30 desember 2005

..doktor.is

..inná doktor.is fann ég þetta....athyglisvert..

"þreyttir - þurfa hvíld"

29 desember 2005

..djöfullega æðislegt..

...jæja - haldiði að litla skonsið ég hafi ekki verið að uppgvöta lítið skrítið internetverkfæri sem kallast Skype...þvílíka snilldin sem það er - þá sérstaklega ef að einhver manneskja gerir ykkur hálf lömuð og vansköpuð með fjarrverunni einni, hvað er fólk að spá að fara/ferðast svona milli landa, ha?
...jáháts, ég get með sanni sagt að þetta er "hrein snilld" þetta fyrirbæri...sparar manni margar krónurnar og er engu síðri en venjulegur sími....en þetta er jafn djöfullegt og það er frábært þetta litla "skype"..þar sem að það er ókeypis þá kemur það fyrir að ungar skonsur (sem að btw HATA að tala í símann) sitja og spjalla langt fram undir morgun....úffff - helv...tímam.munur
En játs, þessi litla uppgvötun í kotinu mínu bjargaði alveg dögunum hjá mér..nú þarf maður ekki lengur að limita símtölin í 2-4 á ári til hennar suður-ameríku og þar sem mínútan kostar "greiðsludreifingu"...gleði gleði...vildi bara benda ykkur á þennan strókostlega litla hlut (ef að ég er ekki alveg öld og hálfri á eftir *bros*) og ég mæli með þessu..

28 desember 2005

..syngjandi...

...glöð!
jebbsí í dag er svona dagur þar sem að maður vaknar langt frá systrunum "ljótan" og "feitan" og ég einhvernveginn svíf um á bleiku skýji...áms - lífið er yndislegt og ég er ástfangin....mmmm...namm

27 desember 2005

stuttu jólin...

..vá hvað þetta voru stutt jól..liðu hjá einsog hamstur í hlaupahjóli barasta!!
Takk fyrir allar fallegu jólkveðjurnar, kortin, smsin o.fl...og "gleðilega hátíð" öllsömul...ég er búin að skella inn nokkrum nýjum myndum (fyrir ykkur sem vitið slóðann)...bara frá aðfangadag og svona...
En, já jólin voru yndisleg og gjafirnar frábærar í alla staði...alltaf gaman að sjá hverjir þekkja mann alveg 110% og veit nákvæmlega hvað gleður mans litla hjarta..auðvitað gleður allt mann og ég er sátt við allt sem ég fékk...mjög þakklát!!
Það sást varla í tréð fyrir gjöfum erfingjans...úffffa þvílíka geðveikin, og það er greinilega er búið að ráða í framtíð stúlkunnar þar sem flest allir "hörðu" pakkarnir voru snyrtidót (hmmm hún er nú bara rétt 2ja ára..) þar á meðal snyrtiborð, stóóór snyrtitaska full af málningardóti, "my litle hairdressing salon" og þar fram eftir götunum...úfff - við mæðgur verðum útlítandi einsog litlir skræbóttir skæruliðar næstu vikurnar er ég vissum...bara gaman að því *glott*
Við mæðgur tókum þann pólinn í hæðinni að slaufa öllum "föstum" venjum...fórum EKKI í þau boð sem við höfum (eða ég í það minnsta) farið í ár eftir ár eftir ár .... heldur fórum bara í ný boð með nýju fólki og borðuðum ekki týpíska jólamatinn heldur fengum okkur nýjan rétt....og ég er ekki frá því að þetta voru með bestu jól í lengri tíma...úff hvað það er leiðó að vera "fastur" í því sama ár eftir ár..jújú hefðir eru fallegar og góðar en dear lord, það er svo mikið skemmtilegra að breyta til...
En já jólin eru víst búin - stutt og laggóð...vika í nýtt ár - 2006...hmm alveg er ég viss um að nýja árið verði skrautlegt og fullt af óvæntum "uppákomum" .. mikið rosalega hlakka ég til..
Jæja, farin að vinna...vona að þið hafið haft það fallegt og gott yfir jólin litlu dýr...

23 desember 2005

..á morgun eru jólin...

...vá hvað tíminn flýgur frá manni þegar að maður hefur það gott og skemmtir sér...eruði ekki sammála...??
Lífið í litlu bókabúðinni er hrein geðveiki þessa dagnan, og ég elska það! Var að vinna með Tinnunni minni í gær og ég held ég geti sem sanni sagt að hún er einn af þessum "glötuðu snillingum"...frétti að hún væri að reyna að selja eitthvað af þessum "þjóðverjagenum" á alheimsvefnum - er ekki frá því að mig langi að festa kaup á nokkur *bros*...er samt ekki alveg viss hvað þessi "gen" fela í sér en ég veit þó um nokkur góð atriði...pakkar inn einsog þýskur hershöfðingi, er skipilagðari en andskotinn, hreinskilnari en "einlægi trúbatorinn", betri vinur en einn af "kærleiksbjörnunum" og skapgerðabresti einsog Gollum (úr Lord of the ring)....what´s there not to want??...jæja hún bjargaði allavegana deginum hjá mér og hefur gert í gegnum tíðina eða árin ef að svo má segja....*heh*
Jæja, ákvað að henda inn nokkrum vel völdum svona í morgunsárið...bara kasta á ykkur kveðju áður en að brjálæðin byrjar..vona að Þorlákur leggist nú vel í ykkur eða já undir ykkur...
jólaknús og kveðjur

18 desember 2005

ýmsar ástæður....

....jæja þá hefur maður tekið til þeirra ráða að breyta aðeins hérna á blogginu sínu - ekkert illa meint..en ég náttúrulega fattaði ekki að láta hina og þessa vita og fengu þeir víst bara þá meldingu að ekkert blogg væri lengur til....heheh...já svona er lífið!!
Annars er lífið búið að vera frekar öfugsnúið og í þvottavélastíl síðustu vikur, prófin kláruðust og föstudaginn og einnig hófst jólkaupbrjálæði landans...úfff, tók að með aukavaktir í vinnunni og ég held að ég sé orðin veranlega sködduð eftir fyrstu vaktina....en það er samt svo gaman - alltaf svo skemmtileg stemningin í strætinu á þessum dögum...maður lendir í alskyns fólki með alskyns sérþarfir og dillur...bara gaman að því....
jæja, ég lofa að vera duglegri að blogga á næstu dögum og segja ykkur frá skemmtilegum dillum í fólki og skemmtilegum jólabókum sem að ég er að fara að sökkva mér í :)

07 desember 2005

..netheimar eða ekki...

Fyrir lööööngu síðan var ég víst klukkuð af gíraffastelpunni og tók ekki einu sinni eftir því fyrr en mér var mjög svo pent bent á það og að sjálfsögðu gerir maður það sem manni er sagt….og svara því hérmeð því klukki….”ogskammastuðínsvourður”….. Ég hef einhvernveginn kúplað mig alveg út úr netheimum og kann ágætlega við mig í smá fjarlægð frá þeim…Hef bara verið allt of upptekin við það að svífa um á bleika skýinu mínu, sinna litla kotinu mínu og kotverjum, læra fyrir jólaprófin, vinna í lögfræðimáli, vera í túristaleik, vinna, skella mér í hjúkrunarleik (sem var sko enginn hægðarleikur….), stelast til að lesa jólabækurnar á milli lærdómstarna og í miklum, erfiðum og mjög snúnum ákvörðunartökum …. En sú ákvörðun var tekin að….
Já, einsog ég segi – lífið gengur bara sinn vana gang hjá okkur kotverjum..allir sáttir og sælir..

Jólin nálgast og miklar útskýringar og pælingar á öllu jólatengdu eiga sér stað þessa dagana…litla strympa skilur t.d. enganveginn af hverju jólasveinarnir sem eiga að koma í kringum jólin fylla ekki á súkkulaðidagatölin hjá börnunum, það er ekki til leið (búin að reyna allar, trúiði mér…) að útskýra það fyrir henni að þeir hafa ekkert með jóladagatölin að gera og að þeir eru ekkert komnir *bros*. Hausinn á henni snýst í marga hringi við allar þessar útskýringar og þeir heita allir sem einn “Skellur” – stutt og laggott.

Jams og jæja, bókabrjálæðin er svo sannarlega byrjuð og mikið af konfektmolum þessi jólin…get ekki beðið til aðfangadagskvölds þegar að ég er komin í jólanáttfötin, með heimabakaðar smákökur, í nýjum náttfötum, kertaljós og góða jólabók…ohhh namm – niðurtalningin er svo sannarlega hafin! Hvaða bók langar ykkur helst til að lesa (smá forvitni í minni) ??
Jæja, best að halda áfram að vinna…
Hasta pronto….


Fjórir hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.

1. Lifa
2. Vera eins dugleg og ég get við að leggja mitt af mörkum/hjálpa öðrum..jájá, ég veit ég get ekki bjargað heiminum...
3. Eignast fleiri yndisleg börn - og auðvitað gera mitt allra allra allra besta á þeim vígvelli :)
4. Ferðast um "allan" heiminn.


Fjórir hlutir sem ég get gert.

1. Elskað
2. Hlustað
3. Gert betur...alltaf hægt að gera betur...alveg sama við hvað er átt...
4. ..kallað fram einstaka bros og hlátur...


Fjórir hlutir sem ég get alls ekki gert/á mjög erfitt með.

1. Hugsað mér líf mitt án alls fólksins míns..
2. Sungið fyrir framan aðra...
3. Treyst...
4. Sleikt fýluna úr fólki...stend ekki í því - kann það ekki og hef ekki hugsað mér að læra það :)


Fjórir frægir sem heilla.

1,2,3,4 - Æiii, það eru allir heillandi á sinn háttinn...


Fjórir hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur.

1. Augun
2. Brosið (hláturinn)
3. Fasið (húmorinn)
4. Æi, mér finnst fólk bara svo heillandi fyrirbæri - fer svo eftir manneskjunni sjálfri hvað heillar mig við hana hverju sinni - skiluru

Fjórar setningar sem ég nota mikið (þessa dagana).

1. "Komdu músarass/engilfríður/ástin mín..."
2. "Te amo..."
3. "..nei ástin mín, jólasveinarnir komu ekki og settu meira né settu nýtt (fyltu á) súkkulaði í dagatalið þitt.."
4. "hnoff hnoff"


Fjórir hlutir sem ég sé.

1. Tölvan
2. Friðþjófurinn
3. Bækur, bækur, bækur...og aðeins meiri bækur
4. Mynd af erfingjanum...

Fjórir sem ég ætla að klukka.

1,2,3,4 – klukka bara þá fjóra sem að lesa þetta og langar að dreyfa huganum eitthvað pínu, oggu, smá frá því sem að þeir voru að gera…..

06 desember 2005

Stundum er ekki hægt að gera öllum til hæfis!!

..fékk þessu skutlað innum "netið" hjá mér og þótti þetta svo óheyrilega fyndið að ég varð að skella þessu hér inn...

Jólahlaðborðið í danska fyrirtækinu.

Það þarf að vera pláss fyrir alla.
2. desember
Til allra starfsmanna:
Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins, julefesten, verður haldin á Steikhúsi Argentína þann 20 desember. Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila vinalega og velþekkta jólasöngva. Aðstoðarforstjórinn kemur og leikur jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma með jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 200 krónur.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
3. desember
Til allra starfsmanna:
Það var ekki meiningin með tilkynningunni í gær að móðga tyrknesku vinnufélagana okkar. Við vitum að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og ekki jólasöngvar.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
7.desember
Til allra starfsmanna
Félagi í Anonyme Alkoholikere, AA, sem ekki vill láta nafns síns getið af eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt borð. Með gleði get ég sagt að það verður orðið við þessum óskum en vil um leið benda á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst. Þar að auki verða ekki gefnar jólagjafir því verkalýðsfélagið hefur mótmælt og telur 200 krónur allt of háa upphæð í jólagjafir.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi.
---
9. desember
Til allra starfsmanna
Mér heppnaðist að fá borð langt frá hlaðborðinu fyrir félaga okkar úr megrunarklúbbi fyrirtækisins. Svo fékk ég líka borð fyrir alla ólétta rétt hjá salernisdyrunum. Hommar sitja hlið við hlið. Lesbiur þurfa ekki að sitja við hliðina á hommunum, þær fá sér borð. Að sjálfsögðu fá hommar og lesbiur blómaskreytingu á borðin sín.
ERUÐ ÞIÐ NÚ ÁNÆGÐ...EÐA HVAÐ?
Tina Johansen
fulltrúi á geðveikradeildinni í starfsmannahaldi
---
10. desember
Til allra starfsmanna
Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi verður notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki á að hafa reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi fyrir undirokaða
---
14. desember
Til allra starfsmanna
Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki. Við förum á Steikhúsið. Mín vegna getið þið farið til Mánans 20.desember til að sitja sem lengs frá dauða-grillinu sem þið mögulega getið. Njótið, for helvede, saladbarsins og étið ykkar hráu tómata. Og munið að tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef sjálf heyrt það. Jæja svín, þarna fenguð þið á baukinn!
Ég óska öllum hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið farið í kóma!
Kveðja frá "Bitchen" á þriðju hæðinni.
---
Til allra starfsmanna
Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Tine Johansen góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni kort með góðum óskum á Geðdeildina. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að það verður ekki nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. Þið megið taka ykkur frí allan daginn þann 20. desember á fyrirtækisins kostnað.
Gleðileg jól!
Frederik Lindstrøm
starfsmannastjóri