06 maí 2005

...það rignir súkkulaðirúsínum...

....Við "langmæðgurnar" (ég, mútta mín og erfinginn) lentum í miðju "twilightzone" í gær..jújú - það rigndi yfir okkur súkkulaðirúsínum í hundruðatali.
Ja well það átti sér nú mjög auðséða skýringu - en var samt sem áður svo fyndið eitthvað....sáttum saman eldsnemma, drukkum okkar RGC morgunkaffi og snæddum nýbakaðar kleinur þegar að "stuttlingurinn" minn ákveður að jakkinn hennar sé nú ekki nógu beinn á stólnum, grípur í hann og hristir hann svona einsog maður hristir nýþvegin föt beint úr vélinni.....jújú og vitir menn það flaug örugglega heill pakki af súkkulaðirúsínum um alla höllina...maður vars stígandi ofaní súkkulaðir. allan daginn og finnandi þetta á ótrúlegustu stöðum...
...hvar hún hafði nælt sér í þessar rúsínur og þetta magn var mjög spúki því að hvorki ég né mútta mín höfðum átt þetta til...ekki er þetta plantað í vasana "í nesti" í leikskólum borgarinnar...eða ég vona ekki....við veltum okkur mikið uppúr þessu, hvar hún hefði nú nælt sér í þetta....mömmu datt meira að segja í hug að hún hefði kanski rænt þessu í búðinni fyrr um morguninn ..heheh..jájá strax farið að þjófkenna (eða segir maður það ekki annars - þjófkenna !?!?) greyið...
..Það var ekki fyrr en í nótt þegar að ég var að læra að það kveiknaði á perunni og ég mundi eftir súkkulaðirúsínupakkanum sem keyptur hafði verið til að taka með í "sumó" með bókinni..hann hafði reyndar verið falinn gaumgæfilega...en það skýrir hversu þögul og sæt sú stutta var og leyfði múttu sinni að fara í laaaaaaanga og góða sturtu án truflunar á 2 mínútna fresti ...heh - hún hefur ætlað að byrja upp, fyllt alla vasa til eiga þegar að hart er í ári kanski...
...ja ó well...vill einhver súkkulaðirúsínur...??

Engin ummæli: