30 maí 2002

*Almáttugur*
Ég er að fríka út...litlir púkar á sitthvori öxlinni.
Ég er farin að leggja fólkið í vinunni í einelti...."brjóta það niður svo að ég geti nú byggt það aftur upp"
............
*Hamstrabros*
Góðann daginn gott fólk !! Allt að verða brjálað hérna í Sjálfstæðishúsinu í Skaftahlíð "gott á þá"....löggubílar og læti....ætli Björn sé með eina undir aldri þarna inni *glott*...hmmm...ég forvitna konan er að springa mig langar svo að vita hvað er í gangi....það er maður búin að sitja hérna í löggubíl síðan kl. 9 í morgun .... ég held að hann sé látinn þarna inni....sólin hefur soðið hann!! Ef að ég væri með ís núna þá myndi ég ekki bjóða honum *hihih*....
Well langaði bara að heilsa uppá fólkið...láta vita að ég er enn á lífi.
Spáið í því ég er að fara í afmæli hjá langömmu minni eftir vinnu í dag, hún er 98 ára gömul og hin sprækasta....
"party on grandma"

29 maí 2002

*Jibbý*
Loksins er þetta komið í lag og ég er líka komin með svona nýtt lúkk á helv. draslið *brosútaðeyrumkall*
..........
Ætla að fara að vinna og hætta að bora í heilann á mér.....

P.s. Dröfn þú veist hvað þú átt að gera ´skan!!!!!

pís át
*Óþolinmæði*
Arg nú liggur þetta drasl eitthvað niðri og ég sem að var að reyna að gera einhverjar flottar og rótækar breytingar á þessu ! Ég vona að þetta komist í gagnið sem fyrst svo að ég geti breytt þessu öllu saman einsog ég vil hafa þetta.
Já nei, nei ég er ekkert óþolinmóð.
"Hasta luego"
*Geisp*
Góðan daginn gott fólk! Jæja nú er komin miðvikudagur, vikan hálfnuð og það er svo sannarlega farið að styttast í helgina *jeij*
Ég verð að deila með ykkur ánægju minni á "æðislegri" þjónustu sem að ég fékk í gær, ég fór nefnilega á klippistofu í gær. Lét taka 30 cm af lubbanum og fékk mér strípur, ekkert smá sátt við sjálfa mig í dag *brosallannhringinnkall*. Well stofan heitir "Tony & Guy" og er efst á Laugaveginum, þetta er sko staður sem að lætur út á að koma VEL fram við kúnann, maður fær matseðil/drykkjarseðil á meðan maður bíður (ef að það kemur þá fyrir), það er alltaf verið að bjóða manni eitthvað...ábót, eitthvað nýtt, kalt vatn, epli...etc Og þið vitið góði parturinn við að fara á stofu er nuddið sem að maður fær þegar að þær þvo á manni þennan blessaða lubba...well þarna eru sérstakar 20-30 mín. settar í þetta....ég var alveg í vímu þegar að þessu var lokið og ég var að borga....og svo er maður klæddur í jakkann þegar að maður fer út hihihih....well .... ætla að stökkva út og fá mér morgunsígó!! Tala aftur við ykkur á eftir
*síðhærðir hamstrar eru ekkert verri*

28 maí 2002

*trommusóló*
jeij jeij jeij.....loksins er sólin farin að skína...allavega smá. Það er komið svona ís og sundveður, eða sko sundveður fyrir þá sem að fara í sund. Það eru bara 3 og hálfur tími eftir af þessum vinnudegi, ohhhh....ég er að farast úr útþrá.
Ef að maður ætti einn lítinn skæruliða myndi maður nú bara skella sér að tjörninni og grýta í endurnar brauð....en maður keyrir bara framhjá í staðin *hihih*.
Vá ég veit nú ekki alveg af hverju ég er með þessa síðu, held að ég sé bara búin að segja einni manneskju frá henni...og held að ég hafi ekkert að segja sem að er gaman fyrir fólk að lesa *glott*
Jæja ætli það sé ekki best fyrir mann að halda áfram að vinna, sína smá lit...
"salut"
"eitt skref til hægri og tvö skref til vinstri"
Góðan daginn gott fólk....jæja nú virðist sólin vera búin að yfirgefa okkur hérna í Reykjavíkcity...djö
Ég var alveg komin í svona "kaupa ís og troða framan í lítil börn haminn"
Ég var að koma af *blog* síðunni hennar Kollzilla og ég er alveg kjaftstop, ég held að hún sé með málæði í fingurgómunum, alveg ólæknandi sjúkdómur en samt mjög öfundsverður.
Ég var alveg tilbúin þegar að ég loggaði mig hér inn, hafði svo mikið að segja og svona en nei nei, minnimáttarkendin varð svo mikil eftir heimsókn mína á þessa síðu að ég hef ekkert að segja.
Held því að ég kíki bara hingað inn aftur þegar að ég hef fengið mér mína morgunsígó og kaffi...
Hasta pronto

27 maí 2002

Góðan daginn gott fólk og gleðilegan mánudag !!
Nú er ég bara á byrjunarreit og reyna að krafsa mig í gegnum þetta allt saman, væri ekki verra að hafa eitthvert "tölvunörd" hérna hjá sér, mér til aðstoðar *glott*
Well...ég ætla að tínast aðeins hér og sjá hvað setur og hvað kemur út úr þessu öllu saman...
Siempre amor y locura
Urður