetta sé eitt skemtilegasta starf sem að ég hef verið í.
Auðvitað sakna ég bókanna "minna" og fólksins "míns" í strætinu/101, get samt ekki sagt að ég sakni móralsins, launanna né vinnustaðarins.....og þar sem að S.O.E hittingurinn er ennþá í gangi þá fæ ég góðan skamt af þeim mæjónesenglum :)
Æji, já það hefur margt á daga mína drifið (eða daga okkar mæðgna) í sumar....sem kanski hefði verið mjög gaman að segja frá þegar að á því stóð - en "bloggpúkann" vantar einhvernveginn í mig, held hann hafi lagt land undir fót svona yfir sumarið og er vonandi væntanlegur með haustinu :)

Það sem búið er af sumrinu 2006 í fáum orðum og sem e-h vegin standa uppúr (apríl - júlí):
Hamstur - ástin - vináttan - bílar - kisur - óléttur - gifting - skírnir - dauðinn - sambandsslit - katalónska - erfiðleikar - dauði heimilistækja - hreinskilni - supernova - endurfundir - dansdansdans - S.O.E - veikindi - Grænland - fótboltamenn - óákveðni - uppgjöf - lúðrasveit - staðfesta - skilningur - rigning - tjald - vellíðan - Þingvellir - afmæli - stolt - gjafir.....

...magnað sumarið sem er að líða - svooo ógeðslega hratt, finnst ykkur það ekki??
Maður er að sjálfsögðu dottin inní Supernova dæmið allt saman og horfi stolt á "son Ísland" syngja sig inní hjörtu miljónir manna.....djö hlýtur þetta að vera gaman fyrir hann, brjáluð lífsreynsla....hann er landi og þjóð til sóma held ég /finnst mér.
(Supernovafansheh - allt er nú til)
....og djö getur fólk (íslendingar) verið leiðinlegt og neikvætt - strax var hann étinn lifandi eftir fyrsta kvöldið - verði þeim að góðu sem ekki geta horft á þetta og bara verið stolt af - það eru alveg nokkrir keppendur þarna sem að ýta undir "aumingjahrollinn" hjá mér þegar að þeir stíga á svið eða fara að tala...bara gaman að því...

En, já svona er nú það lömbin góð - allt gott að frétta og ég hendi í ykkur línum við tækifæri....knús út í sólina til ykkar....Urðz