20 september 2005

...skammdegisþunglyndi, kertaljós og dvergar....

Ljúfasta helgi búin - hefði alveg viljað hafa svona "annarísunnudegi" í dag - það var alveg skuggalega erfitt að rífa sig á lappir í morgun...en finnst samt svo notó að það sé orðið svona dimmt og kósí, laufin orðin svona rauðgul og haust/vetrarilmurinn farinn að læðast að manni - namm
Ég er svo guðslifandi fegin að ég verð ekkert "þung/þyngri" á veturna þegar að það byrjar að dimma...þá byrjar "kertaljósavertíðin" fyrir alvöru...og hvaða vertíð er betra en kertaljósavertíðin??
Ég held ég kjósi frekar ískalt vetrarkvöld, brjálað veður, kolniðamyrkur, góð bók/góð tónlist, fullt fullt fullt fullt af kertum..í kúri ..kýs það pottþétt framyfir heitan dag á ströndinni t.d....en þú?
Síðan á ég vini sem verða einsog "einhverfir hellisbúar" þegar að það tekur að dimma - úff hvað það hlýtur að vera viðbjóðsleg tilfinning, skil hana ekki - og sumt á maður víst ekki einu sinni að reyna að skilja! Slydda og slabb er samt ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér...var ekki par hrifin í morgun þegar að slyddan réðist á okkur mæðgur, var svolítið svona einsog það væru 100 litlir dvergar að ráðast á andlitið með rennandi blautum, skítugum dvergþvottapokum...ekki málið !
Jebbsí , lífið er annars ljúft og nú er niðurtalningin hafin fyrir alvöru 10 dagar þangað til að ég fer út...veiveiveivei...
Held að ég sé að fara að flytja inn "kjöt" frá Bolivia þegar að ég kem heim, þar sem að 2 vinir mínir eru alveg ólmir í að koma og kynnast landi og þjóð áður en þeir fara á e-h ráðstefnur í Frakklandi - ekki leiðinlegt...nú er bara að vona að þeir fái flug sama dag og ég svo að ég þurfi ekki að hanga ein í London í 18 tíma...sjáum hvað setur....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm kertaljósavertíðin er alveg málið og skemmir ekki að hafa kúrufélaga innan um 70.000 kertin sko:)
love you...........

Dilja sagði...

myndi líka kjósa kuldann og kertin fram yfir svitann á ströndinni. svo er ég líka bara meira töff í vetrarfötum en í stuttu pilsi og ermalausum bol...:)

Svetly sagði...

..úff það er næstum "í reglunum" að kertaljósunum fylgi nú smá kúr...
... held ég taki mig líka betur út í vetrarfötunum - alveg dúðuð í einhverjum bil....en svo eru víst stutt pils og ermalausir bolir líka "vetrarföt" hjá sumum *hehemmm*...
...já, jólagjafalistinn góði - hélt nú reyndar að þú byrjaðir á honum um leið og þú værir búinn að kaupa og afhenda hinn *heh*