30 september 2005

....London baby...

Saelt veri folkid heima a klaka...sit nuna a flugvellinum i London og er ordin ansi myglud af treytu...bara kasta a ykkur kvedju...
chauuuuu

Myndir(1).jpg

18 F er greinilega málid....sessunautar mínir eru einstaklega vel lyktandi ítalskt par....jæja best ad fljúga á vit ævintyranna....chau....
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

28 september 2005

..fjöður..

...sjáiði fallega fallega fallega veðrið úti !?!
...Leið einsog ég væri stödd í myndinni "Forest Gump" áðan, fór aðeins hérna útfyrir að viðra mig..sat á litlum, útskornum bekk bak við Hótel Borg, talandi í símann þegar að það lennti hvít fjöður á bekknum hjá mér...ég sit og horfi á hana á meðan ég tala í símann...húnn fýkur af stað, lendir á kerruvagni rétt hjá - barnið byrjar að hjala...fjöðurin heldur sína leið og þyrlast einhvernveginn upp og fýkur framhjá grein þar sem á sat veðurbarinn fugl (held hann hafi kanski misst af fluginu "suður")...ég held áfram að tala í símann, gleymi fjöðrinni í einhvern tíma...kisa kemur og nuddast svona utanímig...og að sjálfsögðu fer maður eitthvað að bögglast í henni, hún malar og það kurrar í henni einsog eldgömlum og slitnum traktor sem er búinn að fara einni fer of mikið yfir heimatúnið...ég og kisa erum í makindum okkar á bekknum þegar að blessaða fjöðurin lendir á milli okkar....
...lífið fer í hringi og hlutirnir með því *bros*

..jaháts - "life is like a box of....."

...eitthvað fallegt....

...Jæja - haldiði að maður hafi ekki verið "klukkaður" aftur - það var lítil blómarós sem klukkaði mig og að sjálfsögðu svarar maður um hæl... en þetta er nýja kynslóð klukksins...
Þar sem maður á að segja 5 FALLEGA hluti um sjálfan sig og klukkar síðan 1...hmmm...vá...djö hvað ég verð lengi að þessu....

1. Ég er góð mamma og uppalandi (held ég og vooona í það minnsta)

2. Ég á ótrúlega auðvelt með að samgleðjast öðrum...

3. Það þarf mjög lítið til að gleðja mitt litla hjarta...

4. Held ég sé með ágætis húmor og skap...

5. Ég er 113% vinur vina minna...og stoltust af þeim öllum....


....Hmmm...jebbs...nú þarf maður víst að klukka einhvern annan og ég held ég rúlli boltanum yfir til litla snillingsins míns og krúttusprengju með meiru - TINNA..."klukk on"

...chocolate factory - hvað er það?...

...var ég búin að segja ykkur söguna af því þegar að Urður litla gerði sig makindalega eitt föstudagskveldi eftir vinnuviku dauðans, var búin að hafa tölvuna í gangi yfir daginn til þess að "fá lánaða" myndina Kalli og súkkulaðigerðin....poppaði sér dýrindis örbylgjupopp, setti kræsingar á borðið, kom sér fyrir í sófusi, kúrði sér ofaní sængina, eins notarlegt og hægt var að hugsa sér..... og "play"...
..sér til mikillar skelfingar (og ekki skelfingar) byrjar "önnur" útgáfa af myndinni.....jújú - hommsuklám af bestu gerð...."charlie and the CHOCOLATE factory" fékk nýja meiningu þarna strax...úff - verður pínu bið í að lagt verði í að sjá "réttu" útgáfuna af myndinni sökum sálfræðilegs drama...fyrsta og eina senana sem náði að rúlla setti varanlegt ör á sálina skal ég segja ykkur...Hvernig útskýringar hefðu þurft að eiga sér stað ef að erfinginn hefði setið þarna við hliðiná....*heh* - hugsa um það seinna, þegar að þar að kemur....

..annars bara góðan daginn fallega fallega fólk...

23 september 2005

..að vera eða vera ekki "klukkaður"...

hmm jebbs, nú hefur maður víst verið "klukkaður" af Kollzinu og það er eins gott að standa sig..held að þetta gangi út á að það setja fram 5 staðreyndir um sig sem skifta engu máli..er það ekki rétt skilið??
1. Mér finnst gaman að vaska upp og ég er ALLTAF raulandi eitthvað lag á meðan...
2. Ég er með þann sið já eða ósið að snúa uppá lítinn lokk af hárinu þegar að ég les, eða þegar að fólk er að segja mér eitthvað...
3. ..ég veit fátt betra en flatkökur með smjeri og hangikjeti...namm
4. ..ég hræðist þrjá hluti meir en allt í þessu lífi.....síma, peninga og verslunarmiðstöðvar (sb. Kringlan, Smáralind...etc)..
5. Ég er haldin þeirri sjálfsblekkingu að ég geti "lært" uppí rúmi...aha - sure!!

...já og svona gæti maður haldið endalaust áfram *heh*...nú, mér skilst á öllum að maður eigi að "klukka" einhvern annan svo að maður slíti ekki keðjuna (ég hata keðjubréf...)..held barasta að allir þeir sem að ég veit um hér í netheimum hafi verið "klukkaðir" og fólkið sem mig langar einna helst að "klukka" er ekki með heimasíður svo að...hmmm...hvað gera bændur nú? Má "klukka" einhvern sem hefur verið "klukkaður" - en það er samt ekkert gaman, ætli ég "klukki" ekki Kúrbítinn, sóðabrækurnar (allar einsog þær leggja sig...) og kanski bara Bláu Dísina....

..klukk on....

smásaga í morgunsárið...

THE WORLD'S SHORTEST & HAPPIEST FAIRY TALE

Once upon a time, a guy asked a girl "Will you marry me?"

The girl said, "NO!"

And the guy lived happily ever after and went fishing, hunting and played golf a lot and drank beer and farted whenever he wanted.

THE END

21 september 2005

....hlaupa og tala í hringi...

...áms, maður fékk það sem að maður bað um í gær...kúr, kertaljós, leiðindaveður og notalegheit...ohh en að skafa í morgun var alls ekki gaman, erfingjanum þótti þetta alveg kempiskemmtilegt og varð svona sjálfskipaður verkstjóri á meðan að móðirin bölv. og ragnaði...."mamma, þú gleymdir þarna.."..."...mamma - þarna er blettur".."mamma, gera mína rúðu betur líka"...mamma mamma mamma.."mamma akkuru ertu svona lengi"....jebbs þau eru dásamleg þessi litlu dýr, og það sem að þau eiga stundum til að láta út úr sér...
Um daginn var ég eitthvað að fíflast með Mjallhvítinni - var að segja henni að ég væri svona "heimsforeldri" út af einhverri auglýsingu sem rúllaði í sjónvarpinu, sýndar myndir af mörgum illa förnum, hrjáðum, dökkum/lituðum börnum og ég segi svona í gríni Anna Þrúður þetta er bróðir þinn (segi þetta samt við Mjallhvítina) og við skellum uppúr (jájá illa gert og ljótt)..nema hvað við mæðgur erum í búðinni nokkrum dögum seinna og erum að týna í kerruna okkar þegar að hún hleypur að einhverjum kerruvagni þar sem í sat þessi gullfallegi "litaði" drengur og hún horfir á mig stórum augum og segir "Mamma, þetta er kanski bróðir minn"......og foreldrarnir urðu frekar hissa á svipinn en ég varð meira bara einsog kleina með kæfu og Önnu Þrúði þótti þetta nú bara svo eðlilegt *heh* ..
Annars já bara - fínn dagur - langur og þreyttur en fínn..sé fram á deit í kvöld við Sófus og skólabækurnar...ohh ætli maður kveiki nú ekki á kertum og skelli smá rómantík í þetta samband mitt og skólabókanna...
Ég er að reyna að gera allt sovna "ready" áður en ég fer í mitt síðbúna sumarfrí, ganga frá lausum endum og svona hérna í vinnunni, taka til...etc....af hverju er það að á meðan að maður tekur til og áður en allt verður "chiching" þá er svona einsog heil jarðsprengjusveit hafi lent allt í kringum mann....maður þarf að drasla öllu til, til að ganga frá því - æi skiljiði hvað ég meina....merkilegt *heh*
...jæja háfleyg setning frá SkaPtadóttur - "pikka minna, vinna meira...."

20 september 2005

...skammdegisþunglyndi, kertaljós og dvergar....

Ljúfasta helgi búin - hefði alveg viljað hafa svona "annarísunnudegi" í dag - það var alveg skuggalega erfitt að rífa sig á lappir í morgun...en finnst samt svo notó að það sé orðið svona dimmt og kósí, laufin orðin svona rauðgul og haust/vetrarilmurinn farinn að læðast að manni - namm
Ég er svo guðslifandi fegin að ég verð ekkert "þung/þyngri" á veturna þegar að það byrjar að dimma...þá byrjar "kertaljósavertíðin" fyrir alvöru...og hvaða vertíð er betra en kertaljósavertíðin??
Ég held ég kjósi frekar ískalt vetrarkvöld, brjálað veður, kolniðamyrkur, góð bók/góð tónlist, fullt fullt fullt fullt af kertum..í kúri ..kýs það pottþétt framyfir heitan dag á ströndinni t.d....en þú?
Síðan á ég vini sem verða einsog "einhverfir hellisbúar" þegar að það tekur að dimma - úff hvað það hlýtur að vera viðbjóðsleg tilfinning, skil hana ekki - og sumt á maður víst ekki einu sinni að reyna að skilja! Slydda og slabb er samt ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér...var ekki par hrifin í morgun þegar að slyddan réðist á okkur mæðgur, var svolítið svona einsog það væru 100 litlir dvergar að ráðast á andlitið með rennandi blautum, skítugum dvergþvottapokum...ekki málið !
Jebbsí , lífið er annars ljúft og nú er niðurtalningin hafin fyrir alvöru 10 dagar þangað til að ég fer út...veiveiveivei...
Held að ég sé að fara að flytja inn "kjöt" frá Bolivia þegar að ég kem heim, þar sem að 2 vinir mínir eru alveg ólmir í að koma og kynnast landi og þjóð áður en þeir fara á e-h ráðstefnur í Frakklandi - ekki leiðinlegt...nú er bara að vona að þeir fái flug sama dag og ég svo að ég þurfi ekki að hanga ein í London í 18 tíma...sjáum hvað setur....

16 september 2005

..mér finnst rigningin góóóóð dararararaaaaa..ó ó

...jáms, nú er orðið ansi langt milli blogga og þau mjög svo þunn eitthvað - kanski maður fari að hugsa sinn gang hérna í blogg/netheimum.
Annars bara allt ljúft að frétta úr koti okkar mæðgna á VeginumLanga.
Brjáhálæðis skólatörnin búin, ennþá verið að skafa upp eftir hana hérna niðrí strætinu og svo er mín eigin skólatörn byrjuð alveg á milljón - maður þarf víst að læra heil ósköp, skila verkefnum og prófum fram í tíman þar sem að ég er að fara út eftir ....hhhmmmm......14 daga - ohh get varla beðið mikið lengur. Ég er orðin svona nett "spenntstressuð" en það er bara gaman...heyrði frá vinum mínum úti í gær og sólin skín, hitinn var þá 27 stig og allir á stullum...namm namm namm...sumarið er að byrja þar núna...
Jæja - þarf að skjótast, sinna honum "Pierre" litla sem er bara yndislegri enn allt yndisleg.....og gaman að spjalla við. Hann skrifaði t.d. bókina Vernon G. Little..skemmtileg lesning það....jæja þarf að þjóta - allt að gerast hérna í litlu bókabúðinni einhvernvegin...og jújú út í heimi auðvitað líka Britney litla búin að unga út erfingja og Z. Jones hefur ekkert við alla peningana sína að gera - umhugsunarvert *heh*
Kanski maður sleppi bara vel þessi jólin, gefi öllum bara "loft í poka"...hugmynd :)
Allavegana....góða helgi öllsömul...vona að þið kúrið vel í rigningunni í kvöld..og eigið góða helgi

11 september 2005

Myndir(14).jpg


...lífid er sulta...
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

10 september 2005

...danski, enski, Atkins...

...melónu, sítrónu, hebalife, kolvetna, súpu......whateverkúrinn....held að "Photoshopkúrinn" sér algjörlega málið....*heh*

....Photoshopkúrinn..

04 september 2005

..jaháts...

...rakst á þetta - og....

"Jákvæða hliðin á lífinu"


Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um sólina á hverju ári.

Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu.

Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni að þú hefur opnað.

Hefurðu tekið eftir því að fólk sem kemur of seint er oft mikið glaðara en fólk sem hefur þurft að bíða eftir því?

Það getur verið að þú sért stundum eina manneskjan í heiminum, en þú ert líka ef til vill allur heimurinn fyrir eina manneskju.

Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni.

Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.

Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist þegar hann endurtekur ferðina.

Eða eins og einn maður sagði - það að vera hamingjusamur er ákvörðun .

Eigðu frábæran dag og vittu að einhver sem þykir þú skipta máli hefur hugsað til þín í dag!