21 júlí 2005

...vangaveltur og ákvarðanatökur...

..jáms og jæja - held ég sé 99,8% búin að ákveða mig...
Málið er þannig að ég var að fá 2 boð í brúðkaup og eitt boð á nokkurskonar "reunion" á dögunum 4-20 okt. næstkomandi...sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þetta er allt að gerast í Santa Cruz, Sucre og Cochabamba í Bolevíu (suður-ameríku)...sem flækir málið eilítið (fyrir mér í það minnsta)...alls, alls, alls, alls ekki það að mig langi ekki að fara - ó svo langt frá því. Heldur kostar þetta svo marga peninga, alveg 150 kall, sem er svolitið mikið í mínu koti - nýbúin að tæma peningatankinn *bros*.... Samt er allt sem að segir mér að ég sjái ekki eftir krónu og að þetta "reddist"...ég hætti við að fara í sumarfrí í vinnunni út af mannekklu, svo að ég á það inni. Mútta gamla segir að erfinginn verði í súper góðum höndum, sem að ég efast ekki um...fæði, húsnæði og allt svoleiðis er frítt (eða þið vitið) á meðan ég er úti..ég er að fara að hitta og vera með frááááhááábæru fólki allan tímann...þetta er alveg greinilega svona "gæs" sem að maður á að grípa á meðan hún gefst og bara slá til, ekki smurning.....en einhvernveginn tekst vogarskálunum mínum að dingla frá hægri til vinstri hverja mínútu...hvað er það?? *bros*
...jams svo að litla Kreisí hér hefuru svar við spurningu þinni *heheh*...knúz

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst að þú eigir að slá þessu upp í kæruleysi og smella þér út :)
sálartetrið hefur BARA gott af því ;)
plús fyrst að þú tekur "sumarfríið" svona seint þá gildir hver dagur minna en yfir sumarið ;) þ.a.l. lengra sumarfrí sem þú átt inni *heh*

Svetly sagði...

..djös snilli ertu barn!! :)
..komið 1 "farðu út gimp" í pottinn...Takk Dagný

Staðan er ss svohljóðandi
1-0 fyrir utanlandsferðinni...

Nafnlaus sagði...

yer welcome :)
ég get alveg haldið áfram að plögga farðu út sko.. held bara að mín atkvæði gildi bara 1x :P

Nafnlaus sagði...

jamm gimpið úr landi til að slaka á :)

Svetly sagði...

staðan í leikslok með sms-um, símtölum, póstum og kommentum var...

11-0

;) Snilld..æði..frábært..takk

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU OG JIBBÍKÓLA OG GOTT HJÁ ÞÉR!!!

minns vill fá sent póstkort á menstrít vonn sona til að strá salti í sárið (allir að fara til úglandanna nema ég;)) en er það ekki alltaf soleiðis!!!

knúzar&kozzar