12 október 2007

..50 tær...útlönd..veggir...stress....gleði....


Jæja litlu lömb....

Hef ekkert verið allt of dugleg við að blogga, veit það - mikið gengið á hjá manni samt sem áður..
Annars er ég að fara út til Spánar í næstu viku (Barcelona & Madrid) - vegna vinnunnar og ég hlakka alveg rosalega til - en er að deyja úr stressi á sama tíma...þannig að bumban og hausinn eru einsog þvottavél (sem vantar dæluna í *heh*) þessa dagana....en þetta er svona skemmtilegt stress...
Mikill undirbúiningur í gangi - er að fara að gera og takast á við eitthvað sem að ég þekki ekki og hef ekki gert áður og það heillar alveg óskaplega - alltaf gaman að sjá hvað maður getur og gerir, testa sjálfa sig dálítið - það er bara holt.....*hehe*..
Ég hlakka þó mest til að hitta og sjá fólkið sem að ég er í daglegum samskiptum við þarna úti - gegnum skype, mail og símann, verður gaman að getað loksins sett andlit við raddirnar...hlakka líka til að sjá hvort að fólkið sem hefur boðið manni vinnu, boðið manni gull og græna skóga, beðið mann um að giftast sér og flörtar í símann - hvort að það sé jafn ófeimið þegar að það loks hittir mann eða hvort að þetta sé allt í fingrunum á þeim - það er einsog fólki finnist auðveldara að "tala" þegar að það sér ekki viðkomandi - vitiði hvað ég meina?!?!
Æi, já ég hlakka bara til......hef ákveðið að hætta að hugsa um "stresspartinn" í dag - vinn í honum um helgina...
Alveg typical - dýrið ég er að fara til útlanda - er búin að hlakka til að getað loksins stoppað hjá Kollunni minni í vinnunni hennar á Leifstöðinni - en nei nei, örugglega eini dagurinn sem að hittir þannig á að hún verður ekki komin niðrí vinnu - súúúrt......

Ég hlakka svo til að setja inná litla kaffihúsið mitt í Barcelona, með gott kaffi, croisant og póstkort..
Ég hlakka til að hitta Miguel, manninn með ávextina "mína"...
Ég hlakka til að labba inní litlu hliðargallerísgötuna "mína"...
Ég hlakka til ég hlakka til....

Annars bara allt ljúft að frétta úr kotinu - allar 50 tærnar bara krumpaðar og sætar....lífið er yndislegt - var ég búin að segja ykkur það *heh* ?
Ótrúlegt hvernig lífið getur tekið svona stórvægilegum breytingum á stuttum tíma en allt einhverveginn gengur upp, allt er einsog það á að vera og allt er einhverveginn einsog það hafi aldrei verið öðruvísi....bjútífúl.....

Rétt áðan felldi ég einn "vegg" í mínu lífi - úff - það var erfitt - svona gottvont......

Hef svo mikið að segja ykkur.....en ætla ekki að gera það strax.....vona að helgin verði ljúf og góð við ykkur....

09 október 2007

..ég er svo stolt og hamingjusöm....


Gæti maður verið glaðari, stoltari, hamingjusamari, ánægðari......
Til lukku englarnir mínir....og takk fyrir okkur - yndisleg veisla, veitingar og þið svo fallegar ;)

03 október 2007

..hvenær ætli þetta komi á markaðinn hér...


Myndi seljast einsog heitar lummur *heh* í öllu átaksbrjálæðinu sem að liggur yfir....
..eða ekki :)
...Allt er nú til !

..kakan mín....


...Ég er með köku í ofninum núna - og nei gott fólk ég er ekki ólétt - þetta er öðruvísi kaka...
Kaka sem ég hef aldrei bakað áður...
Kaka með hráefnum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til....
Kaka sem ég hef ekki hugmynd um hvernig á að baka, hversu lengi á að vera í ofninum né við hvaða hita er best að baka hana....
Kaka sem að ég vill að sé fullkomin því ég veit hún getur orðið það...
Kaka sem alltaf virðist bragðast unaðslega þegar að aðrir baka hana...
Ég sagði vinkonu minni í gær frá þessum bakstri mínum, leitaði ráða þar sem ég hafði grun um að hún hefði svörin, mælieiningarnar og aðferðina...
Ég vissi líka að ef að hún hefði ekki svörin myndi hún svara mér eins hreinskilningslega og hún gæti og hjálpa mér að fletta upp og finna svörin....
Ég leita aldrei ráða hjá fólki sem að ég veit að segir "það sem ég vill heyra eða heldur að ég vilji heyra" - sama þó að ráðleggingarnar og svörin séu ekki mér að skapi - þess vegna eru nokkar "velvaldar" manneskjur í mínu lífi sem að hjálpa mér að hnoða deigin og ákveða hvaða krem og kökur skal baka þegar að ég baka..ég er vandlát.....og ég er ógurlega þakklát fyrir að eiga þær að , þessar fallegu og ráðagóðu manneskjur..!!
Ég fékk svörin sem að ég bjóst við í gær - ég fékk svörin sem að ég vildi....(sem ég er ekki vön að gera..skemmtileg nýjung og tilbreyting!!)

Ég vaknaði í morgun, bretti upp ermarnar - ákvað að ég skyldi ekki gefast upp - setti dass af hamingju í deigið og held ótrauð áfram að baka...aðeins vissari í dag en ég var í gær...."mér skal takast að baka þessa köku - og hún skal verða eins fín og góð og hjá....."

Lífið er yndislegt ...og ég hlakka til að bera fram kökuna fínu!

01 október 2007

...þurfum við að ræða það eitthvað frekar ;)


Það fyrsta sem ég heyrði í morgun var...
* "mamma, mamma...í dag er góður dagur!!"
- "já ég veit ástin mín - frábær dagur...."
* "veistu af hverju mamma dagurinn er svona góður?"
- "já, ég þykist nú vita það engill..!!"
* "jaháts - af því að í dag á leikskólinn minn Sólbrekka afmæli..."