..og ég elska það...elska svona lyktina af blautu grasi - eitthvað svo ferskt!
Annars varð hann karl faðir minn fyrr til með Kim Larsen hugsunina því ég var ekki fyrr búin að hugsa að bjóða honum svona "surpries - miðar á Kim L." þegar að hann hringir í mig og segir "Urður, ég er með miða handa okkur á Kim Larsen 27 á Nasa..."...get ekki beðið! Síðan var verið að bjóða mér út að borða á Lækjarbrekku annaðkveld...og ég hlakka ekkert smá mikið til, hef aldrei farið þangað fyrr út að borða....er þetta ekki fínasti staður annars - með hverju mæliði??
Annars er pínu sorgardagur í dag hjá minni, er að fara í jarðaförina hjá henni langömmu Sibbu - ekki gott mál, kvíði pínu fyrir held ég bara...verður skrítið, var í 101 árs afmælinu hjá henni bara um daginn (29 apr.)- líður einsog það hafi verið í gær...og núna nokkrum dögum seinna verður erfidrykkjan í sama sal og afmælin hennar voru alltaf haldin...æi skiljiði, verður bara skrítið...en já lífið heldur áfram...blómin halda áfram að spretta, sólin kemur aftur upp á morgun, vinnan kallar aftur í mann á næsta virka degi....jebbs það heldur allt saman áfram...og það er yndislegt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli