27 nóvember 2006

..Til Kollz.....svar óskast....

1. miðnafnið þitt: "hamstur"
2. Aldur: 27 (..takk fyrir að minna mig á það..)
3. Single or Taken: frá-tekin :)
4. Uppáhalds bíómynd: ó dísus, ég get ekki valið bara eina - í dag er það....Frida
5. Uppáhalds lag: A change is gonna come (Sam Cooke)
6. Uppáhaldshljómsveit: "pass" - er meira fyrir sólóartista...
7. Dirty or Clean: ó só clean
8. Tattoo eða göt: bara bæði..
9. Þekkjumst við persónulega? ..jaháts..
10. Hver er tilgangurinn með lífinu? ..að lifa því og gera eins vel og maður getur og kanski örlítið betur..
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum? ekki spurning - þó ég sjái það ALDREI gerast (hjúkk)
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli? játs (er aðþví *heh*)
13. Besta minningin þín um okkur? ..æi þær eru svo margar í uppáhaldi...(hehe, þegar að þú sagðir mér leyndarmál...ætti að mega segja frá því núna...) Þegar að þú treystir mér fyrir því að mamma þín væri ólétt af Hjalta bróður þínum - þú varst svo fallega, æst, spennt, leyndardómsfull, glöð, hættir ekki að brosa - ert ennþá brosandi yfir því held ég....yndislegur dagur - við sátum í herberginu þínu á Seilugrandanum í marga klukkutíma og SPÁÐUM í sónarmyndinni....magnað móment..
14. Myndir þú gefa mér nýra? - nú af hverju, viltu það? (, en ekki hvað?)
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig: Ég er hellisbúi (og er stolt af því)
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik? Jább - þó að ég haldi að þú sért með "topphjúkku" á þínum snærum.... ;)
17. Getum við hist og bakað köku? Þú meinar, ég baka, þú horfir á og svo borðum við hana saman - er það ekki? Anytime sko...
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega? ..heh...neibb - hlusta ekki á kjaftasögur ;)
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig? Dísus hvernig spyrðu - all the time - þú veist það alveg!! (eða ekki)
20. Finnst þér ég góð manneskja? Jaááá - með fallegri manneskjum í mínu lífi !!!
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið? Jájá - mætti ég þá vera driverinn??
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari? sko fyrst myndi ég..........ENGU...svo fullkomin á þinn ófullkomna hátt ;)
24. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla? jájá - ef ég væri svona "dropin" týpa *heh* (þá væri þá þitt hús eitt af fáum sem yrði fyrir valinu)
25. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera? Hvað vildir ÞÚ gera mín kæra?
26. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út? jábbs - ahorita...



...Yolanda, Hafrún, Kreizí....mig langar að sjá ykkar svör ;)

24 nóvember 2006

Philippe Noiret


...ég man það einsog það hafi gerst í gær þegar að ég sá myndina Cinema Paradiso - held að þetta sé fyrsta myndin sem að ég hef sem hefur skilið eitthvað eftir sig...
Í dag hef ég horft á hana svona 8-10 sinnum og mér finnst hún alltaf jafn yndisleg, hún eldist svo vel..kanski er það ég sem eldist ekki - mér líður alltaf einsog í fyrsta skiftið sem að ég sá hana, það má líka vera ða ykkur finnist hún ekkert sérstök en það er einhver strengur milli mín og myndarinnar...milli mín og Alfredo (Philippe Noiret) eins af leikurunum.
Las það inná mbl að hann er dáinn og mér líður skringilega - sumt fólk finnst mér að eigi að vera eilíft....Kvöldið í kvöld fer í að horfa á myndina aftur, vera auðmjúk og kanski fattar maður að ekkert er eilíft....
Ef að þið hafið ekki séð þessa mynd mæli ég hikstalaust með henni - hún er falleg og ljúf.

22 nóvember 2006

..enginn tími til stefnu stundum...


...þar sem að ég er að drukkna í vinnunni í tilboðsgerð og marketing-bootcampi
Sem er alveg brilljant ráðstefna sem að ég sit þessa dagana - alveg ótrúlega fróðleg.....Ég veit ekki alveg hvað ég er búin að koma mér út í hérna í vinnunni, en plönin eru stór og allir virðast á eitt sammála að ég geti þetta svo....það er bara stórkostlegt - held ég ;)
Lítill tími fyrir blogg þannig að ég bara verð að láta nægja að henda inn yndislegustu tvíförum vikunnar ... bið að heilsa ykkur að sinni....

20 nóvember 2006

..já þið segið nokkuð - ég hef heyrt þá fyndnari...

Samkvæmt CNN er þetta fyndnasti brandari í heimi - og það eftir árslanga leit....


LONDON, England -- The world's funniest joke has been revealed after a year-long search by scientists.

In an experiment conducted in Britain, people around the world were invited to judge jokes on an Internet site as well as contribute their own.

The LaughLab research, carried out by psychologist Dr. Richard Wiseman, from the University of Hertfordshire, attracted more than 40,000 jokes and almost two million ratings.

And here it is...

Two hunters are out in the woods when one of them collapses. He doesn't seem to be breathing and his eyes are glazed. The other guy takes out his phone and calls the emergency services.

He gasps: "My friend is dead! What can I do?" The operator says: "Calm down, I can help. First, let's make sure he's dead." There is a silence, then a gunshot is heard. Back on the phone, the guy says: "OK, now what?"


Mér finnst þetta mun fyndnara *heh*

10 nóvember 2006

Farin ...flogin

Skrifað í Eymundsson Leifsstöð af einkaritara Urðar :

hér standa tvær stúlkur að ofsækja mig í búðinni minni ..önnur þeirra á jú þetta blogg.
Hún vildi endilega tilkynna ykkur að hún sé á leið til útlanda.

Kveðjur til kalda landsins.

Kolla

08 nóvember 2006

...að búast við því versta....fá það besta....


Af hverju ætli það sé að maður býst ALLTAF við því versta eða ......og hvað er það fyrsta sem að poppar uppí hausinn á manni þegar að....

Ég er búin að vera í flækju *úff*...Nú er betri helmingurinn búsettur í s-ameríku og hafa verið miklar óeyrðir á því svæði sem að hann hefur verið að vinna (síðasta mánuð)...hann er vanur að senda mér svona skriljónogtvö sms/e-mail á dag og hringja alltaf að morgni dags og kvöldlagi...
- stuttu máli - það eru 16 dagar síðan ég hef heyrt frá honum og ég verð að viðurkenna að ég hef verið á barmi taugaáfalls síðstu vikuna og hugsanirnar og hugmyndirnar í litla kollinum mínum hafa alveg verið að drekkja mér og ég er ekki frá því að magasár sé farið a myndast í bumbunni....það er svo skrítið þegar að maður skynjar eða bara veit að það er eitthvað að...eitthvað ekki einsog það á að vera...
...fyrstu 4-5 dagarnir voru allt í lagi, stundum stendur nú bara þannig á og ég var nú ekki mikið að stressa mig á þessi, dagur 10 og til dagsins í dag hafa verið nær óbærinlegir....Hefurðu einhverntíman verið svo áhyggjufull(ur) að þú hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að vera, gera eða segja????
Ég hef verið svo dugleg síðustu daga að nýta mér netmiðla, lesa mig til um ástandið á þessu svæði, maður les um hvert dauðsfallið á fætur öðru og vooooonar að það sé ekki "minn maður" - ég varð enn kræfari/ákveðnari/hræddari síðustu daga og hef mikið reynt að hringja í alla mögulega síma og senda e-mail á alla sem ég veit að gætu mögulega verið með e-h svör handa mér og EKKERT...
Það var ekki fyrr en fyrir um klukkutíma að ég fékk símtal frá "tengdó" sem sagði mér að litla dýrið (kallinn ss) hefði lennt í slysi, haldið sofandi í 4 daga, er að skríða saman og ég heyri frá honum í kvöld....
Fyrstu viðbrögð mín voru ekki ánægja með að heyra að hann væri á lífi og syngja eitthvað "happysong" heldur varð ég reið út í hana fyrir að hafa ekki hringt í mig STRAX og segja mér frá þessu...ég var bara virkilega virkilega reið og hreinlega skammaði greyið - ekki líkt mér......
..Sat svo eftir þetta símtal í e-h geðshræringu, starði bara út í loftið og áttaði mig á því hversu dónaleg ég var að skamma greyið konuna, sem er sjálf búin að vera í sjokki síðustu daga og örugglega að reyna að halda lífinu saman.....ég tildæmis veit að það sem ég hræðist mest í þessu lífi er að missa dóttur mína þannig að ég ætti nú að geta gert mér í hugarlund hvernig henni hefur liðið að hafa næstum misst son sinn......ég skammast mín!
Af hverju varð ég reið......ég meina ég er búin að bíða eftir fréttum og lífsmarki - ég fékk þær fréttir sem að ég vonaðist eftir og ég varð REIÐ - af hverju, ég skil ekki.....ætli þetta séu ekki svona einhverskonar reiði-sjokk-hræðsu viðbrögð.....?
Núna sit ég og hugsa - 16 dagar, það er nú ekki langur tími - djöfull hefurðu verið nojuð kona......en þessir 16 dagar voru heil eilífð að líða...trúið mér!
...ég er komin aftur á jörðina, hlakka til að SOFA í kvöld og held ég sé lent á e-h happyskýji og er farin að raula jólalög.....svona er geðveikin jafn fljót að fara og hún er að koma.....lífið er flókið fyrirbæri, fullt af hindrunum sem við þurfum að fara yfir...en á móti kemur allt það fallega líka og þetta í bland er það sem gerir lífið svo yndislegt......

...kveð ykkur að sinni....

07 nóvember 2006

..bara að minna á...


..að síðasti dagurinn til að skila inn skókassanum er á laugardaginn kemur (11. nóv)..það þarf stundum ekki mikið til að gleðja lítil hjörtu - eða bara aðra yfir höfuð..og bónusinn er kanski að manni líður svo vel á eftir, eða mér í það minsta...

Hvað eru jól í skókassa?

Verkefnið jól í skókassa felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að setja nokkra hluti, eins og ritföng, vettlinga, sokka, hreinlætisvörur, leikföng og sælgæti í skókassa. Kassanum er síðan pakkað inn í jólapappír og útdeilt til þurfandi barna víðsvegar um heiminn. Þannig viljum við mæta þörfum fólks sem eru fórnarlömb stríðs, fátæktar, náttúruhamfara og sjúkdóma með það að markmiði að sýna kærleika í verki.

Hvert fara skókassarnir?

Í ár, líkt og í fyrra, hefur verið ákveðið að íslensku skókassarnir verði sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 50 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift er allt að 80% atvinnuleysi og þar ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

..alltaf lærir maður e-h nýtt..

In ancient England, people could not have sex unless they have consent from the king or unless they belong to the royal family.
If people wanted to have a baby, they have to ask consent from the king and the king will give them a card to be hung outside their door while they're having sex.

Written on it is: F. U. C. K. (Fornication Under Consent of the King), hence that's where the word "fuck" came from.

..Er ekki gott að læra e-h nýtt, á hverjum degi?!?!

06 nóvember 2006

Internetið er yndislegt fyrirbæri - en á sama tíma mjög scary...


Um daginn sat ég heima við tölvuna að reyna að finna mér efni í sálfræðiritgerð sem er í smíðum....
Ég notaðist einsog svo oft áður við Google - sem leiddi mig í hálfgerðar ógöngur, aldei þessu vant EN sem betur fer því ég datt þá inná síðu hjá íslenskri stúlku, búsetri í Danmörku, jújú augun læstust í síðunni, las hana aðeins niður og fannst ég kannast eitthvað við nöfnin og fólkið í færslunni - gat verið.... þessi skvísa sem þarna párar er frænka mín, fólkið og nöfnin sem ég kannaðist svona við eru að sjálfsögðu frænka mín, maðurinn hennar (og erfingjarnir tveir)...
Ég að sjálfsögðu festist aaalgjörlega inná síðunni hennar og datt inná tenglana og þá kom í ljós að fleira frændfólk er með heimasíður - sem ég ekki vissi um (ekki það að ég hafi nokkurntíman asnast til að spyrja......)
Að þessu leiti er internetið frábært fyrirbæri...ég er að sjálfsögðu rosalega "up2date" í þeirra lífi núna, veit allt um þau sem að þau vilja að netheimar vita og það er nú bara helmingi meir en ég vissi áður og það gleður mitt litla hjarta að getað fylgst með og séð myndir af frændum og frænkum hér og þar um heiminn - blómstra og gera sína hluti...bara gott mál.
Hin hliðin á málinu er þessi að ég rakst á "gamlan kunningja" um daginn - spjallaði eilítið við hann og leiðir skildu, gleymdi að grafast fyrir um fréttir af systur viðkomandi - fá símann hjá henni og annað, datt í hug að spyrja Google frænda og vitir menn eftir 15 mínútna sundsprett á netinu veit ég nær allt um systur viðkomandi, hvar hún kyntist núverandi manni sínum, hvenær þau sóttu um lóð, hvar þau fengu afhent og hvernig gengur með smíðin, hvernig sólpallurinn átti að vera, varð ekki og er núna, hvenær hún hætti með fyrrverandi kærastanum sínum og af hverju.....æi - og þetta veit ég gegnum síður hjá fólki sem ég veit ekki neitt hverjir eru, nefndu hana bara á nafn Googli tengdi við leytina mína og ég fór og skoðaði....finnst það óþæginlegt......
Veit ekki hvað það er, finnst óþæginlegt að lesa síður fólks ef þær eru ekki um þau sjálf.....mér finnst gaman að lesa síður þar sem fólk er að segja frá sjálfu sér, skoðunum sínum, draumum.....etc....en einsog þessar síður sem ég rakst á þá innuhéldu þær meir af upplýsingum um aðra en "síðueigandann" sjálfan og mér þótti það óþæginlegt - skiljiði eitthvað hvað ég er að fara?? Þetta er einsog með myndaalbúm á netinu, hjá fólki sem að ég þekki ekki - get ekki skoðað þær, finnst ég vera að hnýsast - veit að fólk myndi ekki setja þetta á netið ef ekki mætti skoða það en æi ég veit það ekki - líður einsog ég sé að fara yfir eitthvað strik eða jafnvel komin inní stofu til fólks.....óboðin....
Skrítin tilfinning - kanski eitthvað bull í mér ... en svona er það bara.....
Ég er á einhvern hátt sjúklega háð netinu en á sama tíma hræðir það mig....svo margt fróðlegt hægt að finna og fræðast en svo margt sem maður ætti aldrei að vita....

03 nóvember 2006

...spurning, hversu langt gengur maður þegar maður saknar...


~ ekki alveg svona langt en...viðurkenni það fúslega að ég veit fátt betra en að liggja í hálsakoti og kúra, heyra hjartsláttinn og andardráttinn... þá sérstaklega í svona veðri...grrrr....og verð að segja að ég er farin að sakna þess allmikið - enda mikil niðurtalning í gangi hér í kotinu hjá okkur mæðgum - í að "kallinn" komi heim..
Ætti maður að fjárfesta í svona "arm" þar til - ég meina fæst í mörgum litum og er eflaust á góóóðum kjörum....hmm...eða ekki ;)

..ástin....


El amor está en nuestras vidas, y siempre nos reímos de como llegó de una forma extraña. Es la historia de amor más linda de todas, la más especial, la que no quiero que tenga un final. Tengo a la persona más hermosa del mundo. Nos amamos mucho y somos felices juntos, aunque la vida haya guardado sorpresas y dificultades… Me había proyectado de varias formas en el futuro, pero nunca pensé que me pasaría algo tan increíble como conocer a .... Jamás me lo había imaginado. Y puta que soy feliz … por fin...
Te amo....y extraño..

01 nóvember 2006

...RING-RING....




* "Urður"
(sé strax eftir að hafa svarað...djööö)

- "Já, góða kveldið - Steindór heiti ég, hvernig líður þér?"

* "Ömmm - bara vel, þakka þér fyrir"
(dísus, who the fuck is Steindór - pottþétt e-h sölumaður dauðans?)

.....svolítið vandræðaleg þögn og þungur andardráttur hinumegin við línuna!

- "Er Guð með þér í þínu daglega lífi, amstri, erfiðleikum.....?"


* "Veistu, ef þú ert að kynna eitthvað eða selja verð ég að biðja þig að hringja aftur seinna, eeeeer bara að hlaupa út....."
(sat í makindum mínum uppí sófa, með kaffibolla, bók og í náttfötum....)

- "Nei, nei - alls ekkert að selja eða kynna neitt, bara svonaaaaa....."

....þögnin og þungi andardrátturinn byrjar aftur - krííípííí........

* "Nú, nú - get ég þá aðstoðað þig við eitthvað, vantaði þig eitthvað....hvert var erindið?"
(vá, hvað ég nennnnni alls ekki að tala við þig)

- "Langar þig að fagna með Jesú, langar þig að kynnast áhyggjulausu lífi og góðum samferðarmanni......etc?"
(ó dear lord - gastu ekki hringt í e-h annan "heiðingjann" - ætli ég sé merkt svoleiðis í símasrkánni? Urður Harðardóttir Trúleysingi)

* "Nei, veistu - takk, en ómögulega....
(jæja, alveg komin með það á tilfinninguna að þetta sé e-h SÆKÓ)

- "Innri friður er það sem skiftir máli, heldur þér gangandi og er nauðsynlegt svo að jafnvægi komist á lífið og hinn ytri frið!!"
(...æææææææææi ..... dísus láttu mig í friði....flashback þegar að ég var 8 eða 9 ára komu svona "jesúfólk" og fékk mig til að kaupa FULLT af bókum og mamma fékk svo sendan GÍRÓ......fallega gert....jahá ég er sko ennþá bitur út í þetta fólk...*heh*)

* "Innri frið já, mjög mikill innri friður og jafnvægi í mínu lífi þessa dagana verð ég að segja...
(*heh* - ef þú vissir að ég lægi kúrandi uppí sófa alveg að sofna núna vissirðu hvað innri friðurinn væri mikill "gimpi þitt")

* "Heyrðu, það er bara verið að sækja mig og ég verð að kveðja - takk fyrir spjallið Steindór!"
(láttu mig nú í friði litla grey....)

....þögnin ógurlega og hlussuþungi andadrátturinn aftur byrjaður - óþæginlegt eitthvað....

- "Já, ég er komin að sækja þig - er fyrir utan"
(aha - scary movie taktar e-h, dísus..shit....dálítið fyndið en ok...er samt ekki að nenna þessu!!)

* "Heyrðu, alltílæ - sjáumst þá fyrir utan - bæjó"
(iiiiiii - Urður að leika e-h töffara en innst inni að verða dálítið hrædd/smeik
...aaaaalveg að skella á)

- "Heyrðu, heyrðu, heyrðu Urður eða Unnur.....ég var bara að stríða þér...sorry....!!
(kúlistinn kemur auðvitað strax til baka og veimiltítan kæfð við fæðingu....svona eftir bestu getu)

* "Aha, góður - en ég verð að fara í alvörunni...!
(innst inni drullusmeik ennþá og langar að losna við kauða úr símanum...samt forvitin...)

* " En, þarna hver ertu og hvað varstu að spá - ef ég mætti spyrja.....?"
(forvitnin vann...)

- "Ég heiti sko í alvörunni Steindór, fattaði að ég hafði hringt í skakt númer þegar að þú svaraðir af því að þú kynntir þig og það helltist bara einhver löngun yfir mig að prufa.....
(*heh* sniðugur og pínu ruglaður - aldrei myndi ég þora......)


....jæja það sem byrjaði sem "skakt númer" varð að "símaati" endaði í nær klukkutíma spjalli/rökræðum um "jesúfólk" og þeirra leiðir til að PRANGA sínu dóti/drasli/hlutum..inná fólk og börn - og ég sem haaaaaaaaaata að tala í símann....gaman að því