31 ágúst 2007

..loksins að koma helgi....


..Jebbsí - nú fer að líða að því að maður stimpli sig inn í helgarfrí ..*namm*
..ekki frá því að ég sé spenntari fyrir þessarri helgi en ég hefði getað ýmyndað mér að ég yrði - ætla ekki að eyða henni í Reykjavíkinni og stressinu sem að henni fylgir....ætla að laumast rétt út fyrir borgarmörkin..og innfyrir önnur :)
Dagurinn í vinnunni hefur verið svona freeeekar erfiður, einsog sumir dagar eru bara og held að þess vegna sé ég þeim mun spenntari og óþolinmóðari að helgin byrji - en það er bara þannig að þegar að maður bíður eftir að tíminn líði þá er einsog vísirinn á klukkunni haggist ekki, einsog tíminn standi bara í stað....
Magnað hvernig sumir dagar bara fljúga og allt einhvernveginn er skemmtilegt og gengur upp - en aðrir dagar einsog í dag þá hefur hvert "óhappið" "rifrildið" og "klúðrið" á fætur öðru hlaðist upp...og mér leiðist að það að þurfa að kljást við annarra manna klúður ...
Mér leið svolítið svona einsog ég væri ogguponsu mús í ókunnu húsi, stökkvandi á milli gildranna....
En ég meina - maður bara tekur á því sem best maður getur....og lætur það nú ekki slá sig út af laginu....því jú það er nú einusinni að koma helgi *glott*
Langaði bara að "rausa" smá og óska ykkur öllum góðrar helgar...vona að hún verði nú falleg og góð við ykkur....
..hasta pronto...

..politik.is....


...Mæli með þessum pistli hjá honum Jens....
Hefði ekki getað orðað þetta betur!!

30 ágúst 2007

...*haustgeisp*....



...Namm hvað ég elska rigninguna - reyndar elska ég haustið, án efa uppáhaldsárstíminn minn... og ég finn hvernig það læðist í bæinn..svo notarlegt!
Fátt fallegra en gróðurinn á þessum tíma - tréin farin að skipta litum, orðin svona rauðgul og rómantísk á litin, farið að dimma á kvöldin og veðrið orðið svona "kúruveður"....hvað er ekki notarlegt við þetta...?
Núna myndi mig helst langa til að vera einhverstaðar uppí sumarbústað, með góða bók, góðu fólki, undir ullarteppi (....ekki fleesteppi...), í köflóttum náttbuxum og heitt kakó í bollanum - og veðrið að sjálfsögðu einsog það er akkúrat núna *nammnamm*
...."ohh - þegar að ég er orðin stór ætla ég að eiga lítinn sumarbústað í litlu rjóðri, með litlum sólpalli, litlu svefnlofti, litlu kolagrilli etc....allt voðalega lítið og látlaust - fyrir litlu Gunnu og litla Jón"
Ég skil ekki alveg sumarbústaðina einsog þeir eru að verða í dag - bara höfða ekki til mín...ef að það er ekki uppþvottavél, expressóvél og sjónvarp í hverju herbergi þá er eitthvað að.....æi ég meina - þetta er náttúrulega bara jafn misjafnt og við erum mörg.....seeeem betur fer.

Misjafnar langanir, skoðanir, áherslur, sjónarmið,ástríður...manneskjunnar er það sem gerir þetta líf jafn litskrúðugt og það er...og þess virði að "taka þátt"..
Ég var einu sinni svo hrædd við þá hugmynd að langa, hugsa, finnast eða gera eitthvað annað - eitthvað öðruvísi en restin að ég ákvað að láta bara sem minnst bera á mér og fljóta bara með straumnum....fattaði svo einn daginn að lífið var svo "einsleitt" svona...held að þá hafi ég farið að skipta litum - svona einsog haustlaufin....

Þannig að í dag er ég rauðgul og rómantísk.. og lífið er eins yndislegt og ég vill að það sé....

Lagið sem ómar í hausnum mínum þessa stundina...

Songbird - Eva Cassidy

28 ágúst 2007

...Gleðilegan þriðjudag....


....vaknaði aaaðeins of seint í morgunn (snooooztakkinn var of lokkandi) og dýrið var aaaaðeins of erfitt, er nefnilega á gelgjunni þessa dagana - mikið issjú í hverju eigi að fara, hvað passi saman og greiðslan, skulum ekki gleyma greiðslunni...Hún er meira að segja farin að skipta sér að því í hverju móðirin er...."mamma, þú átt ekki að fara út í strigaskóm í vinnuna, þú átt að fara í pæjuskó...." - hmmm, hver er eggið og hver er hænan, stundum er maður bara ekki viss.....en einhvernveginn er mér líka alveg sama, hoppaði bara úr strigaskónum og í "pæjuskóna" - mér líður einsog ég sé með herðatré uppí mér...brosi allan hringinn bara og nýt þess!

Það er ansi fátt þessa dagana sem að ég held að gæti slegið mig út af laginu... á meðan ég svíf um á þessu bleika skýji...eeeen verð að viðurkenna það að það reyndi aðeins á það í gærkveldi, lítill mælir sem hefur verið að fyllast aaansi hægt (að mati margra) var næstum sprunginn í gær - en það var einhvernveginn einsog hendi væri veifað, rétti hluturinn var sagður af réttum aðila og mér leið einsog lítilli smástelpu aftur "búið að kyssa á báttið" og ég get haldið áfram að róla mér.....
Alveg finnst mér merkilegt hvernig sumt fólk er bara "rétt" - segir og gerir réttu hlutina á réttum tíma...æi skiljiði?
Einsog mamma mans (í mínu tilfelli í það minsta), hún veit alltaf hvað hún á að segja á nákvæmlega réttu mómenti til að friða sálina eða kalla fram bros....kannski þekkir hún mann "of vel"...en það er líka bara allt í lagi...það er eitthvað svo eðliegt að mér finnst - að fólk sem að þekkir mann vel og maður hefur þekkt lengi, þeir örfáu sem að maður kallar "bestu vini sína" kunni svona inná mann....en mér finnst það pínu skerí þegar að e-h manneskja sem að maður hefur ekki þekkt lengi, fólk sem bara stoppar stutt í lífi mans eða er að kynnast kann líka svona inná mann....ég bara þekki það ekki - manni finnst maður pínu berskjaldaður svona.....en sumt er bara einsog það er og maður þarf ekki að skilja allt.... *bros*

....En jæja, vinnan kallar - ætlaði bara að henda inn línu svona í morgunsárið...
Vona að dagurinn renni ljúflega niður hjá ykkur....
..myndi bjóða ykkur far með bleika skýinu mínu - ef ég bara gæti ...

27 ágúst 2007

...mér líður...ég er....

...vááá - það er allt að gerast skal ég segja ykkur - og ekki segja ykkur...
...Undanfarnar vikur hefur mér liðið mjög undarlega - en á góða mátann..
...Mig langar að segja öllum heiminum allt - en á sama tíma engum neitt...
...Mér líður einsog aðfangadagur sé á morgunn - stóri pakkinn er beint fyrir framan nefið á mér - en ég má bara ekki opna hann...
...Mér líður einsog 4 ára barni í Nammilandi á laugardagsmorgni - loooksins komin laugardagur og svo mikið gott að velja úr...
...Mér líður einsog ég geti allt - bara þori það ekki.....
...Mér líður einsog ég sé búin að vera í prófum - bíð með kvíðahnútinn í maganum út af einkununum - þó ég viti að ég nái......
...Ég er með fiðrildi í maganum - sem ég er hrædd við að sleppi út....
...Mér líður einsog maginn á mér sé á "þeytivindu" prógraminu - af spenningi....
...Mér líður einsog ég sé svona 16 ára - alltaf flissandi, roðnandi og með kjánahroll....
...ég er glöð, ánægð, hrædd, spennt, stressuð, óhrædd, mjúk, samkvæm sjálfri mér.....
...ég er skotin - og það má.....