31 ágúst 2004

...söngfuglar...

...Ég er alveg ótrúlega mikið fyrir að syngja og hefur það aukist all verulega núna síðustu mánuði...það er alveg magnað hvað maður hefur mikla trú á sér þegar að maður er einn með sjálfum sér (ég allavegana), ég syng alltaf hástöfum þegar ég er í bílnum, sturtunni, elda matinn... eða bara e-h.staðar ein og finnst ég þá alltaf syngja einsog engill *bros*.
Það er svo fyndið - mér finst ég syngja "alveg" eins vel og flytjandinn í útvarpinu þegar að ég er að raula með e-h lagi og síðan þegar að það kemur fyrir að bakkus hefur bankað uppá þá finnst mér ég kunna alla heimsins texta og það skiptir sko "engu" máli á hvaða tungumáli þeir eru...ehehe...Ég fór e-h voða mikið að spá í þetta í morgun þegar að ég var að keyra engilinn til dagmömmunnar því að þá er sko alltaf trallað með *helv* Latabæjarstöðinni ... ég komst að þeirri niðurstöðu eftir miklar vangaveltur - að þetta raul mitt er ekki e-h sem að sest á sál dóttur minnar og hún mun ekki þurfa sálfræðiaðstoð á fullorðinsárum .... svo að ég ætla bara að halda áfram að "tralla" og syngja inn dagana..................

þetta er allt í góðu svo lengi sem að ég

*Stofna ekki hljómsveit og gerist "söngkonan"
*Fer ekki að liggja á karokebörum bæjarins
*Reyni ekki að komast inn í Idol
*Býðst ekki til að syngja í veislum
*Gef ekki út disk
...

30 ágúst 2004

Gleðilegan mánduag öll sömul...

Vona að helgin hafi verið góð við ykkur....og að allir séu nú vel úthvíldir og tilbúnir að takast á við nýja viku!!
Helgin mín var algjört æði...ég, mamma og erfinginn vorum einsog samvaxnir þríburar alla helgina - gerðum hluti sem að við erum búnar að humma af okkur allt of lengi og heimsóttum fólk sem að við höfum verið mjög lélegar í að heimsækja....æi bara alveg ótrúlega nice...síðan var veðrið svo gott og allir svo glaðir
!! Pínu spæld að hafa ekki komist í Ölfushöllina að horfa á krýninguna "kýr 2004".....hehe...snilld...allt er nú til - enn þetta er víst menning allstaðar annarstaðar svo að þetta verður víst að vera menning hér líka sagði hinn ágæti (eða ekki) maður Guðni Ágústsson í fréttunum....já það er nú einsgott að vera og gera örugglega allt einsog hinir!!
Úff, en jæja - búin að stimpla mig inn í nýja viku sem að leggst svona blússandi vel í mig....

27 ágúst 2004

....linkur...

heheheh.....varð bara að stela ÞESSUM link sem að var á annarri síðu...hehehhehe...þetta er alveg magnað..sumir eru bara geðslegri en aðrir...
Annars er bara búið að vera geðsýki að gera og held að "bloggdvergurinn" hafi ekki enn stimplað sig inn úr sumarfríi...veit ekki alveg hvort að hann snúi aftur...verð bara að bíða og sjá...

Stand Up
STAND UP: You are a natural stand-up comedian. You
watch the news with people, and when you give
your opinions, people start laughing. They are
not laughing at you, they are laughing because
what you say is so TRUE. The world is a very
funny place, full of natural comedy. All you do
is repeat various humorous things that you
notice from everyday life. Your unique
perspective on the world is what makes you so
funny. Of all the various comedy types, you may
be the funniest of them all!

PREMIUM COMEDY OF YOUR TYPE IS WELCOMED AT:
[LINK REMOVED]


How funny are you?
brought to you by Quizilla

23 ágúst 2004

....mánudagur til...

...jæja lömbin góð, gleðilegan mánudag...vona að þið hafið notið helgarinnar og Menningarnæturinnar til hins ítrasta....Helgin mín var tærasta snilld....fór í fallegasta brúðkaup og skemmtilegustu veislu sem að ég hef farið í síðan ég bara man eftir mér á laugardaginn....já Menninganótt er greinilega nóttin til að gifta sig - ekki spurning......gott að hafa svona spes flugeldasýningu í miðri veislu og heyra Egó og aðra snilla spila hihhihihhi....maður þarf í það minnst ekki að hafa áhyggjur af skemmtiatriðum á meðan...Átti svo yndislegan, yndislegan, yndislegan dag með englinum mínum á sunnudaginn.....já og svo er bara komin ný vika og brjálæðin er svo sannarlega byrjuð....skólatraffíkin alveg að gera sig þessa dagana...
Jáms, lífið leggst bara vel í mig þessa dagana...dæmið virðist bara að vera að ganga upp hjá fólki í kringum mig....æiiii.....á svona dögum er alltaf gott að vera til......atvinnulausir komnir með vinnu...fólk flýgur yfir höf til að hitta ástina í lífi sín....fólk gengur menntaveginn....hinir og þessir að stækka fjölskyldutöluna.......ææææi "jáms lífið er ljúft..."
Jæja, ég segi þá bara "góða nótt og dreymi ykkur fallega"

21 ágúst 2004

..yoga..

..snilld, snilld, snilld.....ég vildi óska að ég væri kjúkklingur !!
Fann hérna alveg hreinnt frábæra bók sem að heitir Yoga for chikens...hún er alveg mögnuð...
* Relaxing your inner chick..
* Feeling fried..
Alskyns svona frábærar stellingar/æfingar/teyjur....thíhíhí *glott*
* Single wingstand..
* Twisted chicken..
* Egg laying pose..

"It´s never too late to be a tender chicken in a tought world."






...vamos a la playa...

....gleðilegan menningarnætur-dag...úff hvað þessi dagur leggst vel í mig...er reyndar að vinna núna og hefði alveg viljað vera að gera eitthvað annað...en ég meina þetta er voða fínnt bara .. Kollsterinn minn kemur á eftir að leika "öryggistöffara" hérna í búðinni og held að það bjargi alveg deginum hjá mér (á meðan að ég þarf að vinna þeas...)...
Eftir vinnu þarf ég svo að fara á 150 km hraða því að ég er að fara í brúðkaup sem er uppí Mosó og byrjar 10 mín eftir að ég klára....betra að koma of seinnt en að koma ekki, er það ekki ???.......*jeij* hvað ég hlakka ótrúlega mikið til, held að brúðkaup og skírnir séu svona skemmtilegustu veislur sem að ég fer í...þá er allt eitthvað svo "ekta" ef að þið skiljið hvað ég meina....Held að maður sjá aldrei fólk eins stolt, hamingjusamt og ánægt með lífið .......
úfff, ja - nú held ég að baunin mín sé að bráðna hérna í hitanum....bærinn er FULLUR af fólki í þröngum spandex hlaupagöllum, ekki alveg það smartasta sem að ég hef séð en ég meina...hmmm....

19 ágúst 2004

...gullkeðjur og bringuhár....

Hlú hlú ..
Jæja manni tókst með herkjum að skríða undan feldinum í gær...úff hvað það er nú ljúft að komast aftur út á meðal fólks...Mér tókst nú samt í veikindum mínum að verðlauna mig pínu (þar sem að maður náði prófunum og svona *bros*), hafði samband við ætteiðingaskrifstofuna "Pennann" og ættleiddi lítinn prins af "Dell" ættum....úff hvað hann er fagur....hef gefið honum nafnið Nói *bros*.
Maður þarf víst að eiga tölvu ef að maður er í fjarnámi.....djö er orðið dýrt að vera í menntó - ég er ekki að segja að það hafi e-h.tíman verið ódýrt en shit......nú eru krakkarnir ekki menn með mönnum nema eiga fínustu fartölvuna og það er hálf plebbalegt að kaupa notaðar bækur........."hvað er það"......ótrúlegt að sjá hvernig litlu baunirnar þeirra virka......að sjá krakka koma inn þar sem að mamma og pabbi borga brúsann og síðan krakkana sem að standa að þessu öllu sjálf......dísus....það er hálf "sick" munurinn á hugarfarinu þar.....
En nóg um það.....ítalirnir skríða um bæinn einsog litlir maurar, flestir súrir eftir leik gærdagsins eða kanski bara þunnir eftir að hafa verið að drekkja sorgum sínum í gær...ítalir eru yndislega fyndið fyrirbæri.....got to love them....þessir litlu naggar halda að þeir séu mest sexy menn sem að fyrirfinnast....heheh....allt í lagi að leifa þeim það þessum greyjum....er samt viss um að það verði svaka ástand í Ítalíu næstu daga (þegar að þetta fólk er allt komið til síns heima) - það verða örugglega flest allir frá vinnu vegna eymsla í hálsi og höfði eftir allar þessar biltur og snúninga....þegar þeir/þær horfa á eftir öllum þessum ljóshærðu fögru fljóðum sem að ísland hefur uppá að bjóða...heheh
Jæja, ætlaði bara svona að láta heyra frá mér....vona að þið hafið það gott í dag...........

14 ágúst 2004

...guapitos...

...jæja lömbin mín...sólríkur laugardagur runninn upp og lífið leikur við mann...eða svona fyrir utan hita, beinverki, hor, hósta og svefnleysi...hihi...einhver verður víst að taka það að sér að vera veikur í svona veðri....já ég er sko sjálfboðaveik .... "góða konan ég".....
Á fimmtudaginn fór ég í þetta blessaða lokapróf mitt í stærðfræðinni og ó mæ god...hihi...þvílíkt uppsafnað stress og ógeð....en glöð að þetta er búið í bili....hríðféll á tíma en gekk vel í því sem að ég náði að klára....nú er bara að krossleggja fingur, lappir og eyru og vona það besta...
Jæja, ég ætla að skríða undir feld og halda áfram að vinna þessa sjálfboðavinnu vel...

11 ágúst 2004

...gera til geðs....

...vá hvað það er erfitt að gera fólki til geðs...hehehe...Íslendingar eru alltaf að kvarta undan veðurfarinu hérna á klakanum (einsog við eigum svo oft til að kalla þessa blessuðu eyju okkar)...það er alltaf of kalt, eða of mikill snjór, of mikið slabb...aldrei sól...well...sólin lætur sjá sig og þá er það ómögulegt líka ... hmmm...of heitt, maður svitnar svo mikið...etc..hvað þarf til....
Hmmm..ég er allavegana sátt og sæl...stefnan tekin á Austurvöll í hádeginu þar sem að snæddur verður ljúffengur ís með heitri súkkulaðisósu...."viljiði bita ?"

10 ágúst 2004

...stimpl...

..jæja, ég stimplaði mig inn úr sumarfríinu í gær....sál og líkami ekki alveg að starfa saman sem skildi, þó að ég sé mætt til vinnu er ég engan veginn hér...úfff....tekur örugglega smá tíma að komast í gírinn aftur...líka þegar að veðrið er svona...bærin alveg á iði...
Annars var sumarfríið alveg súper...naut mín alveg í botn...og ekki frá því að maður sé bara nokkuð brúnn og sáttur við fríið...maður fór út fyrir steypuklessuna eins mikið og maður gat, var alveg ótrúlega dugleg að læra...(úff lokapróf eftir 2 daga..shit)... já það gerðist svo mikið og merkilegt í fríinu...segi ykkur frá því betur svona hægt og rólega held ég...ég og erfinginn fengum marga góða sólardaga saman... maður borðaði ALLT of mikið af góðum grillmat (..eða er hægt að borða of mikið af góðum mat..hmm?)...Baðvogin tók mig allavegana á eintal eftir sumarfríið og tókum við þá ákvörðun stöllurnar (ég og vogin ss) að vinna aðeins á grillmatnum...
Þannig að nú er maður bara á fullu í æfingunum hehehe...
En jæja - nú er bara að sjá hvort að bloggpúkinn komi aftur úr sumarfríi...ég bið bara að heilsa ykkur og vona að þið hafið haft það alveg yndislegt...