27 desember 2005

stuttu jólin...

..vá hvað þetta voru stutt jól..liðu hjá einsog hamstur í hlaupahjóli barasta!!
Takk fyrir allar fallegu jólkveðjurnar, kortin, smsin o.fl...og "gleðilega hátíð" öllsömul...ég er búin að skella inn nokkrum nýjum myndum (fyrir ykkur sem vitið slóðann)...bara frá aðfangadag og svona...
En, já jólin voru yndisleg og gjafirnar frábærar í alla staði...alltaf gaman að sjá hverjir þekkja mann alveg 110% og veit nákvæmlega hvað gleður mans litla hjarta..auðvitað gleður allt mann og ég er sátt við allt sem ég fékk...mjög þakklát!!
Það sást varla í tréð fyrir gjöfum erfingjans...úffffa þvílíka geðveikin, og það er greinilega er búið að ráða í framtíð stúlkunnar þar sem flest allir "hörðu" pakkarnir voru snyrtidót (hmmm hún er nú bara rétt 2ja ára..) þar á meðal snyrtiborð, stóóór snyrtitaska full af málningardóti, "my litle hairdressing salon" og þar fram eftir götunum...úfff - við mæðgur verðum útlítandi einsog litlir skræbóttir skæruliðar næstu vikurnar er ég vissum...bara gaman að því *glott*
Við mæðgur tókum þann pólinn í hæðinni að slaufa öllum "föstum" venjum...fórum EKKI í þau boð sem við höfum (eða ég í það minnsta) farið í ár eftir ár eftir ár .... heldur fórum bara í ný boð með nýju fólki og borðuðum ekki týpíska jólamatinn heldur fengum okkur nýjan rétt....og ég er ekki frá því að þetta voru með bestu jól í lengri tíma...úff hvað það er leiðó að vera "fastur" í því sama ár eftir ár..jújú hefðir eru fallegar og góðar en dear lord, það er svo mikið skemmtilegra að breyta til...
En já jólin eru víst búin - stutt og laggóð...vika í nýtt ár - 2006...hmm alveg er ég viss um að nýja árið verði skrautlegt og fullt af óvæntum "uppákomum" .. mikið rosalega hlakka ég til..
Jæja, farin að vinna...vona að þið hafið haft það fallegt og gott yfir jólin litlu dýr...

Engin ummæli: