30 janúar 2007

Titanic - Two the surface


...eruði ekki að grínast með þetta ??
Kaninn er næstumþví jafn duglegur að "mjólka" framhaldsmyndir einsog við að "mjólka" Supernova-tónleikana...úffa

..walking down memory lane - with boxes in my hands....


Jæja - ó svo margt gerst síðustu vikurnar. Veit vart hvar ég á að byrja.
Við mæðgur erum "semí" fluttar - fer í dag og geng frá Langholtsveginum og skila honum af mér, það eru viss þáttaskil í mínu lífi - okkar lífi.
Mætti segja að "litla kotið" hafi bjargað okkur mæðgum á sínum tíma - andlega. Við eigum svo margar fallegar minningar úr kotinu og margir fallegir einstaklingar hafa átt stóran þátt í að búa þær til...verður erfitt, skrítið, tómlegt að skila af sér - en að sama skapi erum við að byrja uppá nýtt á nýjum stað í nýju hverfi og það leggst mjög vel í mig. Enda skilja fyrri íbúar bara gott eftir sig - sem í mínum bókum skiftir höfuð máli.
Litli kjúllinn á heimlinu er að "missa sig" yfir öllu plássinu sem hún hefur og veit varla hvernig hún á að haga sér.

Það er hálf skrítin tilfinning að flytja heimilið sitt, þó kotið hafi verið smátt leið okkur mjög vel þar, búnar að búa okkur fallegt heimili, hver hlutur átti sinn stað, áttum okkar gönguleiðir sem oft voru farnar, kauppmaðurinn á horninu (Rangá), Helgi eilífðarmótmælandi alltaf 2 húsum í burtu með heimagerðu skiltin sín - einhverra hluta vegna tók hann ástfóstri við litla dýrið og gekk áleiðis með okkur þegar að við fórum í Rangá á laugardagsmorgnum eða til Jóa Fel á sunnudagsmorgnum...æi ég veit það ekki - maður kemst í rútínu, kanski festist maður í þeim - who knows, á meðan manni líður vel þá ætti það ekki að skifta máli.Nú er bara að finna nýjar rútínur og nýja leið....og okkur mun mjög líða vel.
Enda ekki hægt annað, komin aftur á æskuslóðir, mikið af góðu fólki allt í kring og hef innst inni mjög gaman að því að litli erfinginn alist upp 2 húsum frá staðnum sem ég ólst upp á.....er það skrítin tilfinning?

Ég get ekki beðið eftir að fá bókaskápana/hillurnar mínar svo að ég geti farið að raða bókunum mínum - já það er viss fetish - bókafetishinn...sem ég held að mjög fáir skilja, jú nema kanski mamma, Kollan mín og Æsa....Held samt að Æsan sé án efa konungur bókauppröðunar í heimilisbókahillum .... hvað segirðu, var það í stafrófsröð eftir eftirnafni eða fornafni, íslenskur eða erlendur - fræðibækur eða skáldsögur...heheh ?? Já þessu fylgir mikil pæling og slatti af ást sett í það líka.... ;)

Já einsog ég segi, hlakka óstjórnlega til að koma öllu á "sinn" stað í nýju íbúðinni, fá borðstofuborðið mitt og stólana (erfinginn er samt ekki sátt við það - "en mamma, þá hef ég ekkert dansgólf lengur"), losna við kassana, raða bókunum og öllu þessu smádóti sem eltir mann, hlakka til að setja nafnið mitt á bjölluna, halda fyrsta kaffiboðið, barnaafmælið ...... ég hlakka til!

Að flytjast búferlum er svolítið svona "walking down memorylane" tilfinning - maður fer í gegnum ógrinnin öll af dóti, sorterar og hendir....maður kemst ekki hjá því að skoða allt sem maður á og geymir - og dísus kræst það sem maður geymir, ég fann t.d. í þetta skiftið dásamlega hluti einsog;
* Fyrstu bekkjarmyndina sem var tekin af mér eftir að ég flutti heim til íslands,
* Ástarbréf frá "kærasta" sem ég átti þegar að ég var 10 ára - yndislegt hvað maður er einfaldur og fallega þenkjandi þegar að maður er ungur!
* Box með miðum sem skrifaðir voru í tíma í Grandaskóla og Hagaskóla (god knows af hverju þetta var geymt, en það er það nú samt og á sitt eigið box
*heh* )
* Miði af Fugees tónleikum sem haldnir voru hér um árið - þeir voru geðveikir (eða í minningunnni allavegana)
* Leikhúsmiðinn af fyrsta deitinu.....
* Teiknimyndasería sem ég og Sirrý bjuggum til....vantaði ekki hugmyndaflugið á þeim bænum!
* Myndin góða (*heh* Kolla - við vorum, erum og verðum alltaf spes - elska það)
* Fullt fullt fullt af vidjóspólum sem teknar voru á með "ekta gamaldags" vidjókamerum....þarf sko að láta flytja þetta yfir á dvd til að eiga *snilld*
* Samningur sem gerður um það leiti þegar að ég og Tinna urðum "blóðsystur" - frekar kanski ástæður fyrir vináttu okkar....
....já æi ég gæti haldið endlaust áfram....
Einsog ég segi hefur megnið af mínum tíma farið í pakka, taka uppúr kössum, þrífa, vinna og sofa....
Ég lofa að fara að skrifa eitthvað skemmtilegt þegar að tími gefst.....
---> Auðvitað langar mig að þakka öllum sem að hjálpuðu til síðustu helgi.....hefði aldreig getað gert þetta án ykkar.....TAKK TAKK TAKK !!

09 janúar 2007

...vei vei...


..ég elska að fá "fréttirnar" fyrst - það er svo mikill heiður....

04 janúar 2007

...lífið og tilveran....


..copy/paste....rakst á áhugaverða bloggfærslu inná síðunni hennar Guðfríðar Lilju sem ég rambaði inná af tiliviljun - Þetta er yndisleg grein sem að fær ábyggilegasta súrasta fólk til að hugsa aðeins um lífið og tilveruna..

"Í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk" söng Ellen Kristjánsdóttir á Vetrarsólstöðum Náttúruvaktarinnar um daginn. Það er mikill sannleikur í þessari setningu og ég hef hugsað dálítið um það nú um hátíðirnar. Í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk.

Líf okkar flestra hafa með margvíslegum hætti verið snert af ólíku fólki sem á einn eða annan hátt er horfið úr lífi okkar. Sumir hafa misst ómissandi ástvini á árinu á meðan öðrum hefur verið fengið nýtt líf í hendur. Við tímamót er það áskorun að taka allt það besta frá hinum ómissandi sem hvílast og fara með það áfram, geyma það og varðveita, rækta og miðla, en skilja það slæma eftir og leyfa því að tilheyra fortíðinni. Tengja framtíð við fortíð með því besta en ekki því versta.

Sumir fá aldrei annað tækifæri, en við hin sem enn stöndum getum búið þau til á hverjum degi. Í lífinu glötum við einhvern tímann einmitt því sem er ómissandi, óyfirstíganlegt, en við fáum áfram óvænt tækifæri til aukins þroska og vaxtar, kærleika og hlýju. Á hverjum degi sem rís getum við tekið á okkur örlítinn rögg og breytt einhverju litlu - þó ekki sé nema einhverju pínulitlu í okkur sjálfum. Það er erfitt og stundum ómögulegt, en góðar hugsanir um ómissandi fólk eru meðal þeirra afla sem geta hjálpað okkur til þess.


Ég vona að nýja árið færi okkur öllum tækifæri til að vera örlítið gjafmildari, umhyggjusamari og sannari í dag en í gær - og að við komum sem oftast auga á óvænta gleði. Við erum yfirfull af göllum og vanmætti, en Davíð getur samt alltaf unnið Golíat, ekki síst ef þeir á endanum búa báðir innra með okkur.

Njótiði lífsins og hvors annars.