07 desember 2005

..netheimar eða ekki...

Fyrir lööööngu síðan var ég víst klukkuð af gíraffastelpunni og tók ekki einu sinni eftir því fyrr en mér var mjög svo pent bent á það og að sjálfsögðu gerir maður það sem manni er sagt….og svara því hérmeð því klukki….”ogskammastuðínsvourður”….. Ég hef einhvernveginn kúplað mig alveg út úr netheimum og kann ágætlega við mig í smá fjarlægð frá þeim…Hef bara verið allt of upptekin við það að svífa um á bleika skýinu mínu, sinna litla kotinu mínu og kotverjum, læra fyrir jólaprófin, vinna í lögfræðimáli, vera í túristaleik, vinna, skella mér í hjúkrunarleik (sem var sko enginn hægðarleikur….), stelast til að lesa jólabækurnar á milli lærdómstarna og í miklum, erfiðum og mjög snúnum ákvörðunartökum …. En sú ákvörðun var tekin að….
Já, einsog ég segi – lífið gengur bara sinn vana gang hjá okkur kotverjum..allir sáttir og sælir..

Jólin nálgast og miklar útskýringar og pælingar á öllu jólatengdu eiga sér stað þessa dagana…litla strympa skilur t.d. enganveginn af hverju jólasveinarnir sem eiga að koma í kringum jólin fylla ekki á súkkulaðidagatölin hjá börnunum, það er ekki til leið (búin að reyna allar, trúiði mér…) að útskýra það fyrir henni að þeir hafa ekkert með jóladagatölin að gera og að þeir eru ekkert komnir *bros*. Hausinn á henni snýst í marga hringi við allar þessar útskýringar og þeir heita allir sem einn “Skellur” – stutt og laggott.

Jams og jæja, bókabrjálæðin er svo sannarlega byrjuð og mikið af konfektmolum þessi jólin…get ekki beðið til aðfangadagskvölds þegar að ég er komin í jólanáttfötin, með heimabakaðar smákökur, í nýjum náttfötum, kertaljós og góða jólabók…ohhh namm – niðurtalningin er svo sannarlega hafin! Hvaða bók langar ykkur helst til að lesa (smá forvitni í minni) ??
Jæja, best að halda áfram að vinna…
Hasta pronto….


Fjórir hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.

1. Lifa
2. Vera eins dugleg og ég get við að leggja mitt af mörkum/hjálpa öðrum..jájá, ég veit ég get ekki bjargað heiminum...
3. Eignast fleiri yndisleg börn - og auðvitað gera mitt allra allra allra besta á þeim vígvelli :)
4. Ferðast um "allan" heiminn.


Fjórir hlutir sem ég get gert.

1. Elskað
2. Hlustað
3. Gert betur...alltaf hægt að gera betur...alveg sama við hvað er átt...
4. ..kallað fram einstaka bros og hlátur...


Fjórir hlutir sem ég get alls ekki gert/á mjög erfitt með.

1. Hugsað mér líf mitt án alls fólksins míns..
2. Sungið fyrir framan aðra...
3. Treyst...
4. Sleikt fýluna úr fólki...stend ekki í því - kann það ekki og hef ekki hugsað mér að læra það :)


Fjórir frægir sem heilla.

1,2,3,4 - Æiii, það eru allir heillandi á sinn háttinn...


Fjórir hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur.

1. Augun
2. Brosið (hláturinn)
3. Fasið (húmorinn)
4. Æi, mér finnst fólk bara svo heillandi fyrirbæri - fer svo eftir manneskjunni sjálfri hvað heillar mig við hana hverju sinni - skiluru

Fjórar setningar sem ég nota mikið (þessa dagana).

1. "Komdu músarass/engilfríður/ástin mín..."
2. "Te amo..."
3. "..nei ástin mín, jólasveinarnir komu ekki og settu meira né settu nýtt (fyltu á) súkkulaði í dagatalið þitt.."
4. "hnoff hnoff"


Fjórir hlutir sem ég sé.

1. Tölvan
2. Friðþjófurinn
3. Bækur, bækur, bækur...og aðeins meiri bækur
4. Mynd af erfingjanum...

Fjórir sem ég ætla að klukka.

1,2,3,4 – klukka bara þá fjóra sem að lesa þetta og langar að dreyfa huganum eitthvað pínu, oggu, smá frá því sem að þeir voru að gera…..

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hva.... nennir svo enginn að kommenta á þig lengur stúlka ?? :O

kv.

Svetly sagði...

..heh - er líka nær hætt að blogga
(á þessa síðu) ;)
Svo að ég græt mig ekki í svefn yfir þessu, læri bara að lifa með þessari höfnunn og vinna með hana......
...og takk fyrir að kommenta !! ;)