28 nóvember 2003

...tolvunordar...

Jæja nú er hún Kollster orðin tölvunörd og ég held bara að hún sé pínu stolt af því þessi elska....en ég meina enginn er verri þó hann sé nörd sko...hihhi...
Góðu dagur í dag, helgin að koma, klára fluttningana og bara slappa vonandi af á sunnudaginn, það er planið hjá mér.....
úff skrifa aftur á eftir.....

Þúsund þakkir fyrir hjálpina kollzilla mín!!!

27 nóvember 2003

...miklar breytingar hja Kollster...

Úff úff og góðand dagin litlu dýr.....er búin að vera á fullu að hjálpa Kollunni minni að breyta og uppfæra síðuna sína, hef alveg gleymt að laga mína og skrifa nokkuð..........hugs.......
Welly er bara mætt til vinnu og það er sko fullt að gera hérna í Eymós bókós....verð samt að dútla aðeins í síðunni í dag þegar að færi og tími gefst....
knússsssssss

25 nóvember 2003

...thridjudagar til throska....

Góðan daginn gott fólk ..... tíminn líður hratta .... á gerfihnattarööölldddd...úfff í dag er fínasti dagur held ég bara, vaknaði og fannst jólin vera komin....himininn var skærbleikur í nótt og þung snjókornin þyrluðust fyrir utan gluggann....fann hvernig jólapúkinn læddist til byggða og inn til mín....bara gaman. Kanski svolítið snemmt en ég meina...hann er alltaf velkominn....ég ætla nú ekki að fara að gera hann að einhverjum regnbogajólapúka....
smá pæling.....ég á alveg ótrúlega mikið af samkynhneigðum vinum sko...og ég var að velta því fyrir mér um daginn orðin "lessa" og "hommi"......ég hef eiginlega aldrei pælt í þessu áður, en eru þetta ljót orð ??....ég meina þegar að ég segi þetta þá er ég ALLS EKKI að reyna að meiða neinn eða segja þetta niðrandi eða þið vitið.....hmmm....ég allaveganna tók þá ákvörðun að nú eru allir gaggar =gangkynhneigðir, sammar = samkynhneigðir og tvillar = tvíkynhneigðir....mér finnst þetta voða ljúf orð....td er flottara að segja........já hún er sammari frekar en já hún er lessa......
æi bla....er farin að vinna.....fusion í gangi hérna í vinnunni.....

17 nóvember 2003

....ny vika runnin upp...

Góðand daginn litlu dýr og gleðilegan mánudag!! Ég vona að helgin hafi nú verði ljúf og góð hjá ykkur öllum. Við litla fjölskyldan erum búin að vera á fullu að flytja, pakka, þrífa...etc alla helgina. Á laugardaginn fórum við stöllur (ég og Katla) að þrífa Grundarstíginn og vorum alveg rúmlega 4 tíma alveg á fullu - sveittar og sexy *glott*...það var ótrúlega gaman hjá okkur, stuð að bóna þegar að maður kemst í svoleiðis gírinn og er með rétta manneskju sér við hlið....litli engillinn minn var í pössun hjá litlu sys og pabba allann daginn á meðan og skemmti sér konunglega, held það sé verið að lauma að henni alskonar góðgæti þegar að mamma er ekki nálægt....hihih bara fyndið, svolítið svona einsog að lauma litlum bita að hundi sem er undir borði *bros*...
Jæja svo á sunnudaginn vorum við hjónin alveg ótrúlega dugleg (litla aftur í pössun hja Pabba og co) fórum skrilljón ferðir með kassa, sófa rúm og alskyns dót uppí nýju íbúð.....æi það er svo gaman að flytja þegar að stemmarinn er réttur.....
En jæja ég þarf að fara að vinna..langaði bara svona að heilsa uppá ykkur og segja ykkur að ég hafi verið að flytja og hvernig helgin var *bros*
Skrifa aftur sem fyrst og verð þá með fleiri bókadóma..!!
Já ég gleymdi að nefna það, ég var semsagt hérna í vinnunni um daginn bara í makindum mínum að ganga frá dótinu mínu eftir langann dag....þegar að ég er minnt á að það er semsagt maður frá Bjarti að koma og kynna bækurnar þeirra, ég var semsagt búin að steingleyma því og hafði ekki tök á að mæta á kynninguna hans, ég svona í sakleysi mínu spyr hann hvort að hann sé með eintak handa mér (Da Vinci lykillinn) og hann segir svona í djóki, "ekki ef að þú ert manneskjan sem að gafst Sjón svona lélegan dóm" og brosir....ég fór alveg í kerfi og er búin að vera í kleinu síðan....úff bjóst nú aldrei við að hann eða einhver væri að lesa þetta.......hmmmm.......en welly ég er nú bara heiðó og segi bara það sem að mér finnst og ætla að halda áfram að gera það.....er að verða búin með Da Vinci og þá verður hann vonandi glaður *bros*.....

under and in....eða ... over and out....

14 nóvember 2003

.....Einhvers konar ég.....

...Las líka bókina hans Þráins Bertelssonar um daginn Einhvers konar ég..skýt niður nokkrum orðum um hana líka *bros*


Þessi bók er skrifuð af Þránni, um hann, hans uppvaxtarár, þroska, fjölskyldu, fjölskylduhagi og líf bara. Þetta er alveg rosalega vel skrifuð bók í alla staði. Hún er mjög falleg og hreinskilin. Hún svona sínir manni nýja hlið á karlmanninum ef svo má að orði komast. Mér fannst gaman að lesa hana, það var eins með hana og dætur Kína...hún nær inná öll tilfinningasviðin hjá manni. Maður tárast, hlær, reiðist og brosir...allt í mjög gott bland. Mér fanst auglýsingaherferðin hjá JPV ekki alveg skila sér þar sem að hún er voða mikið stíluð inná "geðveiki" móður hans en bókin er bara alls ekkert um það eða....jú hún er náttúrulega um það og það spilar stórann part í lífi hans en hún er ekki bara um það...hún er um svo margt annað ....
Mér fannst þetta bara mjög góð lesning, mér fannst þetta ekki svona tippikal ísl. ævisöguminningarbók þar sem höfundurinn er lúmskt að biðja um samúð eða þið vitið...!! !

"Einhvers konar ég" eftir Þráinn Bertelsson set stolt í 6 hillu (af 7)

...Daetur Kina....

jæja nú hef ég smá tíma aflögu til að segja bókinni Dætur Kína eftir Xinran...langt síðan að ég las hana en hef ekki komist í að segja mína skoðun *bros*...


Átakanleg bók....Það er semsagt Xinran (höfundurinn) sem að segir sögur þessarra kvenna, hún var útvarpskona þegar að hún bjó í Kína og var með þátt um líf, erfiðleika, hamingju, reynslur, kúgun...etc fyrir og um konur. Konur (stundum menn og aðstandendur líka) sendu henni semsagt bréf með þessum reynslusögum sínum og hún svaraði eða talaði um þau í þættinum sínum...hjálpaði eftir bestu getu, sem var mjög takmarkað á þessum tíma í Kína vegna stjórnarinnar sem að var að líð (og er enn)!!
Hún fer síðan að ferðast og taka niður sögur kínverskra kvenna með það í huga að skrifa bók og skilar þessu efni mjög vel frá sér að mér finnst. Þetta er alveg ótrúlega átakanleg bók og sögurnar eru ótrúlegar. Það sem að mér finnst gera bókina betri en margar aðrar svona "reynslusögubækur" er að þetta eru mismunandi sögur, aðstæður, konur....Hver kona/fjölskylda fær sinn kafla en samt fléttast þeir allir saman!! Maður tárast, reiðist, gleðst, brosir allt í bland....Bókin er eiginlega um "kúgun" í allri sinni mynd...

"Dætur Kína" eftir Xinran set ég í 5 hillu (af 7)

11 nóvember 2003

....gaggar og sammar....

Hlú hlú gott fólk og gleðilegan þriðjudag!! Jæja af mér og mínum er bara allt hið besta að frétta...Helgin var fín og frábær hjá mér...fór í afmæli til Ágústu "þríslings" ... dró Hrönsluna mína með og við skemmtum okkur konunglega, fórum á gamalt og gott "trúnó" alveg heilt kvöld....æi bara svona einsog í gamla daga þegar að við djömmuðum mikið saman hiiihihih....takk fyrir spjallið sætan mín!!!! Við röltum mikið milli staða, skoðuðum fólkið og höfðum mjög gaman af....fórum á einhvern mjög sorglegan stað sem að ég held að heiti "senor" - staður beinnt á móti MR og ó mæ god segi ég nú bara... það voru bara litlir unglingar þarna inni...með buxurnar á hælunum og derhúfurnar aftur....æi bara eitthvað mis....ekki alveg að gera sig fyrir okkur....Kíktum á tónleikana með Jagúar á Nasa, þeir voru/eru þrusugóðir að vanda, maður var bara ekki alveg í þeim gírnum á laugardaginn.....maður þarf að vera svolítið spes stemmdur til að fara og dansa við Jagúar...eða ég allaveganna!!!
Sunnudagurinn fór svo bara í rólegheit hjá okkur litlu fjöllunni.....Kallinn er reyndar á næturvöktum þessa vikuna svo að hann er í frekar öfugum sólarhring þessi elska....og litlan mín er búin að vera pínu erfið þar sem að hún er að fá 3ju tönnina...ekkert smá sætt *glott*
En vellí...er að vinna og þarf að fara að halda áfram.....er búin að lesa mikið af bókum síðan síðasti dómur kom frá mér...verð að fara að koma þeim hérna inn.....er núna að lesa Þegar stjarna hrapar eftir Vigdísi Gríms (sem á 20 ára rithöfundarafmæli í dag btw) og ó mæ god hvað mér líst vel á þetta....bókin byrjar bara á sprengikrafti...úfff...segi ykkur betur frá því þegar að ég er búin með hana!!!
Bið bara að heilsa ykkur að sinni....

07 nóvember 2003

..snilldar brandari...

Einu sinni voru þrír fótboltaáhugamenn að þvælast um Sádi Arabíu.
Einn hélt með Leeds, annar með Man. Utd. en sá þriðji með Liverpool.
Auðvitað voru þeir allir fullir, en það er stranglega bannað í Saudi
Arabíu, þannig að þeir voru allir handteknir.
Svo voru þeir leiddir fyrir sheikinn.
Sem sagði." Vegna drykkjuskapar á almannafæri verðið þið allir hýddir
50 svipuhöggum.
En vegna þess að í dag er þjóðhátíðardagur hjá okkur ætla ég að veita
ykkur tvær óskir hvorum.
Kom svo að því að hýða átti Leedsarann svo hann bað um að fá kodda
bundinn á bakið á sér og bestu fáanlega læknishjálp ef með þyrfti.
kom svo að því að hann var hýddur, en koddinn dugði ekki nema í 15
svipuhögg þannig að hann varð alblóðugur og næstum dauður eftir þessa
meðferð. En fékk læknishjálp.
Síðan kom að! Unided manninum....Hann sagði ég vil fá tvo kodda bundna
á bakið á mér, og ef með þarf þá bestu læknisaðstoð sem um getur.
Svo kom að hýðingunni. koddarnir dugðu í 30 svipuhögg. Blóðugur en á
lífi fékk Unided maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur.

Loksins kom að Liverpoolmanninum. Hann sgði hátt og snjallt...BÆTIÐI
VIÐ 200 svipuhöggum og bindið helvítis Unidedmanninn á bakið á mér.

05 nóvember 2003

...kallinn med sidu...

...Gleymdi að segja ykkur að kallinn minn er búin að vera lengi að berjast við að búa til heimasíðu og hún er loks að koma öll til......erfið fæðing en gekk þó....það á víst eftir að tengja lynkana en well.... HÉR er hún...

.....talningarthynka.....

...úfff úff úfff....jæja nú er þessum vinnudegi loks að ljúka, búið að vera frekar geðsjúkt að gera...vorum að telja og telja einsog brjálæðingar allt mánudagskvöldið og allan gærdaginn...hélt að þetta myndi engann enda taka!!! Vaknaði líka með svona talningarþynku í morgun, gat ekki hugsað neitt sem tengdist tölum....úfff...erfitt að útskýra en þetta var hell....
Guð hvað ég hlakka til að komast heim, skella mér í óendanlega langa og góða sturtu, svæfa krílið mitt og leggjast svo með einhverja góða bók....er búin að lesa fullt síðan ég gaf dóm síðast, hef ekkert haft tíma...hugsa að ég lesi nýjustu bókina hans Arnaldar..."Bettý"...en welly verð að fara....klára að vinna smá og er svo rokin heim....
kossar og knús út í kuldann...

03 nóvember 2003

...manudagsmaeda...

...Góðan daginn englarnir mínir, vona að heglin hafi verið ljúf og góð við ykkur öll!!
Hún var svosem fín hjá mér og mínum, dreif mig til vinnu á föstudaginn eftir að hafa legið í rúmini í rúma viku...þvílíkt ógeð þessi flensa...vona svo innilega að enginn fái hana (eða þið vitið hvað ég meina).....þurfti að selflytja mig yfir til mömsu gömlu með litluna mína og vera þar í góðu yfirlæti...eða svona nokkurskonar "heimahjúkrun"....kallinn á næturvöktum og svona...þurfti sko alla þá hjálp sem að mér var veitt hjá mömsu í veikindunum.....welly nóg með það....var mjög glöð í hjartanu þegar að ég loks komst til vinnu á föstudaginn, maður verður eitthvað svo einhverfur á að vera svona heima í heila viku slefandi á koddann sinn...úffff...það var líka bara allt svo skemmtilegt á föstudaginn, alveg geðsturlað að gera og dagurinn bara rann framhjá...."Xinran" - höfundur bókarinn "Dætur Kína" kom niðrí búð á föstudaginn að árita bókina...hún var ekkert smá mikil dúlla....rosa gaman að tala við hana...ég vorkendi henni pínu því að það var svo rosalega MIKIÐ af mjög skrítnu fólki að tala við hana....svona eldir kallar...svolítið sveittir og svona .... "jú chænís-jes-jú bjútífúl...."
Jæja ætla að fara að vinna...
Bið' að heilsa ykkur að sinni...