..í sumó...úff, get ekki beðið..það skal sko brunað beint eftir lokaprófið á föstudaginn...þarf að fara í búð eftir vinnu í dag, á háannatíma og mig hlakkar alveg til....hvað er það - manneskjan með búðarfóbíuna á hááááááááu stigi...jú ætli þetta sé ekki svona pínu einsog jólin - svona ákveðin stemming sem að fylgir því að versla inn fyrir svona "happenings" eða þið skiljið...
...Hlakka til að sökkva oní heitapottinn, lesa góða bók alveg innpökkuð í heitt teppi með ekkert nema kertaljós og fuglasögninn í bakrunni, smá góðgæti í skál, góð músík, grípa í spil/leggja kapal (ohh það er svo notó)...allt það ferska loft sem maður getur í sig látið...vakna snemma og fara út í náttúruna - vona að það verði smá úði svona...ohhh...jáms...ég held að ég sé að missa það af tilhlökkun. Er ljótt að segja - "ég hlakka til að komast burt frá öllu og öllum" ?!?!?! "Stórborgin" getur verið svo slítandi eitthvað, allt stressið og bara amstur hversdagsleikans..maður verður bara einhvernveginn svo andlega búinn að vera "fastur" í sömu rútínunni dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð - ekki það að rútínana sé neitt slæm, eða þið skiljið mig - er það ekki?....Stundum held ég að allir þurfi bara eitthvað svona til að hlaða batteríin...eða ég í það minnsta og flest allt það fólk sem í kringum mig er....jáms þetta er allavegana langþráð frí/ferðalag í kotinu mínu og ég hlakka endalaust mikið til....líður pínu einsog litlu barni í "sælgætislandi" þessa dagana....(heh, hafið kanski tekið eftir því á blogginu að það kemst fátt annað að en þessi ferð...og jú svo prófin auðvitað..)
Ef ég gæti myndi ég bara bjóða öllum með .... en ég geri það bara í huganum og sendi ykkur bara góða sveitastrauma - lofa því...
2 ummæli:
ég öfunda þig ekkert
neineineinei *hrisstihaus*
Skemmtu þér bara vel strumpalína :D
Skrifa ummæli