11 maí 2005

...ég er svo skotin...

..í fólki - jebbs og margbreytileika þess. Veit fátt skemmtilegra en að bara fylgjast með og spá í fólki. Elska það hvað við erum öll misjöfn á "alla" vegu og hvað það gerir lífið frábært...Ég er voða forvitin um fólk, ekki forvitin þannig að mér líði einsog ég sé að fá eitthvað voða "djúsí" beint í æð þegar að fólk (sem ég þekki nota bene) fer að segja mér frá sér...heldur finnst mér svo gaman/gott að heyra það sem aðrir hafa að segja, æi skiljiði...mér þykir bara voða gaman að hlusta....svo margt sem að maður getur lært.... Ég hef ekkert gaman að því að lesa blöð eða slúðurdálka um allt "misfræga" fólkið sem kemur mér ekkert við og ég þekki ekki, það finnst mér nær tilgangslaus lesning og tímaeyðsla - en svo eru aðrir sem alveg ganga á þessu og það er líka bara allt í læ...
Ég fór eitthvað að velta þessu öllu fyrir mér í gær eftir að góðvinkona mín sagði við mig að hún væri svo "sjálfselsk"....af því að hún er svo lítið fyrir að spyrja fólk úr...hún getur setið og þulið upp hluti um sjálfa sig, talað um daginn og veginn, hvað er í gangi í hennar lífi - en spyr einskis á móti.."ef að ég veit að fólki líður vel (og auðvitað spyr ég um það..) þá er það bara alveg nóg fyrir mig...ég þarf ekkert að vita neitt af hverju" ... sem meikar alveg sens, maður á ekki að þurfa að kryfja alltaf hlutina til mergjar...eða hvað? Mér þykir það eimmit svo voða gott að geta bara fengið að sitja og hlusta, skít inn svona einni og einni spurningu en vil svo segja sem minnst sjálf...þannig að t.d. við tvær vinkonurnar erum voða mikið Jing og Jang, ekki að ástæðulausu að við höfum verið vinkonur síðan ég man eftir mér...
...ég held að ég sé ekkert óhóflega forvitin - bara svona passlega, svo kanski finnst einhverjum öðrum ég vera roooooooohooosalega forvitin, ég veit það ekki. Mér finnst bara voða gott að vita ef einhverjum líður vel og af hverju, þá líður manni vel líka eða þið skiljið (er það sjálfselska þá??) - og að sama skapi ef einvherjum líður illa, af hverju - því þá gæti maður hugsanlega mögulega gert eitthvað til að létta þeim einstaklingi lundina......jájá, ég veit - ég get engum bjargað *glott*...en maður getur alltaf pínu hjálpað til held ég...bara með því að vera til staðar!
..Æi bla...lá alveg og taldi kindur í gærkveldi þegar að ég var að reyna að sofna, gat ekki sofnað því að litla baunin mín var á 120...gæti líka eflaust haldið endalaust áfram en mér líður alltaf einsog útkoman (hérna á blogginu) verði hebreska og engin skilji orð af því sem að ég er að segja....

1 ummæli:

Hugrun sagði...

VÁ!!! Ó hvað ég skil þig vel...þetta er eins og talað út úr minni litlu baun :D