20 maí 2005

..mig langar í bragðaref....

..úffa mikið búið að vera að gera í dag, hef lítið sem ekkert geta sest niður, sem er svosem bara ljúft- þá líður vinnudagurinn hratt og ég kemst fyrr að sækja engilinn minn og fyrr út í sólina...
..Af hverju var júródiskurinn tekin af repeat?? *glott*...Er búin að vera að strá eða eiginlega sturta salti í sár júrófanatíkanna hérna í vinnunni og hef haft ægilega gaman að - jábbs...enginn er verri þó hann sé púki....
Annars er helgarplan okkar mæðgna rosalega mjúkt að mínu mati...við erum bara alltaf í rólegheitinum og reynum að eyða sem mestum tíma úti...og þá helst rennum við eitthvað út fyrir borgarmörkin, það kemst ekki að þessa helgina en það er líka bara allt í góðu því að það er svo margt annað skemmtó planað.......Slípóver, vídjó, tortillas, Árbæjarsafn, Húsdýra og fjölskyldugarður, Júróvísjon, grillmatur, ís, smá vinna, Nauthólsvíkin, matarboð (læri með öllu tilheyrandi...nammmmm)....og þar fram eftir götunum...jebbs þetta leggst bara allt saman voðalega vel í mig...syngjandi glaður dagur hjá mér og mínum...vona að helgin ykkar verði nú blúúúússsssandi góð við ykkur og þið við hana litlu dýr...
...hasta pronto...

Engin ummæli: