31 desember 2003

...12 tímar og 47 mínútur...

...jæja börnin góð, nú er bara komin gamlársdagur....eftir örfáar klukkustundir verður komið árið 2004, vá pælið í því....
Úff fékk æðislegt boð í gær, er að fara á frumsýningu "Kaldaljóss" í Háskólabíó á nýársdag...guð hvað ég hlakka til !!! Jæja ég vildi bara svona hoppa inn óska ykkur alls hins besta á árinu sem er að koma og .... vona að kvöldið verði frábært hjá ykkur öllum....ég er sjálf að fara í hið árlega fjölskyludboð sem er haldið hjá ömmu og afa út á Nesi, síðan er stefnan tekin á smá stelputeiti á Bergstaðarstrætinu ef að pössunin gengur eftir , annars er ég nú ekki svo nojuð á að fara að djamma, ef ég fæ pössun þá fer ég en ef ekki ætla ég bara að skríða undir sæng með góða mynd í tækinu og vakna hress og sæt á morgun, gera mig fína og fara í nýársbíó.....þetta ár sem er að koma leggst bara vel í mig, byrjar kanski erfiðlega en svo er bara bjart framundan...ég finn það á mér....gleði gleði .....ég ætla ekki að strengja nein áramótaheit, kanski jú setja mér einhver markmið og stefna staðfast að einhverju....ég ætla t.d. að fara til sálfræðings...það er víst eitthvað sem að ég er búin að láta bíða í of mörg ár....ég er strax farin að kvíða fyrir *bros*....en það er víst bara gott mál......mæli með að allir fari til sála....er samt að spá hvernig svona gengur fyrir sig....legst maður á svona legustól einsog í bíómyndunum ...lokar augunum og fer svo bara að tala um lífið og tilveruna....leiðir sálinn mann áfram í umræðunum....hvernig er þetta?? Ég er svo lánsöm að pabbi er giftur æðislegri konu sem er sáli og ég hef alltaf bara átt mjög auðvelt með að opna mig við hana, en maður á víst að tala við einhvern sem er ekki svona náinn manni....eða fara í einhver samtök einsog Al-anon...þar liggur víst lausnin hjá þorra þjóðarinnar....þar finna margir sína sálarró.....við sjáum bara hvað setur....tek bara á móti nýju ári með stóru brosi á vör....hlakka til að takast á við allar þær þrautir sem það hefur að bjóða....
knús allann hringinn til ykkar...
Urðsi

30 desember 2003

...nýtt upphaf....

Góðan og blessaðann daginn öll sömul....úff erfiður dagur, mikið af erfiðum fréttum og dofnum tilfinningum allt í kringum mann.....það er einsog þegar að jólin liggja yfir landinu og allir eiga að vera með sparíbrosið líða vel þá læðist lítill púki aftan að manni og eyðileggji allt saman....úff....erfiður tími hjá minni konu núna!! Enn einsog lítill engill hvíslaði að mér í morgun "þegar englarnir loka hurð opna þeir glugga..."....maður verður bara að vera bjartsýnn og finna gluggann, finn alveg hvernig vindurinn læðist innum hann (gluggann)...ég bara finn hann ekki....kanski er bara dregið fyrir ??
Annars gengur lífið bara sinn vana gang, heldur áfram....ekkert breytist, fólk heldur áfram að líða framhjá manni einsog draugar eftir allt jólastressið og átið....klukkan tifar....það snjóar í dag og sólin heldur áfram að fara hringi í kringum jörðina....maður verður bara að taka
Pollýönu sjá það góða í öllu........úff...er eitthvað of tóm og dofin til að vera að skrifa, vill ekki vera að draga niður með mér fólk á þessum gleði og hamingjudögum....
Vildi líka bara óska ykkur gleðilegs árs...(á morgun)...takk fyrir öll gömlu og góðu....njótiði tímans, samverunnar, ástarinnar, brosanna, hamingjunnar, táranna og bara alls....njótiði þess að lifa lífinu og vera þið sjálf.....
*jóla og nýjársknús*
Urðsi

27 desember 2003

...dagarnir allir í rugl....

Vá liður einsog að það sé þriðjudagur dulbúinn sem laugardagur eða eitthvað, er ekki að ná því hvað tíminn flýgur né hvaða dagur sé eða hvaða dagur var.....úffff.....hausinn alveg í rugl...
Er stödd hjá pabba og co....búin að eiga góðan og rólegan dag bara....bara kertaljós og klæðin rauð....Hef svosem ekkert að segja vildi bara svona heilsa uppá ykkur....bjóða ykkur góðan daginn (betra er víst seinnt en aldrei)....og óska ykkur gleðilegs laugardags...
Úffff...litlan mín var að vakna, ætla að fara að sækja hana út í vagn....bið bara að heilsa ykkur að sinni...
kossar og jólaknús
Urðsi

25 desember 2003

..komin...liðin...södd..

Úffff hvað maður er búin að vera duglegur að borða yfir sig, tvo daga í röð....úfffffff...vá "gleðileg jól" elsku englar....vona svo innilega að jólin hafi nú verið falleg og góð við ykkur....eg er búin að eiga alveg yndislegar stundir með fjöllunni...og borða meira en allt of mikið!! Fékk alveg ótrúlega mikið af fallegum gjöfum..."takk fyrir mig"....hélt uppá fyrstu jólin með dóttur minni sem að út af fyrir sig var fallegasta jólagjöf sem að ég hef fengið...er núna í hinu árlega jólaboði heima hjá pabba og co, held alltaf uppá jólin með þeim á jóladag, hefð síðan í gamladaga....fékk ótrúlega gott hangikjöt, kartöflur, uppstúf....*slef*....bara gott..
Í gær borðaði maður svo massa mikið yfir sig að maður lofaði að maður skildi nú aldrei sprengja sig aftur svona en vitir menn hvað gerist....maður leikur sama leikinn daginn eftir...hihhiihi.....græðgin alveg að fara með mann....á jólnum kann maður sig ekki, kann ekki að stoppa....maður borðar helst einsog maður haldi að þetta sé í síðasta skipti sem að maður fái að borða í marga mánuði hihihihih....æi það má...
Svo er þorri þjóðarinnar örugglega farinn að plana átakið sem að það ætlar að byrja í 1 janúar 2004...hvað er það...skil ekki....af hverju ætti fólk eitthvað frekar að standa sig af því að nú er nýtt ár hafið "bla"...æi hef aldrei skilið þetta.....vitiði um einhvern sem að hefur staðið við áramótaheit!?!? Ég heiti á ykkur að strengja áramótaheit en strengja það þannig að það byrji ekki á mánudegi og ekki 1 einhvers mánaðar...hihhih...
En jæja ætla að fara og borða smá konfekt svo að ég æli nú örugglega á einhvern....eða horfa á mjög fyndið Idol....
Bara gleðileg jól....borðiði nú yfir ykkur...og verið þakklát fyrir allt gott sem að þið hafið...og fólkið í kringum ykkur...!!!
kossar og jólaknús
Urðsi

23 desember 2003

...Þorlákur mætti of snemma...

Góðan daginn litlu dýr og gleðilegan Þorlák...úff...já nú eru sko jólin að renna í hlað....vá eru bara á morgun, auðvitað þurfti að byrja að rigna hérna á suðvesturhorninu....veðurguðirnir að skola burt jólastemninguna...ekki alveg nógu sátt við það...vill ekki svona slabbjól...en maður fær víst ekkert um það ráðið er það!! Það var geðsýki að gera í vinnunni í gær og býst við því að það verði annað eins í dag, ef ekki bara meiri .... var samt ótrúlega dugleg þrátt fyrir ómælda þreytu og jólaþreytu fór ég og var hjá múttunni minni til rúmlega 11 að pakka inn jólagjöfum handa famelíunni....samt ekki búin, maður á svo stóra fjölskyldu ... úff....var rosalega bjartsýn í byrjun nóvember....ætlaði sko aldeilis að skera á pakkakaupin en nei nei, maður er svo hræddur um að særa einhvern og svo ef að maður fær pakka frá viðkomandi og er ekki með pakka handa þeim líka hvað þá.....þá verður maður alltaf einsog fífl....held samt að ég hafi náð að kovera svona næstum alla, það er alltaf einhver 1 sem að verður útundan hjá mér....þetta er algjört syndrome hjá mér að "gleyma" alltaf einum.....ótrúlega leiðinlegt....ég hef alltaf bara bætt honum/henni upp með nýjársgjöf...hver verður það í ár???? Jæja vildi bara svona rétt kíkja hérna innog heilsa uppá ykkur...vona að þið látið ekki jólastressið naga ykkur í eyrun...gangi ykkur bara vel að gera það sem gera þarf...njótiði dagsins og jólanna.....
jólaknús fram og til baka...og allan hringinn...
Urðsi

22 desember 2003

..úff...2 dagar til jóla...

Loksins varð jólalegt, himininn varð bleikur og feit og sælleg snjókorn svona lögðust yfir bæinn í nótt....veiiii....vill samt ekki hafa snjóinn of lengi sko, bara svona rétt yfir jólin og svo má fara að hlína aftur!!
Annars var helgin bara ljúf, Hrefna sys átti 15 ára afmæli í gær....TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ SYS...var í fjölskylduboði og kræsingum hjá þeim í allan gærdag, ótrúlega fínnt....aðeins að hugsa um eitthvað annað en jólastressið, gleyma sér bara í kökuáti og fjölskyldusmalltalks....fínnt svona við og við....
Pælið í því, maður stendur á haus í mánuð af stressi, hvað á maður að gefa þessum, hverjum á maður að senda jólakort, á maður að baka, á að elda eitthvað nýtt um jólin, hvar á maður að vera og hvenær....svo líður aðfangadagur og brjálæðin er búin .. horfin...mætti halda að hún hafi bara aldrei átt sér stað....fólk verður eðlilegt á ný....undarlegt fyrirbæri....hátíðargeðklofastress.....

21 desember 2003

....gleðilegan sunnudag...

Er að bjaxast í tölvunni fyrir lilla bror...aðeins að prufa bara...

19 desember 2003

mig langar í titil....

Af hverju í ósköpunum koma þessir blessuðu titlar mínir ekki inná bloggið, hvað er það...úfff...reynir sko mjög á þolrifin núna...

..Að panta það sama...aftur og aftur...

Góðan dagin englar....úfff...bara kominn föstudagur...5 dagar til jóla...já já maður telur niður börnin góð *bros*
Hvað er það að fara út að borða, eða bara að fara í hádegismat, þar sem staðurinn hefur skrilljón rétti á matseðlinum og maður pantar sér aftur og aftur það sama?? Ég hugsa alltaf með mér, já nú ætla ég sko að panta eitthvað sem að ég hef aldrei prufað áður en enda alltaf með sama réttinn á disknum...why?? Ætli maður sé að tryggja það að maður fái alltaf gott að borða eða er maður svona bældur að maður þorir innst inni ekki að prufa eitthvað nýtt?? Já börnin góð einsog þið sjáið eru pælingarnar ekki mjög djúpar á þessum bæ svona snemma dags...*glott*
Dagný: Handa gamla stellinu, erfitt að segja þar sem að ég veit ekki hvernig týpa hann faðir þinn er!?!? En ég myndi mæla með "Öxin og jörðin" handa næstum hvaða stelli sem er...eða þú veist fólk á aldri við pabba okkar og mömmu...!! Hef ekki heyrt eitt slæmt orð um þessa bók, fólk lofsyngur hana í hægri og vinstri, vel skrifuð - skemmtileg saga!! Síðan ef að hann er meiri svona ævi/minningartýpa þá myndi ég kaupa "Frægð og fyrnindi" eða "Einhvers konar ég"....samt frekar "F & F", það er svona séð og heyrt í gamla daga hihihiih....ef að ekkert af þessu hentar mín sæta...þá er ég með svona 20 titla í viðbót sem að ég get mælt með....
Knús allan hringinn
Urðsi

18 desember 2003

...bara kominn fimmtudagur...

Góðan daginn litlu dýr....vá hvað það er stutt til jóla, frekar svona skerí sko....alveg 6 dagar eða eitthvað...úfff..en maður er nú svosem búin að flestu, jólakortin komin í póst (vantar bara smá þar..), búin að kaupa ALLAR jólagjafirnar, búin að baka einu sinni (ætla að gera það aftur), á eftir að pakka inn nokkrum gjöfum en það er gert á svona heilögum degi hjá mér og mömsu þannig að það er næstum bara allt komið sem að þarf að gera....úfff....hvaða stress er þetta þá í manni...ætli þetta sé ekki bara eitthvað sem að fylgi, þó svo að nær allt sé komið þá læt ég samt einsog ég sé ekki búin að gera nokkurn skapaðann hlut og eigi ekki eftir að komast í það fyrr en á þorlák.....ég verð á fá mér svona chill pill dæmi eitthvað....
En úff verð samt að fara að vinna því að það er ekki nær allt tilbúið hér í búðinni...mikið fusion í gangi þessa dagana til að draga fólk á tálar...láta landann kaupa bók.....
Ef að þið ætlið að gefa einhverjum bók og ykkur vantar að vita hvaða bækur eru góðar, vá endilega spyrjið mig ...ætti að vera komin men svona smá sens á þetta allt saman...hihhihih....jæja ég bið að heilsa ykkur í bili...er að fara í hádegismat að boði Hrönslunnar þar sem að hún er að flýja austur á Seyðisfjörð yfir jólin...
hasta pronto

17 desember 2003

....endurskinsmerkin....

Úffa úffa......ég var næstum búin að keyra yfir 2 manneskjur í morgun....hjartað er enn á hundraði.....það er svo dimmt....eitt var svona skokkari sem að ákvað að skokka bara í veg fyrir bílinn og ég er viss um að ég hafi bömpað rassinn á honum og hitt var ung kona með barnavagn....hvorugt þeirra (og vagninn) voru með endurskinsmerki...ég hef alltaf staðið íþeirri trú að endurskinsmerki "ERU" hallærinsleg en ekki í dag...í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að endurskinsmerki eru cool....allaveganna svona rétt á meðan að ég var nær búin að drepa, konu, barn og mann....
En jæja vildi bara svona deila þessu með ykkur og miðla því til fólksins þarna úti í felubúningunum að passa sig pínu....við á bílunum eigum náttúrulega líka að passa okkur massa ennn......

svarið við gátunni í síðustu súru færstlu....

Hann hennti honum.......ekta aumingjahúmor sem að ég ELSKA...

16 desember 2003

...fólk og jólagjafir...ótrúlegt...

Úfff mar......mynduð þið nokkurntíman fara í búð með lista (fullan af nöfnum á ættingjum og aldri), rétta afgreiðsludömunni/manninum miðann og segja "jæja, mig vantar jólagjafir á línuna, þarna hefurðu nafn/kyn og aldur...koma svo"....úff lennti í einum svoleiðis fyrr í dag...hvað er að....ég spurði hann hvort að hann hefði svona einhverja hugmynd um eitthvað...bað hann um að segja mér svona hvernig týpa þessi væri og hinn en nei allt kom fyrir ekki, hann hafði ekki heila og enga skoðunn á neinu..."HJÁLP"...þetta er einsog þegar að ég var að vinna hérna í Eymundsson fyrir nokkrum árum, þá var ég að vinna á "Pallinum" klukkan var korter í tólf á hádegi á aðfangadag, gengur inn skraufaþunnur og sjúskaður maður og biður mig um að finna jólagjafir handa fjölskyldunni sinni því að það hafði óvart orðið útundan í allri jólabrjálæðinni og vinnunni...........úff hvað mig langaði að löðrunga gæja og ...... "wake up and smell the coffee"....
Annars bara fínnt að frétta af mér og mínum....farin bara að hlakka til jólanna, alveg að drukkna í bókum hérna í vinnunni en það er bara gaman....ég veit ekkert betra en að selja góða bók...því að ég veit fátt fallegra en góð bók í jólagjöf.....finnst það vera skylda að ALLIR fái í það minnsta eina bók í jólagjöf....well þannig er ég allaveganna alin upp.......
Wellý verð að halda áfram...bið að heilsa ykkur að sinni...

Það var einu sinni maður að byggja hús úr múrsteinum, þegar hann var búinn var einn múrsteinn eftir....hvað gerði hann við múrsteininn?????

12 desember 2003

Góðan daginn börnin góð....
Jæja bara 12 dagar til jóla, díííí hvað tíminn líður hratt mar....úffff...
mamsan mín átti afmæli í gær, 47 ára gæsin....fórum saman út að borða - bara 2 saman einsog í gamla daga, á stað sem að heitir Maddonna og er á Rauðarástíg, mæli með honum, fengum alveg ótrúlega góðann mat og þjónustu og svo er þetta svona pínu gleymdur staður held ég þannig að það voru alls ekki margir þarna sem að gerði stemmarann bara betri....æi áttu allaveganna bara alveg yndislega kvöldstund við mæðgurnar!
Ég ætla að vera duglega húsmóðirin og baka smákökur í kvöld, klára að skrifa á jólakortin og setja myndir af lillunni minni inní þau....úff....þetta fylgir víst þegar að maður eignast barn, jólakortastúss með myndum í.....æi samt bara gaman sko....
Já síðasta sunnudag fór ég á upplestur í "Kaffileikhúsinu", það var alveg æðislegt.....það voru bara kvennrithöfundar að lesa uppúr verkum sínum sem að gerði svona vissa stemningu í salnum, Vigdís Grímsdóttir, Hlín Agnarsdóttir, Elín Pálmadóttir, Linda Vilhjálms og Elísabet Jökuls svo einhverjar séu nefndar...þetta var algört æði þetta kvöld...þær lásu líka svo skemmtilega upp....Elísabet var með miklar búkhreyfingar og tjáningar í gangi þegar að hún las uppúr ljóðabókinni sinni "Vængjahurðin" og jeminn einni hvað maður engdist um af hlátri....Vigdís Gríms breytti röddinni svona skemmtilega fra kvennmans yfir í dýpstu karlmannsrödd sem að ég hef heyrt eftir persónum...æi þetta var bara alveg ótrúlega vel heppnað, vissi bara af þessu svo seinnt, ekki alveg nógu ánægð með hvað svona upplestrar eru ILLA auglýstir því að ég er viss um það að ég myndi fara á þá flesta ef að maður bara vissi af þeim!!!!!! Mér fannst samt mjög súrt og leiðinlegt að Hlín labbaði inn þegar að 35 mín voru búnar af prógramminu alveg einsog hún ætti staðinn, held að henni hafi liðið pínu svoleiðis þar sem að hún er sú eina af þeim sem að var tilnefnd núna um daginn...........HVAÐ ER ÞAÐ.........skil ekki og skammast mín mikið fyrir hönd þeirra sem að var í nefndinni!!!!!!!!!!!!!!!
En jæja nú þarf ég víst að halda áfram að vinna...
kossar og knús

11 desember 2003

jolahvad....

Dásamlega jólasaga

Þessi jólasaga er ritgerð eftir barn í grunnskóla og er um Jesús frá
sjónarhóli barna.

Sá sem hefur orðið frægastur úr Biblíunni er Jesús. Hann var frá
Nazaret í Egyptalandi. Hann fæddist á jólanótt í fjósi, vegna þess að öll
hótel voru full. Mamma hans hét María og stjúppabbi hans Jósef. Hann var
ekki raunverulegur pabbi Jesú, því María var áður gift einhverjum Gabríel,
en hann var floginn í burtu. Þegar Jesús var nýfæddur áttu þrír jólaveinar
leið fram hjá fjósinu og þegar þeir sáu litla barnið, náðu þeir í nokkrar
jólagjafir og reykelsi handa hjónunum, en það veitti sannarlega ekki af
sem þau höfðu ferðast allan daginn á asna, af því að það átti að telja þau.
Jesús var ekki skírður fyrr en seinna, því í þá daga voru börnin
ekki skírð fyrr en þau voru orðin fullorðin og höfðu lært að synda, því þau
voru nefnilega alveg færð í kaf. Þegar Jesús varð átta ára gaf pabbi hans
honum Biblíu, og þegar hann var tólf ára kunni hann hana utan að, og það var
vel af sér vikið, því í þá daga var Biblían svo stór að það varð að vefja
þegar hann var bara smá strákur. Hann var reyndar mesti galdramaður sem
uppi hefur verið.
Jesú gekk um og lagði gátur fyrir fólk
sem það átti að reyna að leysa, en það tókst sjaldan. Hann gat líka gengið
í gegnum vatn og eld, án þess að það kæmi við hann. Hann gat líka gengið á
vatninu. Það var á Genezaretvatni, þar sem hann gekk út að fiskibáti til
kaupa fisk. Pabbi minn segir að það hafi verið ís á vatninu, en hann trúir
heldur ekki á Guð og Jesú.
Jesús gerði líka mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var á
gangi í Jerúsalem, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á miðri
götu, Jesús sagði ; Tak sæng þína og gakk. Maðurinn gerði það og þá gátu
bílarnir aftur komist leiðar sinnar. Svo var það ekkja sem átti son, en ég
bara skil ekki hvernig hún gat átt hann fyrst hún var ekkja. Jesús tók son
ekkjunnar í kraftaverkameðferð og við það varð hann mjög vitur, sagði fólk.
Eitt af því merkilegasta sem Jesús gerði var að stjórna borðhaldinu
í eyðimörkinni. Það var þegar þessar 5 þúsund manneskjur stóðu aleinar úti
í eyðimörkinni án þess að eiga vott né þurrt. Þá gerði Jesús kraftaverk og
allir fóru saddir í rúmið. Jesús gat ekki allaf komið fram í eigin persónu.
Stundum var hann dulbúinn sem hirðir, og einu sinni kom hann fram undir
fölsku nafni.

06 desember 2003

...stutt har..

Hlú hlú gott fólk, jæja nú erum við mæðgur komnar í stutt kvöldkaffi til Hrönslunnar okkar....ákvað að stelast aðeins til að skrifa ykkur þar sem að litla systir mín hún Hrefna var að segja mer að hún væri komin með blogg....júms mikið rétt hún er í 10 bekk þessi elska og það sést svona pínu á skrifunum....en þetta er bara sætt og gaman að fylgjast með þeim vinunum...það var ýmislegt sem að flaug í gegnum hausinn á manni þegar að maður var á þessum aldri *glott*.......
Vá já ég gleymdi að segja ykkur mar....ég litla konan fór í klippingu til Jóhönnu sætu um daginn, já konan sem er búin að vera með sömu greiðsluna og síða hárið í 12 ára nota bene....úff komin með stutt (well að mínu mati og miða við..) og frekar dökkt hár....úff og ég er sko alveg að fíla það í ræmur.....fínnst ég bara voða fín og hef bara fengið góð komment út á þetta.....welly það er ein eldri kona í vinnunni minni sem að meinnti vel .... hún alveg "já þú ert ótrúlega sæt svona, já svona svolítið einsog þú sért 16 aftur.."............ekki alveg orðin nógu gömul til að taka þessu sem komplimennti .... hihihi....
En jæja ætla að hætta að vera leiðindargesturinn og fara að sinna englunum mínum tveimur........
góða nott og dreymi ykkur fallega......
....úff... allt og stutt til jóla, allir farnir að raula jólalög og maður getur ekki annað en að raula með þar til að maður fær þetta á heilann...er búin að vera að syngja jólahjól síðan á föstudaginn...úff úff úff....þreytt á þessu lagi...
En vildi bara poppa inn og heilsa uppá liðið...er hjá pa og co í góðu yfirlæti með lillunni minni, þarf að fara að drullast í búðina.....innan um allt stressaða og yfirþreytta fólkið sem að þar er.....nenni ekki ....
Skrifa ykkur aftur sem allra allra fyrst.....mikið að gera þessa dagan svo að ég hef nú ekki hugmynd um hvenær næstu skrif verða...
kossar og knús og allt í kring...

28 nóvember 2003

...tolvunordar...

Jæja nú er hún Kollster orðin tölvunörd og ég held bara að hún sé pínu stolt af því þessi elska....en ég meina enginn er verri þó hann sé nörd sko...hihhi...
Góðu dagur í dag, helgin að koma, klára fluttningana og bara slappa vonandi af á sunnudaginn, það er planið hjá mér.....
úff skrifa aftur á eftir.....

Þúsund þakkir fyrir hjálpina kollzilla mín!!!

27 nóvember 2003

...miklar breytingar hja Kollster...

Úff úff og góðand dagin litlu dýr.....er búin að vera á fullu að hjálpa Kollunni minni að breyta og uppfæra síðuna sína, hef alveg gleymt að laga mína og skrifa nokkuð..........hugs.......
Welly er bara mætt til vinnu og það er sko fullt að gera hérna í Eymós bókós....verð samt að dútla aðeins í síðunni í dag þegar að færi og tími gefst....
knússsssssss

25 nóvember 2003

...thridjudagar til throska....

Góðan daginn gott fólk ..... tíminn líður hratta .... á gerfihnattarööölldddd...úfff í dag er fínasti dagur held ég bara, vaknaði og fannst jólin vera komin....himininn var skærbleikur í nótt og þung snjókornin þyrluðust fyrir utan gluggann....fann hvernig jólapúkinn læddist til byggða og inn til mín....bara gaman. Kanski svolítið snemmt en ég meina...hann er alltaf velkominn....ég ætla nú ekki að fara að gera hann að einhverjum regnbogajólapúka....
smá pæling.....ég á alveg ótrúlega mikið af samkynhneigðum vinum sko...og ég var að velta því fyrir mér um daginn orðin "lessa" og "hommi"......ég hef eiginlega aldrei pælt í þessu áður, en eru þetta ljót orð ??....ég meina þegar að ég segi þetta þá er ég ALLS EKKI að reyna að meiða neinn eða segja þetta niðrandi eða þið vitið.....hmmm....ég allaveganna tók þá ákvörðun að nú eru allir gaggar =gangkynhneigðir, sammar = samkynhneigðir og tvillar = tvíkynhneigðir....mér finnst þetta voða ljúf orð....td er flottara að segja........já hún er sammari frekar en já hún er lessa......
æi bla....er farin að vinna.....fusion í gangi hérna í vinnunni.....

17 nóvember 2003

....ny vika runnin upp...

Góðand daginn litlu dýr og gleðilegan mánudag!! Ég vona að helgin hafi nú verði ljúf og góð hjá ykkur öllum. Við litla fjölskyldan erum búin að vera á fullu að flytja, pakka, þrífa...etc alla helgina. Á laugardaginn fórum við stöllur (ég og Katla) að þrífa Grundarstíginn og vorum alveg rúmlega 4 tíma alveg á fullu - sveittar og sexy *glott*...það var ótrúlega gaman hjá okkur, stuð að bóna þegar að maður kemst í svoleiðis gírinn og er með rétta manneskju sér við hlið....litli engillinn minn var í pössun hjá litlu sys og pabba allann daginn á meðan og skemmti sér konunglega, held það sé verið að lauma að henni alskonar góðgæti þegar að mamma er ekki nálægt....hihih bara fyndið, svolítið svona einsog að lauma litlum bita að hundi sem er undir borði *bros*...
Jæja svo á sunnudaginn vorum við hjónin alveg ótrúlega dugleg (litla aftur í pössun hja Pabba og co) fórum skrilljón ferðir með kassa, sófa rúm og alskyns dót uppí nýju íbúð.....æi það er svo gaman að flytja þegar að stemmarinn er réttur.....
En jæja ég þarf að fara að vinna..langaði bara svona að heilsa uppá ykkur og segja ykkur að ég hafi verið að flytja og hvernig helgin var *bros*
Skrifa aftur sem fyrst og verð þá með fleiri bókadóma..!!
Já ég gleymdi að nefna það, ég var semsagt hérna í vinnunni um daginn bara í makindum mínum að ganga frá dótinu mínu eftir langann dag....þegar að ég er minnt á að það er semsagt maður frá Bjarti að koma og kynna bækurnar þeirra, ég var semsagt búin að steingleyma því og hafði ekki tök á að mæta á kynninguna hans, ég svona í sakleysi mínu spyr hann hvort að hann sé með eintak handa mér (Da Vinci lykillinn) og hann segir svona í djóki, "ekki ef að þú ert manneskjan sem að gafst Sjón svona lélegan dóm" og brosir....ég fór alveg í kerfi og er búin að vera í kleinu síðan....úff bjóst nú aldrei við að hann eða einhver væri að lesa þetta.......hmmmm.......en welly ég er nú bara heiðó og segi bara það sem að mér finnst og ætla að halda áfram að gera það.....er að verða búin með Da Vinci og þá verður hann vonandi glaður *bros*.....

under and in....eða ... over and out....

14 nóvember 2003

.....Einhvers konar ég.....

...Las líka bókina hans Þráins Bertelssonar um daginn Einhvers konar ég..skýt niður nokkrum orðum um hana líka *bros*


Þessi bók er skrifuð af Þránni, um hann, hans uppvaxtarár, þroska, fjölskyldu, fjölskylduhagi og líf bara. Þetta er alveg rosalega vel skrifuð bók í alla staði. Hún er mjög falleg og hreinskilin. Hún svona sínir manni nýja hlið á karlmanninum ef svo má að orði komast. Mér fannst gaman að lesa hana, það var eins með hana og dætur Kína...hún nær inná öll tilfinningasviðin hjá manni. Maður tárast, hlær, reiðist og brosir...allt í mjög gott bland. Mér fanst auglýsingaherferðin hjá JPV ekki alveg skila sér þar sem að hún er voða mikið stíluð inná "geðveiki" móður hans en bókin er bara alls ekkert um það eða....jú hún er náttúrulega um það og það spilar stórann part í lífi hans en hún er ekki bara um það...hún er um svo margt annað ....
Mér fannst þetta bara mjög góð lesning, mér fannst þetta ekki svona tippikal ísl. ævisöguminningarbók þar sem höfundurinn er lúmskt að biðja um samúð eða þið vitið...!! !

"Einhvers konar ég" eftir Þráinn Bertelsson set stolt í 6 hillu (af 7)

...Daetur Kina....

jæja nú hef ég smá tíma aflögu til að segja bókinni Dætur Kína eftir Xinran...langt síðan að ég las hana en hef ekki komist í að segja mína skoðun *bros*...


Átakanleg bók....Það er semsagt Xinran (höfundurinn) sem að segir sögur þessarra kvenna, hún var útvarpskona þegar að hún bjó í Kína og var með þátt um líf, erfiðleika, hamingju, reynslur, kúgun...etc fyrir og um konur. Konur (stundum menn og aðstandendur líka) sendu henni semsagt bréf með þessum reynslusögum sínum og hún svaraði eða talaði um þau í þættinum sínum...hjálpaði eftir bestu getu, sem var mjög takmarkað á þessum tíma í Kína vegna stjórnarinnar sem að var að líð (og er enn)!!
Hún fer síðan að ferðast og taka niður sögur kínverskra kvenna með það í huga að skrifa bók og skilar þessu efni mjög vel frá sér að mér finnst. Þetta er alveg ótrúlega átakanleg bók og sögurnar eru ótrúlegar. Það sem að mér finnst gera bókina betri en margar aðrar svona "reynslusögubækur" er að þetta eru mismunandi sögur, aðstæður, konur....Hver kona/fjölskylda fær sinn kafla en samt fléttast þeir allir saman!! Maður tárast, reiðist, gleðst, brosir allt í bland....Bókin er eiginlega um "kúgun" í allri sinni mynd...

"Dætur Kína" eftir Xinran set ég í 5 hillu (af 7)

11 nóvember 2003

....gaggar og sammar....

Hlú hlú gott fólk og gleðilegan þriðjudag!! Jæja af mér og mínum er bara allt hið besta að frétta...Helgin var fín og frábær hjá mér...fór í afmæli til Ágústu "þríslings" ... dró Hrönsluna mína með og við skemmtum okkur konunglega, fórum á gamalt og gott "trúnó" alveg heilt kvöld....æi bara svona einsog í gamla daga þegar að við djömmuðum mikið saman hiiihihih....takk fyrir spjallið sætan mín!!!! Við röltum mikið milli staða, skoðuðum fólkið og höfðum mjög gaman af....fórum á einhvern mjög sorglegan stað sem að ég held að heiti "senor" - staður beinnt á móti MR og ó mæ god segi ég nú bara... það voru bara litlir unglingar þarna inni...með buxurnar á hælunum og derhúfurnar aftur....æi bara eitthvað mis....ekki alveg að gera sig fyrir okkur....Kíktum á tónleikana með Jagúar á Nasa, þeir voru/eru þrusugóðir að vanda, maður var bara ekki alveg í þeim gírnum á laugardaginn.....maður þarf að vera svolítið spes stemmdur til að fara og dansa við Jagúar...eða ég allaveganna!!!
Sunnudagurinn fór svo bara í rólegheit hjá okkur litlu fjöllunni.....Kallinn er reyndar á næturvöktum þessa vikuna svo að hann er í frekar öfugum sólarhring þessi elska....og litlan mín er búin að vera pínu erfið þar sem að hún er að fá 3ju tönnina...ekkert smá sætt *glott*
En vellí...er að vinna og þarf að fara að halda áfram.....er búin að lesa mikið af bókum síðan síðasti dómur kom frá mér...verð að fara að koma þeim hérna inn.....er núna að lesa Þegar stjarna hrapar eftir Vigdísi Gríms (sem á 20 ára rithöfundarafmæli í dag btw) og ó mæ god hvað mér líst vel á þetta....bókin byrjar bara á sprengikrafti...úfff...segi ykkur betur frá því þegar að ég er búin með hana!!!
Bið bara að heilsa ykkur að sinni....

07 nóvember 2003

..snilldar brandari...

Einu sinni voru þrír fótboltaáhugamenn að þvælast um Sádi Arabíu.
Einn hélt með Leeds, annar með Man. Utd. en sá þriðji með Liverpool.
Auðvitað voru þeir allir fullir, en það er stranglega bannað í Saudi
Arabíu, þannig að þeir voru allir handteknir.
Svo voru þeir leiddir fyrir sheikinn.
Sem sagði." Vegna drykkjuskapar á almannafæri verðið þið allir hýddir
50 svipuhöggum.
En vegna þess að í dag er þjóðhátíðardagur hjá okkur ætla ég að veita
ykkur tvær óskir hvorum.
Kom svo að því að hýða átti Leedsarann svo hann bað um að fá kodda
bundinn á bakið á sér og bestu fáanlega læknishjálp ef með þyrfti.
kom svo að því að hann var hýddur, en koddinn dugði ekki nema í 15
svipuhögg þannig að hann varð alblóðugur og næstum dauður eftir þessa
meðferð. En fékk læknishjálp.
Síðan kom að! Unided manninum....Hann sagði ég vil fá tvo kodda bundna
á bakið á mér, og ef með þarf þá bestu læknisaðstoð sem um getur.
Svo kom að hýðingunni. koddarnir dugðu í 30 svipuhögg. Blóðugur en á
lífi fékk Unided maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur.

Loksins kom að Liverpoolmanninum. Hann sgði hátt og snjallt...BÆTIÐI
VIÐ 200 svipuhöggum og bindið helvítis Unidedmanninn á bakið á mér.

05 nóvember 2003

...kallinn med sidu...

...Gleymdi að segja ykkur að kallinn minn er búin að vera lengi að berjast við að búa til heimasíðu og hún er loks að koma öll til......erfið fæðing en gekk þó....það á víst eftir að tengja lynkana en well.... HÉR er hún...

.....talningarthynka.....

...úfff úff úfff....jæja nú er þessum vinnudegi loks að ljúka, búið að vera frekar geðsjúkt að gera...vorum að telja og telja einsog brjálæðingar allt mánudagskvöldið og allan gærdaginn...hélt að þetta myndi engann enda taka!!! Vaknaði líka með svona talningarþynku í morgun, gat ekki hugsað neitt sem tengdist tölum....úfff...erfitt að útskýra en þetta var hell....
Guð hvað ég hlakka til að komast heim, skella mér í óendanlega langa og góða sturtu, svæfa krílið mitt og leggjast svo með einhverja góða bók....er búin að lesa fullt síðan ég gaf dóm síðast, hef ekkert haft tíma...hugsa að ég lesi nýjustu bókina hans Arnaldar..."Bettý"...en welly verð að fara....klára að vinna smá og er svo rokin heim....
kossar og knús út í kuldann...

03 nóvember 2003

...manudagsmaeda...

...Góðan daginn englarnir mínir, vona að heglin hafi verið ljúf og góð við ykkur öll!!
Hún var svosem fín hjá mér og mínum, dreif mig til vinnu á föstudaginn eftir að hafa legið í rúmini í rúma viku...þvílíkt ógeð þessi flensa...vona svo innilega að enginn fái hana (eða þið vitið hvað ég meina).....þurfti að selflytja mig yfir til mömsu gömlu með litluna mína og vera þar í góðu yfirlæti...eða svona nokkurskonar "heimahjúkrun"....kallinn á næturvöktum og svona...þurfti sko alla þá hjálp sem að mér var veitt hjá mömsu í veikindunum.....welly nóg með það....var mjög glöð í hjartanu þegar að ég loks komst til vinnu á föstudaginn, maður verður eitthvað svo einhverfur á að vera svona heima í heila viku slefandi á koddann sinn...úffff...það var líka bara allt svo skemmtilegt á föstudaginn, alveg geðsturlað að gera og dagurinn bara rann framhjá...."Xinran" - höfundur bókarinn "Dætur Kína" kom niðrí búð á föstudaginn að árita bókina...hún var ekkert smá mikil dúlla....rosa gaman að tala við hana...ég vorkendi henni pínu því að það var svo rosalega MIKIÐ af mjög skrítnu fólki að tala við hana....svona eldir kallar...svolítið sveittir og svona .... "jú chænís-jes-jú bjútífúl...."
Jæja ætla að fara að vinna...
Bið' að heilsa ykkur að sinni...

24 október 2003

...Bokadomar minir....

Litlu dýr, ég er bara að leika mér að dæma þær bækur sem að ég er að lesa, ég vona að ég sé ekki of leiðinleg....ég veit að höfundarnir eru mömmur, pabbar, frænkur, frændur, afar, ömmur, vinir einhvers...en þetta er bara til gamans gert fyrir mig....og misjafn er nú smekkur manna....sem betur fer!!
Vona að einhverjir hafi gaman af....

...Skugga-Baldur...

Jæja nú hef ég frá annarri bók að segja sem að ég lauk reyndar við í byrjun þessarar vikur...það er bókin Skugga-Baldur eftir Sjón.

Þetta er ótrúlega sniðug efni/hugmynd af góðri bók hjá höfundi en mér finnst hún ekki skila sér nógu vel! Bókin sem gerist 1886 (að mig minnir *bros*) skiptist nokkurnveginn upp í 4 kafla, hver kafli gerist yfir svona 2-4 daga tímabil í sögunni. Bókin er ekki alveg að gera sig í byrjun og er svolítið lengi að byrja því að alveg fyrsti kaflinn fer eiginlega bara í lýsingar á "mórauðri tóu" sem að mætti lýsa á 2-3 bls max !! Það er mjög erfitt að lýsa þessari bók, innihaldi hennar...
Hún er er um nokkurnveginn um mann sem að tekur í fóstur "treggáfaða" stúlku sem að verður á vegi hans, hálfvita einsog vangefið/treggáfað fólk var kallað á þessum tíma.
Þetta er semsagt um það þegar að þau hittast, hennar og hans samskipti og uppruna hennar og fortíð. Af 150 blaðsíðna bók notar höfundur minna en helminginn í efni sem að heldur manni við lesturinn, hitt eru allt lýsingar á klæðnaði, aðstæðum og blessaðri tófunni....en lýsingarnar eru fallega og vel skrifaðar (góður plús fyrir það)....æi.....samt alveg ótrúlega fallega og vel skrifuð bók út í gegn
Æi bókin varð pínu langdregin á köflum og missti aðeins markið!

"Skugga-Baldri" eftir sjón tilli ég í 4 hillu (af 7)

23 október 2003

...Leoncie....

Góðir hálsar!
Út er komið meistaraverkið Radio Rapist með hinni óviðjafnanlega fallegu
og
hæfileikaríku Leoncie.
13 glæný lög m.a. Pole Club Song, Mr. December og Killer in the Park.

Ég læt hér fylgja textabrot úr einu fallegasta laginu á plötunni,

Ást á pöbbnum :
Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi

Chorus

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á
pöbbnum
Nú grætur hann - Hann átti að kynnast
henni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar
ekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla
fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi.


DJÖFULS SNILLINGUR ÞESSI LEONCIE !!

22 október 2003

...rett ad segja hae...

Hlú hlú gott fólk....hmmm....er bara rétta að skjótast inná netið til að heilsa uppá ykkur....allt það besta að frétta af mér og mínum....gleðifréttir á mínu heimili....jú kallinn bara komin með bílpróf og vinnu...vei vei vei....bara gaman og gleði!!! Það er nú aldeilis kátt í höllinni....jæja verð að fara bið bara að heilsa áð sinni

20 október 2003

....Ad lata lifid raetast....

Hlú hlú litlu dýr....jæja komin mánudagur, ný vika hafin....dagurinn byrjaði á æðislegum fundi með útgáfustjóra JPV um allar nýju jólabækurnar sem eru að koma, líst ekkert smá vel á þetta allt saman, fullt af góðu stuffi að koma........Ég hlakka rosalega til aðfangadagsnætur þegar að maður leggst uppí rúm í nýjum náttfötum með nýja "jólabók".......*namm*....Reyndar er að koma svolítið mikið af svona sjálfshjálparbókum sem að ég er komin með svona nett ógó af en ég meina, þetta hjálpar sumum svo að það er bara gott mál!!!

Wellí ég var að lesa bókina "Að láta lífið rætast" eftir hana Hlín Agnars....hmmm...hvað finnst mér um hana???
........................................................
.................................................................
Jú þetta er vel skrifuð bók, fallega upp sett og flott. Innihaldið finnst mér ekki alveg vera að gera sig. Þetta er semsagt saga hennar og fyrrverandi mansins hennar, sem að hún var með í ein 16 ár. Hann var semsagt alkahólisti á MJÖG HÁU stigi (ef að svo má að orði komast)....hann barðist við þennan sjúkdóm, vann og tapaði sitt á hvað...hún var hin týpíski "aðstandandi"....sigraði og tapaði alveg einsog hann.
Hann er semsagt dáinn (kemur fram í auglýsingum, ég er ekki að eyðileggja neitt hihihhihi) og mér finnst þessi bók ekki passa, finnst Hlín svolítið vera að upphefja sjálfa sig....hún er hetjann og hann er aum*******.....æi get ekki lýst því.....Finnst svolítið verið að segja að "þú sleppur úr klóm Bakkusar" þegar að drykkjusjúklingurinn er dáinn!!!
Well það getur meira enn vel verið að bókin hjálpi einhverjum (í svipuðum aðstæðum) en hún á því miður ekki fastann sess í mínum bókaskáp...

"Að láta lífið rætast" eftir Hlín Agnars tilli ég í 3 hillu (af 7 mögulegum)


Jæja ég er að klára að vinna litlu lömb....fara að hitta litlu fjölskylduna mína..........ohhh *knús*.....
Bið bara að heilsa ykkur í bili.....
*knúzzzz*

17 október 2003

...Plomur i New York...

Hlú hlú litlu dýr......ég skána ekkert í skrifum þá að mikið á daga mína drífi........já vitir menn ég fór í leikhúsið í vikunni, hef ekki farið í leikhús síðan að ég sá "Með fulla vasa af grjóti" með kallinum mínum ... það var sko þegar að við vorum að slá okkur upp saman, alveg að verða 3 ár síðað eða eitthvað...vááá´....tímin líður hratt mar.....
allavega, já ég fór að sjá Plómur í N.Y.........jú mér fannst þetta gott stykki .......leikonan stóð sig bara með príði og náði vel til áhorfandans ..... ég féll líka killiflöt fyrir stúlkukind sem að sat týnd út í horni með svartan hatt og sólgleraugu og söng einsog ENGILL........þetta er hún Rósa Guðmunds sem sá alfarið víst um tónlistina í þessu stykki........það var í einu atriðinu þar sem að hún söng heilt lag eftir sig og ég missti andann....ótrúlega fallegt !!!!!!!!! Veit ekki hvað það heitir eða hvort er hægt að fá það einhverstaðar, ef einhver veit um hvaða lag ég er að tala.....endilega latið mig vita.......
En verð að fara að vinna.......Gönní boss er að pota í mig..........
kossar og knús til ykkar allra

Plómur í New York *** (og hálf) *bros*

10 október 2003

...vikan senn a enda...

Jæja litlu dýr...bara kominn föstudagur og læti....úff hvað það verður nú notó að þurfa ekki að vakna til vinnu á morgun....vona að veðrið hagi sér bara vel svo að ég geti verið dugleg í göngutúrunum með litlunni minni og manninum *bros*.......kanski maður skelli sér bara í Koló og skoði fólkið og svona....það er svo mikið af spennó fólki þar *hihihhihi*....mjög mikið af fólki sem að spjallar við sjálfann sig og fólk sem að ENGINN annnar sér .... spúkí og skemmtó :)
Annars er vikan bara búin að ganga einsog smjör...gaman gaman þegar að það er svona mikið að gera og tíminn flýgur (hraaat á gervihnattaöööld...)....alveg ótrúlega mikið af nýjum bókum að koma í búðina sem er algjört æði.....úfff hvað mig hlakkar til þegar að ALLIR jólatitlarnir eru komnir...svo mikið að lesa...ég er algjört bókadýr....hvað er betra á köldu vetrarkvöldi þegar að veðrið slæst við þakið og maður situr í hnipri undir teppi með kertaljós og einhverja góða bók ???? Hvað er betra, segið mér það??!?!? Ég hreinlega elska þegar að veðrið er vonnt og maður þarf ekki að fara út........æi þið skiljið hvað ég meina....
Ég er alveg að komast inní nýja djobbi (mánuður síðan að ég byrjaði).....hætt að vera svona smeik um að gera mistök og fá samþykki fyrir öllu sem að ég geri....orðin svona nokkuð örugg með mig hérna ..... ég er semsagt að sjá um íslensku bókadeildina í Austurstrætinu.......umvafin góðum bókum...gæti maður beðið um það betra....
En jæja ég verð nú að halda áfram að vinna....vildi bara minna ykkur á að ég er enn á lífi og ekki búin að gleyma ykkur....
kossar og knús

07 október 2003

Þridjudagur

....Ég veit...hef ekki verið dugleg að skrifa yfir helgina. Mikið að gera í því að vera mammsa...
Brjálað að gera í vinunni...kemst varla í það sem ég þarf að gera af því að það vantar svo mikið fólk...svo vantar líka kolluna mína í vinunna sem er ekki gott....*blikk*
Hef lítin tíma til að blogga en læt vonandi heyra meira frá mér bráðum...
.....hamstrar eru líka fólk...munum það...

03 október 2003

...gledilegan fostudag...

Hlú hlú litlu dýr....vííí...komin er föstudagur...sólin skín, fuglarnir syngja og túristar sjúga uppí nefið....yndislegur dagur...
Er að fá tengdafjölskylduna í heimsókn að norðan í dag....úfff...alltaf smá kvíði og spenna sem að fylgir þeim pakkanum....
Það er brjálað að gera í vinunni einsog alltaf en samt svona hæfilega mikil geðveiki.....hvað er málið með "lundapóstkortin"...ég meina "halló"........tek sem dæmi.....ég er stödd í ofsalega fallegum bæ kanski í norður frakklandi eða suður skiftir ekki máli....geng inní bókabúð finn póstkortarekkana sem er með yfir 4000 fallegum póstkortum.....ég finn 3 póstkort af fallegri franskri "akurhænu"........spólum til baka....NEI...
úff...verð að hætta....bið ykkur bara vel að lifa í bili...
óver end áút...

02 október 2003

....uff..mikid ad gera...

Jæja, jæja, ég komst ekki aftur í tölvu í gær, það var svo ógó mikið að gera og allt að springa í dag líka....
Dagurinn (afmælisdagurinn) í gær var alveg yndislegur, einsog hann lagði sig!! Morguninn byrjaði á því að hún Kollan mín bauð mér á "Hressó" í kaffi og köku og audda PAKKA líka, alveg yndislegt. Hún gaf mér húfu og vettlinga (ógó flott - var mjög OFARLEGA á listanum hjá mér), bók "Sagan af Pí" og alveg ótrúlega fyndna mynd af okkur saman síðan að við vorum 16 ára gamlar og héldum að við værum flottustu píurnar í bænum, bara gaman...og þvílíkt sem að var hlegið ..... síðan fórum við stöllur í vinnuna á settum tíma....í hádeginu var farið grand út að borða á Kaffibrenslunni (í boði Kollu - aftur - góða konan)....Litla fjölskyldan kom og sótti mig í vinnuna, fórum heim og tókum okkur til fyrir familydinner hjá Pabba og co...þar var læri og meðlæti og náttúrulega fullt fullt af pökkum....fékk rosa flottar gjafir *ligga ligga lái*...ohh æi þetta var bara alveg yndislegt kvöld og dagur......
En jæja, ég verð að fara það er allt að verða vitlaust....
Hann er hérna Þorsteinn Guðmundsson (fóstbróðir) að taka upp þáttinn "Atvinnumaðurinn" og ég ætla að fara að hlaupa í skjól......
Bið að heilsa ykkur í bili..
Kossar og knús

01 október 2003

...ammæli í dag...jubbbby....

Hlú hlú gott fólk....vá og takk fyrir allar þessar "YNDISLEGU" kveðjur í gestabókinni minni, mins verður bara hálf klökkur.....það hafa aldrei jafn margir, hringt, sennt sms, skrifað mér mail...æi bara haft samband á afmælisdaginn áður....vííí...ekkert smá gaman þar sem að ég er svo mikið ammælisbarn *bros*....ég er ekki mikið fyrir að halda uppá daginn, bara fyrir að geta sagt sko "ég á ammæli í dag"...
Heyriði ég verð víst að fara ... Kollsan mín er að reka á eftir mér því við erum að fara í mat...hún býður ... víííí....hún bauð líka í morgun, en ég segi ykkur frá því á eftir...
*ammælisknústilykkarallraþvíégeraðspringaúrammælisgleði*

26 september 2003

...Föstudagur...

Góðan daginn gott fólk...vona að allir hafi nú farið rétt framúr rúminu og svona...úff...það rignir stöðugt....mjög fyndið að horfa uppá litlu sætu menntaskólapíurnar með málinguna niðrá læri *glott*....hvað er ekki gert fyrir fegurðina ???
Sá einhver Ísland í dag í sjónvarpinu í gær, þá Þórhall "miðil" og Gunnar í Krossinum...þetta var ekkert smá góður þáttur.....ég dýrka Þórahall allaveganna eftir þetta....alltaf "Gunnar minn", "Gunnar minn"....talaði svolítið við hann einsog hann væri svona nett pínu vangefinn *hiihihh*...og hún Jóhanna (spyrlan) það fór nú ekki framhjá neinum að henni langaði svona helst að draga upp hagglarann og skjóta hann Gunna litla hihhih...æi mér fannst þetta allaveganna æði....Gunnar er bara svona aðeins á eftir, svolítið svona "lost in time"...hann hefði bara átt að vera uppi þegar að fólk var ennþá sett á gálgann......
Welly loksins kominn föstudagur og örtröðin í búðina svona samkvæmt því.....er búin að afgreiða þó nokkra sem hafa komið beinnt úr ríkinu með fulla poka af alskyns góðgæti og þeir/þau hafa verið að versla "kokteilabækur".....það verður stuð hjá þeim um helgina :)
"Gangið nú hægt um gleðinar dyr börnin mín".....
Jæja, vildi bara sýna smá lit og heilsa uppá ykkur, skrifa líklegast aftur á eftir eða e-h..
Bið að heilsa ykkur í bili.......

25 september 2003

...uff...sedda....

búbúlú...var að koma úr "stuttum" mat þar sem étið var salatbar á mettíma og núna er ég totally að springa...úffff....verði mér og ykkur sem eruð að fara í mat eða eruð búin í mat að góðu *bros*
kalt, kalt...mér er svo kalt, ég er löngu hætt að finna fyrir fingrunum og held að þeir séu að fara að detta af, allaveganna orðnir hálf skringilegir á litinn :)...vííí...ég á ammæli eftir 5 daga....ég hef tekið þá ákvörðun að réttast sé að byðja um húfu og vettlinga í afmælisgjöf...held að ekki veiti af þegar að ég trítla til vinnu á morgnanna...Hef samt tekið stóra gula bílinn með einkabílstjóranum nokkrum sinnum en held að ég fari að hætta því, bæði af því að mér þykir þetta svo dýrt og líka þá er svo yndislegt að labba svona snemma á morgnanna þegar að borgin sefur enn...alveg yndislegt. Labbaði alltaf í vinnuna fyrstu 2 vikurnar og það var alveg lovely..maður verður eitthvað svo endurnærður og vakandi...frostið límir augun föst og brosið...hihhihi...svona einsog í "dumb and bumber" kanski mínus horið.... *bros*
Nú er annar "óléttufaraldur" að leggjast á hana Reykjavíkina, allir sem að ég þekki að fara að fjölga mannkyninu...yndislegt...passið ykkur þið sem að eruð ekki í þessum hugleiðingum...."this is airborne"
En jæja, ég ætla að hætta núna, þarf að fara að vinna og er svo að fara á námskeið dauðans.....á víst að læra allt um það...hvernig maður er góður "sölumaður dauðans"......
*frostknús*

....geisp....

Úfff.........góðan daginn öll sömul....*geisp*....
Jæja mætt til vinnu, frekar í fyrri kantinum svo að ég ákvað að heilsa uppá ykkur. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar að ég þurfti að draga fram sköfuna í morgun....maður er orðin of góðu vanur hérna á klakanum...
Æiii...Kollster var að kalla, þarf að hjálpa til.... :)

24 september 2003

ammæli...ammæli....víííí

Úffff....ég á ammæli eftir 6 daga...víííí....nú er sko niðurtalningin hafin.... :)

Halló fólk...

jæja, gleðilegan miðvikudag....jú jú...vá ... sú stutta skrifar bara 2 daga í röð *bros*....ein stolt af sjálfri sér..hihi...Takk Dills fyrir að bæta mér aftur inná síðuna þína, nú er eins gott að fara að standa sig....
hmmm...kallinn er komin heim af sjónum og við mæðgur svífum bara um á bleiku skýji...þvílík hamingja í gangi....það er eina huggunin við að kveðja einhvern.....það er svo gaman þegar að maður hittist aftur...víííí....
Mikið rosalega líður þessi dagur hægt....mér finnst klukkan endalaust bara vera 3:30....ég er viss um að þetta er samsæri og að klukkan gangi bara afturábak í dag...hmmm
Æi ég hef svosem ekkert mikið að segja, langaði bara rétt að heilsa uppá ykkur litlurnar mínar.....jú annars ég mæli með "Hressingarskálanum" hérna niðrí Austurstræti, fór þangað í hádeginu í dag og fékk mér þetta fínasta kaffi bara, góð þjónusta og fín tónlist.....svo eru líka spil og töfl og svona fyrir þá sem að það vilja....æi líst bara vel á þetta.....var reyndar búin að grafa/dæma staðinn...en ég er búin að moka hann aftur upp og gef honum bara 7 af 10....gæti hækkað og gæti lækkað *glott*
En jæja, er farin að fá samviskubit yfir að hanga á netinu þegar að ég á að vera að vinna.....
Skrifa ykkur fljótlega aftur
*brosiígegnumtárinkoss*

23 september 2003

ný vika...

Hlú hlú gott fólk og gleðilegan þriðjudag....já kuldaboli er heldur betur farinn að segja til sín, bíta fólk í nebbana og kinnarnar....*brrr*
Já lífið gengur bara sinn vanagang hjá mér og mínum, gengur bara alveg ótrúlega vel í vinnunni....það er langt síðan að ég hef verið í vinnu þar sem að mig hreinlega hlakkar til á morgnanna að mæta...úfff hvað það er góð tilfinning...það er svo leiðinlegt þegar að mann kvíður fyrir eða finnst maður vera hálf þvingaður til að fara, æi skiljiði hvað ég meina??? Finnst erfiðast að vera burtu frá litlunni minni í heila 8 tíma á dag, en það gengur samt vel því að hún er í góðum höndum (hjá mömsu góðu)......já það er nú gott að eiga góða að og gott líka ef að maður gerir sér grein fyrir því hvað maður er ríkur....
Úfff vitiði hvað ég lenti í um daginn, þvílik endeimis vitleysa hihihi...ég var stöðvuð af lögreglunni fyrir að gefa ekki stefnuljós....."hvað er það".....hefur löggan ekkert betra að gera og annað fólk með meira á samviskunni að "bösta"....ef að ég fæ einhverja sekt þá held ég að ég muni fríka út hihih....ég meina "halló"....ég keyri framhjá blessuðu löggustöðinni á hverjum degi og hver einasti löggubíll sem að beygir inná svæðið þar gefur ALDREI stefnuljós, ég ætla að fara og sekta þessar elskur með heimatilbúnum sektum hihihi.....já, já og mæla hraðann hjá þeim með hárblásaranum mínum.....
úfff....komið út í vitleysu....ætla að fara að vinna ........ mikið sem að bíður mín....vildi bara heilsa uppá ykkur.....
*klípíkinnar*

09 september 2003

6 m?na?a...

Góðan daginn gott fólk, jæja er í vinnunni og gengur bara vel, algjör draumur....yndislegt fólk og yndislegur staður...sólin skín....já það liggur alveg ótrúlega vel á mér í dag....litla prinsessan mín á 6 mánaða afmæli í dag..."til hamingju með daginn engill"....
jæja vildi bara heilsa uppá ykkur....vona að dagurinn verði sólríkur og góður hjá ykkur öllum
knússss

05 september 2003

myndir á barnaland.is

Vildi bara láta ykkur vita (ykkur sem eruð alltaf að rukka :) ) að það eru komnar nýjar myndir af prinsessunni minni inná síðuna hennar!!

04 september 2003

Fimmmmmmtudags subbuveður...

Hlú hlú litlu dýr....enn og aftur byrja ég á því að afsaka slök skrif mín hér inná síðunni!! Er núna hjá Hrönslunni minni og fékk að skjótast í tölvuna hennar til að heilsa uppá ykkur! Það er svosem ekkert nýtt í fréttum af mér og mínum, sú stutta blómstrar og þyngist...."allt gengur einsog í sögu".....Ég byrja í nýju vinunni minni á mánudaginn kemur og vá hvað ég hlakka rosalega til ... get varla beðið.....er semsagt að fara að byrja að vinna í Pennanum Austurstræti með Kollunni minni *jeij*! Jú það er nú pínu leiðinlegt að kveðja stelpurnar á DV, alltaf erfitt að hætta þegar að það er svona blómstrandi fínn mórall og maður á svona góða vini! Verðum bara að vera duglegar að halda sambandi...
Kallinn kom heim af sjónum í fyrradag og verður alveg í 5 daga stoppi, lúxus það :) Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að hann er hetjan mín, ekki gæti ég farið svona lengi í burtu frá barninu mínu og bara lífinu í landi....já þið "sjómenn" eruð minar hetjur......hetjur gærdagsins, dagsins í dag og morgundagsins!!! Það er alltaf eitthvað fólk sem að er að tala um hvað þessar elskur (sjómenn) hafi það nú gott.....vá viljiði staldra aðeins við og pæla í því hverju þeir eru að fórna.....æi ...... er núna farin að blaðra bara....pirr pirr :)
En jæja nú ætla ég að hætta að vera leiðinlegi gesturinn sem að hangir í tölvunni og fara að tala við þær stöllur, Hrönslan er að gefa litlu og mér sýnist maukurinn vera kominn uppá enni og inní eyru....best að fara að skerast í leikinn...."before it´s to late"....
*klípílæri*

29 ágúst 2003

...

Góða kveldið gott fólk og gleðilegan föstudag.........vona að vinnuvikan hafi ekki verið of strembin hjá ykkur....ég er að reyna að njóta síðustu daganna minni í fæðingarorlofinu mínu, byrja í nýju vinnunni minná núna 8 sept. nk og ég hlakka alveg rosalega til. Finnst frekar leiðinlegt að yfirgefa stelpurnar mínar uppí DV en ég meina svona er þetta bara.....sú stutta útskrifaðist úr sundinu í dag, ekkert smá stolt....fyrsta útskriftin hihihih....
Nú er ég stödd í húsi föður míns með brósa, erum bara að fara að leggjast í fleti og horfa á video og slappa af eftir góðan mat...........svona eiga föstudagar að vera "LETI".....en ég ætla allaveganna að hætta núna, ekki vera leiðinlega konan sem að hangir bara í tölvunni...nota bara hvert tækifæri sem að bíðst til að koma aðeins hérna inn og láta vita af mér...
Ég kveð ykkur bara að sinni og vona að helgin verði góð....

21 ágúst 2003

Virus dauðans....:(

Hluhlu gott folk, og sorry endalaust að eg hef ekkert skrifað, tölvan min "ER" með virus og eg dett ut a 3 minutna fresti og get ekki gert neinar kommur yfir stafina einsog þið kanski sjaið :(....ekkert sma mikið bögg!! Það er annars bara allt mjög gott að fretta af mer og minum, við mæðgur erum bara að reyna að standa okkur þar sem að kallinn er farinn a sjoinn....skritið að vera svona aftur einn eftir svona langt og gott luxuslif með manninn og barnið heima, bara röltandi um bæinn otrulega happy með is....æi þið skiljið hvað eg er að reyna að fara er það ekki :)
Jæja nu er tölvan farin að telja niður og segja mer að hun muni slökkva a ser eftir 54.....52....49 sek....svo að eg kveð bara að sinni vildi bara lata vita að eg er a lifi (þott otrulegt se)......
kossar og knus til ykkar allra...
ja litla gellan min er komin með svona heimasiðu a barnaland.is.......þið sjaið það efst a siðunni minni undir "Prinsessan"......bara gaman....

20 júlí 2003

...Argasta snilld..........

.....jæja maður er þá bara ekki jafn heimskur og maður lítur út fyrir að vera *glott*.......þetta er allt að koma til hjá mér....tapaði bara nokkrum heimasíðuurlum en ég mun vinna í því að bæta þeim við hægt og rólega.........
*jeij* þetta virðist allt að vera að virka hérna hjá mér..........nú er bara að halda ótrauð áfram og ekki gefast upp *hihih*....þetta er reyndar svolítið bleikt fyrir minn smekk en samt svo simple eitthvað að ég ætla bara að taka á honum stóra mínum og læra að lifa með bleika lúkkið sko........
Jæja gott fólk, það eru róttækar breytingar í gangi....þar sem að ég var komin með gubbuna uppí háls á gamla lúkkinu og virðist ekki geta komið íslensku stöfunum á framfæri :)...þið verðið bara að vera þolinmóð "mæ litle vons"...

19 júlí 2003

Bara sma prufur i gangi nuna....... :)

12 júlí 2003

SKIL EKKI, hvad tharf eg ad gera til ad islensku stafirnir komi inna siduna??? !!!!

05 júlí 2003

Góða kveldið elsku snúllurnar mínar, ég ákvað að droppa aðeins hérna inn þar sem að ég var að greiða reikninga í þessum blessaða heimabanka minum (snilld þessi heimabanki). Langaði að setja mynd af litlu minni hérna inná síðuna mína er algjörlega búin að gleyma hvernig í óskupunum það er gert......sniff......þið verðið því bara að nota ýmindunaraflið í bili, eða ekki nema þá einhver sé svo vænn að geta kennt mér það !!! Annars er bara allt alveg rosalega gott að frétta.....ég blómstra, lífið blómstrar.....allir blómstra hérna í kringum mig.....lífið er bara algjört smjör þessa dagana og ég er alveg að fíla það í ræmur!! Vildi óska að ég gæti látið öllum líða jafn vel og mér líður í dag..........sendi ykkur öllum alveg úber góða strauma svona yfir netið...hmmm...hvað er annars í fréttum......já ég fékk alla tengdafjölskylduna í heimsókn síðustu helgi (hún var í viku) því að ég var að skíra prinsessuna mína.....urðum að hafa þetta mjög lítið boð því að ég á svo ógeðslega stóra fjölskyldu og fjárhagurinn leyfði ekki meir í bili......well held bara grand veislu þegar að ég gifti mig :) Já allt gekk einsog í sögu, litlan min fékk nafnið hennar ömmu sinnar "Anna Þrúður Auðunsdóttir" og ber það með stolti, hún var hin rólegasta alla athöfnina sem að var haldin heima hjá pabba mínum og fjöllu...... þetta var vægast sagt YNDISLEGASTI dagur lífs míns......ég er reyndar alveg miður mín að hafa ekki getað boðið öllum sem að mig langaði að bjóða, verð að viðurkenna að það voru nokkrar manneskjur sem að ég fann að vanntaði þarna en ég veit að þær voru þarna bara hjá mér í huganum.....bæti þeim þetta upp einhverveginn!!!
Wellý ég ætla að fara að koma mér í bólið ...... eða koma mér vel fyrir og horfa á CSI og lognast út af ......
Bíð ykkur bara öllum góðrar nætur og vona svo ynnilega að draumarnir verði ljúfir!!!!
klípíeyra

#Kolla m?n: hvernig var í sveitinni ??.....alltaf gott að komast burt úr (h)amstri hversdagsins og njóta náttúrunnar!!!
#Hugrún: hvernig hefur litli bumbubúinn það, hvernig gengur allt saman??
#DV-megabeibs: Hvað er að frétta, ég er farin að halda að Stekkjastaur hafi ráðist fyrr til byggða og bara étið ykkur!?!?!?
#Hrönnslan mín: Einn dagur í einu, er það ekki máli?.....??

23 júní 2003

Gleðilegan mánudag litlu dýr......er nú stödd hjá henni mömsu minni að væflast eitthvað á netinu fyrir hana, leita að ódýrum fargjöldum til Parísar.....ohhhhhh......og mig langar geðveikt að fara til útlanda......hef ekkert farið síðan 2000 *sniff*......fer bara út í anda.......annars er bara allt gott að frétta af mér og mínum ...... Anna Þrúður litla prinsessan mín blómstrar bara.......erum byrjuð að fara með hana í ungbarnasund, sem er algjör snilld.......hún er samt ekki alveg að fíla sig, en hann (kennarinn) segir að þetta taki bara mis langann tíma........hún er ógó lin og sæt í rauðum sundbol með pilsi.......algjört megabeib!! Ég hef sjaldan séð svona stórt samansafn af litlum, blautum, krumpuðum og sætum börnum.....Mig er nú nett farið að kvíða fyrir að byrja aftur að vinna, tíminn líður svo hratt að það er alveg með ólíkindum, ég verð búin að ferma lilluna áður enég veit af *hihiihih*. Það er voða lítið annað að frétta af mér þessa dagana, er bara í 150% vinnu við það að vera mamma og nýt þess bara í botn......ég get sagt ykkur það að þetta er BESTA vinna sem að ég hef nokkurntíman verið í og mæli eindregið með henni hihiihhh.....Það er svo skrítið, eftir að ég varð ólétt þá fannst mér allir vera óléttir í kringum mig.......þetta er smitandi dæmi sko "airborne".......nei ég meina hafið þið ekki tekið eftir því, t.d. þegar að maður kaupir sér bíl þá allt í einu sér maður bara alveg eins bíla allt í kringum sig......eða kaupir sér einhverja flík......æi vitiði ekki hvað ég meina.....?? En jæja, þarf víst að halda áfram að vafra fyrir hana móður mína og finna besta dílinn.......Ég bið bara að heilsa ykkur öllum í bili......vona að þið hafir það alveg rosalega gott........njótiði lífsins og njótiði þess bara að vera til!!!!!
*rembingsknús*

30 maí 2003

Hlú hlú litlu hamstrarnir mínir!!!
Vááá hvað það er vangefið langt síðan að ég hef látiðsjá mig hér, er alveg að springa hef svo mikið að segja ykkur öllum, maður veit varla hvar eða hvernig maður á að byrja...hef svosem ekki mikinn tíma núna því að lillan mín er ekki enn farin að sofa...eg semsagt eignaðist litla prinsessu 9 mars síðastliðin, það eru fullt af myndum af henni á síðunni hennar Kollu. Það hefur semsagt ótrúlega margt gerst á stuttum tíma sem að mig langar að deila með ykkur, veit bara ekki hvernig í óskupunum ég á að fara að því þar sem að ég hef ALDREI tíma til að vera svona á netinu. Fékk bara formlega kvörtun í dag að það hefði ekkert gerst á blogginu mínu í MARGA mánuði og verð því að sýna smá lit og pikka smá. Ég vona að þið hafið öll haft það alveg rosalega gott, ekki of gott því að það er víst ekki svo hollt........hihih..djók........æi æi.......er að glugga hérna á "Grunna Pollinn" á Skjá einum og er alveg með gubbuna uppí háls.......þetta er eitthvað svo þreyttur og sorglegur þáttur, ég skil ekki alveg hvað fær fólk til að fara í svona.........hmmmmmmmm.....*hugs*..........
Wellí ég verð að fara sú stutta er eitthvað orðin þyrst og maður verður víst að fóðra dýrið.........hihih........held að hún sé bara að nota mig ..........
Knús og kreist til ykkar allra

03 febrúar 2003

Góðan daginn gott fólk!!
Vá hvað maður hefur nú verið lélegur að skrifa á þetta blessaða blogg sitt......nú er maður offissíalí komin í barnseignarfrí svo að ég hef ekki lengur net til að hendast á og blogga þannig að það verður lítið um það á næstunni....ég reyni samt að komast á netið aðeins hjá henni múttu minni til að kanna statusinn á meilinu mínu og kanski henda inn nokkrum orðum á bloggið ..... ég er bara svona að láta vita að þó að ég skrifi ekki í einhvern tíma þá er það ekki af því að ég er búin að gleyma ykkur eða neitt sollis *bros*.....það gerir mar víst aldrei!!
Annars er bara allt gott að frétta, maður bara STÆKKAR og stækkar með hverjum deginum, eiginlega bara hverri klukkustundinni eða mínútunni....er farin að telja niður þar til að kúlubúinn á að koma í heiminn.....spenningurinn á heimilinu orðin nær óbærilegur *bros*
Djö er skrítið að vera ekki að vinna, þetta er fyrsti dagurinn og maður er svona með smá samviskubit að vera ekki að gera neitt.....maður á víst að njóta þess og slappa af því að það verður ekki gert mikið af því þegar að kúlubúinn er komin í heiminn......það er víst núna eða aldrei hihhihih.....sjáum nú bara til hvernig þessi blessaða afslöppun á eftir að ganga fyrir sig. Var vöknuð í morgun eldsnemma og tilbúin til að fara í vinnuna þegar að ég fattaði það að það væri bara alls engin vinna í dag hjá mér *bros*....svekkjandi en á sama tíma gott að geta lagst aftur bara uppí og kúrt aðeins lengur....ég skal lofa að hugsa til ykkar allra þegar að ég sef út á morgnanna *glott*.
Wellí ég þarf að fara, er að fara að fá æskuvinkonu mína í mat á eftir sem að ég hef ekki hitt í 3 ár eða eitthvað svo að maður þarf að snurfusa hérna aðeins áður en að hún kemur í höllina......
*knúsknús* og lofa að skrifa sem fyrst aftur......

30 janúar 2003

*glott*.....bara snilld þetta dæmi hérna, mæli með að allir skoði þessa Kamasutra síðu og læri smá af henni....

29 janúar 2003

Datt inná Þetta blogg af tilviljun........finnst afi þessa bloggara bara snillingur.....hihihhi kíkið á etta!!!
Guð minn góður hvað ÞETTA er skemmtilegur leikur.........hiihhihihi.....ég reyndar get ekki neitt í honum en það er bara gaman...Pictionary klikkar aldrei!!
*hnerr*
Vá hvað það er langt síðan síðast, erum (ég og kúlubúinn) búin að vera rúmliggjandi heima í meira en viku með flensu dauðans *ojjj*......kallinn búinn að vera út á sjó og "mamsa hjúkka" ekki búin að yfirgefa rúmstokkinn síðan ég lagðist í flensu....alltaf að koma með rúkjandi súpu og te *bros*...........þær eru nú algjörir englar þessar mömmur !! Held ég hafi nú launað henni greiðann með því að smita hana þessa elsku, hún liggur nú heima með hor........ætli maður fari ekki til hennar eftir vinnu og malli eitthvað gott í gogginn....
Það hefur alveg ótrúlega lítið gerst þennan tíma sem að ég hef ekki bloggað......ég gæti alveg þrusað hér einhverri rúmleguræðu en ég held að ég sleppi því hihihiih....ekki skemmtileg aflesning það *bros*
Wellí jú, það fæddust 2 prinsar um síðustu helgi......samstarfskonur mínar 2 voru að eiga og láu saman - þvílíkir englar.........ég fór í tékk á laugardaginn síðasta og laumaðist til að fara og kíkja á þá og vááááá´......ekkert smá sæt lítil (samt ekkert svo litlir) fyrirbæri þar á ferð, litlir og krumpaðir *glott*..........Til hamingju með þetta stelpur mínar (Ásta og Halldóra) !!!!
Æi ég ætla að fara að vinna og reyna að gera eitthvað að viti, langaði bara svona rétt að heilsa uppá liðið og láta vita að við erum á lífi!!!
knús

20 janúar 2003

Góðan daginn gott fólk og GLEÐILEGAN mánudag.........*geisp*
Æi maður er alltaf svo lengi að trekkja sig upp og komast af stað á mánudögum.....Ég fór inná ógó sniðuga síðu þar sem að maður getur séð hvað maður héti ef að maður væri "hobbiti"......ég héti sko Berylla Toadfoot of Frogmorton *glott*......ekkert smá nafn mar.....ef að þið viljið eyða tímanum ykkar í svona rugl líka þá farið þið bara inná ÞESSA síðu.
Helgin mín var bara róleg og fín, eða bara svona "lala"........svona tipical molvörpuhelgi, skrapp reyndar aðeins í ammæli hjá henni Kollster minni sem var haldið á "Ölstofunni" á föstudaginn, hitti marga gamla og góða kunningja og vini sem að ég hef ekki séð í LANGAN tíma......bara gaman.....og líka gaman að sjá fólk missa andlitið sem að vissi ekki af kúlubúanum.....það varð svona einsog fífl *bros*......en bara gaman að hitta alla og svona kets up on þe óld tæms. Það hafa einhvernveginn allir breyst svo mikið enn á sama tíma er það sama gamla góða liðið, skiljiði. Kollster var náttúrulega í SSSSSinu sínu, farin að drekka svolítið hratt, bara glöð, sæt og pínu tipsy.....hún er nefnilega svona veislutýpa....elskar að halda veislur og vera svona gestgjafi.......svolítið svona einsog Monica í Friends *glott*. Wellí ég var bara farin heim frekar snemma, þreytta bumbukonan og SVANGA hihihih....svo fór laugardagurinn minn bara í rugl eiginlega, var bara hálf slöpp og tussuleg eitthvað, svaf bara eiginlega allann daginn......sofa, vakna-pissa, sofa, vakna-borða, sofa, vakna-pissa.............etc......vaknaði svo mega rugluð í hausnum um 5 leytið á laugardagsnóttina, vissi ekkert hvað snéri upp né niður, hvaða dagur var eða hvað var í gangi.....bara óþæginleg tilfinning. Sunnudagurinn fór svo bara í það að vinna til 20 um kvöldið og svo fórum við Kúlubúinn í geðveikann mat heim til pabba og co......*slurk*.....ummmm.....nú er ég orðin svöng aftur - bara á því að minnast á matinn.....fengum ógó gott lambakjöt, bakaðar kartöflur, salat, ógó góða brúna sósu, gular baunir.............etc.......og í eftirrétt var svo heimatilbúinn ís með bestu íssósu í heimi.....Marsíssósa a la Katla......*slef*. Síðan var stefnan tekin heim á Njáluslóðir þar sem að ég lagðist útaf fyrir framan imbann, skellti "The Bonecollector" í tækið - dáðist af fegurð og fullkomnun Angelinu Jolie og Denzel W.......með múttu (sem ég hafði sótti eftir matinn á leið minni heim)......og datt svo bara útaf.....og svaf á honum væra mínum til klukkan 8 í morgun....*geisp*.........
Hmmm....held að þetta sé nú helgin mín í hnotskurn......ekki merkileg en góð samt sem áður *bros*
Wellí ætla að halda áfram að vinna.....vona að dagurinn hjá ykkur verði nú góður, svona í takt við sólina sem er að teygja sig yfir húsþökin.....



Jæja Kreisígörl hér kemur ein langþráð hjá þér hihihh.....djö myndast maður vel.....ég held að ég ætti nú að fara út í módelbransann *bros*

13 janúar 2003

Allir að KJÓSA !!!!!!! Tónlistarverðlaun Radio X og Undirtóna ....

10 janúar 2003

Hellú hellú litla fólk og gleðilegan föstudag!!
Jæja nú er þessi blessaða vinnuvika loks að fara að syngja sitt síðasta - eða auðvita bara hjá okkur sem ekki vinnum á morgunn eða hinn *bros* (heppin við).....Ég er búin að vera endalaust lengi að skrifa þessa einu blessuðu setningu því að það hefur verið alveg ágætlega mikið að gera hér í vinunni og kúninn gengur víst ávallt fyrir.....eða svo er mér sagt og svoleiðis vill ég allaveganna hafa það þegar að ég er þeim meginn við borðið *bros* Veit ekkert leiðinlegra en að bíða eftir afgreiðslu en fá hana ekki því að viðkomandi stúlkukind ( eða einhver drengstauli að sjálfsögðu) er of upptekin við að tala um atburði helgarinnar við félagann/vinkonuna í símann eða eitthvað svona......*pirr*....ég lendi alltaf í svoleiðis gjaldkerum þegar að ég fer í bankann.....hmmmm.....vá af hverju í fle er ég að röfla um þetta.....hmmm....
Ég lennti af slysni inná alveg stórskemmtilegri síðu, rosalega mikið af skemmtilegum pistlum, greinum, pælingum........mjög góður pistill um ísl. þjóðernissinnaflokkinn td..........mæli með að þið lesið hann og svarið sem að þeir senda svo þessir *****.......
vaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa......brjálað að gera allt í einu.....bið að heilsa......


multi-orgasmic



Your Hidden Sexual Talent is Being Multi-Orgasmic


Whether you're on your back or on your knees,

You'll get off as often as you please.

While some may have few and few may have some.

You're the one who always can cum.



What's *Your* Hidden Sexual Talent?

More Great Quizzes from Quiz Diva


09 janúar 2003

Það er ekki leiðum að líkjast........þó svo að það hafi nú endað fyrir henni einsog gerði þessari elsku .......samt flott gella mar.......


bombshell
Which female sex symbol are you?

brought to you by Quizilla

08 janúar 2003

Jæja var að breyta könnunni minni, endilega skellið ykkur inn og svarið.......
Hef svosem ekkert merkilegt að segja í dag, er að LEKA niður á borðið hérna af þreytu og svengd......hvað ætti maður að gúffa í hádeginu hmmmmm??
Hvað er eiginlega málið með Indversku prinsessuna.......það virðast allir vera með hana á heilanum þessa dagana *hugs*

06 janúar 2003

juuuuu.....mig langar í svona......ekkert smá sætur........

Jólin eru búin þannig að maður þarf víst að breyta blessaðri könunninnnnnnniiiii..............
Góðan daginn gott fólk!!
Gleðilegt nýtt ár.......betra er víst seinnt en aldrei, ekki satt *bros*?? Hvernig voru svo hátíðarnar hjá ykkur, mikið étið, drukkið, dansað, slappað af, nartað..........??? Nú held ég að fólk sé alveg að tapa sér.....eða sko.....vííííí.....það eru byrjaðar útsölur og fólk er bara að fríka út.....ég hélt einhvernveginn að allir hefðu nú verið nógu duglegir að "jóla vísakortin sín"......en svo virðist ekki vera!! Kanski er þetta bara öfundsýki í mér, aldrei að vita *bros*.
Wellí nú erum við loksins flutt inní nýja húsið...ekkert smá gott. Ég er samt ALVEG BÚIN á því mar, fengum að vita allt í einu að við þyrftum að skila af okkur 4 dögum fyrr en áætlað var þannig að þrífarinn og pakkarinn alveg settur á skrilljón........maður var á fjórum stanslaust í 4 daga.....heppni að kallinn var í landi til að hjálpa og Hrönsan líka - 2 naglar til að bera og svona, því ekki megum við bumbubúinn gera svoleiðis......frekar pirrandi, við vorum bara duglegust í að setja í kassana og þrífa (okkar deild þetta skiptið).........en nú erum við loksins komin í íbúð.....ekki svona stúdíó.......og líður báðum bara mjög vel. En vegna þess að þessu flýtti um 4 daga þá þurfum við að pakka og þrífa íbúðina sem að við fluttum inní líka......hihhihih......svolítið skrítið að taka uppúr kassa og setja í hann jafnóðum *bros*...........æi þetta verður alveg lovlí þegar að þetta er allt komið í stand...........
Er svona hérumbil búin með allt eldhúsið, þrífa alla skápa og inní og svona og svo þegar að ég kom heim úr vinunni í gærkveldi voru momsí og kallinn búin að vera allan daginn að rumpa upp stofunni, þannig að hún er öll að koma til líka...........vííííí.....mér finnst þetta allt eitthvað svo spennandi *bros*......Ætlum bara að mála loftin og taka baðið.....þannig að þetta verður allt orðið tipptopp þegar að kúlubúinn lætur loksins sjá sig......býð ykkur öllum í kaffi og kökur einn daginn af þessum *glott*
Wellí, þarf að halda áfram að vinna, vildi bara svona láta ykkur vita að við erum enn á lífi og höfum það bara gott........
*klípílæri*


pure
What's YOUR sexual fetish?

brought to you by Quizilla